Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 pttripmM&Mí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. Alþingi og ríkissljórnin EB geturvaiið samn- inga við Islendinga með skírskotun til sérréttinda okkar — segir Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkisnefndar Alþingis, um hugsanlega samninga íslands og Evrópubandalagsins án þess að það fái fiskveiðiheimildir Alþingi verður sett í dag. Þetta er fyrsta þing, sem saman kemur að loknum kosn- ingum og myndun nýrrar ríkisstjómar. Styrkleikahlutföll flokkanna hafa breytzt mjög frá því sem var á síðasta þingi. Sjálfstæðisflokkurinn kemur til þessa þings veikari en nokkru sinni fyrr. Hin breytta staða flokksins á eftir að koma í ljós m.a. í kosningum til nefnda og ráða, þar sem flokkurinn fær óhjákvæmilega færri fulltrúa en áður. Borgaraflokkurinn, sem er enn óskrifað blað, fær nú í fyrsta sinn frá kosningum vettvang til þess að láta að sér kveða og um leið mun koma í ljós, hvort flokkurinn er ein- hvers megnugur. Þegar störf þingmanna heij- ast af fullum krafti eftir helgina reynir fyrst á innviði þeirrar ríkisstjómar, sem mynduð var sl. sumar. Staða hennar hefur frá upphafi verið dálítið sérstök. Þetta er ríkis- stjóm, sem enginn vildi, en eina ríkisstjómin, sem hægt var að mynda! Þetta er í fyrsta sinn í tæp fjörutíu ár, sem Sjálfstæð- isflokkurinn á aðild að þriggja flokka ríkisstjórn. Á næstu vik- um og mánuðum reynir mjög á hæfni formanns Sjálfstæðis- flokksins til þess að halda saman ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka, sem augljóslega er margfalt erfiðara en að halda saman tveggja flokka stjóm- um. Hinir óbreyttu stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins eiga eftir að kyngja mörgu, sem þeim kann að vera ógeðfellt vegna þeirrar ábyrgðar, sem hvílir á forystuflokki ríkis- stjómarinnar að halda stjóm- inni saman. Þingflokkur Sjálfstæðis- manna er ekki samstæður um þessar mundir. Þar em mörg vandamál á ferðinni, sem eiga eftir að valda erfíðleikum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessu stjómarsamstarfi. En þing- menn flokksins verða að horfast í augu við þá ábyrgð, sem á þeim hvílir. Þetta er sú ríkisstjóm, sem hægt var að mynda og þeim ber skylda til að veita henni þann stuðning, sem nauðsynlegur er. Alþingi og ríkisstjóm standa frammi fyrir verulegum vanda- málum í efnahags- og atvinnu- Iífi. Mikil hætta er á að fastgengisstefnan sé að bresta. Frystingin er komin í taprekst- ur, iðnaður og margvísleg þjónustustarfsemi á í erfiðleik- um og gífurlegur viðskiptahalli blasir við á næsta ári. Kaup- gjaldssamningar renna út um áramót. Launaskriðinu á und- anfömum mánuðum má líkja við sprengingu. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa mælzt misjafnlega fyrir. Mörgum finnst hún hafa stigið skref til baka og að hún hafi dregið úr þeim umbótum, sem síðasta stjóm beitti sér fyrir á mörgum sviðum ekki sízt í fjármálum. Þrátt fyrir skiptar skoðanir um efnahagsráðstafanir stjóm- arinnar fram til þessa skiptir þó mestu, að henni takist að veita þjóðinni þá hugmynd- aríku forystu, sem hún þarf á að halda, einmitt nú þegar meiri óvissa ríkir um framtíð- ina, en verið hefur undanfarin misseri. Það er verkefni Al- þingis og ríkisstjómar að veita slíka forystu. Segja má, að ríkisstjómin hafi ekki fengið tækifæri til þess fyrr en nú, að sýna hvað í henni býr að þessu leyti. En nú bíða menn þess, hvemig forsætisráðherra hagar málflutningi sínum i stefnuræðu sinni til Alþingis. Sú ræða hefur mikla þýðingu fyrir þessa ríkisstjóm og framtíð hennar. Hið sama má segja um fjárlagaræðu hins nýja fjármálaráðherra. Hún leiðir í ljós, hvort Alþýðuflokk- urinn ætlar að beita áhrifum sínum í núverandi ríkisstjóm til þess að snúa frá þeirri frjáls- ræðisstefnu, sem fyrrverandi ríkisstjóm beitti sér fyrir, eða hvort flokkurinn er reiðubúinn til að standa við þau fyrirheit, sem hann gaf í kosningabarátt- unni ef marka mátti málflutn- ing talsmanna hans. Sá tónn, sem sleginn verður í fjárlagaræðunni kann að hafa töluverð áhrif á framvindu stjómmálabaráttunnar í landinu. Er Alþýðuflokkurinnm að hallast að framtíðarsam- starfi við Framsóknarflokkinn, eins og varaformaður Fram- sóknarflokksins bauð upp á fyrir skömmu? Almenningsálitið hefur ekki gefíð ríkisstjórninni mikið svigrúm til að festa sig í sessi. Þess vegna munu störf Al- þingis fram að áramótum skipta miklu um framtíð henn- ar. Þingmenn stjómarflokk- anna þurfa því að bretta upp ermamar og leggja til hliðar ágreining um það, sem minna máli skiptir. „FERÐIN sannfærði mig um það að Evrópubandalagið er að ná takmarki sinu, þ.e. landamæri verða brotin niður milli aðild- arríkjanna og löndin verða ein efnahagsleg heild. Ég trúði því ekki fyrr en ég sá og heyrði hvað þarna er að gerast. Þetta eru einhver mestu tíðindi nútimasögunnar." Þetta sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður og formaður ut- anríkisnefndar Alþingis, þegar hann var spurður um heimsókn nefndarinnar til Evrópubanda- lagsins (EB) um miðjan síðasta mánuð. Þetta var í fyrsta skipti sem utanríkisnefnd hefur farið út fyrir landsteinana. Forustu- mönnum EB var sagt frá stefnu íslands í fiskveiðum og m.a. kynnt „íslenska ákvæðið“ í haf- réttarsáttmálanum. „Ég vona og er raunar sannfærð- ur um að þessi ferð okkar í utanrík- isnefnd hafi verið gagnleg. Það sem er að gerast innan EB hafði mikil áhrif á okkur öll. Við skiljum betur en áður hvað fyrirhugaðar breyting- ar eru mikilvægar og við íslending- ar hljótum að gera það sem hægt er til að þær verði að veruleika." Utanríkisnefnd hitti marga af for- ustumönnum Evrópubandalagsins, þar á meðal Lord Plumb, forseta Evrópuþingsins, Josep Verde I Aldea, formann nefndar Evrópu- þingsins sem annast samskipti við Island, Finnland, Svíþjóð og Norð- urlandaráð, Willy de Clercq, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjóm EB, E. Gallagher yfirmann sjávarútvegsdeildar EB, svo einhveijir séu nefndir. Gallagh- er er íslendingum kunnur, en hann hefur oft komið hingað til lands til að kynna fiskveiðistefnu bandalags- ins. „Það var samdóma álit allra nefndarmanna í utanríkisnefnd að gefa ekkert það í skyn sem gæfí til kynna að ísland hugleiddi að óska aðildar að Evrópubandalaginu. Hér á landi hefur enginn maður haft trú á því að bandalagið næði því markmiði sínu að sameinast í einni efnahagslegri heild. Það er ekki fyrr en fyrst nú að menn eru að átta sig á því hvað raunverulega er að gerast," segir Eyjólfur Konráð og hann útilokar ekki að utanríkis- nefnd beiti sér fyrir því að samskipti íslands og Evrópubandalagsins verði rædd sérstaklega á Alþingi á komandi vetri. „Og ég vil geta þess að samstarfið í nefndinni var frá- bært og mikla athygli vakti að fulltrúar allra stjómmálaflokka á íslandi skyldu mæta til leiks og vera algjörlega samstiga. Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri, og Einar Benediktsson, sendiherra, voru líka ómetanlegir aðstoðarmenn og veitti ekki af því fundir voru langir og strangir í fjóra daga.“ Evrópubandalagið stefnir að því að afnema allar hindranir á flutn- ingum fólks, flármagns og á viðskiptum á milli aðildarríkjanna fyrir 1992. Markmiðið er að tengja viðskiptalíf landanna saman í eina heild. Áætlunin er í 300 liðum og er kynnt í „Hvítu bókinni" (The White Paper on Completing the Intemal Market). En hveiju breyta þessar áætlanir fyrir okkur íslend- inga? „Við verðum að taka upp miklu meira fijálsræði, sérstaklega á sviði peningamála, gagnstætt því sem nú er verið að gera,“ segir Eyjólfur Konráð og bætir við að „auðvitað eigum við að taka þátt í því samstarfi við EB sem er okkur til góða. Það eru allir innan EFTA sammáia um það, hvort sem þeir kunna að vera á leið inn í Evrópu- bandalagið eða ekki, að rétt sé að fylgja bandalaginu eftir t.d. í auknu frelsi í peningaviðskiptum milli landa, stöðlum o.s.frv. Við eigum að stíga þessi skref, sem ekki tengj- ast okkar fiskveiðihagsmunum og það getur auðveldað okkur og EB á ná samkomulagi um framtíðar- skipan á okkar óbeinu aðild að þessu merkilega samstarfi." Umræður um EB hafa aukist verulega hér á landi á undanförnum misserum, en enn sem komið er hefur enginn stjómmálaflokkur tekið afstöðu til bandalagsins aðra en þá að ísland geti ekki gerst að- ili að því. Og er bent á fiskveiði- stefnu bandalagsins og við það situr. Eyjólfur Konráð var spurður um þetta atriði, en sagði nefndar- menn hafa gert forráðamönnum Evrópubandalagsins grein fyrir sér- stöðu íslands í fiskveiðum. „Ég lagði á það áherslu { ræðum og í samtölum að allt frá annarri Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna árið 1960 hafi hinar sérstöku aðstæður íslendinga verið ræddar og í hafréttarsáttmálanum er ákvæði um sérstöðu íslands, sem ætíð er nefnd „íslenska ákvæðið“. Við höfum sögulegan sérrétt og það vissu allir á hafréttarráðstefnunni hvað „íslenska ákvæðið" er. For- ustumenn EB skilja þetta nú,“ sagði Eyjólfur Konráð. „í 71. gr. Hafrétt- Höfum ekkert að fela o g f örum engar krókaleiðir Fatainnflylj endur vísa ummælum Víglundar Þorsteinssonar á bug TALSMENN nokkurra i hópi stærstu fatainnflytjenda landsins visa á bug þeim ummælum Víglundar Þorsteinssonar í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að föt frá Austurlöndum fjær séu flutt hingað til lands sem um vaming frá löndum innan friverslunarbandalaganna væri að ræða. Þetta eigi þátt í slæmri afkomu islensks fataiðnaðar. í tilefni af ummælum Víglundar skoðunar," sagði Gunnar. „Sam- leitaði Morgunblaðið álits talsmanna nokkurra fyrirtækja sem þekkt eru að innflutningi á fatnaði. „Það verð- ur að gera þá kröfu til Víglundar Þorsteinssonar að maður í hans stöðu rökstyðji ásakanir sem þessar og greini nánar frá því við hvað hann á. Það verður ekki við það unað að heil stétt manna liggi undir grun um ólöglegan innflutning," sagði Þorsteinn Pálsson innkaupa- stjóri hjá Hagkaup. „ Við flytjum inn mikið af fatnaði frá Austurlöndum en reynum ekkert að fela það og okkar vamingur fær þá tollameðferð sem vera ber.“ Gunnar Kjartansson forstöðu- maður fatadeildar Sambandsins kvaðst aldrei hafa heyrt um að við- skiptahættir sem þessir viðgangist á íslandi. „En Víglundur hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér í þessu og eðlilegt er að yfirvöld taki málið til bandið flytur inn mikið af fötum frá Hong Kong og Kóreu en þau fara engar krókaleiðir. Við höfum ekkert að fela.“ Ágúst Ármann forstjóri sam- nefndrar heildssölu sagði að ásakan- ir um ólögmætan innflutning snertu ekki sitt fyrirtæki. „Þeir sem standa í innflutningi sem þessum þurfa að hafa samstarf við erlenda framleið- endur eða heildsala um svikin," sagði Ágúst. „ Þetta er brot á erlendum lögum jafnt og íslenskum og gengur gegn forsendum fríverslunar. Abyggileg fyrirtæki koma ekki ná- lægt svona íöguðu." Magnús Erlendsson hjá heild- verslun Björgvins Schram kvaðst telja víst að Víglundur Þorsteinsson léti sér ekki ummæli sem þessi um munn fara án þess að geta staðið við þau'. „Maður hefur heyrt að sum fyrirtæki standi að innflutningi með þessum hætti. Það eru til óheiðarleg- ir menn í þessu starfi eins og flestum öðrum. Ég vona að þessi orð Víglundar verði til þess að málið verði rannsakað og svikin afhjúpuð,“ sagði Magnús Erlendsson. Skálholtsskóli sett Um 500 n( LÝÐHÁSKÓLINN í Skálholti veré nóvember. Hefjast hátiðahöld da) dómkirkju kl. 14. Ferð verður fr velunnarar og áhugamenn um efli í frétt frá skólanum. A liðnum misserum hefur skóla- hald Skálholtsskóla eflst mjög. Nú greinist starfsemi skólans í femt. Hinn hefðbundi lýðhálskóli starfar frá nóvemberbyijun til aprílmánað- ar. Hefur áhersla undanfarið verið lögð á ítarlegt nám á myndlistar- svið’i auk hinna hefðbundnu bóklegu greina lýðháskóla. I öðru lagi hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.