Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 ÞINGBRÉF 110. löggjafarÞ'ng Islendinga: „Ríkisútgjöld vaxi ekki ör- ar en þjóðarframleiðsla“ Fj árlagaf r um varp síðbúið? „Laugardagur til lukku“ var eitt sinn sagt. Við skulum vona að sú verði raun- in nú. Alþingi íslendinga, 110. löggjaf- arþing, verður sett í dag, laugardaginn 10. október. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, setur Jnngið, nýkomin heim úr velheppnaðri Italíuför. Aldurs- forseti þingsins, Stefán Valgeirsson, þingmaður fyrir Norðurlandskjördæmi eysta, stýrir þessum fyrsta fundi, unz forsetar þings hafa verið kjörnir. I Þetta verður sérstætt þing um sitt hvað. Það verður fyrsta þing nýs kjörtímabils, fyrsta þing nýrrar ríkisstjómar og fyrsta þing eftir breytingu á kosningalögum til að draga úr misvægi atkvæða eftir kjör- dæmum. Það sem breytzt hefur að öðru leyti frá síðasta þingi er m.a.: * Þingmenn eru nú 63 í stað 60 áður. * Þingmönnum þéttbýliskjördæma hefur fjölgað: Reykjavíkurkjördæmi hefur nú 18 þingmenn og Reykjaneskjördæmi 11. * 13 konur sitja nú á þingi og hafa aldr- ei verið fleiri — 20% þingheims. * Húsbúnaði og uppröðun sæta í þingsöl- um, bæði þingmanna og ráðherra, hefur verið breytt til að koma fleiri þingmönnum sómsamlega fyrir. * Þriðjungur þeirra (21), sem nú taka sæti á Alþingi, áttu ekki sæti á síðasta þingi. Átján þingmenn kjörtímabilsins 1983-1987 hafa helzt úr lestinni. Nýir þigmenn setja efalaust svip sinn á þingsetningu í dag og störf þingsins í vetur. „Nýir vendir sópa bezt“, segir mál- tækið. Megi þau orð ganga eftir. II Það hefur verið keppikefli hverrar ríkis- stjómar og hvers fjármálaráðherra gengin ár að frumvarp að fjárlögum komandi árs nái að verða fyrsta mál hvers haustþings, með og ásamt lánsfjáráætlun og frum- varpi að lánsfjárlögum. Þetta tekst sennilega ekki nú. Það eru ýmis óvissuatr- iði varðandi þróun efnahagsþátta í þjóðar- búskapnum sem valda því, að frumvörp þessi kunna að verða síðbúnari nú en áður. Frumvörp til fjár- og lánsfjárlaga — og fylgigögn — gefa jafnan góða yfirsýn yfir ríkisbúskapinn í heild um leið ogþau kunn- gera veigamikla þætti í efnahagsstefnu viðkomandi ríkisstjómar og mikilvæg markmið á þeim vettvangi. Þeirra er máske beðið með meiri eftirvæntingu nú en oft áður, bæði vegna óvissu um launa- og verðlagsþróun, viðskiptajöfnuð út á við og gengismál — og vegna þess að nú sit- ur sá flokksleiðtogi á stóli fjármálaráð- herra, sem hvað hvassyrtastur var í garð stefnunnar í ríkisfjármálum á gengnu kjörtímabili. III Hér verður ekki frekar spáð í fjárlaga- gerðina sjálfa, en minna má á þau ákvæði stjómarsáttmálans, sem varða ríkisbú- skapinn. * í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar, sem gefin var í júlímánuði sl., segir m.a., „að jafnvægi í ríkisfjármálum verði náð á næstu þremur árum . . . Útgjöld ríkis- sjóðs verði endurskoðuð þannig að gætt verði fyllsta aðhalds og spamaðar og að þau vaxi ekki örar en þjóðarframleiðsla". Hugsanlega verður stefnt að hallalausum ríkisbúskap á skemmri tíma en hér er heitið. Mikilvægt er að ríkisútgjöld ýti ekki undir þensluna í þjóðfélaginu. * í starfsáætlun stjómarinnar stendur og: „Ríkisstjómin mun beita hagstjómartækj- um með samræmdum hætti. Fjárlögum, Iánsfjáráætlun, peninga- og gengismálum verður markvisst beitt til þess að draga úr sveiflum og treysta jafnvægi í þjóðarbú- skapnum." í ljósi þessa fyrirheits átti ríkisstjómin þann kost einan að endur- skoða fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár í ljósi nýrrar og „svartrar" þjóðhagsáætl- unar fyrir árið 1988. IV Of snemmt er að gera því skóna hvaða mál ríkisstjómin fær þinginu til meðferðar fyrstu starfsvikur þess. Það skiptir hins- vegar verulegu máli að dreifa stjómar- frumvörpum — og raunar þingmálum yfírhöfuð — hyggilega á starfstíma þess, svo að hann nýtist sem bezt. Á þetta hef- ur skort undanfarið. Þess er og að vænta að ríkisstjómin og einstakir ráðherrar hafí notað sumarmánuðina vel til að und- irbúa þau mál, sem verða viðfangsefni þingsins. Stefnuyfírlýsing og starfsáætlun ríkis- stjómarinnar (júlí 1987) gefur vísbendingu um til hvaða áttar verður stefnt. Meginat- riði stjómarstefnunnar eru: 1) Stöðugt gengi og viðnám gegn verð- bólgu. 2) Minni viðskiptahalli, lækkun erlendra skulda. 3) Ríkissjóðshalla verði eytt á þremur ámm. 4) Eðlileg byggðaþróun og varðveizla auð- linda lands og sjávar. 5) Fylgt verður utanríkisstefnu er tryggir öryggi landsins og fullveldi þjóðarinnar. 6) Aukin framleiðni, svo stytta megi vinnutíma og bæta kjör hinna tekjulægstu. 7) Samræmt lífeyriskerfí og traustari fjárhagsgrundvöllur húsnæðiskerfísins. 8) Efling íslenzkrar menningar, menntun- ar, rannsókna og vísinda. Undir högg er að sækja með sum þess- ara stefnumála, ekki sízt þau er varða viðskiptahalla (sem stefnir í óefni), ríkis- sjóðshalla, gengi gjaldmiðils okkar og byggðaþróun. Sterkar líkur standa til að vænta megi stjómarfrumvarpa um húsnæðismál, er- lent áhættufé í atvinnurekstri hér á landi, endurskoðaða fískveiðistefnu, staðgreiðslu skatta, tilfærslu utanríkisviðskipta frá við- skiptaráðuneyti til utanríkisráðuneytis, banka og sparisjóði sem og frumvarpa til staðfestingar á bráðabirgðalögum. Ríkisstjómin hefur og heitið endurskoð- un kosningalaga, frumvarpi að nýjum lögum um Stjómarráð íslands, heildarend- urskoðun dómsmálaskipunar (aðskilnað dómsstarfa og stjómsýslustarfa) sem og almennri stjómsýslulöggjöf. Mál þessi hafa hinsvegar ekki verið tímasett. Framangreind upptalning er engan veg- inn tæmandi. V Þá má búast við að einstakir þingmenn flytji fjölda mála, bæði tillögur til þings- ályktunar og fmmvörp að lögum, að ógleymdum fyrirspurnum til ráðherra, sem fjölgað hefur meira en góðu hófi gegnir á síðari þingum. Væntanlega verður frumvarp um inn- flutning og framleiðslu „alvöru" bjórs í hópi mála, er þingmenn flytja. Líkur standa til þess að bjórinn hafí meiri stuðn- ing á þessu þingi en áður, jafnvel meiri- hluta. Nýr þingflokkur Borgaraflokks gerir efalítið tilraun til að ná almenningsat- hygli með þingmálaflutningi. VI í starfsáætlun ríkisstjómar Þorsteins Pálsson segir m.a.: „Meginþættir efnahagsstefnunnar á næstu árum eru: 1) Að verðbólgu verði náð niður á svipað stig og í helztu viðskipta- og samkeppni- slöndum. 2) Að halla á ríkissjóði verði eytt á næstu þremur árum. 3) Að jafnvægi verði náð í viðskiptum við útlönd. 4) Að erlendar skuldir lækki sem hlutfall af þjóðartekjum. 5) Að innlendur spamaður aukizt. Þar segir jafnframt: „Ríkisstjómin mun stuðla að því að launaákvarðanir í þjóðfélaginu samræmist þessum markmiðum, jafnframt því sem kaupmáttur lægstu launa verði aukinn." Efnahagsstefna stjómar og framkvæmd hennar kemur ekki sízt fram í fjárlaga- gerð og hvem veg fjárlögum er framfylgt af viðkomandi framkvæmdavaldi. Þess- vegna er ekki sízt horft til nýs fjármálaráð- herra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, við upphaf 110. löggjafarþings fslendinga, sem sett verður í dag. Unglingaráðgjöf ríkisins: Stúlkur eru í meirihluta þeirra sem leita ráðgjafar FRÁ því að unglingaráðgjöf Unglingaheimilis ríkisins hóf störf, haustið 1981, hafa stúlkur ætíð verið í meirihluta þeirra sem þangað leita. Á síðasta ári voru skjólstæðingar unglinga- ráðgjafarinnar alls 104, þar af voru stúlkur 68. Aftur á móti voru drengir oftar vistaðir í neyðarathvarfi Unglingaheimil- isins. 1986 voru piltar þar vistað- ir 65 sinnum en stúlkur 29 sinnum. Meðalvistunartími pil- tanna var 55 dagar en stelpurnar dvöldust að jafnaði í 47 daga. Af skjólstæðingum unglingaat- hvarfsins eru 81% af höfuðborgar- svæðinu en þeir unglingar utan af landi, sem var vfsað til athvarfsins, voru flestir í reiðileysi í höfuðborg- inni. í ársskýrslu Unglingaheimilis ríkisins.fyrir árið 1986, kemur fram að stofriunin skiptist í 5 einingar: Unglingaráðgjöf, neyðarathvarf, meðferðarheimili, sambýli og skóla. Forstöðumaður er Kristján Sigurðs- son. Unglingaheimili ríkisins reynir að leysa vanda ungmenna fram að 16-18 ára aldri. Vandkvæði skjól- stæðinga unglingaheimilisins eiga sér yfírleitt rætur í uppeldi þeirra og félagslegum aðstæðum. Stofun- in reynir að bæta uppvaxtarskilyrði unglinganna með því að bæta sam- skiptin hjá fjölskyldum viðkomandi, t.d. með fjölskylduviðtölum. Mark- miðið er að efla öryggi og sjálfs- traust unglinganna, að þeir geti tjáð sig, skilið aðra og umgengist. Sam- hliða þessu er stefnt að því að þroska siðferðisvitund og margs- konar færni og kunnáttu. Ástæður þess að leitað er til Unglingaheimilisins eru margvís- legar. I gögnum frá unglingaat- hvarfínu kemur fram að óöryggi og kvíði vega þungt, samskiptaörð- ugleikar við foreldra og fjölskyldu, jafnvel depurð og sjálfsmorðstil- raunir. Nær helmingur skjólstæð- inga leitar sér hjálpar af eigin frumkvæði. Síðastliðið ár hafa starfsmenn Unglingaheimilis ríkisins orðið varir við fjölgun einstaklinga sem eiga í vanda vegna fíkniefna. Telja forr- áðamenn unglingaheimilisins brýnt að takast á við þennan vanda. Morgunblaðið/BAR Ingvar Helgason: Fimmtíu Trabantar af hentir INGVAR Helgason hf. af henti á hjá Ingvari Helgasyni hf. sagði þriðjudag fimmtíu Trabantbif- að það væri vaninn að afgreiða reiðar. Bifreiðarnar höfðu flest- Trabantana með þessu móti, það ar verið seldar fyrirfram og væri ánægjulegt og hentaði betur leysti fyrirtækið eigendur bif- að afgreiða þá svona marga í ' reiðanna út með rósum og einu. kleinuhringjum. Júlíus Möller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.