Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Minning: Ragnar Pálsson útibússijóri Fæddur 16. apríl 1924. Dáinn 29. september 1987. Mágur minn og vinur, Ragnar Pálsson, lést í Landspítalanum 29. sept. sl. Með fráfalli hans er góður drengur genginn og burt kallaður, — hans er sárt saknað. Kynni okkar hófust fyrir rösk- lega flörutíu árum, er hann hóf störf á Sauðárkróki sem skrifstofumaður og síðar bankastjóri. Þar var starfs- vettvangur hans síðan. Á þessum tíma hefur Sauðár- krókur vaxið og dafnað úr litlum bæ í stórt og öflugt bæjarfélag, þar sem stór og smá atvinnufyrirtæki starfa og þjónusta öll er með því besta sem hér þekkist. Bærinn sjálf- ur hefur tekið miklum stakkaskipt- um. Æskufólk bæjarins hefur séð marga drauma sína rætast. Stofnun heimilis í eigin húsnæði hefur verið kjölfestan, ásamt nægri atvinnu, námsframboði og tækifærum til að sinna hugðarefnum sínum. Aðstaða öll til útivistar og iðkunar íþrótta hefur gjörbreyst til batnaðar svo nú á unga fólkið margra kosta völ. Þegar við Ragnar Pálsson hitt- umst og tókum tal saman, sem re}mdar var alltof sjaldan vegna búsetu, — kom alltaf fram hjá hon- um óvenjumikill áhugi, skilningur og þekking á samfélaginu og á sér- þörfum ungra og aldraðra í þjóð- félaginu. Skarpar athugasemdir hans um fyrirætlanir og eða gerðir mannanna voru einnig athyglis- verðar. Mér er vel kunnugt um, þótt í fjarlægð hafi búið, — hve mikil stoð og stytta Ragnar Pálsson var þeim sem fluttu góð mál er hann taldi horfa til heilla fyrir bæj- arfélagið og héraðið allt, hvort heldur stór fyrirtæki og fjölmenn samtök áttu hlut að máli eða fá- menn félög og litlir starfshópar. Hin frjálsu félagasamtök áttu sinn velgerðarmann þar sem Ragnar Pálsson var. Skilningur hans og hjálpfysi þegar hann gat slíku við- komið, fór sjaldnast hátt, enda ekki í samræmi við lífsskoðun hans. Ragnar Pálsson átti sinn lífsstfl að sækja í menningu sveitanna og heimilanna eins og þau voru á upp- vaxtarárum hans. Starfí sínu sem bankastjóri gegndi Ragnar Pálsson með ágæt- um. Réð þar mestu góðar gáfur hans og frábær yfírsýn og gott mat á stöðu mála hveiju sinni. Undir hans stjóm varð Búnaðarbankinn á Sauðárkróki öflug lánastofnun, sem á stærri þátt í þróun byggðarinnar fyrir norðan en margur hyggur. Ragnar Pálsson var frábærlega næmur maður og kunni vel að meta það sem vel var gert í listum og bókmenntum. Tónlistin og íslensk tunga var honum hugleikin og ritlistin einkar kær. Hann kunni vel að meta útivist og naut þess unaðar sem fyrir augun bar af Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók, en þangað lagði hann oft leið sína til hvíldar og hressingar eftir eril- saman dag. Hinn frjálsa Ieik bamanna og hinar kerfísbundnu íþróttir fullorðinna, kunni hann einnig vel að meta og vissi hvað að baki þurfti að liggja svo íþrótt- imar þjónuðu tilgangi sínum. Hann fylgdist því vel með framgangi þeirra hvar sem var. íslenski góð- hesturinn var honum augnayndi. Ragnar Pálsson fékk sitt æsku- uppeldi í foreldrahúsum. Faðir hans var Páll Erlendsson bóndi á Þrastar- stöðum á Höfðaströnd, síðar á Siglufírði og móðirin Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, sem enn er á lífí í hárri elli. Systkini átti hann þijú, tvær systur og einn bróðir. Ragnar Pálsson giftist Önnu Pálu Guðmundsdóttur og eignuðust þau sjö böm, sem öll eru hin mann- vænlegustu. Þau hafa stofnað heimili, nema Úlfar, sem er þeirra Minning: Halldóra Kristjáns- dóttirBriem Fædd 16. janúar 1948 Dáin 2. október 1987 í dag, 10. október, verður frú Halldóra K. Briem lögð til hinstu hvflu frá Dalvíkurkirkju. Hún lést á sjúkrahúsi í Reykjavík að kvöldi 2. október eftir erfíða sjúkdóms- legu. Halldóra fæddist á Þórshöfn 16. janúar 1948, næstyngsta dóttir hjónanna Margrétar Halldórsdóttur og Kristjáns Ottós Þorsteinssonar, sem bæði lifa dóttur sína. Önnur böm þeirra hjóna em Alda, búsett á Dalvík og Hrönn og Jóhanna, búsettar í Grindavík. Kristján er ættaður frá Brekkum í Mýrdal, son- ur hjónanna Þorsteins Vigfússonar og Sigurbjargar Stígsdóttur. Margrét er ættuð frá Þórshöfn á Langanesi, dóttir hjónanna Hall- dórs Guðbrandssonar og Kristrúnar Jónsdóttur. Kristján og Margrét bjuggu lengst af á Þórshöfti, í húsi, sem kallað var Hafblik. Uppvaxtarár Halldóru á Þórs- höfn mörkuðust ekki af ríkidæmi og allsnægtum samkvæmt nútíma- skilningi, heldur af nýtni og vinnu við það, sem land og sjór gáfu. Hún réri stundum með föður sínum á trillu, sem hann átti og liðsinnti honum við hin ýmsu störf. er til féllu. Það var algengt þá, að fjöl- skyldur höfðu eina eða tvær kýr og nokkrar kindur í húsi, sem sinnt var bæði af fullorðnum sem böm- um. Sfldin skildi Þórshafnarbúa ekki útundan. Þar söltuðu konur af sama eldmóði sem annars stað- ar, og bömin hjálpuðu foreldmnum. Þau eldri tóku botninn en stutta fólkið, sem náði ekki með síldina í neðri hluta tunnunnar lagði efri lögin. Að loknu námi í bamaskóla var heima í héraði litla framhalds- menntun að fá. Halldóra hóf á unga aldri störf hjá Kaupfélagi Langnes- inga og síðar Pósti og síma á Þórehöfn. Á ámnum 66—67 kynntist Hall- dóra verðandi eiginmanni sínum Eggerti Briem, sem þá var að ljúka kandidatsári sínu að loknu embætt- isprófí í læknisfræði. Fyrir honum lá að fara til Skotlands og sér- mennta sig í heimilislækningum. Eftir ársdvöl þar ytra og nám Hall- dóm á húsmæðraskóla í Reykjavík, kom hann heim í leyfí og giftu þau sig 8. júní 1968. Halldóra minntist ætíð með hlý- hug ánægjulegrar vera þeirra í skoska bænum Invemess. Eftir heimkomu til íslands aftur Iá leið þeirra í Hofsósslæknishérað, sem þá hét. Á þessum ámm bjó Alda, systir Halldóm á Dalvík og varð það líklegast til þess, að hugur Halldóm og Eggerts leitaði til Dalvíkur, er embætti héraðslæknis- ins á Dalvík var auglýst laust til umsóknar og var honum veitt emb- ættið í aprílmánuði 1972. Böm Halldóm og Eggerts em §ögur, Gunnlaugur Þór f. 27.12.69, Bimir Kristján f. 8.6.72, Eggert f. 18.12.73 og Hmnd f. 10.8.79. Þrátt fyrir langa starfsdaga heimilis- yngstur og býr enn í föðurgarði. Böm þeirra Ragnars og Önnu Pálu og tengdaböm þeirra em samvalið myndarfólk, reglusöm og vinaföst og bera vitni góðu æskuheimili og framúrskarandi uppeldisháttum. Þau hafa notið góðrar menntunar og haslað sér völl í lífínu. Sjúkdómur Ragnars Pálssonar varð okkur sem þekktu hann mikið áfall. Sjúkrahússvistin í Reykjavík varð oft ströng, en upp stóð hann hvað eftir annað og hvarf að störf- um. Þrek hans og hugarró var með ólíkindum. En hann stóð ekki einn í þessari baráttu, æðri máttarvöld vöktu yfír honum og fjölskyldan stóð með honum. Eiginkona hans vék aldrei frá honum, fylgdi honum suður aftur og aftur og sat við sjúkrabeð hans alla daga. Mér er kunnugt um að þessa góðu umönn- un, tryggð og elsku, kunni hann vel að meta og gerði þetta honum ævikvöldið léttbærara. Leikur dótturbamanna hans tveggja á gólfínu við rúmið hans í heimsóknartíma nú nýverið, orkaði sterkt á mig. Gleði hans og ánægja yfír heimkomu þeirra frá fjarlægu landi var ótvíræð. Bamabömin hans öli vom honum til mikils yndisauka og bömunum var afínn ætíð kær- leiksríkur faðir. Hann var mikill bamavinur. Starfsfólk Landspítalans, læknar og hjúkmnarlið allt, sem annaðist Ragnar Pálsson í veikindum hans, sýndi einstaka hæfni í öllum störf- um sínum, framúrskarandi hjúkmn og ríkan skilning og lipurð í öllum samskiptum. Það er mikils virði fyrir íslenska þjóð að eiga slíku fólki á að skipa. En kallið kom. Ég er þakklátur Ragnari Páls- syni, mági mínum og vini, fyrir samfylgdina. Ég þakka honum góð- vild og hjálpsemi við móður mína. Trygglyndi hans og vinátta í garð okkar systkinanna og fólksins okk- ar var einstök og mun lengi lifa. Enn liggur leiðin upp á Nafimar, þar sem sólarlagið er hvað fegurst á Islandi og sólamppkoman við Austurfjöllin boðar nýjan dag, nýtt líf. Megi góður Guð styrkja Önnu Pálu og fjölskylduna alla. Minning- amar um góðan eiginmann og föður lifa áfram. föðurins, sem oft spönnuðu yfír stóran hluta úr sólarhringnum, var heimilislífíð mjög líflegt, þar sem Halldóra sat við stjómvölinn, vak- andi jrfír velferð eiginmanns og bama. Það vom mörg kvöldin, sem hún beið eftir Eggerti úr vitjun með hannyrðir eða bók í höndum. Henni var það eðlislægt að taka óbeinan þátt í starfí mannsins síns, þá ekki síst við daprar aðstæður. Þau höfðu tekið ástfóstri við sitt nýja heimili við Svarfaðarbrautina þegar alvarlegur sjúkdómur gerði várt við sig hjá Eggerti, er leiddi hann til dauða 3. febrúar 1983 eft- ir áralangt stríð. Þá blasti við þessari einörðu konu, sem hét því að bugast ekki, að halda heimilinu í því formi, sem þau hjónin höfðu í ástríku hjónabandi mótað. Hall- dóra hóf verslunarstörf hjá útibúi KEA á Dalvík og síðar hjá Pósti og síma. Ég kveð minn kæra vin, með hinum látlausu orðum Sólarljóða: „Sæll er sá, sem gott gerir“. Árni Guðmundsson Ragnar Pálsson útibússtjóri Bún- aðarbankans á Sauðárkróki er látinn eftir harða baráttu við þung- bæran sjúkdóm. Ragnar gegndi starfí útibússtjóra frá stofnun útibúsins 1. júlí 1964 allt til dauðadags. Með honum er genginn einn traustasti forystu- maður úr sveit íslenzkra banka- manna. Undir hans stjóm varð útibúið á Sauðárkróki stærsta útibú Búnaðarbankans á landsbyggðinni. Með sinni alkunnu atorku og elju- semi, þar sem saman fór brennandi áhugi á málefnum Skagfirðinga og framgangi bankans, varð útibúið lífæð héraðsins. Gegndi þar sama máli, hvort um var að ræða þarfír framatvinnuveganna, landbúnaðar og sjávarútvegs, eða annarra greina svo sem verzlunar eða iðnaðar að ógleymdum óskum uppvaxandi æskufólks, sem var að koma sér þaki yfír höfuðið. Alls staðar var Ragnar tilbúinn að taka á, sökkva sér niður í verkefnin og komast að niðurstöðu. Hann var einstaklega glöggskyggn á hin fjölbreyttu við- fangsefni, og svör hans vom skýr og skorinorð studd föstum rökum. Lífskerti okkar mannanna virðist eiga að brenna út samkvæmt lög- málum, sem við fáum ekki skilið, því síður ráðið. Það varð okkur enn skýrara þegar 38 ára ekkju með fjögur böm var gerð grein fyrir þeim örlögum, sem mannlegum mætti tækist ekki að sigrast á. Hjálparhönd vina, vinnufélaga og félagasamtaka var ætíð nálæg þá samfelldu raunatíð ijölskyldunnar þennan áratug. Dalvík og Svarfaðardalur áttu mikið í þeim hjónum, sem endur- speglaðist ekki hvað síst í Halldóm síðustu æviár hennar. Verður manni ekki minning þeirrar konu skír, sem rís upp af sjúkrabeði, gagngert til að fara norður yfír heiðar og ráð- stafa því dýrmætasta, sem hún átti, bömunum? Hér verður ekki lýst frekar með orðum þeirri konu, sem oárt er saknað syðra sem nyrðra. Hún bað fyrir góðar kveðjur og þakkir til vina og kunningja. Verði guðs vilji, fari Halldóra inn á braut- ir endurfunda, guð blessi hana. Guð styðji bömin hennar fjögur, aldraða foreldra og systur og leiði bömin til þroska og göfugra starfa. Hrafnhildur og Garðar Briem. Með fáum orðum langar okkur til að minnast vinkonu okkar og skólasystur, Dóm, sem við kynnt- umst í Húsmæðraskóla Reykjavík- ur, veturinn 1967-1968. Sá tími er ógleymanlegur og koma margar góðar minningar upp í hugann. Mestur tími fór í að læra hin al- mennu húsmóðurstörf, sem við tókum ekki alltaf alltof alvarlega, því ýmislegt var brallað og gert sér til gamans. Þar var Dóra ekki eftir- bátur okkar hinna, t.d. þegar brenndu smákökunum var laumað í mslafötuna. Hugur hennar leitaði oft til Skot- Hann gerði sér grein fyrir því betur en margir aðrir, að banki er þjón- ustustofnun. Þess vegna var útibúið á Sauðárkróki í fararbroddi, hvað varðar þjónustu við viðskiptamann- inn, og veit ég, að margir bera Ragnari sérstakan þakkarhug fyrir. Ragnar Pálsson var mikilhæfur stjómandi, lagði kapp á að gera vel við sitt fólk, enda hélzt honum vel á starfsmönnum. En hann var líka kröfuharður og ætlaðist til mikils af öðmm rétt eins og af sjálfum sér. Meðal okkar Búnaðarbanka- manna var til þess tekið, hve umgengni öll og reglusemi hefur verið í hávegum höfð í útibúinu, enda var Ragnar snyrtimenni mikið og fágaður í framkomu allri. Nú em að verða hartnær 20 ár síðan fundum okkar Ragnars bar fyrst saman. Orlögin hafa hagað því svo til, að síðan höfum við átt mjög mikil samskipti sem sam- starfsmenn innan bankans. Satt bezt að segja hef ég oft dáðst með sjálfum með að sérstæðu starfí Ragnars Pálssonar og æ oftar, eft- ir því sem árin líða og fortíðin lengist í tímanum. Mér er það að- dáunarefni, hversu frábærlega Ragnari Pálssjmi tókst að vinna öll sín störf með öryggi bankans að leiðarljósi, en jafnframt að veigra sér ekki við að takast á við marg- slungin málefni, sem vom héraði hans, Skagafirði, og öllum Skag- firðingum til heilla. Ég tel, að lífsstarf hans, eins og ég þekkti það, hafi verið sannkallað meistara- verk. Og nú em þáttaskil. Sam- starfsmenn og vinir sakna, en þakka jafnframt fyrir samfylgdina. Sannfærður er ég um það, að mörg- um er innanbijósts eins og mér að þakka guði sfnum fyrir að hafa átt samleið með slíkum mannkosta- manni sem Ragnar Pálsson var. í einkalífí var Ragnar Pálsson mikill gæfumaður. Eftirlifandi eig- inkona hans er Anna Pála Guð- mundsdóttir og em böm þeirra og bamaböm lifandi eftirmynd for- eldra sinna, afa og ömmu. Þau hjón vom einstaklega samhent og sér- lega ánægjulegt að njóta gistivin- áttu þeirra og fínna alúð og ljúfmennsku leika um sali. Með eft- irminnilegum hætti studdi Anna Pála mann sinn í sjúkdómsstríðinu og er það eitthvert fegursta dæmi lands á þeim tíma því hún var þá trúlofuð tilvonandi eiginmanni sínum, Eggerti Briem, sem þar var við læknisnám. Tilhlökkun hennar var mikil, þegar skólanum lauk um vorið 1968, því þau gengu í hjóna- band, þ. 8. júní sama ár. Eftir brúðkaupið dvöldu þau í 1 Vz ár í Skotlandi, þar sem Éggert lauk sínu framhaldsnámi. Dóra var mjög ræktarsöm gagnvart vinum sínum og sýndi það sig best hvað hún hélt sambandinu vel, t.d. með reglu- bundnum bréfaskriftum. Eftir heimkomuna bjuggu þau um tíma á Hófsósi og síðan fluttu þau til Dalvíkur, þar sem Eggert starfaði sem læknir. Þau eignuðust 4 böm. Merki Húsmæðraskóla Reykjavíkur er eftirlíking af gömlum lyklahring, en lyklahringurinn hefur löngum verið stöðutákn hinnar reglusömu húsmóðir. Húsmóðir, eiginkona og móðir var Dóra af lífi og sál, hún var mikla virðingu fyrir starfí eigin- manns síns. Dóra fór ekki varhluta af sorgum lífsins, því Eggert átti við mikil veikindi að striða og lést hann í febrúar 1983. Sýndi Dóra mikinn dugnað á þessum erfiðu tímum. Nú er hún látin úr sama sjúkdómi og eiginmaður hennar. Háði hún langa og erfíða baráttu gegn þess- um sjúkdómi. Við þökkum Dóm fyrir vináttu og tryggð í gegnum árin. Við vottum bömum hennar, for- eldmm, tengdaforeldram og öðmm aðstandendum hennar okkar inni- legustu samúð. „Ég fel í forsjá þína, guð faðir sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öllbðmþín,svoblundir6tt.“ (M.Joch.) Guðrún, María og Marta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.