Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Afmæliskveðja: Signrður Gunnars- son fv. skólastjóri Starfsbróðir minn og góður vinur, Sigurður Gunnarsson, fv. skólastjóri, á merkisafmæli í dag. Á þessum tímamótum vil ég ekki láta hjá líða að senda honum kveðju og ámaðar- óskir. Sigurður er fæddur 10. október 1912 í Skógum í Öxarfírði í Norður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Gunnar Árnason bóndi þar og kona hans Kristveig Bjömsdóttir. Sigurður ólst upp á miklu menn- ingarheimili við öll algeng sveita- störf. Að loknu skyldunámi lýkur hann gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri. Þá lá leiðin í Kennaraskóla íslands og þar lýkur hann kennaraprófi 1936. Síðar dvel- ur hann við nám í Bretlandi og á Norðurlöndum. Eins og að líkum lætur varð kennsla aðalævistarf Sigurðar. Hann kenndi á nokkrum stöðum, en lengst var hann skólastjóri bamaskólans á Húsavík, eða um tuttugu ára skeið. Þá var hann tæpa tvo áratugi æf- inga- og kennslufræðikennari við Kennaraskóla íslands eða Kennara- háskóla íslands eins og skólinn heitir nú. Sigurður braut upp á ýmsum nýjungum í kennsluháttum og er frumkvöðull starfrænnar kennslu hér á landi. Dijúgur þáttur í ævistarfí Sigurð- ar Gunnarssonar eru félagsmála- störf, sem hann hefur mjög látið til sín taka. Vil ég þar nefna auk æsku- lýðs- og uppeldismála, bindindismál, kirkjustarf, söngmál, skógrækt og nú á seinni árum málefni aldraðra. Og enn er ótalið, sem að mínu mati er annað ævistarf Sigurðar, en þar á ég við ritstörf hans. Þau eru orðin geysimikil að vöxtum og fjalla um hin margvislegustu efni. Enginn má skilja orð mín svo að hér sé um nein flaustursverk að ræða. Öll störf sín leysir Sigurður af hendi með stakri nákvæmni og vandvimi. En það er eldhuginn sem ræður ferð- inni, og berst fyrir hugsjónum sínum, jafnt í ræðu og riti. Ræðumaður og upplesari er Sigurður ágætur, enda oft flutt erindi og lesið sögur í út- varp. Tungutak hans er fágað og laust við slettur og slanguryrði. Hann ritar gott mál, stíll hans er lipur og léttur og fellur vel að efninu. Sigurður er maður hógvær, og sinnir áhugamálum sínum í kyrrþey af óþijótandi elju og dugnaði. Ég veit að hann kærir sig ekki um löng afmælisskrif. En nú er ég kominn að kveikj- unni, sem varð tilefni þessa greinar- koms. í dag réttir afmælisbamið okkur samferðamönnunum gjöf. Kannski Hvers vegna Vegna þess að: er með innbyggðum herði er því létt að þrífa hefur sérlega fallega áferð þekur algjörlega í 2-3 umferðum \ PHIYTl* PLASTMÁLNING =3 m' k. POIYTEX PLASTMALNING CT—Z1 Ávallt í tísku é (-FMAVIJtKtMJfUAM N0** •^nýja Ijósa Ifnan Fæst í öllum helstu málningarverslunum Efnaverksmiðjan Sjöfn Akureyri. Sími 96-21400 rekur einhver upp stór augu. Það er ekki venja að afmælisbömin gefí gjafímar. Ég fer samt ekki með neitt fleipur. Nú á afmælisdegi sínum sendir Sigurður Gunnarsson frá sér nýja bók, „í önnum dagsins". Á titilblaði stendur erindi, greinar, ávörp, ljóð. Eins og þessi upptalning ber með sér er hér um eins konar safnrit að ræða. Þótt bókin sé stór, nærri 300 síður þéttprentaðar, fer því fjarri að hér sér gerð tæmandi úttekt á fyrmefnd- um efnisflokkum. Sanni nær er að segja að hér sé um sýnishom eða úrval að ræða. Fyrir þremur ámm kom frá hendi höfundar hliðstæð bók, sem ber heit- ið „Orlofsför", og Qallar um náms- ferð til Bretlands og Norðurlanda. Þá hafa komið út þijár bamabæk- ur eftir Sigurð, þar sem hann fléttar saman af listfengi margskonar fróð- leik og bemskuminningum. Þetta eru einkar áhugaverðar og skemmtilegar bækur. Þær heita „Ævintýrin allt um kring“, „Ævintýraheimar" og „Lífíð allt er ævintýr". Einnig hefur Sigurður samið kennslubækur og leiðbeiningarit ýmiss konar. Þá er ótalinn stærsti þátturinn í ritstörfum Sigurðar, en það em þýð- ingar hans. Hann hefur þýtt Qölda bama- og unglingabóka, einkum úr Norðurlandamálum, líklega hvorki meira né minna en sjö tugi alls. Ef til vill sýnist þetta í fljótu bragði vera of mikið að vöxtum. En hér verður að taka með i reikninginn að þetta er afrakstur langrar starfsævi. Sigurður er vandlátur á val bóka til þýðinga. Stundum leitar hann eftir ábendingum innlendra eða erlendra bókmenntamanna og rithöfunda. Honum hefur líka auðnast ætlunar- verk sitt, að auðga fjölbreytni bamabókmennta okkar. Sigurður hefur einnig þýtt langar skáldsögur þekktra rithöfunda, og get ég þar nefnt „Sigur í ósigri" eft- ir Káre Holt, og „Saga um ástina og dauðann" eftir Knut Hauge. Þá má geta þess að Sigurður hef- ur þýtt mörg unglingaleikrit fyrir útvarp, sem náð hafa vinsældum hlustenda. Þau hafa oft verið endur- flutt. Það mætti skrifa langt mál um ritstörf Sigurðar Gunnarssonar. Þau em bæði mikil og merk. Með þeim hefur hann tvimælalaust reist sér óbrotgjaman minnisvarða. Á unga aldri orti Sigurður: En þó dimmt sé lífs á leiðum lífi þrátt ég ann. Og ég bið þig, guð minn góður: Gerðu úr mér mann. Og sannarlega hefur Sigurður verið bænheyrður. Svo ég víki aftur að hinni nýju bók Sigurðar Gunnarssonar, „í önn- um dagsins". í snjöllum formála bókarinnar eftir Andrés Kristjáns- son rithöfund segir meðal annars: „Vinir og samstarfsmenn Sigurðar hljóta að fagna því að hann hagræð- ir til varanlegrar geymslu með svo aðgengilegum hætti þessum hluta lífsverks síns. Þeir vita að bak við það býr sama einlægnin og alúðin og allt annað sem hann víkur hönd og huga að.“ Það er gamalkunn staðreynd að menn sem hafa skilað slíku dags- verki sem Sigurður Gunnarsson hafa trauðla staðið einir í lífsbarátt- unni. Kona við hlið mannsins styður og eflir til átaka og dáða. Hér er einnig sú raunin á. Sigurður er kvæntur góðri og mikilhæfri konu, Guðrúnu Karlsdóttur, skólastjóra Finnbogasonar og konu hans, Vil- helmínu Ingimundardóttur. Svo skemmtilega vill til að Guð- rún á einnig merkisafmæli á þessu ári, en hún er fædd 29. maí 1917. Sigurður og Guðrún eiga fallegt heimili í Álfheimunum, er ber vott um einstaka smekkvísi og snyrti- mennsku. Þau hjón eiga þijá syni uppkomna, sem allir eru famir úr foreldrahúsum. Ég sleppi háfleygum orðum um fagurt ævikvöld. Enn er dagur á lofti. Mér segir svo hugur um að Sigurður og Guðrún eigi mörg góð ár framundan. Ég sendi þeim hjónum og Qöl- skyldunni mínar bestu kveðjur og ámaðaróskir. Lifíð heil og til hamingju með daginn. Ármann Kr. Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.