Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 63 Morgunblaöiö/Július Jakob Slgurðsson, landsliðsmaðurinn kunni í Val, stekkur hér inn (teiginn í leiknum gegn nýliðum Þórs á dögunum. Það er Ámi Stefánsson sem gerir tilraun til að ná af honum knettinum, en Jóhann Samúelsson fylgist með. Þórsarar mæta ÍR-ingum ( dag nyrðra en Valsmenn fá nú hitt Akureyrarliðið, KA, í heimsókn að Hlíðarenda. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD IMýliðaslagur á Akureyri Þriðja umferðin leikin í dag og á morgun ÞRIÐJA umferð 1. deildar karla í handbolta fer f ram um heig- ina. í dag verða tveir leikir og þrírámorgun. ór og ÍR, nýliðamir í 1. deild, leika í fþróttahöllinni á Akur- eyri f dag og hefst leikurinn klukkan 14. Hvorugt liðanna hefur enn hlot- ið stig og eru þau neðst í deildinni. Þór hefúr leikið tvo útileiki, tapaði gegn FH og Val, en ÍR tapaði fyrir Víkingi í Höllinni og FH í Selja- skóla. í Valshúsinu leika Valur og KA klukkan 18. Valsmenn gerðu jafn- tefli við Fram í fyrstu umferð, en sigruðu Þór og eru í 3. sæti. KA hefur leikið tvo leiki heima, tapaði fyrst fyrir Stjömunni en sigraði Fram. Á morgun klukkan 14 hefst viður- eign FH og KR í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði. FH-ingar em á toppnum í deildinni eftir sigra gegn Þór og ÍR, en KR-ingar era um miðja deild, unnu UBK í fyrstu umferð og töpuðu fyrir Víkingi. Á sama tfma hefst f Laugardals- höll leikur Víkings og Stjömunnar. Víkingur er með fullt hús, vann ÍR og KR, en Stjaman er með tvö stig, vann KA, en tapaði fyrir UBK. Ótrúlog meiðslaakla UBK og Fram leika síðan í Digra- nesi klukkan 20, en ekki klukkan 14 eins og stendur í mótabókinni. UBK tapaði fyrir KR í fyrsta leik, en vann síðan Stjömuna. Fram hef- ur orðið fyrir ótrúlegum áföllum, margir menn era á sjúkralistanum, en liðið gerði jafntefli við Val og tapaði fyrir KA. Fyrst meiddust þeir EgiU Jóhannesson og Hannes Leifsson, síðan Atli Hilmarsson og nú er komið í ljós að Birgir Sigurðs- son brotnaði á vinstri í hönd í leiknum gegn KA á miðvikudags- kvöldið. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Islenzka unglingaliðið stóð sig framar vonum ÍSLENZKA unglingalandsliðið í frjálsíþróttum stóð sig miklu betur f evrópskri unglinga- keppni í Amsterdam um síðustu heigi en búist var við. í fyrra varð liðið í 12. og neðsta sœti og takmarkið var að kom- ast upp um eitt sœti nú og vinna lið Lúxemborgar. Þœr vonir rættust og betur en það, því liðið varð í 8. sæti af 12. Arangur fslenzku strákanna var góður f mörgum greinum og nokkrum sinnum komust þeir á verðlaunapall. í helming greinanna vora þeir um miðjan hóp eða fram- ar. Bjarki Viðarsson, HSK, náði lengst með öðra sæti f kúluvarpi. Varpaði 13,32 metra en Vestur- Þjóðveiji, Dirk Eden, varpaði 13,49. Frfmann Hreinsson, FH, og Steinn Jóhannsson, FH, urðu í þriðja sæti f sínum greinum. Frímann setti persónulegt met f 3.000 og hljóp á góðum tfma, 8:41,16, eftir hörku- keppni. Hefur Frímann tekið stórstígum framforum í sumar. Þjóðveiji vann á 8:39,38 mfn. Steinn Jóhannsson varð þriðji í 800 á 1:56,00, sem er hálfri sek- úndu frá hans bezta. Steinn var settur í lakari riðil og vann hann með yfírburðum, næsti maður var Qóram sekúndum á eftir honum. Jón A. Siguijónsson, KR, varð fjórði í sleggjukasti með 42,66 metra og Finnbogi Gylfason, FH, tapaði af bronzverðlaunum í 1500 með einum hundraðasta úr sekúndu. Þá varð Einar Kristjánsson, FH, fimmti í hástökki með 1,98 metra. Stigahæst varð vestur-þýzka frjálsfþróttafélagið Bayer Uerding- en með 182 stig. Er það vestur- þýzkur unglingameistari félagsliða í ár. í öðra sæti varð enzka félagið Birchfíeld Harriers, sem er frá Birmingham, með 166 stig. Þá komu heimamenn, Amsterdamse Atletiek Club, með 149 stig, f fjórða sæti varð gríska félagið Herakles með 145 og í fímmta sæti kom Lundúnafélagið Shaftesbury Harri- ers með 139 stig. Sænska félagið KA 2 varð sjötta með 129 stig, svissneska félagið L.C. Briihl, sjö- unda með 125 stig og íslenzka liðið hlaut 115 stig. í nfunda sæti varð F. C. Liege frá Belgíu með 106,5, þá kom lið Lúxemborgar með 94 stig, þá annað belgískt lið, A.C. Houtland, með 79 stig og loks franska liðið Stade Clermontois með 69,5 stig. A stigs-þjálfaranámskeið verður haldið dagana 16.-19. okt. nk. í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal. Þátttökutilkynningar ásamt gjaldi, kr. 4000, skulu berast skrifstofu K.S.I., pósthólf 8511,128 Reykavík, fyrir 15. okt. nk. Tækninefnd K.S.Í. HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD Öruggt hjá Gróttu TVEIR leikir voru í 2. deild karla í handknattleik í gær, Grótta vann Selfoss 39:23 (16:10) á Seltjarnamesi og að Varmá vann Afturelding lið Ung- mennafélags Njarðvfkur 23:20 (13:7). Gunnar Gíslason var atkvæða- mestur Gróttumanna í gær, skoraði alls 12 mörk. Haraldur Ing- ólfsson gerði 9 og lék einnig mjög vel, Kristján Guðlaugsson gerði 8, Sverrir Gfslason 4, Þór Sigurgeirs- son 3 og Davíð Gíslason.Olafur Sveinsson og Ólafur Ólafsson gerðu 1 hver. Þorlákur Gróttu-markvörð- ur stóð sig vel í leiknum. Magnús Sigurðsson skoraði me4 fyrir Selfyssinga, 7 mörk, Gústaf Bjamason 6, Einar Guðmundsson 5, Siguijón Bjamason 4 og Hall- varður Sigurðsson 1. Að Varmá skoraði Erlendur Davíðs- son 8 mörk fyrir Aftureldingu, Gunnar Guðjónsson 5, Láras Sig- valdason 4, Steinar Tómasson 2, Viktor Viktorsson 2, Magnús Sæ- mundsson 1 og Tryggvi Þórsteins- son 1. Ólafur Thordersen gerði 6 mörk fyrir Njarðvík, Snorri Jó- hannsson 4, Pétur Ingi Amarsson 3, Arinbjöm Þórhallsson 3, Ómat Erlendsson 2 og Guðbjöm Jóhanns” son 2. KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Uerdingen steinlá heima j gegn Stuttgart BAYER Uerdingen steinlá á heimavelli gegn Stuttgart í gærkvöldi í vestur-þýsku 1. deildinni f knattspymu. Stuttg- art vann leikinn 5:2 þrátt fyrir að sjö af fastamönnum úr lið- inu væru ekki með! Staðan í hálfíeik var 1:1. Per- fetto skoraði fyrst fyrir Stuttg- art en Herget jafnaði. Schutterie kom Stuttgart f 2:1 og Kirkhof jafn- aði en Klinsmann, Perfetto og Mirwald skoraðu svó fyrir Stuttgart áður en yfír lauk. Tapið er mikið áfall fyrir Uerdingen vegna þess að Stuttgart var með hálfgert varalið. Lið Uerdingen er nú með 8 stig eftir 12 leiki og er í íjórða neðsta sæti, aðeins Mannheim Frá Jóhannilnga Gunnarssyni i Þýskalandi (einnig með 8 stig), Homburg og Schalke era fyrir neðan — en þau síðasttöldu hafa 7 stig og hafa meira að segja lokið einum leik minna en Uerdingen. Atli Eðvalds- son var ekki með Uerdingen í gær og Ásgeir Sigurvinsson vitanlega ekki með Stuttgart, er enn frá vegna meiðsla. Kaiserslautem var eipnig að spila,_ sigraði lið Dortmund öraggiega á heimavelli sínum. Láras Guðmunds- son var ekki með. Hartmann, Kohr og Emmering skoraðu mörk Kais- erslautem; gerðu reyndar einnig mark gestanna — Wolf skoraði í eigið mark. Þriðji leikur gærkvöldsins var viður- eign Bochum og Levericusen. Bochum vann 3:1. Nehl (2) og Leih- feld komu liðinu f 3:0 áður en Bum Kun Cha skoraði eina mark Leverk- usen. BÓRN 06 UNGLINGAR í REYKJAVÍK! Nú er tækifærí til að œfa og leika með sigur- sælu handknattleiksliði. Komið á næstu æfingu og talið við þjálfarann. Æfingatímar eru sem hór segir: 5. flokkur kvenna, 10-12 ára (byrjendur): Sunnudaga kl. 9.40-11.20. Þjólfaran Sigrún Ólafsdóttir og Margrót Hannesdóttir. 4. flokkur kvenna, 13-14 ára: Sunnudaga kl. 11.20-12.10. Fimmtudaga kl. 17.10-18.00 í Laugardalshöll. Þjólfari: Anna M. Bjamadóttir. 3. flokkur kvenna, 16-16 ára: Fimmtudaga kl. 17.10-18.00 í Laugardalshöll. Laugardaga kl. 14.40-15.30. Þjólfari: Anna R. Vignir. 2. flokkur kvenna: Mánudaga Id. 21.50-23.00. Miðvikudaga kl. 19.40-20.30. Þjálfan: Inga Lára Þóriadóttir. 7. flokkur karla, 7-10 ára (byrjendur): Laugardaga kl. 9.40-10.30. Þjólfari: Magnús Guömundsson. 6. flokkur karla, 8-10 ára: Miðvikudaga kl. 17.10-18.00. Laugardaga kl. 10.30-11.20. Þjólfarí: Stefón Pólsson. 5. flokkur karla, 11-12ára: Mánudagakl. 18-18.50. Laugardaga Id. 11.20-12.10. Þjólfari: Sigurður Gunnarsson. 4. flokkur karla, 13-14 ára: Miðvikudaga Id. 18.50-19.40. Laugardaga kl. 13.50-14.40. Þjólfari: Á^geir Sveinsson. 3. flokkur karla, 15-16 ára: Mánudaga kl. 17.10-18.001 Laugardalshöll. Miðvikudaga kl. 18.00-18.50. Föstudaga kl. 18.00-18.50. Þjálfari: Hilmar Slgurglslason. 2. flokkur karla: Mánudsga kl. 17.10-18.001 Laugardalshöll. Fimmtudaga Id. 21.50-23.00. Laugardaga kl. 13.00-13.50. Þjélfari: Pótur Bjamason. Ath: Æfingar eru f fþróttahúsi Réttarholtsskóla nema annað sé tihekið. Víkingar: Mætum vel á leiki Vlkings og hvetjum okkar menn til sigursl Handknattlelksdelld Víklngs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.