Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 20. þing Alþýðusambands Norðurlands: Sameiginlegoir líf- eyrissjóður fyr- ir alla félaga - í stað hátt í fjörutíu smærri sjóða nú TUTTUGASTA sambandsþing Alþýðusambands Norðurlands hófst í gær á Akureyri. Helstu mál þingsins eru lífeyrissjóða- mál, kjaramál og atvinnumál auk hefðbundinnar dagskrár. Rétt til setu á þinginu hafa um 90 fulltrú- ar innan sambandsins, en eitt- hvað mun veðurfar og samgönguleiðir hafa staðið í vegi fyrir að allir fulltrúar gætu mætt. Þinginu lýkur annað kvöld með afmælishófi í Svartfugli, þar sem sambandið heldur upp á 40 ára afmæli sitt. Forseti ASÍ Ás- mundur Stefánsson er gestur þingsins. Þóra Hjaltadóttir formaður Al- þýðusambands Norðurlands sagði í samtali við Morgunblaðið að lífeyr- issjóðamálin brynnu mest á fulltrú- um þingsins að þessu sinni og myndi miðstjóm leggja fram tillögu um sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla félaga innan sambandsins. „Laun- þegar á Norðurlandi greiða nú í hátt í 40 smáa sjóði. Þessu viljum við vitanlega breyta, en við viljum fá að ráða sjálf hvemig sameining- in fer fram í stað þess að fá fyrir- skipanir að sunnan. Hinsvegar gemm við okkur grein fyrir því að við emm ekki einráð þar sem at- vinnurekendur hafa fulltrúa í öllum þessum sjóðum og hafa þeir vissu- lega sitt að segja um málið." Þóra sagði að umræðan um líf- eyrissjóðina hefði í raun hafíst fyrir um tíu ámm, þegar 18 manna nefndin svokallaða var sett á lagg- imar. Sú nefnd skilaði af sér áliti sl. vor og er afraksturinn drög af frumvarpi um starfsemi lífeyris- sjóðanna, sem er m.a. í starfslýs- ingu ríkisstjómarinnar. Þessi fmmvarpsdrög fela í sér að lífeyris- sjóðimir verða að fá sérstakt starfsleyfí. Ef þeir aftur á móti þykja of smáir eða á annan hátt þykja ekki hæfír til að starfa sjálf- stætt, verður þeim veitt bráða- birgðastarfsleyfi, sem þýðir að þeir verða að sameinast öflugri sjóðum. „Við emm á móti slíkum aðferðum, við viljum sjálf fá að ráða því hvem- ig sameiningunni er háttað." Þóra sagði að þeir félagar, sem væm ófaglærðir, greiddu flestir í sjóði sem hefðu aðsetur norðan- lands, en faglærðir greiddu í sjóði fyrir sunnan. Fýrsta skrefíð væri því að sameina norðlensku sjóðina og síðar væri draumur sambandsins að sjá sunnlensku sjóðina sameinast þeim. Þóra bjóst við að einhver umræða færi fram á þinginu um innflutning á erlendu vinnuafli til landsins. Ný þjónustustöð við Leiruveg Olhifélagið hf. hefur nýlega opnað þjónustustöð við Leiruveg á Akureyri, en það er fyrirtækið Höldur hf. sem rekur stöðina. Um er að ræða bensínstöð, sjoppu og veitingastað á efri hæð. Nætur- sala er til 4.00 á næturaa. Samherj amenn íhuga kaup á Reynsatindi Skipið er 2.500 tonna frystitogari 1 eign Færeyinga Útgerðarfjnrirtækið Samheiji hf. á Akureyri ihugar nú kaup á stærsta frystiskipi Færeyinga Reynsatindi. Af kaupum getur hinsvegar ekki orðið fyrr en nýtt kvótakerfi lítur dagsins Ijós hér heima, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar fram- kvæmdastjóra Samheija hf. Hvað gera stjórnvöld? „VIÐ bíðum fyrst og fremst eftir því að sjá nýja fískveiðilöggjöf svo við vitum hvemig við getum hagað okkar veiðum í framtíðinni. Á með- an maður veit ekki hvemig stjóm- völd hugsa sér að stjóma fískveið- um næstu ijögur árin, er vita vonlaust að skipuleggja rekstur út- gerðarfyrirtækja. Væntanlega kemur nýtt fmmvarp fram í nóvem- ber eða desember og skýrast þá um leið málin hjá okkur viðvíkjandi hugsanlegum kaupum," sagði Þor- steinn Már. Gjaldþrota útgerðar- fyrirtæki Útgerðarfyrirtæki Reynsatinds varð gjaldþrota fyrir skömmu. Nýtt fyrirtæki var stofnað til að halda rekstri skipsins áfram, en nú mun það vera til sölu, að sögn Þor- steins. Samherji hf. gerir nú út frystitogarana Akureyrina EA og Margréti EA. Auk þess á fyrirtæk- ið hlut í Oddeyrinni EA og keypti nýlega Sveinborgu frá Siglufírði og fær hana afhenta eftir helgi. Svein- borg, sem er 300 tonna togari, er að koma úr söluferð frá Englandi og gerði Þorsteinn ráð fyrir að henni yrði áfram haldið á ísfískveið- um, að minnsta kosti á meðan fískveiðistefna næstu ára lægi ekki ljós fyrir. Hugmyndin væri síðan að selja hana ásamt öðru skipi fyrir- tækisins í skiptum fyrir Reynsatind ef af kaupunum yrði. 2.500 tonna skip Stærsta frystiskip íslendinga er sem stendur Sléttbakur EA sem er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa. Hann hefur verið í Slippstöðinni á Akureyri í tæpt ár og verður vænt- anlega afhentur um næstu mán- aðamót sem rúmlega 1.000 tonna frystiskip. Reynsatindur er hinsveg- ar meira en helmingi stærri, eða 2.500 tonn. íþróttafélögum synj- Morgunblaðið/GSV Ætli þetta sé allra meina bót? Frá æfingu í Félagsborg. að um gossjálfsala Starfsmannafélag sambandsverk- smiðjanna: - segir formaður íþróttaráðs Akureyrar íþróttaráð Akueyrar hefuF lögunum þar í bæ um uppsetn- hafnað beiðnum frá íþróttafé- _ ingu sjálfsala fyrir svaladrykki JWtrjgmiriM&W§> Akureyri óskar eftir fólki á öllum aldri til að bera út Morguriblaðið strax og það * kemuríbæinn. „Hressandi morgunganga" Hafið samband! Hafnarstræti 85, Akureyri, sími 23905. „ Allra meina bót“ sýnt í Félagsborg í íþróttamannvirkjum sínum. Þá hefur iþróttafélaginu Þór verið gert að fjarlægja gossjálf- sala úr Glerárskóla sem komið var þar fyrir án þess að til þess hafi verið veitt leyfi. Sigbjöm Gunnarsson formaður íþróttaráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að glapræði væri að veita öllum þeim félögum, sem sótt hefðu um leyfí, heimild til að setja upp slíka sjálfsala. Það þýddi að 5-6 sjálfsölum yrði komið fyrir í sundlauginni til dæmis og álTÍTt slíkra sjálfsala eða að Iþrótta- bandalag Akureyrar, sem er sameiginlegur vettvangur þeirra, myndi sækja um leyfí til uppsetn- ingar þeirra. „Ég á alls ekki von á að félögin geti komið sér saman um þetta, en víst er að við getum alis ekki mismunað þeim með því að veita einu heimild en hinu ekki." Starfsmannafélag verksmiðja SÍS á Akureyri sýnir leikinn „Allra meina bót“ á laugardag og sunnudag í Félagsborg og hefst sýningin klukkan 20,30. Verkið er eftir þá Jón Múla Áraa- son, Jónas Árnason og Stefán Jónsson. Leikstjóri er Skúli Gautason og undirleikari Árai Ingimundarson. Leikurinn var saminn um 1960 og var fyrst sýndur af Sumarleik- húsinu, sem var útibú frá Leikfélagi Reykjavíkur. Mikill leiklistaráhugi vaknaði hjá starfsmannafélaginu fáum árum eftir stofnun verksmiðj- anna. Á árunum 1941 til 1946 voru sýnd tólf leikrit, m.a. Hreppstjórinn á Hraunhamri, Húrra krakki, Ráðs- kona Bakkabræðra, Karlinn í kassanum og fleiri. Með sýningunni á „Allra meina bót“ er ætlunin að endurvelqa áhuga á leiksýningu innan SVS og hugmyndin er að sýna eitt leikrit á ári. Þátt taka í leiknum sjö starfs- menn SÍS. Leikendur eru: Sveinn Ævar Stefánsson, Arnar Pétursson, Elín Kjartansdóttir, Eiður Stefáns- son, Baldvin Hreinn Eiðsson, Sigríður Þorkelsdóttir og Hólmfríð- ur María Hauksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.