Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 64
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa % SUZUKI LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Flakið af Birgi RE 323 á lygnu innan skeija við innsiglinguna í Sandgerðishöfn í gaer, en bátinn rak hundruð metra yfir rifin í illviðrinu. Á myndinni virðist sem gúmmíbjörgunarbátur Birgis sé hálfuppblásinn og fastur við skipsflakið, en hann sást aldrei koma upp meðan verið var að bjarga mönnunum. Björgunarafrek í ofsaveðri við Sandgerðishöfn: Sótti skipbrotsmeimina inn í skeijagarðinn „Setti bátinn í verulega hættu til þess að bjarga okkur,“ sagði Svanur á Birgi RE SKIPSTJÓRI og áhöfn Reynis GK 177 unnu þrekvirki aðfaranótt föstudags þegar þeir björguðu tveim skipveijum af Birgi RE 323 þegar Birgi hvolfdi í foráttubrimi og ofsaroki i innsiglingunni í Sand- gerði, en þar er skeijagarður á bæði borð. Skipstjórinn á Reyni, Sævar Ólafsson, varð að sigla skipi sinu inn á grynningar i skeija- garðinum til þess að ná mönnunum tveimur af Birgi. Á útleið frá skeijunum eftir að Reynismenn höfðu náð skipbrotsmönnunum tveim- ur um borð tók Reyni tvivegis niðri. Reynir GK er 104 tonn, en Birgir tæp 10 tonn. Vegna veðurofsans hafði skipstjórinn á Reyni tekið það upp hjá sjálfum sér að fylgja Birgi eftir i liðlega klukku- stund áður en bátarnir komu að innsiglingunni og það var þessi aðgæsla skipstjórans sem hefur ráðið úrslitum um að mönnunum tveimur var bjargað. „Þetta var frábær björgun hjá I tilbúna í brúnni ef eitthvað bæri út þeim og einstakt að hafa mennina | af,“ sagði Svanur Jónsson, skipstjóri á Birgi RE, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Að fylgja okkur óbeðið er líka einstök hugsunar- semi," sagði Svanur, „og það réð úrslitum að það tókst að bjarga okk- ur, því til þess var í raun hvorki tími né pláss og það er ljóst að báturinn var settur í verulega hættu til þess að bjarga okkur og færum við þeim innilegar þakkir fyrir." „Þegar Svanur skipstjóri á Birgi var búinn að smeygja bjarghringn- um utan um sig, sleppti hann takinu á stýri flaksins og strákamir mínir drógu hann að bátnum og náðu hon- um inn fyrir. Ég var þá kominn með bátinn inn á skeijapakkann og á leiðinni út aftur inn í innsiglinga- merkin tók bátinn tvisvar niðri hjá mér. Þegar Birgi RE hafði hvolft var ég viss um það, þótt við strönd- uðum okkar báti við að reyna björgun mannanna, þá myndi vera unnt að bjarga okkur. Aðalatriðið var að ná mönnunum um borð, en það mátti svo sannarlega ekki tæp- ara standa því við höfum ekkert svigrúm til að gera aðra tilraun," sgði Sævar Ólafsson skipstjóri á Reyni. Sjá viðtöl og myndir á bls. 26. Lindalax hf: ____________________ \ Stærsta fiskeldisstöð lands- ins rís á Vatnsleysuströnd Undirbúningur framkvæmda á lokastigi UNDIRBÚNINGUR byggingar 1. hluta strandeldisstöðvar Lindalax hf. á Vatnsleysu er nú á lokastigi. Byggingarfram- kvæmdir hefjast sfðari hluta þessa mánaðar, ef allt gengur eftir áætlun, og er stefnt að því að rekstur hefjist næsta vor. Fyrsta laxinum verður þá slátrað sfðari hluta ársins 1989. í stöð- inni verður hægt að framleiða 1.100 tonn af laxi á ári og verður stöðin væntanlega stærsta fisk- eldisstöð landsins. Eiríkur Tómasson hrl., stjómar- formaður Lindalax hf., segir að undirbúningi byggingar stöðvarinn- ar sé að mestu lokið. Aðeins eigi eftir að fá leyfi stjómvalda til að taka erlend lán til framkvæmdanna. Vonaðist hann til að fyrirtækið fengi slíka heimild, eins og önnur fiskeldisfyrirtæki, þrátt fyrir hertar reglur um erlendar lántökur. Stofnkostnaður þessa 1. áfanga strandeldisstöðvar Lindalax er áætlaður 200 milljónir kr. og verður stöðin eitt stærsta atvinnufyrirtæk- ið í Vatnsleysustrandarhreppi. í framtíðinni er fyrirhugað að fjór- falda eldisrými stöðvarinnar, þannig að hún geti framleitt rúm- lega 4.000 tonn. Einnig eru möguleikar til að byggja hafbeitar- aðstöðu við stöðina. Aðaleigendur Lindalax hf. em landeigendur Sóm og Minni Vatns- leysu og norska fyrirtækið Seafood Development A/S. íslendingamir eiga 51% hlutaQár og norska fyrir- tækið 49%. Norðmennimir eiga tæplega helming hlutafjár í Fjalla- laxi hf. sem rekur stærstu seiðaeld- isstöð landsins á Hallkelshólum í Grímsnesi. Að sögn Eiríks verða seiði í matfiskeldið á Vatnsleysu meðal annars keypt hjá Fjallalaxi. Þórður H. Ólafsson hefur verið ráðinn tæknilegur framkvæmda- stjóri. Hann var framkvæmdastjóri íslandslax hf. á byggingartíma stöðvarinnar. Akureyri: Samlierji íhugar kaup á 2.500 tonna frystitogara Akureyri. EIGENDUR útgerðarfyrirtækis- ins Samheija hf. á Akureyri ihuga nú kaup á stærsta frysti- togara Færeyinga, Reynsatindi, sem er 2.500 tonn að stærð. Sam- heiji á nú Akureyrina EA, Margréti EA og Sveinborgu SI, auk hluta í öðrum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ef kaupin á Reynsatindi verða að veruleika er ætlunin að selja Sveinborgu og annað hvort hinna skipanna. Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samheija hf. segir að kaupin á Reynsatindi ráðist fyrst og fremst af nýrri fiskveiðilöggjöf og verði að bíða með ákvörðun um kaupin þar til menn sjái hvemig hún verður. „Á meðan maður veit ekki hvemig stjómvöld hugsa sér að stjóma fiskveiðunum næstu §ög- ur árin, er vita vonlaust að skipu- leggja rekstur útgerðarfyrirtækja," sagði Þorsteinn. Reynsatindur yrði lang stærsta fiskiskip íslendinga. Hann er 2.500 tonn, meira en þrisvar sinnum stærri en Akureyrin, sem er flagg- skip Samherja. Til samanburðar má geta þess að samanlögð stærð þriggja skipa Samheija er um 1.460 tonn. Sjá „Samheijamenn ihuga kaup á Reynsatindi" á bls. 36. Fimmtán ára starf að ösku FIMMTÁN ára starf listmálarans Lelands Bell varð að engu í elds- voða í húsi hans og eiginkonu hans, listmálarans Louisu Matt- híasdóttur, í New York síðastlið- inn sunnudag. Eldurinn var í vinnustofu Lelands og um 40 stór málverk og 23-30 smærri myndir eyðilögðust í eldinum. í vinnu- stofunni var óvenju mikið af málverkum vegna þess að list- málarinn var að undirbúa tvær sýningar á verkum sínum á næsta vori. í samtali við Morgunblaðið sagði Leland að það eina sem hann hefði fundið heillegt í rústunum í vinnu- stofunni væru gamlar teikningar og skissur sem hann hefði oft verið að því kominn að henda. En öll önnur verk, þar á meðal málverk sem hann hefiir unnið að í áratugi, eru ónýt. Þar á meðal er málverk af eiginkonu hans, sem hann hefur unnið að í 10 ár, og ekki fyrr en á undanfömum sex mánuðum fundið leið til að koma þeim hrynjanda, sem hann vildi ná fram, á léreftið. Sjá viðtöl bls. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.