Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 29 stöðu sína innan hægri arms íhaldsflokksins með ræðu sinni á fímmtudag. Hann sagði, að hvorki heilagar kýr né úrelt hug- myndafræði gæti staðið í vegi fyrir þeim ásetningi ríkisstjómar- innar að gera breska heilsugæslu skilvirkari og öflugri á allan hátt. Ljóst er, að Ihaldsflokkurinn ætlar sér ekki að láta staðar numið með einkavæðingu á sviði raforkumála og heilsugæslu. Nigel Lawson f|ármálaráðherra orðaði þetta svo í ræðu sinni á landsþinginu, að næstu fímm ár mundu öðm fremur einkennast af sífelldri þróun í átt til einka- væðingar hér í landi. Breskur almenningur mundi njóta æ meira frelsis og valkosta á öllum sviðum þjóðlífsins. Góður andí Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem fylgst hefur með landsþinginu í Blackpool, að þar þingar sigurreift fólk. Kosninga- sigurinn í júní er mönnum í fersku minni. Framundan er fímm ára kjörtímabil undir forystu flokks- ins. Að baki er átta ára stjóm- artíð flokksins undir forsæti Margaretar Thatcher, sem nýtur nú án nokkurs efa meiri hylli innan flokksins en nokkm sinni fyrr. Það sýndu viðtökur þær, sem hún hlaut í gær, þegar hún steig í ræðustól á flokksþinginu og hvatt menn til dáða. í ræðu sinni reifaði Thatcher meðal annars árangur undanfar- inna ára, en minnti á, að enn væri margt ógert. Ríkisstjóm íhaldsflokksins ætti mikið starf fyrir höndum og hvergi mætti slaka á. Fram að þessu hefði stjómin ekki látið úrtölumenn hafa áhrif á sig og áfram yrði haldið á sömu braut. Megin- markmiðið væri að styrkja breskt efnahagslíf svo, að frelsi einstakl- ingsins gæti notið sín til hins ítrasta. Hart deilt um dauðarefsingu London. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DOUGLAS Hurd, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni óbreyttra liðsmanna íhaldsflokksins fyrir andstöðu sína við þann meirihlutavilja flokksþingsins í Blackpool, að dauðaref sing verði lögfest að nýju hér í landi. Lög og regla vom eitt meginvið- fangsefni landsþings Ihalds- flokksins á miðvikudaginn var, og eins og búist hafði verið við vom þær raddir háværar, sem kröfðust þess, að dauðarefsing yrði tekin upp að nýju. Dauða- refsing var afnumin í Bretlandi árið 1969, og ítrekaðar tilraunir til að innleiða hana á ný hafa ávallt verið ofurliði bomar í þing- inu. Meðal þingmanna íhalds- flokksins hafa verið mjög skiptar skoðanir um dauðarefsingu og hugmyndir um hana því ekki notið meirihlutafylgis á þinginu, þótt íhaldsflokkurinn hafí haft þar traustan meirihluta undan- farin átta ár. Þessu hafa óbreyttir liðsmenn flokksins átt erfítt með að kyngja, og á landsþingi flokksins hafa æ ofan í æ verið samþykkt- ar ályktanir um nauðsyn dauða- refsingar. Landsþingið nú er engin undantekning, og fékk Douglas Hurd orð í eyra frá mörgum flokksbræðrum sínum á miðvikudaginn. Hurd lýsti þar eindreginni andstöðu sinni við dauðarefsingu og skírskotaði meðal annars í því sambandi til þess, sem slík refsing hefði hugs- anlega í för með sér á Norður- írlandi, þar sem bresk yfírvöld eiga í höggi við írska lýðveldis- herinn. Hurd var á sínum tíma írlandsmálaráðherra, og hann minnti flokksbræður sína á þá reynslu, er hann sagði: „Ég þekki ástandið á Norður-Irlandi af eig- in reynslu, og sú reynsla sann- færði mig um, að það yrði hryðjuverkahópum þar tvímæla- laust til framdráttar að geta skírskotað til og notfært sér þannig aftökur ungra manna úr sínum röðum.“ Málflutningur innanríkisráð- herrans féll í grýtta jörð meðal flokksbræðra hans á landsþing- inu, og voru frammíköll töluverð, er hann flutti mál sitt. Stigu margir í ræðustól til að krefjast þess, að þingmenn fhaldsflokks- ins færu að vilja þeim, sem hvert landsþing flokksins af öðru hefur látið í ljós í þessu efni. Fór ekk- ert á milli mála, hvar landið lá, og hét Douglas Hurd því, að dauðarefsing yrði tekin til um- ræðu á komandi þingi, þótt hann ítrekaði enn andstöðu sína við slíka refsingu. Hert eftirlit með vopnaeign Enda þótt Douglas Hurd færi nokkuð halloka í umræðum um dauðarefsingu, varð annað upp á teningnum, þegar hann viðraði hugmyndir sínar um hert eftirlit með vopnaeign hins almenna borgara. Hlaut Hurd góðar und- irtektir þingheims, er hann gerði grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjómin hyggst grípa til í þessu efni. Er meðal annars fyrirhugað að banna meðferð hnífa á almannafæri og leggja blátt bann við verslun með alls kyns bardagavopn, sem fram að þessu hafa gengið kaupum og sölum sem hver annar nauð- sjmjavamingur. Aðgerðir af þessu tagi yrðu í samræmi við kröfur bresks al- mennings, sem orðinn er lang- þreyttur á því, að mönnum leyfíst að ganga um stræti og torg með alls kyns tól og tæki, sem valdið geta ómældum skaða, sé þeim beitt. Höfðu stjómvöld raunar þegar gripið til aðgerða gegn skotvopnaeign eftir hinn hörmu- lega atburð í sumar, er geðtmfl- aður maður gekk berserksgang í Hungerford, búinn alvæpni, sem batt enda á líf 16 manna. Cecil Parkin- son snýr aftur Enda þótt lög og regla tækju mestan tíma landsfundarfulltrúa á miðvikudaginn, gáfu menn sér þó næði til að fagna innilega Cecil Parkinson orkumálaráð- herra, sem nú situr landsþing íhaldsflokksins í fyrsta sinn í fjögur ár. Parkinson þurfti á Douglas Hurd flytur ræðu s£na á þinginu. sínum tíma að segja af sér trún- aðarstörfum fyrir Ihaldsflokkinn, er opinbert varð, að hann hélt fram hjá konu sinni og var í tygj- um við Söru Keáys, er ól honum bam. Nú hefur Parkinson greinilega verið fyrirgefíð það víxlspor, er hann steig á sínum tíma; það sýndu móttökumar á flokks- þinginu í Blackpool. Og ekki spillti fyrir, að hugmyndir þær, sem Parkinson viðraði í ræðu sinni, um einkavæðingu raforku- kerfísins, féllu í góðan jarðveg hjá þingheimi. Parkinson er sem sagt snúinn aftur með reisn, og þeir gerast æ fleiri, sem veðja á hann sem framtíðarforingja íhaldsflokksins. HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.