Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Frá atvinnumálafundinum á Hvolsvelli. Arni Johnsen alþingismaður og Ágúst Ingi Ólafsson oddviti fyrir borðsendanum. Meðal hugmynda á atvinnumálafundi á Hvolsvelli: Gert út á stressaða erlenda sljórnendur Kastað úr flugvélum yfir hálendinu og látnir brjótast til byggða Selfossi. Gestir í tómum húsakynnum saumastofunnar Sunnu. Þar eru húsakynni hin vistlegustu. ónýttu atvinnuhúsnæði og í sum- um tilfellum lítil starfsemi í stóru húsnæði. Nýlega hætti Kaup- félag Rangæinga starfrækslu saumastofunnar Sunnu og stend- ur nýlegt 1.200 fermetra húsnæði hennar autt. í kjölfar þessa hefur gætt nokkurs at- vinnuleysis á Hvolsvelli. Föstudaginn 20. mars var hald- inn fundur á Hvolsvelli að frum- kvæði Áma Johnsen alþingismanns og sveitarstjómarmanna þar sem mættu alþingismenn, forsvarsmenn Byggðastofnunar, Iðntæknistofn- unar, félagar í félagi hugvísinda- manna, iðnráðgjafí Suðurlands, hreppsnefndarmenn og fulltrúar atvinnulífsins á Hvolsvelli. Fundur þessi var haldinn í framhaldi af fundi heimamanna með alþingis- mönnum þar sem fjallað var um atvinnumál. Áður en fundurinn hófst fóru fundarmenn í skoðunarferð um Hvolsvöll og kynntu sér starfsemi fyrirtækja ásamt því að skoða at- vinnuhúsnæði sem stendur autt. Efling atvinnulífsins á Hvolsvelli verður ekki nema heimamenn hafí Frá skoðunarferð í Húsgagnaiðj- una. Hann virðist þægilegur stóllinn sem Árni Johnsen próf- aði. Hjá honum stendur Guð- 'mundur Malmquist. þar frumkvæði. Páll Pálsson for- stjóri Iðntæknistofnunar benti á þetta og sagði að hvetja þyrftj þá sem störfuðu í atvinnufyrirtækjun- um til að auka við, stækka og íeita að nýjungum. Hann benti á að mik- il þekking væri fyrir hendi á Hvolsvelli hjá því fólki sem starfaði í Sunnu og nægt húsnæði, en þetta væru tveir mikilvægir þættir í at- vinnuuppbyggingu. Varðandi dýrmæta starfsþekkingu benti hann á Húsgagnaiðju kaupfélagsins og vélsmiðju þess. Þekkinguna þar mætti nýta til frekari uppbygging- ar. Vandamálið væri ekki skortur á hugmyndum, það lægi frekar á sviði markaðsmála, en markaður þyrfti að vera fyrir hendi. Páll nefndi steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki sem víti til að varast í atvinnumálum. Einnig talaði hann um mikilvægi góðra sölumanna og minntist í því sambandi á möguleika íslendinga á því að selja mjólkur- duft til arabalanda, en þau hafa keypt duft frá Evrópu. Sú sala beið hnekki vegna kjamorkuslyssins í Chemobyl. Þama væri tækifæri að nýta, væri sölukerfið nógu virkt, og góður möguleiki fyrir Sunnlend- inga. Meðal þeirra hugmynda sem velt var upp á fundinum var fískirækt með sjóbirtingi, en í Rangárvalla- sýslu er eitt mesta sjóbirtingssvæði landsins. Ræktun verðmætra heilsujurta til útflutnings, hátækni- iðnaður í stýritækni hverskonar, trefjaplastsframleiðsla, leikfanga- smíði, fullvinnsla matvæla, fram- leiðsla úr áli og ýmsir möguleikar í ferðaþjónustu svo sem svokölluð „Survival training," sem byggist á því að stressaðir erlendir stjómend- ur láta varpa sér úr flugvélum yfir hálendinu og reyna svo að komast til byggða. Ljóst er að Hvolsvellingar horfa vonaraugum til sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands, að hún verði staðsett á Hvolsvelli. Sláturfé- lagið hefur stóra lóð á Hvolsvelli og þar er mikil og góð aðstaða fyr- ir starfsfólk. Slíkar vonir gera sér reyndar fleiri sveitarstjórnir þétt- býlisstaða á Suðurlandi. Sveitar- stjómarmenn á Hvolsvelli hafa af því áhyggjur að rekstur Stórólfs- vallabúsins muni stöðvast. Jón Helgason landbúnaðarráðherra sagði viðræður í gangi við aðila sem áhuga hafa á rekstri búsins og að áhersla yrði lögð á að vinna yrði þar fyrir heimamenn. Sigurbjörn Skarphéðinsson for- maður atvinnumálanefndar á Hvolsvelli kynnti nýjar hugmyndir í ferðamálum sem tengjast fomsög- unum og víkingaöldinni. Á ferðinni er hugmynd sem fellur vel að sögu- slóðum Njálu. Söluaðilar í ferðamál- um hafa tekið hugmyndinni vel. Hugmyndir í ferðamálum byggjast ekki síst á því að frá Hvolsveli liggja leiðir til allra átta og hægt að fara víða án þess þó að þurfa að fara sömu leiðina aftur til þess að kom- ast á nýjan stað næsta dag. „Það er harðbýlt á þeim vett- vangi sem Kaupfélag Rangæinga starfar,“ sagði Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri. Hann sagði Kaup- félagið tilbúið að taka þátt í rekstri með öðmm en þá yrði sá rekstur að vera arðbær. Hann sagði sauma- stofunnni Sunnu hafa verið lokað áður en verr færi, því kaupfélagið þyldi ekki taprekstur til lengdar. Nauðsynlegt væri fyrir það að selja húsin sem reyndar væm hagstæð í kaupum því á þeim hvíldu góð lán. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði að fyrir- tækin yrðu að skila arði og það hefði verið rétt ákvörðun að loka Sunnu áður en verr fór. Hann skor- aði á eigendur fyrirtækja að leita að verkefnum. Það stæði ekki á Byggðastofnun að veita aðstoð við að koma nýjungum á fót en fmm- kvæðið yrði að koma heiman að. Hann benti á að Húsgagnaiðjan ætti mikla möguleika með alla þá þekkingu þrisvar sinnum meiri. Þetta gerði og að verkum að erfítt væri að laða að ný fyrirtæki. Auk þess væri hætta á að hugsunar- háttur fólks gagnvart staðnum yrði neikvæður og slíkt gæti gert mikinn skaða. Þórarinn Sigurjónsson alþingis- maður kynnti á fundinum tillögu til þingsályktunar sem hann lagði fram á Alþingi eftir fund sem þing- menn áttu með heimamönnum. í tillögunni er ályktað að fela ríkis- stjórninni að láta undirbúa sérstök þróunarverkefni í atvinnumálum Vestur-Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu í því skyni að hraða nýsköpun í atvinnulífi, örva framtak einstaklinga og félaga, stuðla að vexti þéttbýlisstaða og auka fjöl- breytni í atvinnustarfsemi. Eftir þennan fund vom menn sammála um að vel hefði tekist til og línur skýrst varðandi hvemig uppbygging atvinnulífsins á Hvols- velli þarf að vera og hvar áherslurn- ar eiga að liggja. Ágúst Ingi Ólafsson oddviti Hvolhrepps þakk- aði fundarmönnum komuna og Áma Johnsen alþingismanni sér- staklega fyrir fmmkvæðið og aðstoð við undirbúning fundarins. Ljóst væri að áfram þyrfti að vinna að atvinnumálum á Hvolsvelli og rétta hlut staðarins og lýsti hann ánægju sinni með þann skilning sem gestir fundarins sýndu þessu máli. Sig. Jóns. Fjölbreytt starf Skagfiröingasveitar AÐAJLFUNDUR Slysavarnadeildar Skagfirðingasveitar var hald- inn í Sveinsbúð, húsi deildarinnar í Borgarröst 1 á Sauðárkróki, fimmtudaginn 19. mars sl. í skýrslum formanna deildar- innar og slysavarnadeildar hennar kom fram, að starfsemin hafði verið fjölbreytt að vanda á sl. starfsári. Utköll sveitarinnar vom 14 af ýmsum toga til hjálpar- og björgunarstarfa. Ýmsar góðar gjafír höfðu borist á árinu, og bar þar hæst farsíma, sem nokkur fyrirtæki samvinnuhreyfíngarinn- ar með Kaupfélag Skagfirðinga í broddi fylkingar færðu sveitinni að gjöf á sl. ári. Á aðalfundinum færði Marteinn Friðriksson, fram- kvæmdastjóri, deildinni penin- gaupphæð, kr. 100.000, sem gjöf frá Fiskiðju Sauðárkróks hf. til slysavarna- og hjálparstarfs á vegum sveitarinnar. Þakkaði fundurinn Fiskiðjunni innilega þessa rausnarlegu gjöf. Slysavarnasveit Skagfirðinga- sveitar er allvel búin tækjum, og hefur m.a. til umráða tvær björg- unarbifreiðir, búnar nauðsynleg- um hjálpar- og björgunarbúnaði og fjarskiptatækjum, eina snjóbif- reið, gúmmibjörgunarbát með utanborðsvél og ýmsan smærri búnað, sem komið er fyrir í húsi deildarinnar, Sveinsbúð. Hinsveg- ar hefur deildin haft til skoðunar undanfarið, á hvem hátt hún geti bætt viðbúnað sinn vegna hinnar stórauknu smábátaútgerðar við Skagafjörð, og líta menn þar eink- um til öflugri björgunarbáts. Ákvarðanir hafa ekki enn verið teknar, en vissulega dregur stuðn- ingur á borð við stórgjöf Fiskiðju Sauðárkróks hf. ekki úr mönnum kjarkinn til stórátaka sem þessa. I stjórn deildarinnar voru kjörin Lára Haraldsdóttir, Margrét Sig- urðardóttir, Ólína Rögnvaldsdótt- ir, Gunnar Pétursson og Guðbrandur Þorkell Guðbrands- son. Formaður slysavamasveitar- innar er Bragi Skúlason. (Fréttatilkynning.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.