Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 37 Skólarnir heimsóttir að loknu verkfalli: Stefnt er að því að prófum og skólaslitum verði ekki frestað Gudni Guðmundsson GÓÐ MÆTING reyndist í fram- lialdsskólunum í gærmorgun þrátt fyrir að verkfalli Hins íslenska kennarafélags hefði ekki verið aflýst fyrr en á þriðju- dagsnóttina. Þegar blaðamaður heimsótti menntastofnanir í Reykjavík var ekki annað ^ð heyra en skólamenn væru því fegnir að koma til starfa eftir tveggja vikna óvissutíma. í flest- um skólum er stefnt að því að standa við prófatöflur og út- skrift stúdenta, en skerða í stað þes páskafríið. Þá er allt útlit fyrir að 9. bekkur grunnskóla hefji samræmd próf 27. apríl, þótt hluti nemenda hafi ekki notið kennslu í einni eða fleiri greinum á meðan á verkfallinu stóð. „Við leysum málið á tiltölulega einfaldan hátt. Það verður kennt tvo næstu laugar- daga og virka daga í dimbilvi- kunni. Þannig náum við 14 kennsludögum fyrir próf. Viðbrögð nemenda hafa verið mjög jákvæð. Þeir virðast hafa óttast mest að skólinn yrði lengdur fram á sumarið og kjósa því frekar að herða róðurinn til þess að geta staðist tímáætlanir," sagði Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Auð- vitað þrengist prófataflan eitthvað af þessum sökum, en það er ekki bæði hægt að halda og sleppa." Guðni sagði að ekkert yrði slegið af í prófunum. Ekki mætti minnka kröfumar. Háskólar hér á landi sem í öðrum löndum yrðu að geta tekið skirteini stúdenta góð og gild án tillits til verkfalla. „Mér virðist sem að engir hafi hellst úr lestinni i» verkfallinu. Nokkrir áttuðu sig ekki fyrstu tvo tímana í morgun en ski- luðu sér síðan,“ sagði Guðni. Stórt skref en ekki fullnaðarsignr „Ég met launa- hækkunina á um 9%. í heild sinni virðist verkfallið hafa skilað ár- angri. Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum tæki- færi til að nýta Helgi Ingólfsson þennan rétt og ætli reynslan verði ekki dýrmætust þegar upp er stað- ið,“ sagði Helgi Ingólfsson sögu og listasögukennari í MR. Helgi taldi að kennarar hefðu mismunandi mikið úr krafsinu við þessa samninga. Sér hefði virst hijóðið gott í kennurum þegar samningurinn var skoðaður í gær- morgun. Hugsanlega gæti það breyst þegar hrifningin yfír að samningum væri lokið minnkaði. „Maður vill sem minnst segja þar til launahækkunin liggur fyrir svört á hvítu. Mér virðast laun mín verða um 45.000 krónur. Það stenst auð- vitað engan samanburð við það sem gerist á almennum vinnumarkaði, en er þó þokkalegt miðað við grunn- laun sem nkið greiðir. Þetta er spor í rétta átt, en ekki fullnaðarsigur.“ sagði Helgi. Hann taldi að nemendur yrðu ekki fyrir skakkaföllum þótt kennsla hefði fallið niður. Mæting hefði verið góð í gærmorgun og nemendur skilað lausnum á þeim verkefnum sem þeim var sagt að vinna í verkfallinu. „Ég held að þau nái þessu upp fyrir próf. Hljóðið var almennt gott í mínum nemendum í morgun, þó er skrekkurinn kannski meiri í efstu bekkjunum enda meira í húfi,“ sagði Helgi. Má búast við einhverju falli________ „Ég hef heyrt þær gagnrýni- raddir að verkfall- ið hafi komið á versta tíma, en eru ekki allir tímar jafn slæmir ?“ sagði Bogi Ingim- Bogi Ingimarsson arsson kennari j Armúlaskóla. „Ég var efins í upp- hafi um réttmæti þessara aðgerða, en studdi meirihlutaákvörðun. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í slíkum aðgerðum. Þegar upp er staðið virðist verkfallið hafa skilað nokkrum árangri umfram það sem áður hafði verið boðið.“ Bogi gagnrýndi „meðaltalsreikn- ing“ um laun kennara. Aðstaða þeirra væri ekki jöfn; kennarar í vissum námsgreinum gætu unnið mikla yfírvinnu án teljandi undir- búnings en aðrir ekki. „Megin- krafan hlýtur að vera að fá mannsæmandi laun og að þau séu af dagvinnu. Ég sé þó ekki tilgang með því að lækka yfirvinnustuðul- inn.“ Honum virtust heimtur á nem- endum góðar. „Ég kenndi á fullu í morgun og varð ekki var við annað en að fólk kæmi undirbúið. Auðvit- að hlýtur tveggja vikna hlé að setja strik í reikninginn. Við munum ná inn þessum tíma þótt búast megi við einhverju falli umfram það sem eðliegt er. Það á samt ekki að slá af kröfunum að mínu mati,“ sagði Bogi. Fór í sveitina vann og lærði „Ég fór í sveit- ina og reyndi að lesa og læra eins og hægt var,“ var svar Ingibjargar Jónsdóttur nem- enda í 3. bekk MR við spumingu blaðamanns um hvað hún hefði gert í verkfallinu. Hún á heima í Kjósinni og sagðist hafa hjálpað til á búinu meðan kennsla lá niðri.„Ég held að það sé mjög misjafnt hvað fólk lærði mik- ið. Sumir virðast lítið sem ekkert hafa lært, aðrir meira," sagði Ingi- björg. Hún kvaðst ánægð með þá ráð- stöfun að útskrift nemenda yrði ekki frestað. Það kæmi sér vel fyr- ir þá sem hefðu ráðið sig í vinnu. Sagðist hún ekki kvíða prófunum. „Maður verður bara að leggja harð- ar að sér. Ég á mikið ólært í stærðfræði og efnafræði en vona að mér takist að ná þeim fögum upp fyrir próf,“ sagði Ingibjörg. Flestir lágu bara í leti Tvær stúlkur á fyrsta námsári urðu á vegi Morgunblaðsmanna í anddyri Ármúlaskólans. Aðspurðar sögðust þær ekki hafa lagt mjög hart að sér við lærdóminn í verk- fallinu. „Ég fór að vinna fulla vinnu og segja má að ég hafi ekki opnað Ingibjörg Jóns- dóttir Hafsteinn Stefánsson bók. Þetta verður eflaust mikil pressa og ég er hrædd um að ráða ekki við prófin," sagði Auðbjörg Arngrímsdóttir. Stalla hennar, Vigdís Vignis- dóttir sagðist einnig hafa afkastað heldur litlu í verkfallinu. „Það virð- ist nokkuð almennt; einstaka maður hefur unnið en flestir lágu bara í leti. Við áttum auðvitað að halda áfram og lesa sjálfstætt en maður er því ekki vanur,“ sagði hún. Þær Auðbjörg og Vigdís sögðust kvíða prófunum nokkuð en vonuð- ust þó til þess að ná upp því sem á vantaði. Ekki liægt að minnka kröfurnar Hafsteinn Stef- ánsson skóla- meistari Fjöl- brautaskólans í Ármúlá hafði ný- lokið við að endurskoða „neyð- aráætlun" sem miðar að því að endurheimta hluta af þeim kennslu- stundum sem nemendur hafa tapað. Hann tók skýrt fram að þessi áætl- un væri háð samþykki kennara- fundar annarsvegar og ráðuneytis hinsvegar. „Við erum það heppin að hafa byijað önnina snemma og unnum með því eina viku sem kemur okkur til góða,“ sagði Hafsteinn. „Lýkur benda engu að síður til þess að kennt verði S páskafríinu, byijað þriðjudaginn eftir páska og kennt á sumardaginn fyrsta. Ég held að dæmið gangi upp ef unnið verður duglega, en auðvitað er aldrei hægt að vinna slíka töf alveg upp. Við verðum að halda uppi dampi og getum ekki minnkað kröfumar." Hafsteinn taldi að samningur kennara fæli í sér mikilvæga kjara- bót. Byijendur fengju mesta hækkun og því von til að auðveld- ara yrði að ráða hæfari starfskrafta í kennarastöður næsta vetur. Fagnar því að byrjend- ur fái mesta hækkun Eiríkur Har- aldsson þýsku- kennari sagðist hafa unnið við kennslu í þijá ára- tugi. Hann minnt- ist þess að alþingismenn 80,1 hefðu þegið sömu laun og menntaskólakennarar. „Ég er af þeirri kynslóð sem telur verk- föll slæman hlut og sannast sagna leið mér ekki vel að leggja niður vinnu. En staðreyndin er sú að laun okkar hafa verið að drabbast mikið niður og sennilega var þessi leið nauðsynleg. Ríkið hefði átt að sjá sóma sinn í því að hækka launin án þess að til vinnudeilu kæmi. Ég fagna því að byijendurnir skuli fá mestar hækkanir. Við höf- umn séð á bak mörgum mjög Eirikur Haralds- hæfum mönnum á síðustu árum. Ég á ekki von á því að menn flyk- kist til að kenna en vonandi gefa fleiri kost á sér. Kennsla er nefni- lega mjög skemmtilegt starf, um það get ég borið vitni," sagði Eirík- ur. Hann kvaðst ekki haft tækifæri til þess að kynna sér kjarasamning- inn í heild sinni, en sagðist hafa heyrt nefndar launahækkanir á bil- inu 8-15.000 krónur eftir starfs- reynslu. Menn virtust ánægðir og hafði hann ekki heyrt neinar óánægjuraddir. „Mér sýnast launin hækka þokkalega. Best þætti mér ef hægt yrði að losna útur þeirri yfírvinnu- pressu sem á okkur er. Maður kemst inn í vítahring sem erfítt er að losna úr. í samningnum er jrfír- vinna yfír 10 tíma á viku greidd með lægri stuðli og það lýst mér vel á,“ sagði Eiríkur. Vissi ekki í hvorn fótinn ætti að stíga Helga Eiríks- dóttir stúdentsefni tók í sama streng. „Ég vissi ekkert í hvorn fótinn ætti að stíga, beið allt- af eftir fréttum. Það var gamla sagan um að mað- ur ætlar að gera allt á morgun," sagði hún. „Sumir virðast hafa nýtt tímann mjög vel aðallega í ritgerða- skrif og verkefni.í flestum greinum höfum við námsáætlun til að styðj- ast við.“ Hún hafði einungis heyrt getgát- ur um að páskafríið yrði stytt og kennt á laugardögum fram að próf- um. „Stúdentshópurinn er búinn að panta utanlandsferð 25. maí þannig að útskriftin má ekki dragast um mikið meira en þijá daga,“ sagði Helga. „Auðvitað komu þessar aðgerðir á óþægilegum tíma, en ég held að þær hafí verið nauðsynlegar því kennarar voru skammarlega illa launaðir. Mæting í dag var heldur slöpp og ég hef heyrt í einum sem gafst upp og ætlar að reyna aftur næsta haust. Ég get ímyndað mér að svo sé um fleiri. Maður verður bara að vera bjartsýnn og leggja sig fram,“ Helga. Helga Eirfksdóttir Hefði viljað nota páska- fríið til lesturs Eitt stúdents- efna, Guðni In- gólfsson varð á vegi Morgunblaðs- manna í kjallara Casa Nova. „Ég reyndi að lesa eitt- hvað í verkfallinu, Guðni Ingólfsson f5r yfjr þag sem brýnast var en afköstin voru ekkert á við þegar maður les undir pressu," sagði Guðni. Hann taldi að vænlegra hefði verið að nota páskafríið til upplestr- ar en tímasóknar. Stúdentsprófið væri altént úr námsefni 2-3 ára og því þyrfti dijúgan tíma til að undir- búnings. „Við vitum ekki hvort að upprunalegri prófatöflu verður fylgt, en hún var þröng fyrir. Ég er í stærðfræðideild og það eru upp í 500 blaðsíður í sumum fögum sem við þurfum að lesa upp,“ sagði Guðni. Hann bjóst við að verkfallið setti ekki strik í reikininginn og virtist vongóður um að ná stúdenst- prófi þrátt fyrir að kennsla hefði raskast. Heimtur slæmar í forskóla „Við höfum hér forskóla, eins- konar 10. bekk sem er ætlaður þeim sem hafa fallið mjög illa á samræmdum prófum. Ég sótti um undanþágu fyrir kennslu þessara nemenda, á þeim forsendum að þeir mættu mjög illa við röskun á kennslu, en af íjórum samræmdum greinum féll kennsla alveg niður í tveimur fögum og að hluta í því þriðja. Undanþágan var ekki veitt og á sinn hátt get ég fallist á þau rök að erfítt er að gera upg á milli nemenda," sagði Gunnar Ásgeirs- son skólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagði að mæting í forskólan- um hefði ekki verið góð í gærmorg- un. Ef ástandið batnaði ekki í dag yrði hringt í nemendurna og athug- að hvað ylli því að þeir mættu ekki. Þriðjungur kennara í skólanum var í verkfalli. „Mismunun nemenda er að mínu mati verstu áhrif þessar- ar röskunar, Ef það hefðu verið hreinar línur, allir nemendur misst jafn mikið hefði þetta komið betur út,“ sagði Gunnar. Hann sagði að farið yrði fram á að þeir kennarar sem tóku þátt í verkfallinu veittu bekkjum sínum stuðningskennslu. Þó jrrði öðrum nemendum ekki meinaður aðgangur að þeim tímum. „Það örlar ekki á þeirri hugsun að, seinka samræmdu prófunum, en við verðum að vona að tillit verði tekið til þess hóps sem misst hefur úr kennslu. Ég hef trú á því að kennar- ar muni ekki fella nemendur ef þeir telja að skýringin liggi í þess- ari röskun," sagði Gunnar. Allir ætla að nýta sér aukatímana „Auðvitað er það óréttlátt að sumir hafi misst úr en aðrir ekki. En ef maður reynir þá getur mað- ur,“ sagði Hjördís Baehman nemandi í 9. bekk. Hún sagðist hafa misst kennara í ensku og: stærðfræði, en bæði fögin koma til samræmdra prófa. Hún missti einn- ig kennslu í félagsmálafræði og samfélagsfræði. Sömu sögu var að segja af vinkonu hennar Dagnýju Blöndal. „Ég ætla að nýta mér aukatímana vel og held að það verði góð mæting hjá öllum, jafnt þeim sem misstu kennslu og hinum." Þær sögðust hafa unnið nokkuð í þeim fögum sem féllu niður, jafnt heima og á skólabókasafninu. „Það er voðalega misjafnt hvað fólk vann mikið. Sumir gerðu ekkert aðrir lærðu vel. Á bókasafninu var maður þannig stundum aleinn en suma daga var fullt." „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir okkur að fá verkfall á þessum tíma. Kennarar hefðu kannski mátt hugsa betur um okkur, en þeir hafa auðvitað allt of lág laun svo að verkfallið var nauðsynlegt," sagði Hjördís aðspurð og Dagný tók und- ir þessi orð. Auðbjörg Arngrímsdóttir og Vigdís Vignisdóttir Dagný Blöndal og Hjördís Bachman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.