Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Fræðslufundur um loftræsti- og hitakerfi FRÆÐSLUFUNDUR um hönn- run, útboð, smíði, eftiriit, úttekt og viðhald loftræsti- og hitakerfa verður haldinn i Risinu, Hverfis- götu 105, fimmtudaginn 2. apríl ld. 17.00. Fyrirlesarar verða þessir: Magn- ús Sædal Svavarsson deildarstjóri tæknisviðs byggingardeildar borg- arverkfræðings, Ormar Þór Guðmundsson arkitekt, Ragnar Ragnarsson verkfræðingur, Gunnar Torfason verkfræðingur, Kristján Ingimundarson blikksmíðameistari, Jónas Valdimarsson pípulagninga- meistari, Stanley Pálsson verk- fræðingur, Þórður Búason verkfræðingur, Ragnar Gunnarsson tæknifræðingur, Þorgeir Bergsson tæknifræðingur, Friðrik S. Kristins- son tæknifræðingur, Kristján Ottósson byggingareftirlitsmaður byggingardeildar borgarverkfræð- ings og Vífíll Oddsson verkfræðing- ur. Fundarstjórar verða Garðar Erlendsson blikksmíðameistari og Jón Otti Sigurðsson tæknifræðing- ur. Félag velunnarar Borgarspítalans hefur gefið Birgarspítalanum fullkomna aðgerðarsmásjá. Borgarspítalanum færð fullkomin að- gerðarsmásjá að gjöf Morgunblaðið/Einar Falur Egill Skúli Ingibergsson formaður Félags velunnara Borgarspítal- ans afhendir Páli Gislasyni formanni stjórnar Borgarspítalans aðgerðarsmásjánna. FULLKOMIN aðgerðarsmásjá sem Félag velunnara Borg- arspítalans hefur haft for- göngu um að gefin skuli Borgarspitalanum og þá eink- um til nota í slysadeildinni var afhent s.l. fimmtudag. Tuttugu og fímm félög, fyrir- tæki og stofnanir hafa veitt FVB fjárhagslegan stuðning við kaup aðgerðarsmásjárinnar og teljast þau öll gefendur tækisins ásamt FVB. Þau eru: Lionsklúbburinn Fjölnir, Lionslúbburinn Ægir, Kiwanisklúbburinn , Brú á Keflavíkurflugvelli, Almennar tiygg'nKar. Samvinnutryggingar, Sjóvátryggingafélag Islands, Tryggingamiðstöðin, Félag jár- niðnaðarmanna, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur, Seðlabanki íslands, Landsbanki íslands, Iðn- aðarbanki Islands og Iðnlánasjóð- ur, Verslunarbanki íslands, Utvegsbanki íslands, Búnaðar- banki íslands, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Spari- sjóðurinn í Keflavík, Keflavíkur- bær, Grindavíkurbær, Hafnar- fjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Mosfellshreppur og Seltjamarneskaupstaður. Aðgerðarsmásjáin kostaði hingað komin um 1,3 milljónir króna. Hún er svissnesk völund- arsmíð og gefur að dómi sérfræð- inga Borgarspítalans bestu möguleika við ágræðslur, veija- flutninga og fleiri aðgerðir sem krefjast smásjártækni. Með tæk- inu er unnt að sauma saman taugar og æðar, sem eru aðeins hálfur til einn millimetri að sver- leika. Þetta vandaða tæki, sem byggt er á allra nýjustu tækni í smásjárgerð, skapar möguleika til fjölbreytilegra smásjáraðgerða og á að geta nýst Borgarspítalanum næstu 20 árin eða kannski leng- ur, að dómi Rögnvaldar Þorleifs- sonar skurðlæknis í slysadeild Borgarspítalans. Formaður FVB, Egill Skúli Ingibergsson, afhenti gjöfina, en Páll Gíslason formaður stjórnar Borgarspítalans veitti gjöfinni viðtöku. Fimm myndhöggvarar valdir til að taka þátt 1 samkeppni NEFND frá sænska bænum Harnösand dvaldist hér á landi fyrir nokkru til að velja fimm íslenska myndhöggvara til að taka þátt í samkeppni um gerð höggmyndar sem reisa á í Hárnösand. I nefndinni eru arkitektarnir Bo Ásberg og Hans Thunell, Ingwar Áhrén listráðunautur og Kjerstin Schenell en formaður nefndar- innar er Jan Digné. Það var Myndhöggvarafélagið sem hafði milligöngu um komu Svíanna hingað til lands en þeir heimsóttu fjölda listamanna á vinnustofur þeirra, skoðuð högg- myndir og fóru á myndlistarsýning- ar. Þeim listamönnum sem nefndin velur verður boðið að senda teikn- ingar til keppninnar en í henni taka þátt myndhöggvarar frá öllum Norðurlöndum. Sex myndhöggvur- um verður síðan boðið að halda áfram í samkeppninni og af þeim verður einn valinn til að gera endan- legu höggmyndina en alls er varið um 18 milljónum íslenskra króna til verksins og verða allar tillögur launaðar. Það eru dætur sænska viðskipta- jöfursins John Anderson sem gefa heimabæ sínum þessa rausnarlegu gjöf í minningu foreldra sinna en höggmyndinni er ætlaður staður í miðbæ Harnösand eins og áður getur. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.