Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 35 Morgunblaðið/Þorkell ±ir hjúkrunarframkvæmdastjóri, rfræðingur og Eva Christiansen leild Borgarspítalans. ífaðir teima hvernig bráðavaktin fer, sem spítal- inn sinnir í dag,“ sagði Ingibjörg. Heim með hjúkrunar- gögn og lyf Á langlegudeild, B-5, hafa sjö sjúklingar verið útskrifaðir vegna uppsagna þrettán sjúkraliða sem þar starfa og er það um helmingur hjúkrunarfólks á þeirri deild. „Hér verða fimmtán sjúklingar eftir, sem alls ekki er hægt að útskrifa," sagði Eva Christiansen hjúkrunarfræð- ingur. „Þeir þurfa það mikla ummönnun að ekki er talið forsvar- Rakel Ingvadóttir sjúkraliði. því að við systkinin hlaupum undir bagga með föður mínum sem ætlar að sjá um hana heima,“ sagði Ra- kel Ingvadóttir, dóttir Sigríðar en hún er sjúkraliði og ein þeirra sem sagt hefur upp störfum. „Ég er að vísu með eigin fjölskyldu en faðir minn, sem er asma- og hjartasjúkl- ingur, á erfitt með að sinna henni einn. Þau búa á fjórðu hæð og móðir mín kemst ekki á milli hæða þó hún komist um að öðru leyti.“ Rakel sagði að margir sjúkling- anna á deildinni væru það veikir að ekki væri hægt að senda þá heim. „Aðstandendum sjúkling- anna, sem til stendur að senda heim bregður í brún þegar leitað er til þeirra. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir hvað ástandið er alvar- legt enda hafa fjölmiðlar lítið fjallað um þetta mál,“ sagði Rakel. „Pyrst núna þegar allt stefnir í óefni bein- ist athyglin að uppsögnunum." Hún sagði að ljóst væri að ekki yrði samið við sjúkraliða á Borgarspítal- anum fyrr en búið er að semja við þá sem starfa hjá ríkinu og því ósennilegt að sjúkraliðar kæmu til starfa á ný næstu daga. Rakel sagð- ist vita um nokkra sjúkraliða sem hefðu þegar ráðið sig í vinnu ann- arsstaðar enda væri starfið kre- Morgunblaðið/Þorkell fjandi og erfítt, bæði líkamlega og andlega og launin allt of lág. „Öryggisleysið verst“ „Áslaug er búnn að vera hérna síðan í september á síðasta ári þeg- ar hún fékk áfall,“ sagði Sigurður Kristjánsson þegar hann sótti Ás- laugu Helgadóttur, tengdamóður sína. Hún var í hópi sjúklinga sem sendir voru heim af langlegudeild- inni í gær. „Fram að því var hún heima hjá okkur og í Múlabæ yfir daginn nokkra daga í viku. Við getum ekki boðið henni upp á nein- ar sérstakar aðstæður en við höfum þó herbergi fyrir hana. Heilsu henn- ar er þannig háttað að hún man ekkert og hefur ekkert sársauka- skyn'. Það verður því að gæta hennar vel allan sólarhringinn og ekki víkja frá henni. Þetta er eins og að vera með smábarn á heimil- inu. Verst er að vita ekki hvemig á að bregðast við ef eitthvað kemur uppá. Því fylgir mikið öryggisleysi.“ Þau hjónin vinna bæði úti en nú þegar Áslaug kemur inn á heimilið mun Ingibjörg kona Sigurðar hætta að vinna eða taka frí frá vinnu þann tíma sem móðir hennar dvelur á heimilinu. Morgunblaðið/Júlíus j*istjánsdóttiry Guðrún Karlsdóttir indendur rleitt vel p á Landspítalanum sem þyrftu að leggja það á sig að annast sjúklingana. Guðrún sagði að þetta ástand gæti ekki varað nema í tvo daga, eftir það yrði að útskrifa fleiri af öldrunarlækningadeildinni, nema þá að fólk fengist til starfa. Bjamey Tryggvadóttir, hjúkruna- rframkvæmdastjóri á Vífilsstaðaspít- ala, sagði að þar væri tekið við öllum bráðasjúklingum á lungnadeild, en ekki yrðu neinir teknir inn af biðlist- um. Það hefði heldur ekki verið gert undanfama daga og sjúklingum fækkað á þann hátt. Hún sagði að þetta hefði í för með sér mikil vand- ræði fyrir það fólk sem væri í biðlist- um og þyrfti á læknisþjónustu að halda. Landspítalinn: Eg verð að reyna að bjarga mér sjálfur - segir Ólafur Björn Ólafsson, sem gekkst undir höfuð- aðgerð í gærmorgun og var sendur heim samdægurs Morgunblaðið/Þorkell Áslaug Helgadóttir sjúklingur á langlegudeild Borgarspítalans og Sigurður Kristjánsson. anlegt að senda þá heim.“ Hún sagði að ef eitthvað kæmi upp á gætu aðstandendur þeirra sem færu heim þegar haft samband við deild- ina. „Ef sjúklingi versnar til muna þá tökum við hann inn aftur,“ sagði Eva. „Þeir sjúklingar sem verið er að senda heim núna verða koma hingað aftur um leið og leyst verð- ur úr þessum vanda." Sjúklingarnir eru sendir heim með hjúkrunargögn og lyf ásamt fyrirmælum um hvern- ig best sé að sinna þeim og sagði Margrét Gústafsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri að miðað væri við birgðir til einnar viku í senn. „ Aðstandendur vita lítið um ástandið“ Sigríður Ásgeirsdóttir er ein þeirra sem útskrifaðist í gær. Hún varð fyrir áfalli og er lömuð að hluta og hefur dvalið á Borgarspítalanum síðustu þrjár vikurnar. Fram til þess tíma bjó Sigríður heima, í umsjá eigimanns síns og naut að auki heimahjúkrunar. „Eg á von á „ÉG Á eltki annarra úrkosta von og verð að reyna að bjarga mér sjálfur. Ég fæ vonandi með mér einhver deifilyf til að nota ef ég fæ verki,“ sagði Ólafur Björn Ólafsson, rafeindavirki, sem var verið að útskrifa af lyflækningadeild Landspítalans um miðjan dag í gær. Ólafur Bjöm gekkst undir upp- skurð á höfði í gærmorgun. Hann sagðist vera „uppdópaður“ eftir að- gerðina og vissi ekki hvernig sér myndi líða þegar lyfin hættu að verka. Hann var útskrifaður af spítalanum sama daginn og aðgerð- in var framkvæmd vegna ástandsins á spítalanum, en hefði við venjuleg- ar aðstæður verið þar undir læknis- hendi í einn eða tvo daga til viðbótar. Hann sagði að visst óöryggi fylgdi því að fara heim svona snemma, en hann nyti aðhlynningar heima og svo gæti hann alltaf talað við heimil- islækninn ef eitthvað kæmi fyrir. Ólafur Bjöm sagðist lítið hafa orðið fyrir barðinu á ástandinu á spítalan- um. Undanfarna daga hefðu mörg rúm verið tóm, og það væri ekki fyrr en nú að ástandið bitnaði á honum, hann þyrfti að fara fyrr heim eftir uppskurðinn. „En þetta skaðar mig áreiðanlega ekki,“ sagði Ólafur Björn. „Óskaplegt eirðarleysi vegna flutning-anna“ „Það kemur óskaplegt eirðarleysi í mann af því að þurfa að standa í svona flutningum," sagði Laufey Óskarsdóttir frá Hornafirði, sjúkl- ingur á lyflækningadeild Landspít- alans. Hún sagðist verða flutt á aðra deild vegna þess að deildinni hennar yrði lokað þar til vinnudeilumar á sjúkrahúsunum leystust. Sagðist Laufey vera búin að vera nokkuð lengi á spítalanum. Hún væri bak- veik, en nýlega farin að fara fram úr rúminu. En síðan sjúkraþjálfarn- ir lögðu niður störf hefði hún átt í vandræðum með að beita sér, og færi hægar fram. Síðan bættist það við að þurfa að flytja. „Það er ekki forsvaranlegt að láta þetta koma fyrir," sagði Lauf- ey. „Ástandið er hrikalegt, en stjórnvöld hafa látið marga mánuði líða án þess að semja við starfs- Morgunblaðið/Júlíus Ólafur Björn Ólafsson Gísli Skúlason ingadeild en þurfti í gær að flytja sig á aðra deild, á sama hátt og Laufey. Hann sagði að það legðist ekkert illa í sig þó hann væri fluttur á milli deilda, það kærni meira niður á starfsfólkinu. „Ég hef verið á ýmsum deildum hér og legg þær alveg að jöfnu. Það er ákaflega vel um mann hugsað á allan hátt,“ sagði Gísli. Sjá einnig fréttir á bls. 36. Laufey Óskarsdóttir fólkið. Það er skömm fyrir ráða- mennina að loka sjúkrahúsunum. Starfsfólkið á skilið hærri laun, það vinnur undir miklu álagi og vinnur vel fyrir kaupinu sínu,“ sagði Lauf- ey- „Vel um mann hugsað“ Gísli Skúlason frá Skáleyjum á Breiðafirði hefur legið á lyflækn- oljQppÍN*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.