Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Kennaradeilan leyst Kennsla hófst að nýju í gær í þeim skólum, þar sem hún hafði legið niðri sl. tvær vikur vegna verkfalls félagsmanna í Hinu íslenska kennarafélagi. Samningar tókust í fyrrinótt og telja forystumenn kennara, að þeir feli í sér umtalsverðar kjarabætur. Talsmenn ríkis- ins segja, að samkomulagið fari ekki verulega út fyrir þann ramma, sem markaður var í jólaföstusamningunum. Það er að sjálfsögðu léttir, að aðilar hafa náð saman. I ljósi þess, að deilan virtist vera í alvarlegum hnút um nokkurt skeið og tekist á um grundvallaratriði, hlýtur nið- urstaðan líka að teljast athyglisverður árangur. Hitt skiptir þó ekki minna máli að nemendur skólanna — sem hafa að ósekju verið helstu þolendur þessarar vinnudeilu — geta nú snúið aftur til starfa sinna. Því miður er líklegt, að einhveij- ir nemendur hafi ekki haft þolinmæði eða tök á því að bíða eftir lyktum deilunnar og séu þegar komnir út á almennan vinnumarkað. Deilan hefur eyðilagt heilan námsvetur fyrir þeim og það er bæði gremjulegt fyrir þá sem einstaklinga og tap fyrir þjóðfélagið. í þessu sambandi er rétt að ítreka það, sem áður ver- ið bent á hér í forystugrein- um Morgunblaðsins, að verkfall kennara á þessum árstíma var vondur kostur og ákaflega ósanngjam. Það er alltaf slæmt, þegar verk- föll eru nálægt almennum kosningum, því þá geta þau skyggt á málefni, sem eru mikilvægari en kjaramál ein- stakra þjóðfélagshópa. Af þessum sökum einum bar verkfall kennara upp á óheppilegum tíma. En aðalatriðið er þó, að sá tími, sem kennarar völdu, var hinn versti, sem hægt var að finna, þegar litið er á málið frá sjónarhóli nemenda og skólastarfs. Það er ábyrgðarhluti, sem forystu- menn kennara virðast ekki hafa leitt hugann nægilega vel að eða tekið nógu alvar- lega, að stefna heilum námsvetri þúsunda unglinga í hættu. Nú er útlit fyrir, að unnt verði að vinna tapið upp að einhverju leyti, en það kostar vafalaust einhveijar fómir af hálfu nemenda og Ijölskyldna þeirra. Ekki er ólíklegt, að lengja verði skólaárið, og það mun bitna á þeim framhaldsskólanem- um, sem verða að afla tekna á sumrin til að kosta nám sitt yfir vetrartímann. Það gæti verið fjölmennari hópur en menn ætla, sem er alger- lega háður sumarvinnu með þessu hætti. Vonandi leiða samningar kennara og ríkisvaldsins til þess að friður skapist í skól- um landsins og þar snúi menn sér að eiginlegum verkefnum sínum. Því miður er ekki líklegt, að þetta sé síðasta kjaradeila kennara, sem leiðir til verkfalls. En næst ættu kennarar að velja annan tíma fyrir kjarabarátt- una svo þeir sem enga ábyrgð bera á kjörum þeirra verði ekki hennar vegna fyr- ir frekari skakkaföllum að ósekju. Deilan í sjúkrahúsunum Nú þegar kennaradeilan er leyst verður að vinda bráðan bug að því að leysa deiluna í sjúkrahúsunum, sem ella getur skapað ein- hvern alvarlegasta vanda sem upp hefur komið í heil- brigðiskerfi okkar. Það er komið í hreint óefni, þegar senda þarf sjúkl- inga heim til sín, þar sem þeir fá ekki viðunandi um- önnun, og synja öðrum um aðstoð, sem ef til vill getur ráðið úrslitum um líf og heilsu. Báðir aðilar verða að slaka á og sýna sanngimi og skynsemi, því það liggur í augum uppi að lausn verður að finnast. Það er réttmæt ósk heilbrigðisráðherra, að það starfsfólk sjúkrahús- anna, sem sagt hefur upp störfum, lausráði sig til ákveðinna verka, þar til samningar takast. Starfs- fólkið hefði líka sóma af því að fallast á þessa málaleitan og eflaust yrði það til þess að greiða fyrir viðunandi samningum. Astandið á sjúkrahúsunum: Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Kolbeins hjúkrunardeildarstjóri á handlækningadeild Frá vinstri, Margrét Gústafsdól Borgarspítalans Guðrún Benóníusdóttir hjúkrunai hjúkrunardeildarstjóri á langlegrn Borgarspítalinn: Þeir aðeins útskri sem eru öruggir \ - segir Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Á Borgarspítalanum hafa 162 sjúkraliðar, eða um 75% hjúk- runarfólks, sagt upp störfum frá og með deginum í dag. Vegna þessa hefur verið gerð áætlun um að útskrifa sjúklinga af spítalanum og samkvæmt henni þyrft að útskrifa 154 til 160 sjúklinga. Eftir er að ganga úr skugga um hvort sá möguleiki er fyrir hendi. Að sögn Sigurlín- ar Gunnarsdóttur hjúkrunar- framkvæmdasljóra, eru einungis þeir sjúklingar útskrifaðir sem eru sæmilega öryggir heima. Sinna einungis bráðavakt Ingibjörg Kolbeins hjúkrunar- deildarstjóri á handlækningadeild, en þar eru 30 sjúkrarúm, sagði að búið væri að útskrifa 17 sjúklinga af deildinni. Frá því á miðvikudag í síðustu viku hafa engir sjúklingar verið teknir inn af biðlista til að- gerða. „í síðustu viku var Borg- arspítalinn með bráðavakt í tvo sólarhringa og var auk þess með bakvakt um helgina þegar Lands- spítalinn sinnti bráðavaktinni. Sjúklingar sem koma alvarlega inn á bráðavaktinni fá vitanlega sína umönnun en ég treysti mér ekki til að fullyrða um hversu lengi verður hægt að taka við mikið veiku fólki. Ætli það gangi ekki í tvo til þrjá sólarhringa. Það veltur mikið á Þrír hjúkrunarframkvæmdastjórar á Landspítalanum, f.v.: Bergdís h og Bjarney Tryggvadóttir. Sjúklingar og aðsts taka umrótinu yf i — segja hjúkrunarframkvæmdasljóra] STARFSFÓLK Landspítalans vann í gær að því að senda þá sjúklinga heim sem hægt var að útskrifa og flytja aðra á milli deilda til að nýta sem best það starfsfólk sem eftir er við vinnu. Nokkrum deildum var því lokað í dag en beðið var með að loka einni og sjúklingarnir þar sendir heim í dag ef starfsfólkið kemur ekki til starfa. Landakot: Vandamál- ið er frekar hjá f ólki úti í bæ - segir Logi Guð- brandsson, fram- kvæmdasljóri Á Landakotsspítala hafa um 60 rúm verið rýmd, en 91 sjúkra- liði, af 113 sem starfa við spítal- ann, hafa sagt upp störfum frá og með deginum í dag. Að sögn Loga Guðbrandssonar framkvæmdastjóra, eru handlækn- ingadeildir lokaðar og hefur sjúkl- ingum verið komið fyrir á lyflæknadeildum. Hann sagði að ekkert óvenjulegt hafi verið við útskriftir sjúklinga undanfarna daga þrátt fyrir að sjúkrarúmum hafi verið fækkað. „Vandamálið er kannski frekar hjá fólki út í bæ, sem ekki getur fengið bót meina sinna á meðan ekki er tekið inn af biðlista þeirra sem bíða eftir að komast í aðgerð," sagði Logi. í Hafnarbúðum störfuðu fáir sjúkraliðar og munu hjúkrunar- fræðingar og ófaglært fólk taka að sér þeirra störf. Ur Hafnarbúð- um verður enginn sendur heim en verið er að kanna möguleikanna á að aðstandendur hjálpi til við umönnunina og létti þannig til með starfsfólkinu þar og á öðrum deild- um. Bergdís Kristjánsdóttir hjúkruna- rframkvæmdastjóri sagði að sjúkl- ingamir og aðstandendur þeirra tækju þessu umróti yfirleitt vel. Hún sagði að ekki hefði verið leitað til fólks utan sjúkrahúsanna, aðstand- enda eða annarra, enda yrði engin hjálp í því. Fólkið yrði frekar til traf- ala fyrir starfsfólkið. Þama væri um að ræða hjúkrun fárveiks fólks, sem þyrfti vant fólk til að annast. Hún sagði að auðvitað væri aðstandend- um alltaf velkomið að sitja hjá sjúklingunum. Guðrún Karlsdóttir, hjúkmnar- framkvæmdastjóri á öldrunarlækn- ingadeildinni í Hátúni, sagði að hingað til hefði ekki verið sent heim fólk nema þar sem aðstæður væm til að sinna því heima og aðstandend- ur og sjúklingamir sjálfir hefðu tekið vel í það. Enn hefði ekki þurft að senda heim sjúklinga á móti vilja þeirra eða aðstandendanna. Hún sagði að sumir væm bara ánægðir með að fara heim um tíma, en þeir hefðu þó í sumum tilvikum annað sjónarhom á málið en fólkið þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.