Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Hesthúsalóðir Hestamannafélagið Fákur mun úthluta lóðum í Víði- dal undir helsthús til félagsmanna. Gert er ráð fyrir 4ra-10 hesta einingum. Lóðum þessum er úthlutað með samþykktum teikningum og geta verið byggingar- hæfar í maí 1987. Umsóknir óskast sendar til skrifstofu félagsins þar sem allar upplýsingar verða veittar. Heba heldur vid heilsunni Konur! Haldið í línunar og heilsuna Við bjóðum upp á: Aerobic-leikfimi, byij.fl., framh.fl., megrunarkúra, nuddkúra, sauna, ljós, allt saman eða sér. Vigtun og mæling - gott aðhald. Sér tímar fyrir þær sem vilja létta sig um 15 kg eða meir. Lítið hopp. í HEBU geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Innritun og upplýsingar i símum 42360 og 41309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir, iþróttakennari. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogi Passamyndir Ljósmyndastofa Reykjavíkur er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Handstækkum litmyndir eftir þínum eigin litnegatífum. Verið velkomin. 9 Nordiske dremme Selv om intet tyder pá. at en formel erklæring om Norden som atomvábenfri zone skulle vaere inden for blot nogen form for raekke- 5 vidde, fortsaetter det nordiske udredningsarbejde '’ufortrédent - omend inden for mere realistiske - rammer end tidligere. Den islandske udenrigsmi- í nister, der ikke hæmmes af bindende Altings- ^ mandater, ber roses for, at han under det nordiske udenngsministermede i Reykjavik forleden stod fast pá kravet om, at en sádan zone ogsá skulle inddrage de store russiske omráder pá Kola-halv- aen nær Norden - spaekket med maengder af affyringsklare atomraketter- samt de atomváben, der findes i Nordatlanten og 0stersoen. Gennem tideme har der været fremfert manee < former for argumenter, men desværre har de [ flesteaf de svenske og de finske været báret af en 5 romantisk forestilling om, hvilken betydning dei , ville £á for verdensfreden, bvis de fem nordiske ■ lande erklærede síg selv atomvábenfri i fælles skab. Mange har længe spekuleret over, hvilken gevinst der kunne ligge i, at Norden i en fælles erklæring tilkendegav igen, hvad de fem lande I individuelt allerede selv har gjort forlængst Udenrigsminister Ellemann-Jensen háber, at I man nu kan begynde at tale om realiteter og ikke I kun dremme. Han fortjener, at hábet gár i opfyl Kjarnorkuvopn og siðferðiskröfur í pólitík Niðurstaða fundar utanríkisráðherra Norður- landanna, sem haldinn var hér í síðustu viku, hefur vakið nokkrar umræður annars staðar á Norðurlöndunum; ekki síst framganga Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra. Vegna þeirra stórtíðinda, sem eru að gerast í íslenskum stjórnmálum, hefur verið hugað að siðferðiskröfum í pólitík eins og sjá mátti í forystugrein Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Að þessu hvoru tveggja er vikið í Staksteinum í dag. Leiðari í Berlingi í danska blaðinu Berl- ingske Tidende birtist á sunnudag forystugrein undir fyrirsögninni Nordiske drömme eða Norrænir draumar. Þar segir i upphafi, að unnið sé að athugunum varð- andi kjamorkuvopna- laust svæði á Norður- löndunum, þótt ekkert bendi til þess að málið komist á framkvæmda- stig á næstunni. Nokkur bót sé í máli, að nú séu þessar athuganir á raun- særri forsendum en áður. Þá segir Berl- ingske Tidende: „Það ber að hrósa ís- lenska utanrikisráðherr- anum, sem ekki er bundinn af íþyngjandi fyrirmælum frá Alþingi, fyrir að hafa staðið fast á þvi á utanríkisráð- herrafundinum í Reykja- vik að slíkt svæði eigi einnig að ná til stórra rússneskra landsvæða eins og Kóla-skaga i ná- grenni Norðurlanda — þar er fjöldi kjamorku- eldflauga í skotstöðu - auk þeirra kjamorku- vopna, sem em á Norður-Atlantshafi og Eystrasaltí. Um árabil hafa verið kynnt mörg rök i þessu máli, en þvi miður hafa flest hinna finnsku og sænsku einkennst af rómantiskum hugmynd- um um, hvaða áhrif það hefði fyrir heimsfriðinn, ef Norðurlöndin fimm lýstu sig sameiginlega Iq’amorkuvopnalaust svæði. Margir hafa lengi velt fyrir sér, hvaða hag- ur yrði af því, að Norðurlönd lýstu sam- eiginlega yfir því, sem löndin hafa hvert fyrir sig sagt, að væri í gildi. EUeman-Jensen ut- auríkisráðherra vonar, að menn getí nú sest nið- ur tíl viðræðna um raunverulega hlutí en ekki drauma. Hann á það skilið, að þessi von hans rætíst." í fáum málum er brýnna en öryggismál- um, að raunsæi ráði ferðinni. Hafi sú stefna verið mótuð af ríkis- stjómum Norðurland- anna varðandi Igam- orkuvopnaleysi á fundinum hér í Reykjavík ber að fagna því. Mælistika Alþýðu- blaðsins Forystugrein Alþýðu- blaðsins i gær bar yfir- skriftína: Hið nýja siðferði Morgunblaðsins. Þar er vfsað til forystu- greinar Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Setur ritstjóri Alþýðu- blaðsins sig í dómarasætí og tekur til við að úr- skurða um afstöðu ! Morgunblaðsins til ein- stakra mála og ákvarða stöðu þess á fjölmiðla- markaðnum. Ekki kemur fram, hvor ritstjóra Al- þýðublaðsins, Ami Gunnarsson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, eða Ingólfur Mar- geirsson, fyrrum ritstjóri Helgarpóstsins, ritar þessa forystugrein. Hitt er næsta furðulegt, svo ekki sé meira sagt, að sjá Alþýðublaðið setja sig i þær stellingar að dæma aðra fjölmiðla, skipa þeim á bás. Eins og kunnugt er kemur Alþýðublaðið út í þeim tilgangi að lesið sé úr leiðurum þess i rík- isútvarpið. Þá finnst krötum ekki verra, þegar „fréttír" úr blaði þeirra em lesnar í morgunþátt- um útvarpanna eins og um raunverulegar fréttir sé að ræða en ekki flokkspólitískan boðskap eða pólitiskan skæting f garð andstæðinga. Loks er þess að geta, að rekstri Alþýðublaðsins er hagað þannig, að bein framlög úr ríkissjóði og auglýsingar frá opin- berum aðilum nægi til að bera megiuþunga út- gáfukostnaðar ef ekki hann allan. í stuttu máli • er Alþýðublaðið geflð út til að rödd krata heyrist í öðrum miðlum, helst rikismiðlunum, og fyrir opinbert fé. Við þessari skipan mála verður ekki hróflað af neinum andstæðinga Alþýðuflokksins, á með- an skattgreiðendur, háttvirtir kjósendur, velja þá menn til þing- setu, sem flnnst eðlilegt, að opinberum fjármun- um sé varið með þessum hættí. Fjölmiðlun af þessu tagi er hins vegar timaskekkja eins og mál- um er nú háttað. Hún er álíka tímaskekkja og af- staða krata á AJþingi til tillagnanna um afnám ríkiseinokunar á útvarps- rekstri. Þeir sem kasta steinum í aðra fjölmiðia í forystugreinum Al- þýðublaðsins eru þvi i gierhúsi. Hefupðu heyrt um skammtímaskuldabpéf Veðdeildap Iðnaðapbankans? Þau cpu vepðtpyggð og bena 9,3% ávöxtun. Gjalddagar skammtímaskulda- bréfanna eru frá 1. ágúst 1987 og síðan á tveggja mánaða fresti eftir það (sjá töflu). Hvert skuldabréf greiðist upp með einni greiðslu á gjalddaga. Skammtímabréfin eru þannig sniðin að þörfum þeirra sem vilja njóta öruggrar ávöxtunar á verðbréfamarkaði en geta ekki bundið fé sitt lengi. Greiðslustaður Avöxtun umlram Gjalddagi verðbólgu 1. ágúst 1987 9,3% 1. október 1987 9,3% 1. desember 1987 9,3% 1. febrúar 1988 9,3% 1. april 1988 9,3% 1. júní 1988 9,3% 1. ágúst 1988 9,3% 1. október 1988 9,3% 1. desember 1988 9,3% 1. febrúar 1989 9,3% 1. apríl 1989 9,3% H= Verðbréfamarkaður 1= Iðnaðarbankans hf. bréfanna er í afgreiðslum Iðnaðar- banka islands hf. Skammtimaskuldabréfin eru full- verðtryggð m.v. lánskjaravísitölu og bera 9,3% ávöxtun umfram verð- bólgu. Síðustu þrjá mánuði hefur ávöxtun þeirra því jafngilt 32,8% vöxtum af bankabók. Allar nánari upplýsingar í Ármúla 7 og síminn er 68-10-40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.