Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR 6 STOFNAÐ 1913 76. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Landsmenn ótt- ast vinstri stefnu - segir forsætisráðherra Kína Peking, Reuter. ZHAO Zhiyang, forsætisráðherra Kína, hét því I gœr að Kínverjar yrðu ekki leiddir aftur inn á veg vinstrimennsku og að pólitískar fjöldahreyfingar yrðu ekki mynd- aðar þvi allir væru á móti þeim. Zhao tjáði fulltrúum frá Hong Kong og Macao, sem eru í heimsókn í Peking, að sú atlaga, sem nú væri gerð að vestrænum hugmyndum, myndi ekki þróast upp í fjöldahreyf- ingu. Hefðu Kínverjar lært af reynslunni í baráttunni gegn „and- legri mengun“ [vestrænu líferni] árið 1983. „Almennur stuðningur við vinstri stefnuna er hverfandi í Kína vegna þess að við höfum flestir verið fóm- arlömb hennar," sagði Zhao, og mun þar hafa átt við menningarbylting- una á árunum 1966-76 er tugþús- undir manna voru ofsóttar. „Vinir okkar í ríkjum kapítalista, félagar okkar í Hong Kong og Macao, verkamenn og aðrir, sem þátt taka í umbótum, óttast allir stjórnmálabaráttu. Ég get ekki full- yrt að allt verði slétt og fellt meðan á umbótum stendur. En því get ég lofað að Kína stafar ekki lengur hætta af vinstri mönnum, þvi allir óttast þá,“ sagði Zhao. Margaret Thatcher ásamt Andrei Sakharov og eiginkonu hans, Yelenu Bonner, við upphaf fundar þeirra í breska sendiráðinu í Moskvu. Moskvuför breska forsætisráðherrans: Thatcher ber lof á um- bótastefnu Gorbachevs Ágreiningur um vígbúnaðarmál Moskvu, AP, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, bar í gær lof á umbótaviðleitni Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga en bætti við að stjórnir ríkjanna Afganistan: Skæruliðar granda 15 flugvélum Islamabad, AP. Frelsissveitir afganskra skæru- liða hafa skotið niður 15 sovéskar þyrlur og flugvélar undanfarna tíu daga. Virðist svo sem vígstaða skæru- liða hafí gjörbreyst frá því þeir fengu bandarísk loftvamarflugskeyti af Stinger-gerð í hendur. Að sögn vest- rænna heimildarmanna í Islamabad hafa skæruliðar skotið niður 12 þyrl- ur og þijár sovéskar orrustuþotur frá 20. mars. Sovéskir og afganskir flugmenn skjóta iðulega út blysum til að villa um fyrir Stinger-skeytun- um, sem eru hitaleitin, þegar þeir koma inn til lendingar á flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ríkisútvarpið í Kabúl skýrði frá því í gær að herþotur frá Pakistan hefðu skotið niður afganska far- þegaflugvél með 40 manns innan- borðs á sunnudag. Fréttir frá Pakistan herma hins vegar að flug- vélin hafi verið sovésk orrustuþota. greindi á um afvopnunarmál. Thatcher átti í gær viðræður við andófsmanninn þekkta Andrei Sakharov og eiginkonu hans Yel- enu Bonner í breska sendiráðinu i Moskvu. Andrei Sakharov kvaðst hafa tjáð breska forsætisráðherranum að hann styddi umbótaherferð Gorb- achevs og teldi viðleitni hans til að auka Iýðræði í Sovétríkjunum mjög mikilvæga fyrir alla heimsbyggð- ina. Umræður þeirra hjóna og Thatcher snerust einkum um mann- réttindamál, afvopnunarmál og ástandið í Sovétríkjunum. Sagði Sakharov að þau hefðu verið sam- mála um flest sem bar á góma. Margaret Thatcher sagði á fréttamannafundi að vel hefði farið á með sér og Gorbachev. Kvaðst hún fagna umbótaherferð hans og sagði allt það sem stuðlaði að því að gera Sovétríkin opnara þjóðfélag vera af hinu góða. Sagði hún Gorb- achev hafa skýrt ítarlega fyrir sér áætlanir um endurskipulagningu þjóðfélagsins og hefði það verið sérlega athyglisvert. Thatcher sagði að stjómir ríkj- anna greindi á um leiðir til að útrýma meðaldrægum kjamorku- flaugum í Evrópu. Sagði hún þetta einkum eiga við um skammdrægar sovéskar kjamorkuflaugar. Sagði hún að vestræn ríki myndu ekki hvika frá þeirri kröfu að Sovétmenn fækkuðu þess konar flaugum eða samþykktu að vestræn ríki kæmu sér upp þess háttar vopnabúnaði til mótvægis við kjarnorkuherafla Sov- étmanna. Aðspurð sagði hún að Sovétmenn hefðu fyrstir komið fyr- ir meðaldrægum kjamorkuflaugum og að fjórum árum síðar hefðu vest- ræn ríki neyðst til að setja upp Pershing II-flaugar og stýriflaugar í Evrópu. Eftir fundinn svaraði Thatcher spumingum sovéskra fréttamanna og sendi sovéska út- varpið viðtalið út óbreytt. Að sögn breska útvarpsins BBC hefur þetta aldrei gerst áður þegar erlendur þjóðhöfðingi sækir Sovétríkin heim. Stjómir ríkjanna hafa undirritað samninga um samvinnu á sviði menningarmála og viðskipta og ákveðið hefur verið að byggja nýjar sendiráðsbyggingar í höfuðborgum ríkjanna. í gærkvöldi sat Margaret Thatcher kvöldverðarboð á heimili Gorbachev-hjónanna, en það er óvenjulegt að þjóðarleiðtogi sé kvaddur með svo persónulegum hætti. Heimsókn Margaret Thatch- er lýkur í dag, miðvikudag. Tékkóslóvakía: Krefjast afsagnar Husaks Vin, AP. FIMM verkamenn frá Moravíu hafa sent Gustav Husak, forseta Tékkósló- vakíu, opið bréf þar sem hann er hvattur til að segja af sér hið fyrsta. I bréfi þeirra, sem var að sögn heimildarmanna AP- fréttastofunnar sent til frétta- stofá og í þinghúsið, segir að nafn Husaks verði aldrei tengt umbótum. „Endurreisn þjóð- félagsins má að okkar mati ekki tengjast nafni þínu því það mun aðeins verða til þess að hægja á umbótum,“ segir í bréfi þeirra. „Þú ert, umfram alla aðra, ábyrgur fyrir ömur- legu ástandi þjóðfélagsins," segir þar ennfremur. Að sögn heimildarmanna búast verkamennirnir við að þeim verði refsað vegna þessa. I bréfi sínu minna þeir á að þúsundir manna hafi hvatt Antonin Novotny, fyrrum for- seta, til að segja af sér á sínum tíma. Novotny var vikið frá og tók Alexander Dubcek við starfi hans í janúar 1968. Mannskæð átök í E1 Salvador San Salvador, Reuter, AP. SKÆRULIÐAR kommúnista gerðu í gær árás á herstöð í norðurhluta E1 Salvador. Kváðust þeir hafa fellt sex hundr- uð menn og eru þetta umfangsmestu hernaðaraðgerðir skæruliða í tæp fjögur ár. Heimildarmenn innan stjómar- hersins sögðu 42 stjómarhermenn hafa fallið, og 30 skæruliða. Á meðal þeirra sem féllu var banda- rískur hernaðarráðgjafi. Um 800 skæmliðar tóku þátt í árásinni og stóð bardaginn í hálfa klukku- stund. Árið 1983 réðust skæmliðar á þessa sömu herstöð sem er í Chal- atenango-héraði um 60 kílómetra norður af San Salvador og féllu þá 100 menn. Reuter Hermenn úr stjórnarher E1 Salvador bera kennsl á lík fall- inna félaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.