Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Skólastarf í samt lag: Kennt á laugardög- um og um páska Níundu bekkingar urðu misjafnt úti í verkfallinu SKÓLAMEISTARAR framhaldsskólanna voru almennt ánægðir með heimtur á nemendum þegar kennsla hófst að nýju í gær eftir tveggja vikna hlé. Kennara í fjölbrautaskóla varð á orði að síðasta helgi væri vendipunktur verkfallsins; hefðu samningar ekki náðst hefðu margir nemendur hætt námi. A flestum stöðum er nú stefnt að þvi að standa við próftöflur og skólaslit. Til þess að áætlanir skólanna að bæta þeim upp kennslumissinn. standist er ljóst að nemendur þurfa að sækja tíma í Dimbilviku. Þá er búið að skipuleggja kennslu næstu laugardaga í mörgum skólum. í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verður einnig kennt á sumardaginn fyrsta fái skólastjóm sínu fram- gegnt. Fundir verða með kennurum næstu daga þar sem í ljós kemur hvort þeir muni taka á sig þessa aukakennslu. Verkfallið hefur bitnað misjafn- lega á nemendum níunda bekkjar. Þeir eiga að þreyja samræmd próf sem hefjast að öllum líkindum 27. apríl eins og ráð var fyrir gert. Skólastjórnir leita því leiða til þess „Þessi mismunun er að mínu mati verst. Betra hefði verið ef verkfallið hefði komið jafnt niður á nemendum," sagði Gunnar Ásgeirs- son skólastjóri Réttarholtskóla. Hann sagði að nemendur í „for- skóla" sem eru að þreyta 9. bekk í annað sinn hefðu misst alla kennslu í tveimur samræmdum fög- um og að hluta í því þriðja. í gærmorgun hefði vantað marga þessara nemenda og ætlaði Gunnar að fylgjast grannt með því í dag hvort þeir skiluðu sér. Sjá forystugrein og frétt, við- töl og myndir á bls. 36 og 37. Aftakaveður _ varáAkureyri Aftakaveður var á Akureyri og nágrenni í gærdag. Lögreglan hafði í nógu að snúast við að aðstoða ökumenn, sem voru fastir á bílum sínum hér og þar um bæinn og við að aka gangandi veg- farendum á leiðarenda. Félagar í Hjálparsveit skáta og Flug- björgunarsveitinni voru kallaðir út til að aka börnum heim úr skólum og af barnaheimilum. Veður var allra verst í Síðu- hverfi og Lundahverfi, þar sem skyggni var oft ekki meira en svo að menn sáu varla fram á vél- arhlíf bifreiðar sinnar þegar ekið var um. Skyggni varð fljótt varla meira en einn metri. Síðari hluta dags var sumstaðar orðið illfært fyrir litla bíla. Þá var algeng sjón að sjá vegfarendur aðstoða bílstjóra við að losa bifreiðir úr sköflum. Mikið var um að menn skildu bifreiðir sínar eftir á víða- vangi og færu fótgangandi heim. Þrátt fyrir ofsaveður gekk allt sérstaklega vel, að sögn varðstjóra INNLENT hjá lögreglu. Tveir minniháttar árekstrar urðu í bænum þar sem ekið var á kyrrstæða bíla, en eng- in slys urðu á fólki. Vindhraðinn á Akureyri var oft 8-9 vindstig og fór upp í 12 í mestu rokunum. Reuter Jón Páll í heims- metabók Guiness STERKASTI maður heims, Jón Páll Sigmarsson, setti heims- met í gær og tryggði sér þar ineð sess á spjöldum heims- metabókar Guinness. Framleiðendur Grants-viskís eru um þessar mundir að halda hátíð- legt eitt hundrað ára starfsafmæli og var tveggja metra há flaska búin til af því tilefni. Jón Páll, sem staddur er í London, gerði sér lítið fyrir og hóf á loft þessa stærstu flösku heims. Flaskan vegur 220 kfló. í henni eru 185 lítrar af vískíi að andvirði 120.000 ísl. kr. Lyfjafyrirtækið Delta: Hjúkrunarf élag Islands: Atkvæði föst á Akureyri EKKI TÓKST í gærkvöldi að ljúka talningu í atkvæðagreiðslu Hjúkrunarfélags íslands um kjarasamning félagsins við fjár- málaráðuneytið, en atkvæða- greiðsla hefur staðið yfir siðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Hjúkrunarfélaginu var vitað af nokkrum atkvæðum sem ekki kom- ust frá Akureyri í gær vegna veðurs og verður beðið með að telja þau. Vonast var til að úrslit gætu iegið fyrir í dag. Spr engj uhótun í Búnaðarbanka HRINGT var í skiptiborð Búnað- arbanka íslands í Austurstræti í gær og tilkynnt að sprengja spryngi þar innan skamms. Tilkynning þessi kom um kl. 15 í gær og var lögreglan strax látin vita. Starfsfólk bankans fór út úr húsinu á meðan lögreglan svipaðist um, en engin fannst sprengjan. Ekki tókst að rekja símtalið. Mjög harð- ur árekstur TVEIR bílar skullu saman á mótum Bústaðavegar og Soga- vegar i gær. Ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra munu vera lítil. Bílamir skemmdust báð- ir mikið. 20% lækkun á söluhæstu lyfjum Lyfjafyrirtækið Delta hefur ákveðið að lækka verð á fjórum söluhæstu lyfjum sínum að með- altali um meira en 20%. Er þetta gert til að stuðla að lækkun lyfjaverðs í trausti þess að lækn- ar séu reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til lækkunar Iyfjakostnaðar á íslandi, með því að nota í auknum mæli lyf fyrirtækisins í stað annarra dýrari lyfja, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu. Um er að ræða lyfin Asýran og Címetídín, sem eru notuð við magasári, og lyfin Betasel og Ten- sól, sem em hjartalyf. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, lyfjafræðing- ur og deildarstjóri markaðsdeildar Delta, sagði í samtali við Morgun- blaðið að að þessi lyf hefðu á bilinu 30-50% af markaðnum. Hún sagði að lyf fyrirtækisins stæðust sömu kröfur og erlend lyf. Það af þess- um lyfjum, sem lengst hefði verið á markaði, hefði verið það í fimm ár og reynst mjög vel. HÍK-deiian: Samningar voru hand- salaðir á föstudaginn „ÉG ER mjög ánægður með að það er komin niðurstaða í þessa samninga,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær um samninga þá sem nú hafa tekist á milli ríkisins og Hins íslenska kennarafélags. Fjármálaráðherra kvaðst telja að það hefði verið hægt að komast að þessari niður- stöðu miklu fyrr og samningarnir hefðu dregist óeðlilega á langinn, miðað við þá niðurstöðu sem nú er fengin. Hann vildi ekki tjá sig frekar um það atriði, en Morgunblaðið hefur heimild- ir fyrir því að samkomulag hafi þegar legið fyrir í grófum dráttum síðdegis síðastliðinn föstudag. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins funduðu þeir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og að- stoðarmaður hans, Geir H. Haarde, með þeim Kristjáni Thorlacius, formanni HÍK, og Heimi Pálssyni, varaformanni HÍK, á föstudag og niðurstaða þess fundar varð sú að samkomu- lag náðist sem var innsiglað með handabandi. Þeir Kristján og Heimir fóru með þessa niðurstöðu á stjómarfund með þeim fyrirvara um samkomulag að stjómin féllist á niðurstöðuna. Einn stjómar- manna fór svo fram á að haldinn yrði fundur í fulltrúaráði kennar- anna og þar kom upp önnur afstaða ákveðins hóps í fulltrúar- áðinu. Þegar svo samningafundur hófst á nýjan leik á föstudags- kvöld var reynt til þrautar að ná samkomulagi og kl. 5 um morgun- inn lauk þeim fundi á þann veg að forsvarsmenn beggja samn- inganefnda undirrituðu með upphafsstöfum sínum það sam- komulag sem þá lá fyrir. Ekki reyndist það nægjanlegt, því kennarar treystu sér á endan- um ekki til að fara með þennan samningsgrundvöll inn í samn- inganefndina. Á laugardegi var fundi fram haldið og síðan gert hlé á sunnudeginum til þess að kennarar gætu haldið baráttufund í Broadway. Þar mun samninga- nefndin hafa fengið það vega- nesti, að ekki mætti semja að nóttu til, þannig að ekki stóðu vonir til að gengið yrði frá samn- ingum aðfaranótt mánudags, eftir að þau fyrirmæli höfðu verið gef- in. Það var því ekki fyrr en í fyrradag sem raunverulega lá fyr- ir leyfi kennaranna til að ganga til samninga á mjög svipuðum grundvelli og lá fyrir þegar síðast- liðinn föstudag, þó að minniháttar breytingar hafi verið gerðar á samningnum yfir helgina og á mánudag. „Við viljum leggja eitthvað af mörkum til þess að lækka lyfja- kostnaðinn. Við erum fyrst og fremst í samkeppni við erlend fyr- irtæki. Samkeppnin hefur gengið sæmilega, en við teljum að við getum náð meiri árangri, og þó lyf frá okkur hafi yfírleitt alltaf verið eitthvað ódýrari en sambæri- leg erlend lyf teljum við að með þessari miklu lækkun sé hægt að auka söluna á kostnað dýrari er- lendra lyfja og salan aukist það mikið að við þurfum ekki að bera skarðan hlut frá borði," sagði Guðbjörg Edda. Hún sagði að fljótlegasta leiðin til að lækka lyfjakostnaðinn væri að nota innlend lyf í stað dýrari erlendra lyfja, en forsenda verð- lækkunar sem þessarar væri að markaðshlutdeildin ykist. „Þetta er auðvitað viss áhætta sem við tökum, en vogun vinnur, vogun tapar. Við treystum því að læknar bregðist vel við og fari að nota lyf frá fyrirtækinu í auknum mæli. Við vonumst til að eftir þá um- ræðu sem farið hefur fram um lyfjamál séu þeir dálítið meðvitað- ir um að þeir þurfi að gera eitthvað til að lækka lyfjakostnaðinn," sagði Guðbjörg Edda ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.