Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 43 Molly E. Kellogg, deildarsljóri hjá Warner Bros. kvikmyndafélaginu: Viljum koma ólöglegum myndböndum á íslenska markaðnum niður fyrir 3% ÚTFÁFA kvikmynda á mynd- böndum er sífellt að verða stærri hluti af kvikmyndaframleiðslu i Bandaríkjunum og á þessu ári er búist við þvi að heildartekjur af myndböndum þar verði meiri en tekjur af sýningum kvikmynda í kvikmyndahúsum. Vegna þessa leggja kvikmyndafélögin síaukna áherslu á að koma í veg fyrir hverskonar misferli með mynd- bönd, bæði í Bandaríkjunum og í þeim löndum sem þau dreifa kvik- myndum sínum til, hvort sem það er til almennra sýninga aða á myndböndum. Hér á landi var fyrir skömmu stödd Moily E. Kellogg, deildarstjóri þeirrar deildar hjá kvikmyndafélag- inu Warner Bros. sem sér um að koma í veg fyrir misferli með mynd- bönd; á ensku er deildin kölluð Anty-Piracy deild. Hlutverk deildar- innar er að koma í veg fyrir hvers- konar ólöglega höndlun með kvikmyndir sem félagið framleiðir, hvort sem. það er ólögleg §ölföldun, stuldur á myndböndum, ólöglegar sýningar mynda í kapalsjónvarps- stöðvum, ólögleg móttöka frá gervihnöttum, sýning myndbanda á veitingahúsum, börum, bílum, feij- um og flugvélum. Aðeins þrír starfa í deildinni í New York en Wamer reynir að virkja umboðsmenn sína víðsvegar um heiminn til þessara starfa. Molly Kellogg ferðast um í að minnsta kosti 4 mánuði á ári og hefur heimsótt flest þeirra 60 landa sem Warner dreifir myndum til. Aðalástæðan fyrir að hún kom hing- að til lands að þessu sinni var rassían á íslenska myndbandamarkaðnum hér á landi í desember og janúar síðastliðnum þegar 15.000 spólur voru gerðar upptækar. Þetta mun vera ein stærsta aðgerð af þessu tagi sem gerð hefur verið í Evrópu og áætlaðar ársleigutekjur af þeim myndböndum sem gerð voru upptæk eru 150-160 miljónir króna. Það var því ljóst við þessar aðgerðir að kvik- myndafélög eiga hér talsverðra hagsmuna að gæta. Tveg‘gja miljarða tap „Það er mikilvægt að neytendurn- ir geri sér grein fyrir hvað ólöglegur myndbandamarkaður getur verið afdrifaríkur fyrir kvikmyndafram- leiðendurna," sagði Molly E. Kellogg þegar Morgunblaðið ræddi við hana. „Til þess að kvikmyndafélög geti haldið áfram að framleiða kvik- myndir verða þau að fá allar þær tekjur af kvikmyndum sínum sem mögulegt er, því kostnaður við að framleiða meðalmynd er um 15 milj- ónir bandaríkjadala og aðeins um 20% myndanna sem framleiddar eru bera sig. Og það má áætla að banda- ríski kvikmyndaiðnaðurinn tapi um 2 miljarðum dala á ári vegna ólög- legrar myndbandahöndlunar. Ástandið er að batna víða og það hefur sérstaklega batnað í löndum eins og íslandi þar sem löggjafinn hefur tekið skynsamlega á málun- um. í Englandi var ólögleg höndlun myndbanda um 80-85% af öllum myndbandaviðskiptum. Nú er þetta hlutfall um 30-35% vegna betri laga og hertra aðgerða dreifingaraðila og rétthafa bæði myndbanda og kvik- mynda. Erfitt að fá lög- regflurassíur Lögunum í Ameríku hefur einnig verið breytt. Höfundairéttarlögun- um var breytt 1976 og 1984 voru refsiákvæðin hert verulega en áður voru refsingamar ekki nægilega harðar. Hinsvegar er erfitt að fá lögregluna til að gera rassíur því hún hefur nóg annað að gera. Við rekum talsverðan áróður til að fá neytandann í lið með okkur, og við höfum til dæmis sérstakt símanúmer sem fólk getur hringt í og tilkynnt um ólöglegar spólur. Kvikmyndafélögin starfrækja Morgunblaðið/RAX Molly E. Kellogg, yfirmaður and- sjóræningjadeildar Wamer Bros. kvikmyndaf élagsins. flest sjóræningjadeild og reyna að virkja rétthafana í hveiju landi fyrir sig. Hér á íslandi hefur frumkvæðið ekki síst komið frá þeim og þeir reypt að bæta markaðinn sjálfir. Ástandið í þessum málum er verst í Austurlöndum fjær og Suður- Ameríku. í sumum þessum löndum eru íjlföldunarverksmiðjur, til dæmis í Tailandi og þar eru raunar fjölföld- unarverksmiðjur fyrir allskonar verk sem vernduð eru með höfundarrétti, eins og kennslugögn sem kosta þar hluta af því sem þau kosta á almenn- um markaði, og höfundamir fá engin höfundarlaun. Sama má segja um tónlist, myndbönd og bækur. Menn voru raunar hræddir um að þegar eftirlitið batnaði í Englandi myndu glæpamenn þar sem sérhæðu sig í ólöglegum myndböndum setjast að á stöðum eins og Irlandi eða Is- landi þar sem er alþjóðlegur flugvöll- ur, setja þar upp fjölföldunarverk- smiðju og flytja út ólögleg myndbönd. Það virðist þó ekki hafa gerst." -Er mögulegt fyrir kvik- myndafélög að hafa eftirlit með allri fjölmiðlun.? „Það er mjög erfitt, sérstaklega með sýningum á myndum í til dæm- is fjölbýlishúsum, sem kemur ekki aðeins niður á kvikmyndafyrirtæk- inu heldur einnig löghlíðnum eigend- um myndbandaleiga. Gervihnatta- sjónvarp býr einnig til vandamál." -Hafið þið sett ykkur að ná ólöglegum myndbandamarkaði niður á eitthvað ákveðið stig ? „Ef ólögleg myndbönd eru um 15% af öllum myndböndum á mark- aðnum er það ekki svo slæmt. Á Islandi þar sem markaðurinn er af- markaðri og viðráðanlegur, ætti að vera hægt að ná þessu niður fyrir 3%. Vel skipulag'ðar myndbandaleigur ÉG hef komið í nokkrar mynd- bandaleigur í Reykjavík og þær eru flestar stórar og virðast vera vel skipulagðar. En þetta er eins og í öðrum viðskiptum: ef kaupmaðurinn hefur ekki nægilegt §ármagn til að viðhalda viðskiptunum reynir hann að stytta sér leið á einhvem hátt. Og í myndbandabransanum er það auðveldast með því að íjölfalda myndbönd ólöglega. Á myndbandaleigunum sá ég tal- svert af myndböndum sem flutt hafa verið inn frá Englandi. Ég sá ekki neinar ólöglega fjölfaldaðar spólur en spólumar eru raunar ekki til sýn- is í leigunum, aðeins kassamir. Fólk getur séð á miðum á spólunum hvort þær em ólöglega fjölfaldaðar, einnig em flestar löglegar spólur hér á landi með íslenskum texta. Vandamálið hér mun vera að myndbandaleigueigendur fara til Englands, kaupa þar spólur í stómm stíl og fara með þær gegnum tollinn með þeim skýringum að þeir hafi keypt einkarétt og dreifíngarrétt á spólunum í Englandi. Það er raunar rétt, en sá réttur gildir ekki á Ís- landi. Þar má ekki sýna spólumar opinberlega þótt það megi nota þær í eigin þágu. Og það er ólöglegt að setja íslenskan texta á þessi mynd- bönd því flest höfundarréttarlög segja fyrir um að það má ekki breyta, þurrka út eða eiga á neinn hátt við uppmnalega verkið án leyf- is, þótt aðeins eigi að nota það í eigin þágu.“ Mesta myndbands- tækja- eign í heiminum Molly Kellogg var að lokum spurð hveiju hún vildi spá um myndbanda- markaðinn hér á landi og annars- staðar. „Um ísland gilda nokkrar áhugaverðar tölfræðilegar stað- reyndir," svaraði hún. „Þar er mjög mikil aðsókn að bíóhúsum og einnig eiga um 49% heimila myndbands- tæki sem er einhver hæsta hlutfalls- eign myndbandstækja í heimi. Þar er því blómlegur myndbandaleigu- markaður og þótt komin sé ný sjónvarpsstöð veitir hún ekki svo mikla samkeppni fyrr en hún tekur að sýna alveg nýjar myndir. í Ameríku er myndbandamarkaðurinn enn vaxandi, því myndbandstækja- eign þar er hlutfallslega minni en annarsstaðar. Þar hefur mynd- bandamarkaðurinn beina samkeppni frá kapalstöðvunum, sem eru orðnar 61, því kvikmyndir eru sýndar þar meðan þær eru nýjar. Það hefur einnig talsvert að segja fyrir myndbandamarkað ef hefð er fyrir því að fólk hafí sína dægra- styttingu heima. Það getur verið vegna ýmissa ástæðna; til dæmis ef veðrið er þannig að fólk fer yfírleitt ekki mikið út, eða eins og er í Suð- ur-Ameríku að stjómmálaástandið er þannig að fólk vill ekki fara út. Fjölbreytni í sjónvarpi er ekki mikil hér og því eru myndbönd aðalheima- skemmtunin. Hér virðist því vera mikil gróska og að minnsta kosti gerum við hjá Warner ráð fyrir því að íslenski markaðurinn haldi áfram að stækka enn um sinn.“ Danskur undrakoddi fyrir þreyttar axlir Talið er að mannskepnan eyði að minnsta kosti einum þriðja af aevi sinni í rúminu. Það er því mikils um vert að aðbúnaður í rúminu sé sem allra bestur. fslendingar eru nú farnir að sofa í góðum rúmum meira en áöur. Við fréttum af nýrri tegund kodda sem átti að vera algjör undrakoddi. Slíkum upplýsingum ber að taka meö varúð og það var með sliku hugarfari sem við ákváðum að prófa þennan kodda. Axlirnar eru „fríar" Koddinn er úr svampi og í honum er loftrásakerfi sem tryggir að eðlilegt hitastig helst í koddanum allan ársins hring. Hliðar koddans eru misháar og er hærri hliðin nær hálsinum þannig að axlirnar eru „frjálsar". Þannig styður koddinn betur við höfuðiö en venju- legur koddi hvort sem legiö er á baki, maga eða hlið. í stuttu máli stóöst koddinn prófiö og reyndist mjög vel. Það eru ekki aöeins axlirnar sem hafa það betra eftir hálfsmánaöar notkun koddans heldur einnig hálsinn sem virðist hafa hvilst betur á þessum danska kodda. Bay Jacobsen hannaði ekki aðeins koddann heldur einnig dýnu sem mik- ið hefur verið af látið. Hægt er að fá dýnuna í 70,80 og 90 cm breiddum. Svaf aldrei vært eina ein- ustu nótt Bay Jacobsen, sem er danskur mál- arameistari, átti sjálfur við langvar- andi sjúkdóm að stríöa. Hann hefur sagt í blaðaviðtali að hann hafi ekki sofið vært eina einustu nótt í fjölda- mörg ár. Þegar hann kom fyrst fram með hugmyndina að heilsudýnunni og koddanum hristi fólk höföuöið og hafði ekki trú á honum. En eiginkona hans og fjölskyida stóö á bak við hann og nú er fyrirtæki Jacobsens S//I/G Koddaver úr 100% bómull. Þverskurður koddans. orðið að stórfyrirtæki sem framleiðir þessar vörur. Heilsudýnan var útfærð í samvinnu við endurhæfingadeild héraössjúkra- hússins i Árósum og heimilislækni Jacobsens. Dýnan er 3 cm á þykkt og þannig gerð að hún er fyllt af kúlum (ekki eldfimum) sem einangra og nudda vöðvana. Kúlurnar dreifa þyngd líka- mans á dýnuna þannig að blóðstrey- mið verður óhindrað um vöðvana og dreifir álagspunktum líkamans. Dýnan hefur einnig þau áhrif að halda líkams- hitanum stöðugum. Hjá fólki, sem er bakveikt og hefur liða-, bak- eða vöðvaverki, getur lítils háttar hitatap aukið á verkina. Dýnan dreifir þyngd Ifkmans vel á undirlagið þannig að svefninn verður meira afslappaður. Dýnan og koddinn hafa verið á mark- aöi hér á landi í rúmt ár og hefur Fjaöurmagnadur eldvarinn svampur, med loftgötum. verið látið mjög vel af þeim. Þú skalt sjálfur reyna til þess að sannfærast - þú hefur 14 daga skilafrest Langflestir kaupa heilsudýnu og kodda Bay Jacobsen, vegna þess að nábúar, vinir og vandamenn hafa mælt með þeim. Fáðu þér dýnu og kodda til reynslu, þannig að þú getir einnig sannfærst um eiginleika þeirra. Ef þú, innan 14 daga, sérö eftir því að hafa keypt dýnuna og koddan þá skilar þú þeim aftur og færð endur- greitt. Það er því allt að vinna, en engu að tapa. Koddinn kostar kr. 2030.- og dýnan kr. 4990.- ATH. Verðlækkun veröur fró verk- smiðju um næstu mánaöamót. Verið forsjál — kaupið strax. Sendum í póstkröfu * i Grensásvegi 12 Simi688140-84660 Posthólf 8312'- 128 RvKi Dýnan er 3 cm þykk og látin ofan á venjulega rúmdýnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.