Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Frá atvinnumálafundinum á Hvolsvelli. Arni Johnsen alþingismaður og Ágúst Ingi Ólafsson oddviti fyrir borðsendanum. Meðal hugmynda á atvinnumálafundi á Hvolsvelli: Gert út á stressaða erlenda sljórnendur Kastað úr flugvélum yfir hálendinu og látnir brjótast til byggða Selfossi. Gestir í tómum húsakynnum saumastofunnar Sunnu. Þar eru húsakynni hin vistlegustu. ónýttu atvinnuhúsnæði og í sum- um tilfellum lítil starfsemi í stóru húsnæði. Nýlega hætti Kaup- félag Rangæinga starfrækslu saumastofunnar Sunnu og stend- ur nýlegt 1.200 fermetra húsnæði hennar autt. í kjölfar þessa hefur gætt nokkurs at- vinnuleysis á Hvolsvelli. Föstudaginn 20. mars var hald- inn fundur á Hvolsvelli að frum- kvæði Áma Johnsen alþingismanns og sveitarstjómarmanna þar sem mættu alþingismenn, forsvarsmenn Byggðastofnunar, Iðntæknistofn- unar, félagar í félagi hugvísinda- manna, iðnráðgjafí Suðurlands, hreppsnefndarmenn og fulltrúar atvinnulífsins á Hvolsvelli. Fundur þessi var haldinn í framhaldi af fundi heimamanna með alþingis- mönnum þar sem fjallað var um atvinnumál. Áður en fundurinn hófst fóru fundarmenn í skoðunarferð um Hvolsvöll og kynntu sér starfsemi fyrirtækja ásamt því að skoða at- vinnuhúsnæði sem stendur autt. Efling atvinnulífsins á Hvolsvelli verður ekki nema heimamenn hafí Frá skoðunarferð í Húsgagnaiðj- una. Hann virðist þægilegur stóllinn sem Árni Johnsen próf- aði. Hjá honum stendur Guð- 'mundur Malmquist. þar frumkvæði. Páll Pálsson for- stjóri Iðntæknistofnunar benti á þetta og sagði að hvetja þyrftj þá sem störfuðu í atvinnufyrirtækjun- um til að auka við, stækka og íeita að nýjungum. Hann benti á að mik- il þekking væri fyrir hendi á Hvolsvelli hjá því fólki sem starfaði í Sunnu og nægt húsnæði, en þetta væru tveir mikilvægir þættir í at- vinnuuppbyggingu. Varðandi dýrmæta starfsþekkingu benti hann á Húsgagnaiðju kaupfélagsins og vélsmiðju þess. Þekkinguna þar mætti nýta til frekari uppbygging- ar. Vandamálið væri ekki skortur á hugmyndum, það lægi frekar á sviði markaðsmála, en markaður þyrfti að vera fyrir hendi. Páll nefndi steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki sem víti til að varast í atvinnumálum. Einnig talaði hann um mikilvægi góðra sölumanna og minntist í því sambandi á möguleika íslendinga á því að selja mjólkur- duft til arabalanda, en þau hafa keypt duft frá Evrópu. Sú sala beið hnekki vegna kjamorkuslyssins í Chemobyl. Þama væri tækifæri að nýta, væri sölukerfið nógu virkt, og góður möguleiki fyrir Sunnlend- inga. Meðal þeirra hugmynda sem velt var upp á fundinum var fískirækt með sjóbirtingi, en í Rangárvalla- sýslu er eitt mesta sjóbirtingssvæði landsins. Ræktun verðmætra heilsujurta til útflutnings, hátækni- iðnaður í stýritækni hverskonar, trefjaplastsframleiðsla, leikfanga- smíði, fullvinnsla matvæla, fram- leiðsla úr áli og ýmsir möguleikar í ferðaþjónustu svo sem svokölluð „Survival training," sem byggist á því að stressaðir erlendir stjómend- ur láta varpa sér úr flugvélum yfir hálendinu og reyna svo að komast til byggða. Ljóst er að Hvolsvellingar horfa vonaraugum til sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands, að hún verði staðsett á Hvolsvelli. Sláturfé- lagið hefur stóra lóð á Hvolsvelli og þar er mikil og góð aðstaða fyr- ir starfsfólk. Slíkar vonir gera sér reyndar fleiri sveitarstjórnir þétt- býlisstaða á Suðurlandi. Sveitar- stjómarmenn á Hvolsvelli hafa af því áhyggjur að rekstur Stórólfs- vallabúsins muni stöðvast. Jón Helgason landbúnaðarráðherra sagði viðræður í gangi við aðila sem áhuga hafa á rekstri búsins og að áhersla yrði lögð á að vinna yrði þar fyrir heimamenn. Sigurbjörn Skarphéðinsson for- maður atvinnumálanefndar á Hvolsvelli kynnti nýjar hugmyndir í ferðamálum sem tengjast fomsög- unum og víkingaöldinni. Á ferðinni er hugmynd sem fellur vel að sögu- slóðum Njálu. Söluaðilar í ferðamál- um hafa tekið hugmyndinni vel. Hugmyndir í ferðamálum byggjast ekki síst á því að frá Hvolsveli liggja leiðir til allra átta og hægt að fara víða án þess þó að þurfa að fara sömu leiðina aftur til þess að kom- ast á nýjan stað næsta dag. „Það er harðbýlt á þeim vett- vangi sem Kaupfélag Rangæinga starfar,“ sagði Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri. Hann sagði Kaup- félagið tilbúið að taka þátt í rekstri með öðmm en þá yrði sá rekstur að vera arðbær. Hann sagði sauma- stofunnni Sunnu hafa verið lokað áður en verr færi, því kaupfélagið þyldi ekki taprekstur til lengdar. Nauðsynlegt væri fyrir það að selja húsin sem reyndar væm hagstæð í kaupum því á þeim hvíldu góð lán. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði að fyrir- tækin yrðu að skila arði og það hefði verið rétt ákvörðun að loka Sunnu áður en verr fór. Hann skor- aði á eigendur fyrirtækja að leita að verkefnum. Það stæði ekki á Byggðastofnun að veita aðstoð við að koma nýjungum á fót en fmm- kvæðið yrði að koma heiman að. Hann benti á að Húsgagnaiðjan ætti mikla möguleika með alla þá þekkingu þrisvar sinnum meiri. Þetta gerði og að verkum að erfítt væri að laða að ný fyrirtæki. Auk þess væri hætta á að hugsunar- háttur fólks gagnvart staðnum yrði neikvæður og slíkt gæti gert mikinn skaða. Þórarinn Sigurjónsson alþingis- maður kynnti á fundinum tillögu til þingsályktunar sem hann lagði fram á Alþingi eftir fund sem þing- menn áttu með heimamönnum. í tillögunni er ályktað að fela ríkis- stjórninni að láta undirbúa sérstök þróunarverkefni í atvinnumálum Vestur-Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu í því skyni að hraða nýsköpun í atvinnulífi, örva framtak einstaklinga og félaga, stuðla að vexti þéttbýlisstaða og auka fjöl- breytni í atvinnustarfsemi. Eftir þennan fund vom menn sammála um að vel hefði tekist til og línur skýrst varðandi hvemig uppbygging atvinnulífsins á Hvols- velli þarf að vera og hvar áherslurn- ar eiga að liggja. Ágúst Ingi Ólafsson oddviti Hvolhrepps þakk- aði fundarmönnum komuna og Áma Johnsen alþingismanni sér- staklega fyrir fmmkvæðið og aðstoð við undirbúning fundarins. Ljóst væri að áfram þyrfti að vinna að atvinnumálum á Hvolsvelli og rétta hlut staðarins og lýsti hann ánægju sinni með þann skilning sem gestir fundarins sýndu þessu máli. Sig. Jóns. Fjölbreytt starf Skagfiröingasveitar AÐAJLFUNDUR Slysavarnadeildar Skagfirðingasveitar var hald- inn í Sveinsbúð, húsi deildarinnar í Borgarröst 1 á Sauðárkróki, fimmtudaginn 19. mars sl. í skýrslum formanna deildar- innar og slysavarnadeildar hennar kom fram, að starfsemin hafði verið fjölbreytt að vanda á sl. starfsári. Utköll sveitarinnar vom 14 af ýmsum toga til hjálpar- og björgunarstarfa. Ýmsar góðar gjafír höfðu borist á árinu, og bar þar hæst farsíma, sem nokkur fyrirtæki samvinnuhreyfíngarinn- ar með Kaupfélag Skagfirðinga í broddi fylkingar færðu sveitinni að gjöf á sl. ári. Á aðalfundinum færði Marteinn Friðriksson, fram- kvæmdastjóri, deildinni penin- gaupphæð, kr. 100.000, sem gjöf frá Fiskiðju Sauðárkróks hf. til slysavarna- og hjálparstarfs á vegum sveitarinnar. Þakkaði fundurinn Fiskiðjunni innilega þessa rausnarlegu gjöf. Slysavarnasveit Skagfirðinga- sveitar er allvel búin tækjum, og hefur m.a. til umráða tvær björg- unarbifreiðir, búnar nauðsynleg- um hjálpar- og björgunarbúnaði og fjarskiptatækjum, eina snjóbif- reið, gúmmibjörgunarbát með utanborðsvél og ýmsan smærri búnað, sem komið er fyrir í húsi deildarinnar, Sveinsbúð. Hinsveg- ar hefur deildin haft til skoðunar undanfarið, á hvem hátt hún geti bætt viðbúnað sinn vegna hinnar stórauknu smábátaútgerðar við Skagafjörð, og líta menn þar eink- um til öflugri björgunarbáts. Ákvarðanir hafa ekki enn verið teknar, en vissulega dregur stuðn- ingur á borð við stórgjöf Fiskiðju Sauðárkróks hf. ekki úr mönnum kjarkinn til stórátaka sem þessa. I stjórn deildarinnar voru kjörin Lára Haraldsdóttir, Margrét Sig- urðardóttir, Ólína Rögnvaldsdótt- ir, Gunnar Pétursson og Guðbrandur Þorkell Guðbrands- son. Formaður slysavamasveitar- innar er Bragi Skúlason. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.