Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1987 59 Harmonikkumúsík á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi ^ Stykkishólmi. Eg hitti Karl Friðleifsson í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Hann dvelur þar sem sjúklingur en er með hressara móti, harmonikkan fylgir honum og það er góð tilbreyt- ing fyrir sjúklinga þegar hann spilar fyrir þá. En nikkan er búin að fylgja hon- um lengi, mikill ánægjuauki. Karl verður 60 ára á þessu ári, fæddur í Færeyjum 3. september 1927. Hann hefir alla tíð verið við sjóinn og nú búsettur í Grundarfirði. Hann kom til íslands 1959 og hefir verið víða um land á bátum og togurum, en síðan 1965 hefir hann verið í Grundarfirði. Fyrir 9 árum missti hann heils- una og hefir síðan verið mikið á sjúkrahúsum. Glaðlyndi sínu hefir hann ekki tapað. „Ég sakna þess að geta ekki unnið,“ sagði hann við mig, „en það bætir upp að geta leikið fyrir þá sem kunna að njóta þess og meta. Það er ef til vill vinna út af fyrir sig.“ Sveitungi hans liggur í næsta rúmi, jafnaldri hans. Hann varð fyrir slysi á afmælisdaginn sinn nú í mars. „Kalli er ágætis maður,“ sagði hann, „það máttu hafa eftir mér, og honum þykir gott þegar hann getur gert einhvetjum glatt í skapi og ekki verður hann auðugur af að spila fyrir áheyrendur.“ Mér fannst alveg tilvalið að taka af honum mynd þar sem hann þandi nikkuna. Ég fann að tónarnir, þess- ir hlýju og mildu, komu frá góðum huga. Það er gaman að hafa slíka sjúklinga í návist sinni. Innilegar þakkir flyt ég fjölskyldu minni og vinum sem meö ýmsu móti geröu hátiÖlegt sjötugsafmceliö mitt þann 4. febrúar sl. Hlýhugur ykkar endist mér lengi til yls og birtu. LijiÖ heil. Siguröur Sigurðsson, Sleitustöðum. Sumarbústaður til sölu Þessi sumarbústaður sem er í landi Stóra-fjalls i Borgarhreppi, Borgarfirði, er til sölu. Stærð: 45 fm. Verð: Í.IOO.OOO.- Upplýsingar i sima 43313 Hafsteini Benediktssyni. Þeir eru báðir starfsmenn Flugleiða, annar á Hótel Loftleiðum en hinn sér um matseld á Keflavíkurflugvelli. Að vanda tjölduðu allir því sem til var, þarna var prúðbúið fólk mætt í glæsileg húsakynni með þau áform ein í huga að eiga skemmti- legt kvöld í hópa vina og kunningja og mun hafa verið nálægt hundrað manns þarna saman komin. Hér í Lúxemborg er starfandi íslenska leikfélagið „Spuni“ og hef- ur uppákoma þeirra ávallt verið „rúsínan í pylsuendanum" og svo var einnig í þetta sinn. Avallt hefur efni það sem flutt er á þorrablótum verið frumsamið og flutt í revíu- formi og hefur þá verið gert góðlátlegt grín að okkur hér í ný- lendunni. Að þessu sinni fékk fréttaritari Morgunblaðsins sinn skerf og undi glaður við. Leikstjóm var í höndum Sögu Jónsdóttur og tókst henni einkar vel að fá leikara til þess að gera sitt besta. Dans var stiginn til kl. 3 um nóttina og skemmtu sér að sjálfsögðu allir vel. Eins og við segjum hér: „Það leiðist engum nema þeim sem eru leiðinlegir sjálfir." Með bestu kveðjum. gæti gert kraftaverk. Ég hef skrifað bækur og blaðagreinar, haldið fyrir- lestra og komið fram í fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta þar sem þessi skoðun mín hefur komið fram. Einnig hefur fjöldi manna er reynt hefur áhrif lýsisins haft samband við mig og sagt mér frá góðum árangri í baráttu þeirra við ýmsa kvilla. Ég held því reyndar fram, að á ferðum mínum, heima og heim- an, hafi ég t.d. hitt fleiri liðagigtar- sjúklinga en nokkur annar maður og þeir sem staðfastlega hafa tekið inn lýsi hafa lýst því yfir að þeim líði betur. Vísindamenn eru nú loks að kom- ast að þeirri niðurstöðu að lýsi sé hollt og að það geti komið að gagni í baráttu við ýmsa sjúkdóma að taka það inn. Ég vissi vitaskuld um það að Is- lendingar væru fiskveiðþjóð, en ekki að þeir framleiddu slíkt gæða- lýsi sem raun ber vitni. Er umfjöll- unin um Island birtist í blaðinu National Geographic nú nýverið, rakst ég á mynd þar af Baldri Hjaltasyni, starfsmanni fyrirtækis- ins Lýsis, sem dreypti á þessum vökva, sem ég hef verið að mæla með í tæpa 4 áratugi. Þá ákvað ég að koma hingað til lands og kynna mér þessa ákveðnu tegund og ég verð að segja, að ekki varð ég fyr- ir vonbrigðum. Hið íslenska þorska- lýsi verður því með í farangrinum er ég held áfram herferð minni til að stuðla að bættri heilsu mann- anna barna með því að predika að lýsi sé allra meina bót.“ Stjörnur gegn alnæmi Mikil fræðsluherferð um sjúk- dóminn alnæmi, hefur verið rekin í Bretlandi að undanförnu og hafa ýmsar þekktar persónur tekið þátt í henni og margar hveijar lýst því yfir að þær hafi gengist undir próf .til að athuga hvort mótefni gegpi sjúkdómnum væri í blóði þeirra. Poppsöngvarinn, Boy Ge- orge, segist hafa farið í þijú slík próf og hafi þau öll verið neikvæð. Hann virðist vera að ná sér á strik eftir tveggja ára baráttu við eitur- lyfið heróín. í síðustu viku kvaðst söngvarinn David Bowie, hafa gengist undir alnæmispróf og hvatti hann landa sína til að gera slíkt hið sama. COSPER — Eins og stóð í auglýsingunni er hér bæði bað og klósett. Schubert tónleikar „Die schöne M“ullerin“ William Parker, baritón Dalton Baldwin, píanó Miðasala í bókabúð Lárusar Blönd- al, í ístóni og við innganginn. Tónlistarfélagið COLOUR PURE VOR OG SUMAR'87 Kynnum nýju litalínuna frá Jil Sander: 1. apríl: SARA, Bankastræti 8. 2. apríl: LÍBÍA, Laugavegi 35 ANNETTA, Keflavik 3. apríl: CLARA, Laugavegi 15 9. apríl: SNYRTIVÖRUBÚÐIN, Laugavegi 76. GJAFA- og SNYRTIVÖRUBÚÐIN, Suðurveri. 10. apríl: MIRRA, Hafnarstræti 17. Allar kynningarnar eru frá kl. 13-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.