Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 23 Allt frá 1979 Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt frann þingmál um lífseyrisrétt heimavinnandi fólks allt frá árinu 1979. Það er hægt að fyrirgefa Gunn- ari að hann hafi ekki vitað af því þar sem það er löngu fyrir hans tíð sem þingmanns. En það verður nú að gera þá kröfu til hans að hann muni rúmlega ár aftur í tímann eða nánar tiltekið til 5. nóvember 1985. Þann dag var samhljóða tillögu fluttri af Jóhönnu vísað til félags- málanefndar, þar sem Gunnar G. Schram var formaður, tillagan var síðan endurflutt snemma á síðasta þingi af Jóhönnu Sigurðardóttur og undirritaðri. Gunnar hafði því næg- an tíma til að flytja samskonar mál ef það var vænlegasta leiðin að hans mati að tillagan fengist sam- þykkt. En vegna mótmæla þingmanna Alþýðuflokksins á vinnubrögðum formanns félagsmálanefndar, Gunnars G. Schram, fékkst tillaga um lífeyrisrétt heimavinnandi fólks samþykkt. Gunnar gat ekki varið vinnu- brögð sín og varð því að láta undan. Þeim vinnubrögðum voru gerð greinagóð skil í þingfréttum í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 18. mars. Vinnubrögð Gunnars Gunnar G. Schram hafði ekki ætlað sér að afgreiða umrædda til- lögu úr félagsmálanefnd, það sanna vinnubrögð hans við meðferð þess máls. í fyrsta lagi bar hann því ávallt við þegar Jóhanna reyndi ítrekað að fá málið afgreitt að það væri í athugun hjá þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. í öðru lagi lagði hann fram þings- ályktunartillögu sama efnis þegar aðeins tveir dagar voru eftir af starfstíma þingsins. Hvort sem það hefur verið að fyrirmælum Sjálf- stæðisflokksins eða ekki var öllum það ljóst að hér var um hreinan skrípaleik að ræða en ekki venju- lega málsmeðferð, vitandi með vissu að það mál væri of seint fram kom- ið til að fá umræðu hvað þá afgreiðslu, enda ekki ástæða til, þar sem samskonar tillaga lá í nefnd. í þriðja lagi lagði hann til að félagsmálanefnd legði fram nýtt þingmál um sama efni. Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn enda með öllu óeðlileg vinnubrögð. Svo fór þrátt fyrir leikflækjur Gunnars að tillaga okkar Jóhönnu var samþykkt á síðasta degi þings- ins. Heiðarleiki í samskiptum Sú staðreynd að hann lét sér ekki nægja að leggja fram nýtt samskonar þingmál og lá fyrir þing- inu heldur notaði heimildir úr greinargerð fyrri tillögunnar í sína sem Jóhanna hafði unnið upp úr nafnaskrá lífeyrissjóða sýnir betur en nokkuð annað hverskonar vinnu- brögðum þingmaðurinn beitir. Þetta er ekki í eina skiptið sem Gunnar G. Schram reynir með þess- „Mér hefur blöskrað svo hvernig Gunnar hagræðir sannleikan- um í skrifum sínum um tillögn til þingsályktun- ar um lífeyrisrétt heimavinnandi fólks að ég get ekki orða bund- ist.“ heimavinnandi fólk er að efla Al- þýðuflokkinn svo hann verði þess megnugur að fylgja þessu máli eft- . ir. Kolbrún Jónsdóttir þurft að ganga í gegnum. Vænleg- Höfundur er alþingismaður Al- asta leiðin til þess að samþykkt þýðuflokksinsfyrirNorðurlnnd hennar verði að réttarbót fyrir eystra. Gimnar G. Schram með kosningaskjálfta eftir Kolbrúnu Jónsdóttur Það fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með blaðaskrifum Gunnars G. Schram að kosningar eru í nánd. Að undanförnu hefur eitt af hans viðfangsefnum verið að réttlæta vinnubrögð sín síðustu daga þingsins. Mér hefur blöskrað svo hvernig Gunnar hagræðir sannleikanum í skrifum sínum um tillögu til þings- ályktunar um Hfeyrisrétt heima- vinnandi fólks að ég get ekki orða bundist. um hætti að eigna sér mál sem liggja fyrir á Alþingi. Arið 1984 lagði Tómas Árnason fram tillögu til þingsályktunar „um samanburð á lauankjörum og lífskjörum launafólks á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum“. Meðflutningsmenn hans voru þingmenn úr öllum flokkum, þar á meðal Gunnar G. Schram. Ekki leið langur tími frá því að Tómas Árnason yfirgaf Alþingi vegna bankastjórastöðu í Seðla- banka íslands og fram var lögð á sama þingi tillaga til þingsályktun- ar... „Um könnun á launum og lífskjörum á íslandi og í nálægum löndum“. Fyrsti flutningsmaður var Gunnar G. Schram. Enginn efnis- legur munur var á þessum tveim tillögum, frekar en á þeim tillögum um lífeyrisrétt sem hér um ræðir. Ég tel að upphlaup Gunnars í blaðagreinum um þetta mál komi honum að litlu gagni í kosninga- slagnum eins og hann hefur ætlað sér, heldur þvert á móti. Samþykkt þessarar tillögu er aðeins upphafið ef miðað er við þá fæðingarhríð sem tillagan hefur 9 /S\> að verðmæti 2.000.000 hvor 4 SUBARU 1800 4WD station og 18 SUBARU JUSTY 4WD Mcð þátttöku þinni í Happdrætti Slysavamafélagsins átt þú möguleika á íbúðarvinningi að eigin vali eða lyklunum að nýjum bíl ÞÁTTTAKA ÞÍN ER LYKILLINN AD AUKNUM SLYSAVÖRNUM HAPPDRÆTTI Slysavamafélags ísiands - - - j ' 1 ■■■■■ SÍMGREIDSLUR © 91-27600 © 91-27600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.