Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 36
.36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Ástandið á sjúkrahúsunum: Gerum ekkert sem veikir samstöðuna - segja sjúkraliðar á Landspítalanum „ÉG tek það ekki i mál að lausráða mig. Ég mun ekki gera neitt sem veikir samstöðuna. Það myndi bara draga þessa deilu á langinn,11 sagði Bergljót Aðalsteinsdóttir, sjúkraliði á Land- spítalanum, aðspurð um hvort hún ætlaði að verða við óskum heilbrigðisráðherra um lausráðningu þar til vinnudeila þeirra og rikisins leystist. Bergljót átti ekki von á að sjúkraliðar myndu verða við þessum tilmælum ráðherra. Ingi- björg Aradóttir sjúkraliði sagði að ríkið hefðu sýnt þeim mikið skilningsleysi. Ekki hefði verið rætt við sjúkraliða þó sex mán- uðir væru liðnar frá því þær sögðu upp. „Ekkert átti að gera fyrr en allt er að komast í vand- ræði,“ sagði Ingibjörg. Svava Jensdóttir sjúkraliði sagði að sjúkraliðar hefðu fyrst fengið upplýsingar um þessa ósk heilbrigðisráðherra í Morgun- blaðinu þá um morguninn og væri ekki búið að hafa samband við þær. En þær myndu ekki verða við slíkum tilmælum, þó þau bærust. „Það má vera að haft hafi verið samband við fé- lagið, en það hefur þá verið gert seint í gærkvöldi," sagði Svava. Hulda S. Ólafsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags íslands, sagði að stjóm félagsins myndi ekki hvetja sjúkraliða til að lausráða sig á spítölunum, en uppsagnimar væru einstaklings- bundnar. Hún sagði að margir sjúkraliðar hefðu komið á skrif- stofu félagsins í gær og litist þeim almennt illa á að fara að lausráða sig nú þegar uppsagn- imar hefðu tekið gildi. Morgunblaðið/Júlíus Svava Jensdóttir, Bergljót Aðalsteinsdóttir og Ingibjörg Aradóttir. Hrafnista DAS í Hafnarfirði: Getum ekki útskrifað fólk sem á heimili hér - segir Brynhildur Ösk Sigurðar- dóttir, hjúkrunarforsljóri Á Hrafnistu í Hafnarfirði, dvalarheimili aldraðra, eru þijár hjúkrunardeildir með 88 sjúkrarúmum fyrir lang- legusjúklinga. Sjúkraliðar sem þar störfuðu sögðu upp frá og með deginum í dag en þeir voru ráðnir í einn þriðja af 45 stöðugildum aðhlynningarfólks á hjúk- runardeildum. Að sögn Brynhildar Óskar Sigurðardóttur hjúkrunarfor- stjóra, verður reynt að halda deildunum gangandi fram að næstu helgi með því starfsliði sem er fyrir hendi. „Við munum fækka á vöktum og draga úr allri starfsemi," sagði Brynhild- ur. „Til dæmis munum við ekki geta baðað fólkið eða gert neitt annað aukalega. Ef ekki rætist úr þá verðum við að athuga hvort aðstandendur geta tekið sjúklinganna heim í tvo til þijá daga og létt þannig á okkur eða jafnvel að þeir komi hingað og aðstoði okkur á kvöldin. Þetta er það sem við ætlum að reyna að gera fyrstu daganna. Við getum ekki útskrifað fólk, sem á heimili hér.“ Brynhildur sagðist ekki gera ráð fyrir að annað starfsfólk yrði ráðið í stað sjúkraliðanna sem sagt hafa upp. Hún sagðist vonast eftir að deilan leystist fljótt og er þá reiknað með að sjúkraliðamir komi aftur til fyrri starfa. Hrafnista í Hafnarfirði Lausn kennaradeilunnar: Morgunblaðið/Júlíus Skrifað undir kjarasamning Hins íslenska kennarafélags og fjármála- ráðuneytisins aðfaranótt þriðjudags. Frá vinstri eru Sigurður Helgason fulltrúi í fjármálaráðuneytinu, Geir Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins og Kristján Thorlacius formaður HÍK. Niðurstaða at- kvæðagreiðslu væntanleg eft- ir 2—3 vikur SAMNINGANEFNDIR Hins íslenska kennarafélags og fjármálaráðu- neytisins undirrituðu nýjan kjarasamning um klukkan 2.30 aðfaranótt þriðjudagsins. Verkfalli HÍK var jafnframt frestað og hófst skólastarf í þeim skólum sem verkfallið náði til þegar á þriðudagsmorgun. Undir- búningur að atkvæðagreiðslu um samninginn er hafinn en ekki er búist við að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir fyrr en eftir 2-3 vikur. Þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við í gær, treystu sér ekki til að bera þennan samning saman við ASÍ- samningana, sem gerðir voru í desember s.I. Samningurinn, sem gildir frá 1. febrúar, er til tveggja ára og skiptist í 4 kafla. Fyrsti kaflinn nefnist Um launatöflu og þar er launum kennara skipt í 19 flokka, frá 136. flokki í 154. flokk. Hver flokkur skiptist í 7 þrep eftir prófaldri. Lægstu laun í 1. þrepi 136. launaflokks eru sam- kvæmt samningnum 37.704 krónur en í þeim flokkum sem flestir fram- haldsskólakennarar eru, 138. og 139. flokki, eru launin frá 40.000 krónum í 1. þrepi í 53.649 í 7. þrepi eftir 18 ára prófaldur. Hæstu laun sam- kvæmt þessari töflu eru 83.584 krónur í 154. flokki 7. þrepi. 3% munur er á milli launaflokkanna. Þessi launatafla hækkar um 1,5% 1. júní og 1. október. Annar kafli samningsins heitir Um framhaldsskóla og samkvæmt þeim kafla hækka flestir réttindakennarar um 5 launaflokka fram til 1. febrúar árið 1988 en réttindalausir kennarar hækka um 3 flokka. Fyrsta hækkun- in er miðuð við 1. febrúar síðastliðinn en þá fá framhaldsskólakennarar með réttindi hækkun um 2 flokka en aðrir eins flokks hækkun. 1. sept- ember hækka laun um einn flokk, aftur 1. desember og 1. febrúar 1988 hækka réttindakennarar um flokk. Þessa launaflokkahækkun meta kennarar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsms, um 13-14% á árs- grundvelli. í þeim tveggja ára samningum sem ríkið hefur gert við aðilarfélög launamálaráðs háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna hafa verið ákvæði um endurskoðun á starfsheitum og röðun í starfsheiti sem hefur haft launahækkun í för með sér. Þar hafa þó sjaldnast verið ákvæði um beina launaflokkahækk- un eins og hjá kennurum og meta þeir þá hækkun sem þeir fengu með þessum hætti meiri en aðrir hafa fengið. Stigatafla til röðunar í launaflokka breytist 1. september 1987 og 1. september 1988 verður kennslu- skylda framhaldsskólakennara 25 kennslustundir hafi hann 10 ára kennsluferil að baki og 24 stundir með 15 ára kennsluferil. Þriðji kafli samningsins nefnist Um grunnskóla. Þar eru sambærileg ákvæði um launaflokkahækkun og hvað varðar framhaldsskólakennara. Einnig er ákvæði um að kennslu- skylda grunnskólakennara verði 29 stundir frá 1. september og sérstakt ákvæði um að eftir þriggja mánaða prófaldur taki grunnskólakennari með B.ED próf frá Kennaraháskóla íslands laun eigi neðar en samkvæmt 2. launaþrepi sem þýðir 42.000 krón- ur í lágmarkslaun. Síðasti kafli samningsins heitir Ýmis atriði, og er þar fyrst ákvæði um að hver kennslustund umfram 10 kenndar yfirvinnustundir á viku jafngildi einni klukkustund í yfir- vinnu en áður jafngilti hún 1,4 yfirvinnustundum. Þá er ákvæði um persónuuppbót sem frá 1. desember eigi að vera 28% af launum í fyrsta þrepi í 138. launaflokki eða 11.200 krónur. Þá er ákvæði um rauð strik 1. maí og 1. september 1987 og skal launanefnd tveggja fulltrúa frá HÍK og fjármálaráðuneyti fylgjast með breytingum verðlags. Síðan er ákvæði um að ef almennar launa- hækkanir árið 1988 verði umfram það sem samningurinn kveður á um geti HÍK krafíst endurskoðunar á launalið. Að lokum er ákvæði um að samn- ingnum fylgi samkomulag um endurskoðun á vinnutilhögun og launakerfi kennara. Verði meirihluti nefndar þeirrar, sem falið er að vinna það verk, sammála um heildartillögur verða teknar upp viðræður um kjara- samninga á grundvelli þeirra. Náist samningar ekki innan mánaðar frá því að tillögumar liggja fyrir, eða 1. nóvember 1987, getur HÍK sagt upp samningnum miðað við mánaða- mót með 15 daga fyrirvara, þó ekki fyrr en uppsögn taki gildi 1. janúar 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.