Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 63 Þýðir ekkert að fela sig á bak við grunnlaun byrjandans Kæri Velvakandi. Nú þegar þetta er ritað höfum við framhaldsskólanemar verið kennaralausir í tvær vikur. Kennar- ar virðast ekkert ætla að gefa eftir af sínum fáránlega háu kröfum og allt stefnir í óefni. Að gefnu tilefni langar mig til að varpa fram tillögu Gef nánari upplýsingar um Toe Nou Líney Laxdal skrifar: Ég sé um að dreifa franska blaðinu Toe Nou hérlendis. Toe Nou er franskt blað sem kemur út 12 sinnum á ári og hefur áhuga á að birta bréf frá íslensk- um unglingum. Þeir sem skrifa fá send þau blöð sem bréf þeirra birtast í. Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um blaðið geta því haft samband við mig. Heimilisfangið er: Líney Laxdal Túnsberg 601 Akureyri Einnig vil ég hvetja sem flesta til þess að skrifa blaðinu en heimilisfang þess er: TOE NOU 16190 Montmoreau FRANCE einni sem hefur verið að kitla mig undanfarið. Alkunna er að kennarar eru á fullu kaupi þá þtjá mánuði á ári sem er þeirra „sumarfrí". Hvern- ig væri nú að þjóðnýta allt þetta ónýtta vinnuafl? Taka ætti kennara í þegnskylduvinnu strax að loknum vorverkum skólanna. Fylla mætti þau skörð sem myndast í stofnunum og víðar, þegar almennir launþegar fara í sitt örfárra vikna frí, með kennurum. Þar myndu þeir starfa í þágu þjóðfélagsins eflaust með glöðu geði og snúa svo alsælir til starfa að hausti. Þeir hafa ekkert þarfara að gera yfir sumartímann. Það þarf enginn að segja sæmilega skynsömu fólki að meirihluti kenn- ara verji sumrinu í „endurmenntun- arnámskeið". Það er án alls vafa algjör kjaftaþvæla. Ef það væri rétt væru gæði kennslunnar löngu komin fram úr öllu hófi. Að sjálf- sögðu fengju kennarar ekki krónu greidda aukalega fyrir þetta fram- tak, því meðallaun þeirra virðast vera í kringum 72—74.000 krónur, þrátt fyrir einhveijar draugasögur um rétt rúmar 30 þúsundir. Það þýðir ekkert að fela sig á bak við grunnlaun byijandans. í öllum stéttum er það þannig að byijand- inn fær lægst laun. Ég vil beina þeim tilmælum til ráðamanna að taka þessa hugmynd til gagngerrar athugunar því þetta er vel fram- kvæmanlegt og sjálfsagt. Að lokum, kennarar: snáfist nú aftur til starfa og skammist ykkar. Það verður aldrei gengið að kröfum ykkar í núverandi mynd. Fórnarlamb kennaraverkfalls Getur reynst dýrkeypt að kvarta undan gölluðum vörum Ágæti Velvakandi. Við urðum fyrir nokkuð sérkenni- legri reynslu nú í vikunni, kona mín og ég. Rita ég þessar línur til að vara þá við, sem kynni að detta í hug að kvarta undan gölluðum vörum á næstunni. Það gæti reynst þeim dýrkeypt. Þriðjudaginn 24. marz sl. keypti kona mín svarta ECCO-skó hjá Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Kirkjustræti 8, Reykjavík, og ætti það vart að vera í frásögur fær- andi. Þóttu henni skómir þægilegir,- svo hún ákvað að fara í þá á staðn- um. Um kvöldmatarleytið, þegar hún fór úr skónum, sá hún að sokk- ar hennar voru orðnir svartir, höfðu litast af nýju skónum. Reyndi hún ýmis ráð til að ná litnum úr, án árangurs, og var ekki beint sátt við. Hér var um svokallaðar sjúkra- buxur að ræða og því verulega dýrari en venjulegar sokkabuxur. Fimmtudaginn 26. marz, í há- deginu, fórum við niður í Kirkju- stræti og bárum fram kvörtun. Var okkur kurteislega sagt, að slík mál væri ekki hægt að afgreiða þar, við yrðum að fara í Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Laugavegi 95, og ræða við verzlunarstjórann. Við þangað. Verzlunarstjórinn reyndist ekki við, en kona nokkur í verzlun- inni sagði að það væri alveg eins hægt að tala við sig. Kona mín bar fram kvörtun sína, sýndi sokkabux- umar, og óskaði eftir að verzlunin greiddi henni andvirði sokkabuxn- anna eða veitti samsvarandi afslátt af skónum. Svarið var stutt og ein- falt: Það væri mjög algengt að nýir skór lituðu frá sér til að byija með og það yrði enginn afsláttur veitt- ur. Kona mín leyfði sér að nefna að hún hefði nú átt nokkra tugi skópara um ævina, en ekkert þeirra hefði gefið frá sér lit nema þessir ECCO-skór. Ég vogaði mér að skjóta inn í að ef svo væri að þess- ir skór gæfu frá sér lit, væri það lágmark að verzlunin segði frá því, þegar þeir væm keyptir. Konan í verzluninni ítrekaði að það væri algengt að skór lituðu, t.d. rauðir sagði hún, og það yrði ekki um neinn afslátt að ræða. Þegar hér var komið var konu minni farið að hitna í skapi, hafði orð á að sér þættu þetta einkennilegir viðskipta- hættir og að hún mundi hafa samband við lögfræðing út af þessu máli. Svar konu í verzlun: „Og Neytendasamtökin endilega líka.“ Og þar með gengum við út. Þóttu mér þessar mínútur í verzl- uninni all athyglisverðar, en þegar til kom reyndist meira í vændum. Þannig vildi til að það hafði verið laust bílastæði beint á móti verzlun- inni. Gengum við út í bíl og ég tók af stað. Stuttu síðar gefur lögreglu- þjónn á mótorhjóli mér stöðvunar- merki, spyr hvort ég hafí verið niður á Laugavegi (já), biður um ökuskír- teini og skoðunarvottorð. Ég spurði hvort eitthvað væri að eða hvort ég hefði brotið eitthvað af mér. Ég var beðinn um að bíða smástund, það muni upplýsast fljótlega. Litlu síðar rennir að hvítur Volvo með tveimur lögregluþjónum í og ég beðinn að koma yfir í hann. Mér til nokkurrar undrunar var ég spurður hvort ég hefði verið að drekka eða væri undir áhrifum lyfja, sem ekki var. Var mér rétt blaðra að blása í og að því loknu beðinn afsökunar á óþægindunum. Sagði ég það sjálfsagt, enda menn- imir allir kurteisir í framkomu á allan hátt. Þegar hér var komið taldi ég orðið tímabært að fá að vita fyrir hvað eða hversvegna ég hafði verið stöðvaður. Jú, það hafði verið hringt í lögregluna og látið vita um ein- kennilegt aksturslag bifreiðarinnar á Laugavegi. Ég skal játa, að þetta olli mér nokkrum heilabrotum um tíma, því ég treysti mér til að fullyrða að ekkert var að akstrinum á Lauga- vegi. Enda aðeins ekið frá Lauga- vegi 95 niður á Barónsstíg og hádegisumferð á fimmtudegi gefur ekki mikla möguleika á einkenni- legu aksturslagi þennan spöl. Að lokum lá svarið í augum uppi, sá eini sem gat hafa hringt var konan í verzluninni, eða einhver starfs- maður þar. Er þar greinilega komin fram ný aðferð til þess að afgreiða viðskiptavini sem voga sér að bera fram kvörtun. Nú kann satt að vera að skór þeir sem konan í verzluninni fær sér liti hennar sokka. Á hinn bóginn spurði ég 14—15 manns um þeirra reynslu í þessum efnum. Af þessum fjölda mundi einn maður eftir svip- uðu tilfelli fyrir u.þ.b. 20 árum, ein kona eftir tilfelli fyrir 10—12 árum og önnur kona hafði lent í svona tilfelli fyrir stuttu en þar voru skómir bara endurgreiddir. Eða eins og konan í verzluninni orðar það: Það er mjög algengt að nýir skór liti frá sér. Að lokum þakka ég Skóverzlun Þórðar Péturssonar fyrir ánægjuleg viðskipti og ekki síður fyrir kennslu- stund í verzlunarháttum sem ég hreinlega hafði ekki hugmynd um að væru til. Lárus Fjeldsted Ég þakka öllum, sem hylltu mig á áttrœÖis- afmceli mínu, þann 16. mars, með heimsókn- um, gjöfum og heillaóskaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Ingimundur Guðmundsson, Hringbraut 1, Hafnarfirði. IMámskeið Námskeið eru haldin í stjörnukortagerð (Esoteric Astrology), þróunarheim- speki og sálarheimspeki. Stjörnukortarannsóknir, sími 686408. Til fermingargjafa Glæsilegt borðskraut. Svanapör úr messing. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6, SÍMI 13469. 285 ASKRIFENDUR AÐEINS EITT SfMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning manaðarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.