Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Margt býr í þokunni á Sauðárkróki Sauðárkróki, 11. des. 1979. SÍÐASTLIÐINN sunnudag frum- sýndi Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Margt býr í þok- unni eftir Dinner og Morun. leikstjóri er Haukur Þorsteins- son en leikmynd gerði Sigfinnur Sigurjónsson. í sýningunni koma fram níu leikarar, en þeir eru Elsa Jóns- dóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Helga Hannesdóttir, Guðbjörg Hólm, Kári Valgarðsson, Guðni Friðriksson, Jón Albert Jónsson, Jón Þór Bjarnason og Haukur Þorsteinsson. Húsfyllir var á frumsýningunni, sem var vel heppnuð, og var leikriti og leikendum vel tekið af áhorfendum. Félagið hyggst sýna leikinn í Miðgarði næstkomandi laugardagskvöld, en sýningar hér á Sauðárkróki hefjast svo aftur milli jóla og nýárs. Formaður Leikfélags Sauðár- króks er Ólafur Pálsson. — Kári. JÖUN 1 VkXMLSTUNCA 1889 Jólamerki Lions- klúbbsins Bjarma LIONSKLÚBBURINN Bjarmi á Hvammstanga sendir í ár frá sér fjórða jólamerki sitt, og er það í 11 merkja samstæðu, sem hafin var útgáfa á árið 1976. í ár er á merkinu mynd af kirkjunni í Víðidalstungu, en hún átti 90 ára vígsluafmæli á árinu. Teikningu kirkjumyndar gerði Helgi S. Ólafsson, ramma og letur teiknaði Sigurður H. Þorsteinsson og Páll Bjarnason prentaði. Upp- lag eru 500 arkir með 10 merkjum og kostar örkin 750 kr. en einnig er fáanlegt skalaþrykk, 3 ótakkað- ar arkir sem kostar 4.500 kr. Andvirði merkisins rennur til líknar- og menningarmála á veg- um klúbbsins auk þess til kirkj- unnar rennur ákveðinn hluti sölu- andvirðisins. Friðrik Sophusson alþm.: Kosningaúrslitin komu nokk- uð á óvart. Einkum þykir ýmsum Framsóknarflokkurinn hafa unnið óverðskuldaðan sigur, þeg- ar hann endurheimti fylgi sitt frá fyrstu árum þessa áratugs. Þess ber þó að geta Framsóknar- flokknum til hróss, að hann tefldi fram nýjum mönnum víðast hvar á landinu og hefur þess vegna tekist að fá sér nýtt yfirbragð. Það er reyndar þess virði að kanna, hvort slík end- urnýjun sé nauðsynleg til fylgis- aukningar í Ijósi kosningasigurs kratanna 1978, en þá fór fram gagnger endurnýjun á frambjóð- endaliði þeirra. Þessi kenning fær ennfremur byr undir báða vængi, þegar úrslit kosninganna 1974 og 1971 eru skoðuð. Nýr foringi Sjálfstæðisflokksins vann glæsilegan sigur 1974 og ný hreyfing Frjálslyndra og vinstri 1971. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalag voru sigurvegarar kosninganna í fyrra, fengu sam- tals 28 atkvæði á þingi og höfðu átta atkvæði fram yfir Sjálf- stæðisflokkinn. Eftir þessar kosningar er Sjálfstæðisflokkur- inn fjölmennari á þingi en A- flokkarnir báðir til samans. Það er því kynlegt, þegar Alþýðu- bandalagið talar um sigur, eftir að hafa tapað þremur þingsæt- um. Vonandi vinna þeir sem flesta „sigra“ á næstunni. Slík sigurganga endar með því, al þeir þurrkast alveg út. Vonbrigði Sjálístæðismanna SjáKstæðisflokkurinn ætlaði sér mikinn hlut í kosningunum og gerði sér vonir um að endur- heimta fylgið, sem hann fékk 1974 eftir þriggja ára vinstri stjórn. Sú von brást. Það er því eðlilegt, að innan flokksins og meðal flokksmanna fari fram umræður um ástæður og orsakir og kosningaúrslitanna og stjórn- málaviðhorfið að loknum kosn- ingum. I þessari grein verður ekki vikið að forystumálum flokksins (í víðtækri merkingu), klofningi né öðrum slíkum atriðum, sem rædd eru manna á meðal um þessar mundir. Það er ofur eðlilegt að leitað sé skýringa á kosningaúrslitunum í stefnu og stjórn flokksins og öðru, sem máli skiptir. Markmiðið hlýtur að vera að læra af reynslunni og gera betur næst. í lýðræðisríkj- um eru kosningar og kosninga- úrslit orustur og áfangar, en hvorki stríð né endanlegur dóm- ur. Sjálfstæðismenn, bæði fram- bjóðendur og aðrir flokksmenn, lögðu sig fram í kosningabarátt- unni og mikil vinnugleði var ríkjandi við kosningaundirbún- inginn. Þessi staðreynd gerði vonbrigðin sárari þegar úrslitin lágu fyrir og fylgisaukningin varð ekki meiri en raun bar vitni. Hvers vegna var baráttan háð með þessum hætti? Til þess að geta vegið og metið þá fjölmörgu þætti, sem koma til skoðunar við endurmatsumræð- urnar, verðum við fyrst af öllu að gera okkur grein fyrir því, hvers vegna kosningabaráttan var háð með þeim hætti, sem gert var. Hér á eftir verða rifjuð upp nokkur atriði. 1. í fyrsta lagi var tíminn mjög naumur. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði verið í viðbragðs- stöðu s.l. vor, þegar við lá að upp úr syði vegna ósamkomulags vinstri flokkanna. Flestir spáðu því hins vegar, að stjórnarsam- starfið myndi endast fram yfir áramótin fyrst að þeir lifðu s.l. vetur af. Stjórnarslitin komu því á óvart og kosningabaráttan í opna skjöldu. Prófkosningar styttu enn þann frest, sem menn höfðu til að undirbúa sig fyrir Alþingiskosningarnar. 2. Skoðanakannanir sýndu verulega breytingu á viðhorfum kjósenda. Og þótt margir sýnd- ust óráðnir töldu sjálfstæðis- menn augljósa óánægju koma fram gagnvart vinstri stjórnar- samstarfi. Þegar af þessari ástæðu þóttumst við hafa veru- legan meðbyr, þrátt fyrir nokkur átök m.a. vegna klofningsfram- boða í tveimur kjördæmum og óróa eftir prófkjör í Reykjavík. 3. Tekin var ákvörðun um að segja nákvæmlega fyrir kosn- ingar, hvernig staðið skyldi að vissum aðgerðum eftir kosn- ingar, ef við fengjum áhrif í ríkisstjórn. Þessi ákvörðun var ekki tekin til að afla flokknum atkvæða, heldur til að styrkja stöðu hans að loknum kosning- um. Nákvæm stefna er vörn flokksforystunnar gegn þrýsti- hópum, sem eftir kosningar reyna að afvegleiða hana með gylliboðum eða hótunum. Á sama hátt er tiltölulega nákvæm stefna forsenda þess að forystu flokksins sé veitt eðlilegt aðhald innan flokksins. 4. Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherzlu á, að stjórnmálaumræð- an í kosningabaráttunni snerist um stefnu hans. Þess vegna var trompað út „leiftursókn gegn verðbólgu“. Ekki verður því mótmælt að umræðurnar sner- ust um stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Hins vegar varð þetta til þess að flokkurinn markaði sér stöðu í baráttunni eins og stjórnarflokkur og aðrir flokkar gátu breitt yfir ósamkomulag nýliðins vinstristjórnarsam- starfs. Sjálfsagt hafa neikvæðar um- ræður um flokkinn vegna klofn- ingsframboða ráðið því, hve kjörorðin voru sterk. Þannig var athygli dregin frá óróanum að stefnunni. 5. Rík ástæða var fyrir því, að valin var stefna, sem gerði ráð fyrir skjótvirkri leið út úr verð- bólguvandanum í stað þess að draga úr vandanum í áföngum og smáskömmtum. Áfanga- og smáskammtaleiðir hafa hingað til reynzt vonlausar, því að ríkisstjórnir hafa ekki fengið ótakmarkaðan tíma til að at- hafna sig eftir kosningar. Það var mat okkar, að verulegur árangur í baráttunni við verð- bólguna þyrfti að vera kominn fram síðari hluta næsta árs, ef næsta ríkisstjórn ætlaði að verða langlífari en síðasta vinstristjórn. Gilti þá einu, hverjir sætu í stjórn. 6. Ákvarðanir í kosningabar- áttunni voru byggðar á þeirri trú, að landsmenn væru orðnir uppgefnir á verðbólgunni og væru því tilbúnir til samstarfs um skjóta lausn. Við lofuðum ekki gulli og grænum skógum heldur aðgerðum, sem dygðu. Við héldum, að fólkið væri til- búið til að fórna nokkru um tímabundið skeið til að ná hald- góðri viðspyrnu gegn verðbólg- unni og skapa þannig forsendur fyrir bættum lífskjörum fyrr en ella. Annað hvort voru sumir hræddir við þessar aðgerðir eða voru ekki tilbúnir til að breyta til vegna ímyndaðra hagsmuna af verðbólgunni — nema hvort tveggja hafi verið. Hér hafa að framan verið rifjuð upp nokkur atriði úr kosningabaráttunni. Frambjóð- endur flokksins, miðstjórn og aðrir forystumenn bera að sjálfsögðu meira og minna ábyrgð á framkvæmdinni og geta því ekki losnað undan henni eftir á, þótt þeir hafi að sjálf- sögðu fullan rétt til að endur- skoða afstöðu sína til kosninga- undirbúningsins. Ný kosningabar- átta er hafin Mín skoðun er sú, að stefna flokksins hafi í langflestum at- riðum verið góð. Að vísu gafst ekki mikill tími til mjög ná- kvæmrar útfærslu, en frambjóð- endur, sem hafa nokkurt vald á efnahagsmálum, gátu auðveld- lega unnið úr stefnunni. Hitt er svo annað mál, að slík stefna getur verið fjötur um fót þeim, sem telja kvæði og klám öflugri vopn, en heilsteypt stefna til að vinna bug á verðþólgunni. Kosningaúrslitin ollu sjálf- stæðismönnum vonbrigðum, þar sem þeir fengu aðeins tvo þing- menn, þegar Framsókn hlaut fimm. Einörð stefna og hrein- skilin viðhorf fyrir kosningar hafa þó unnið það gagn, að á næstu mánuðum mun það koma fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rétt fyrir sér. Þess vegna er það athyglisvert, þegar formað- ur Framsóknarflokksins gefur þær yfirlýsingar nýlega, að vandinn sé nú allur annar og meiri en fyrir nokkrum vikum. Það er gott, þegar augu manna opnast. Ef vinstri stjórn myndast, þá verður það í fyrsta skipti á rústum sams konar stjórnar. Nú verður ekki hægt að kenna öðrum um. Það er álit mitt, að styrkur stefnu Sjálfstæðis- flokksins verði enn meiri á næstunni, þegar samanburður fæst við sameiginleg úrræði vinstri flokkanna — ef þau liggja þá einhvern tíma fyrir. Það sem þó skiptir mestu máli er að gera sér ljóst, að kosninga- úrslit ráðast ekki á síðustu vikunum fyrir kosningar — heldur á öllu kjörtímabilinu. Þess vegna verðum við Sjálf- stæðismenn að byrja nú þegar á kosningabaráttunni. Og í næstu kosningum ætlum við okkur enn stærri hlut. Ný kosninga- barátta er haíin ítísku littala býður frábæra línu í glösum, bollum, diskum, skálum o.fl. Komiö í nýju GJAFAVÖRUDEILDINA og skoðið nýju gerðirnar með lausu handfangi ætlaðar fyrir heita og kalda drykki. KRISTJfin SIGCEIRSSOfi HF. LAUGAVEG113. REYKJAVIK. SÍMI 25870 ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.