Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 23 Fjárlagafrumvarp Sighvats: Segja yrði 22 starfs- mönnum hjá Landhelg- isgæzlu upp störfum TILLÖGUR þær er Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra lagði fram í fjárlagafrumvarpi sínu gera meðal annars ráð fyrir niðurskurði á starfsemi Landhelgisgæslunnar. Er meðal annars gert ráð fyrir þvi að einu varðskipanna verði lagt, og að önnur flugvél Gæslunnar verði seld. Að sögn Péturs Sigurðssonar þýðir þetta að segja verður upp um 22 mönnum, og að þjónusta Landhelgisgæslunnar minnkar stórlega. Sagði Pétur Gæsluna nú vera með varðskipin óðin, Þór, Ægi og Tý, og Árvakur að auki, en starfrækslu þess siðast talda mætti hætta með minni afleiðingum. Menn um borð i hverju hinna stóru varðskipa sagði hann vera 22 talsins, en ekki yrði unnt að segja upp starfsfólki i landi þótt einu skipanna yrði lagt. Sala annarrar flugvélarinnar yrði ekki til þess að segja mætti upp starfsmönnum. Þessar aðgerðir yrðu hins vegar til þess að mun sjaldnar yrði hægt að fljúga vél Gæslunnar, og mun minni líkur yrðu til að fljúga mætti án mikils fyrirvara. Við- hald flugvéla væri mjög mikið, og væri yfirleitt unnið að viðhaldi og viðgerð á annarri flugvélinni í einu, meðan hin væri í notkun. Sala eins varðskipsins yrði til þess að þjónusta og eftirlitshlut- verk þeirra yrði skorið niður, og væri það einkum bagalegt á vetr- um er venja væri að haga því svo að eitt skipa væri við Vestfirði og annað fyrir Austfjörðum. I samtali við blaðamenn Morg- unblaðsins í gær sagði Pétur Sigurðsson að ekki hefði enn verið ákveðið hvernig við þessu yrði brugðist, og ekki hefðu verið send nein mótmæli eða greinargerð um málið, enda væri það mikil óvissa í landsmálum um þessar mundir að önnur staða gæti verið komin upp áður en langt um liði. Mótmælendafundur flugmanna í Evrópu: Fljúga ekki vélunum nema flugmenn séu 3 MILLI 5 og 6 hundruð flugmenn komu sl. þriðjudag saman til fundar í Frankfurt til að fjalla um andmæli við þeirri fyrirætlan flugvélaframleiðenda og flugfélaga að framvegis fljúgi 2 flugmenn í stað 3 vélum af gerðunum t.d. Airbus og Boeing 757. Björn Guðmundsson og Ámundi H. ólafsson sóttu þennan fund af hálfu Félags. isl. atvinnuflugmanna, en hann héldu samtökin Europilot, sem er flugmannafélag i alþjóðasamtökum flugmanna Björn Guðmundsson sagði í samtali við Mbl., að á fundinum hefði ríkt algjör eining um að mótmæla þeim ásetningi flugvéla- framleiðenda og flugfélaga að nota í flugvélum af gerðunum Airbus 300 og Boeing 757 2 flugmenn. Flestar þotur eru gerð- ar þannig að tveir flugmenn sitja fremst við stjórntæki vélarinnar og fyrir aftan þá er komið fyrir stjórntækjum og mælaborði fyrir flugvélstjóra. Sagði Björn, að fyrirhugað væri að spara flugvél- stjórann og flytja tæki hans framar í stjórnklefann þannig að flugmennirnir sjálfir önnuðust þau. Telja flugmenn þetta ógnun við öryggi flugvéla og farþega og vart gerlegt að bæta verkefnum við flugmenn, enda hefur það margoft sýnt sig, að þriðji maður- inn er ekki síður nauðsynlegur en hinir tveir og töldu menn á ráðstefnunni ekki skipta höfuð- máli hvort hann væri flugmaður eða flugvélstjóri. Airbus-vélarnar eru ýmist hannaðar fyrir 2 flug- menn eða 3 og hafa sum flugfélög í hyggju að taka þær í notkun með 2 flugmönnum og var því algjör- lega mótmælt á fundinum. Sviss- air er t.d. eitt þessara félaga, en SAS hefur ákveðið að taka vélar gerðar fyrir 3 menn. Við flugmenn teljum vafasaman sparnað að því að hafa 2 menn í stjórnklefanum, enda eru flugmenn ekki það hár kostnaðarliður í rekstri flugvélar, sagði Björn Guðmundsson. Þá 'sagði Björn, að reyndar mætti telja það furðulegt að flugvéla- hönnuðir skyldu ekki taka meira tillit en gert er til óska flugmanna og ekki leita til þeirra eftir ráðleggingum varðandi staðsetn- ingu tækja og fleira í sambandi við flugvélasmíði, þar sem flug- menn væru þeir menn er vissu mest um þau atriði. „Þú og ég“ í Hollywood SÖNGDÚETTINN „Þú og ég“, flutt á skemmtistöðum borgar- eða Ilelga Möller og Jóhann innar næstu vikurnar. Helgason, kemur íram í Holly- „Þú og ég“ gáfu nýverið út wood í kvöld ásamt fjögurra hljómplötu, „Ljúfa líf“ og hefur manna dansflokki. hún selst í meira en 5000 eintök- Allur undirleikur hljómsveitar um. „Þú og ég“ fá þar afhenta verður af segulbandi en kynnir gullplötu frá hljómplötufyrirtæk- verður Þorgeir Ástvaldsson. inu, Steinari h.f., í Hollywood í Skemmtidagskrá þessi verður kvöld. „Síðasta bað- stofan“ og „Margslung- ið mannlíf“ Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út tvær nýjar bækur, „Síðasta baðstofan“ eftir Oddnýju Guðmundsdóttur og „Margslung- ið mannlíf" sjálfsævisaga Frið- riks Hallgrimssonar. Fyrrnefnda bókin er skáldsaga, tileinkuð æskuminningum höfund- ar, og skiptist í 30 kafla. Fyrri hluti bókarinnar kom út 1943, en síðari hlutinn er saminn 1979. Bók þessi er sveitalífssaga. Hún er 209 bls. að stærð. Sjálfsævisaga Friðriks Hall- grímssonar skiptist í 28 kafla. Aftast er niðjatal, kaflinn að leiðarlokum og skrá yfir þá, sem við söguna koma. Bókin er 202 bls. að stærð. Káputeikningu gerði Guðbrandur Magnússon. Friðrik Hallgrímsson er frá Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð í Skaga- firði. Hann fæddist í lítilli bað- stofukytru að Úlfsstaðakoti 1895 og er því kominn á níræðisaldur, þegar hann skráir ævisögu sína, og hefur eignast 80 afkomendur. Hann hefur stundað búskap. nroutgóðír árounastund 11. bindi björgunar- og sjóslysasögu íslands árin 1907 — 1910 Steinar J. Lúövíksson skráði Hér er rakinn tími hinna opnu róöraskipa, vélbátar voru þó aö koma til sögunnar og skúturnar gegndu enn þýðingarmiklu hlut- verki. Einn stærsti og merkasti bókaflokkur landsins. ÖRN&ÖR1YGUR VE5TURCÖTU 42, SIMI 25722 Forn frœgðor- setur séra Ágúst Sigurösson skráöi Hér er rakin byggöarsaga Valþjófsstaöar í Fljótsdal, Snæfjalla á Snæfjallaströnd, Glaumbæjar á Langholti, Glæsibæjar viö Eyjafjörö og Víöihóls á Fjöllum. Bókin er sjór af fróðleik úr þjóöarsögunni. Fjöldi teikninga og mynda prýöa bókina. ÖRN&ÖRLYGUR VESTURGÖTU 42, SÍMi 25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.