Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 276. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. — sagði Soames lávarður við komuna til Rhódesíu Soames lávarður og kona hans eftir komuna til Rhódesiu í gær. Að baki þeim blaktir brezki fáninn við hún. en hann er nú á ný hinn opinberi fáni í Rhódesiu eftir 14 ára hlé. Soames gegnir stöðu landsstjóra i Rhódesíu þar til kosningar hafa farið fram i landinu og ný meirihlutastjórn blökkumanna tekur við völdum. (Símamvnd AP). Eldflaugavarnar- kerfið samþykkt Salisbury, 12. desember. AP. Reuter. CHRISTOPHER Soames lávarður kom í dag til Salisbury í Suður-Rhódesíu, eins og landið heitir nú að nýju eftir að það er aftur orðið brezk nýlenda að formi til. Soames mun taka við valdataumunum í landinu og fara þar með stjórn þar til ný stjórn heimamanna hefur verið mynduð að kosningum loknum. Eftir að sú stjórn tekur við völdum verður landið nefnt Zimbabwe. Somes og kona hans, sem er dóttir Winstons Churchills, komu til Salisbury í slagveðursrigningu og var tekið á móti þeim með viðhöfn á flugvellinum. Muzorewa biskup, fráfarandi forsætisráð- herra, var meðal þeirra, sem tóku á móti hinum nýja landstjóra, en Ian Smith, sem lýsti yfir einhliða sjálfstæði Rhódesíu fyrir 14 árum og var forsætisráðherra þar til fyrr á þessu ári, hafði „öðru að sinna", eins og hann komst að orði. Soames sagði við komuna til Rhódesíu, að hans biði ekki létt verk, en árangurinn yrði vonandi þeim mun meiri. Hann sagði í útvarpsræðu skömmu eftir kom- una, að hann mundi einungis fara með völdin þar til þjóðin hefði gert upp hug sinn um það hverjum hún vildi fela völdin í landinu. „Þegar þið hafið valið nýja stjórn mun ég afhenda henni völd mín. Land ykkar verður þá sjálfstætt ríki með löglegum hætti. þessari þróun verður ekki snúið við. Hlutverki mínu verður þá lokið og ég mun snúa aftur til Lundúna," sagði Soames. Ekki hefur enn tekizt að koma á formlegu vopnahléi í Rhódesíu, en embættismenn í London eru sagðir bjartsýnir á að það muni gerast innan nokkurra daga. Því var einnig lýst yfir í London í dag, að viðskiptabanni Breta á Rhodesíu muni aflétt frá og með miðnætti og var Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna gerð grein fyrir því í dag. Fulltrúar fimm NATO-ríkjanna á fundi bandalagsins í Brtlssel í gær. Á myndinni má m.a. sjá Knut Frydenlund, utanrikisráðherra Noregs, og utanrikisráðherra Hollands og Portúgals. (Símamynd AP) Yfirmaður landhers S-Kóreu handtekinn Seoul, 12. des. AP. Reuter. YFIRMAÐUR landhersins í Suður- Kóreu, Chung Seung-Hwa hershöfð- ingi, var handtekinn i dag i Seoul grunaður um aðild að morðinu á Park forseta í október sl. Chung hershöfðingja var falið að annast framkvæmd herlaganna, sem i gildi hafa verið i landinu frá þvi Park var myrtur af yfirmanni kóreönsku leyniþjónustunnar, KCIA, 26. októ- ber. Öryggissveitir úr hernum voru sendar til að handtaka Chung á heimili hans í dag og kom til bardaga milli þeirra og lífvarða hershöfðingj- ans, sem brugðust til varnar, þegar ljóst varð hverra erindi öryggissveit- London, 12. desember. AP. VOPNAÐIR leynilögreglumenn handtóku í dögun 24 menn og konur, sem grunuð eru um aðild að hermdarverkum írska lýðveld- ishersins, IRA. Handtökurnar áttu sér stað i London, South- ampton, Birmingham, Liverpool armennirnir voru komnir. Fjórir lífverðir voru fluttir á sjúkrahús eftir að skipzt hafði verið á skotum í u.þ.b. klukkustund. Her og lögregla í S-Kóreu fengu fyrirmæli um að vera við öllu búin í dag og fréttir bárust af því að herflutningar ættu sér stað utan við höfuðborgina. Að sögn bandarískra embætt- ismanna í Seoul er nú háð grimmileg valdabarátta innan hersins í S-Kóreu milli Chungs hershöfðingja annars vegar og nokkurra annarra herfor- ingja hins vegar. Að sögn þessara heimilda koma stjórnmálamenn ekki við sögu í þessari valdastreitu. og Manchester. Tclur lögreglan, að með þessum aðgerðum hafi tekizt að koma i veg fyrir um- fangsmiklar hryðjuverkaaðgerð- ir, sem IRA hafi ráðgert nú um jólin, í stórborgum i Bretlandi. Lögreglan telur einnig, að henni hafi tekizt að hafa hendur í hári Brilssel, 12. desember. Frá Birni Bjarnasyni fréttaritara MorKunblaðsins. ÁKVEÐIÐ var á sameiginlegum fundi utanríkis- og varnarmálaráð- herra Atlantshafsbandalagsins hér í Brússel f dag að hefja framleiðslu á þeim eldfiaugum ,sem frá 1983 munu mynda nýtt varnarkerfi bandalagsins gegn SS-20 kjarna- flaugum Sovétrikjanna og sovézku „backfire“ sprengjuþotunni svo framarlega sem ekki hafi fyrir þann tima náðst samkomulag um niður- skurð Evrópukjarnorkuvopnanna i viðræðum Átlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins. En sam- hliða þvi sem hið nýja varnarkerfi verður undirbúið munu þessar af- vopnunarviðræður fara fram sam- kvæmt yfirlýsingu þeirri, sem birt var eftir fundinn i dag. Á fundi með blaðamönnum eftir ráðherrafundinn sagði Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, að öll aðildarlöndin hefðu orðið sammála um þessa niður- stöðu, en þau hörmuðu að vera knúin til þessarar ákvörðunar, sem er ein sú mikilvægasta um hernaðarleg mál- efni, er bandalagið hefur tekið á 30 ára ferli sínum. Aðdragandi hennar hefur eih- kennzt af áköfu áróðursstríði Sov- étríkjanna og pólitískri spennu vegna málsins í mörgum Atlantshafsbanda- lagslöndum. Fundurinn í dag dróst mjög á langinn, þegar leitað var leiðtoga nýs hryðjuverkahóps inn- an IRA, sem aðsetur hefur í London, og fimm helztu aðstoð- armanna hans. Mikið af vopnum, sem fundust í fórum þeirra er handteknir voru, var gert upptækt og sömuleiðis ýmisleg efni til sprengjugerðar. orðalags á yfirlýsingu ráðherranna, sem þeir allir gátu fellt sig við og tókst það að lokum. í upphafi fundarins fluttu fulltrúar allra ríkisstjórna 15 ræðu, þar sem þeir skýrðu afstöðu sína. I ræðu sem Henrik Sv. Björnsson sendiherra íslands flutti á fundinum í fjarveru Bandaríkin: * Irönskum diplómöt- um visað úr landi Washington, 12. des. AP. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN fyrirskipaði íran í dag að kalla heim 180 stjórnarer- indreka, sem nú starfa við iranska sendiráðið í Wash- ington og á öðrum skrifstof- um íransstjórnar í Banda- rikjunum. Hefur yfirmanni sendiráðsins i Washington verið fyrirskipað að fækka starfsmönnum sendiráðsins niður í 15 og niður i 5 á öðrum skrifstofum. Tom Reston talsmaður banda- ríska utanrikisráðuneytis- ins sagði i dag, að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna þess að bandariskum diplómötum væri enn haldið i gislingu i bandaríska sendiráðinu i íran. Benedikts Gröndal utanríkisráð- herra, kemur fram, að íslenzka ríkis- stjórnin hafði engin afskipti af ákvörðuninni, en tekur undir þau sjónarmið, sem knúðu til hennar, og undirstrikar mikilvægi þess, að gripið verði til afvopnunaraðgerða með því að flytja a.m.k. þúsund kjarnahleðsl- ur á brott frá Vestur-Evrópu strax auk afvopnunarviðræðnanna. En brottflutningurinn er einmitt fyrsta skrefið, sem Atlantshafsbandalags- löndin lýsa sig reiðubúin til að styðja nú þegar um leið og þau snúa sér til Sovétríkjanna með tilmælum um afvopnunarviðræður. Nýju eldflaugunum fimm hundruð sjötíu og tveimur átti samkvæmt upphaflegri áætlun að koma fyrir í 5 löndum, þ.e. V-Þýzkalandi, Ítalíu, Bretlandi, Belgíu og Hollandi. Þrjú þau fyrstnefndu hafa samþykkt þess- ar ráðagerðir fyrirvaralaust. Belgar hafa fallizt á framleiðslu og staðsetn- ingu eldflauganna á landi sínu, en vilja fá tækifæri til að endurskoða afstöðu sína eftir 6 mánuði með hliðsjón af framgangi afvopnunar- viðræðnanna. Hollendingar hafa hins vegar ekki samþykkt staðsetingu 48 stýrisflauga í landinu, en segjast munu taka um það ákvörðun í desember 1981 með tilliti til þess hvernig afvopnunarviðræðunum hef- ur þá miðað. Sjá nánar á bls. 26 í Mbl. í dag. Metverð á gulli London, 12. desember. AP. Reuter. GULLÚNSAN hækkaði um tíma í dag í 451 dollara á markaði í Zúrich og hefur skráð verð á gulli aldrei áður verið jafnhátt. Gullverðið lækkaði heldur þegar líða tók á daginn og var verðið á únsunni 445,50 í Zúrich, þegar markaðnum þar var lokað. 24 IRA-menn handteknir „Þetta verður ekki létt verk“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.