Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 3 Bláref arækt hafin á fjór- um stöðum í Eyjafirði Grenivik. 12. des. 1979. UM klukkan tvö í nótt komu til Akureyrar í flugi með flugvél Iscargo, blárefir frá Dalchomzieminkfarm í Skotlandi. Refirnir dreifast á fjögur refabú við Eyjafjörð. Grávara hf. á Grenivík faer 100 læður, Sólberg á Svalbarðsströnd fær 50 læður, 30 læður fara á Grund og á Lómatjörn í Höfða- hverfi fara einnig 30 læður. Hjá Grávöru eru nú um 1500 minka- læður, en þeim kemur til með að fækka, meðal annars vegna Alli- sonveiki sem veldur ófrjósemi. Búið á Lómatjörn kemur til með að fá amerískan mink í vor frá sama búi og blárefirnir komu frá í Skotlandi. Grávara er hlutafélag með á annað hundrað félagsmenn, eig- andi Sólbergs eru Úlfar Arason, Sigurður Helgason er eigandi bús- ins á Grund, en búið á Lómatjörn er félagsbú í eigu bræðranna Jóhanns og Heimis Ingólfssonar og Arfit Kro. Yfirumsjón með tilraunastarfseminni hefur Tómas Stefánsson, en hann fór á þrjú mikilvæg námskeið í Skotlandi áður en refirnir komu hingað til lands. Hér er um tilraunarefarækt að ræða, og er gert ráð fyrir að hún standi í eitt ár. Ef hún gefst vel er fyrirhugað að leyfa refarækt á fleiri stöðum á landinu. — Vigdís. NEMENDUR Melaskólans í Reykjavik afhentu i gær Hjálparstofnun kirkjunnar andvirði „jólaepla" sinna, kr. 45 þúsund, til Kampútseu-söfnunarinnar. „Okkur er tjáð, að fyrir þessa upphæð sé hægt að kaupa mjólk handa 23 börnum í eitt ár, en það samsvarar þeim fjöida sem er í einni bekkjardeild hér i skólanum. Eða þá að hægt væri að kaupa skólabækur handa 7 bekkjardeildum." segir m.a. i tilkynningu frá nemendum. A myndinni má sjá hvar Guðmundur Einarsson flytur nokkur ávarpsorð er hann tekur við gjöfinni. Ljósm. G.E. Verður Fiskveiða- sjóður stærsti skipa- eigandinn? LÁNAKJÖR Fiskveiðasjóðs voru meðal þeirra mála, sem Kristján Ragnarsson gerði að umtalsefni í ræðu sinni á ársfundi LÍÚ i gær. Sagði Kristján, að nú væri svo komið, að greiða þyrfti 55— 60% af áætluðu aflaverð- mæti nýs skips á fyrstu rekstrarárum þess, ef standa ætti i skilum við Fiskveiðasjóð. Greiðslubyrði til annarra stofnlánasjóða væri þá ótalin. „Er nú svo komið,“ sagði Kristján Ragnarsson, „að vanskil við Fiskveiðasjóð, eingöngu vegna skipa, sem smíðuð hafa verið hér á landi og hafa verið með mun minni vísitölutryggingu en nú gildir á lánum, eru orðin 2,5 millj- arðar króna. Ef Fiskveiða- sjóður hefur innheimtuað- gerðir, verður hann stærsti skipaeigandi í landinu." Flugleiðir: Fyrsta beina ferð breiðþot- unnar í dag DC-10 ÞOTA Flugleiða á í dag að fara fyrstu áætlunarferð sina milli New York og Luxemborgar án viðkomu á íslandi. Mun þotan fara ýmist milli Luxemborgar og borg- anna New York, Nassau og Chicago með viðkomu í Baltimore, en flugtiminn yfir hafið er frá 8 til 11 timar. Ekki hefur verið gengið frá samn- ingum við þær 9 áhafnir sem fljúga DC-10 þotunni, en Baidur Oddsson formaður Félags Loftleiðaflugmanna kvað stöðuga fundi hafa staðið yfir síðustu daga og myndu standa áfram næstu daga þar til samið yrði. Þurfa áhafnirnar að dvelja ytra í nokkra daga, en gætu síðan komið heim í nokkurra daga frí á milli. Uppsagnir Loftleiðaflugmanna hafa ekki komið til framkvæmda m.a. vegna pílagrímaflugsins sem nú er nýafstaðið og í gær var gengið frá samningum um að lána Cargolux 4 áhafnir á DC-10 þotu, sem leigð hefur verið félaginu frá Flugleiðum. SSS-tSÍ-S. Sfeíí—1*, atóíaú ^nU «tequndtí at „„ ei 0.°°° C”"Æ \]% ^ Floa' OU*”0>a'"'aS Setusa^ \^otudu o9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.