Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 27 50 f órust í jarð- skjálfta BoKota, 12. des. AP. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 50 fórust og yfir 200 slösuðust í öflugum jarðskjálfta í landamærahéruð- um Kólumbiu og Ecuador. Fjöldi húsa eyðilagðist í suðvesturhluta Kólumbiu. Sterkasti skjálftinn mældist 8,1 stig á Richter- kvarða, en alls urðu skjálftarnir þrir. Upphaf skjálftanna reyndist vera í 320 kílómetra fjarlægð í norðurátt frá Quito, höfuðborg Ecuador, og 640 kílómetra vestur af Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Mikil skelfing greip um sig þegar skjálftarnir riðu yfir um klukkan þrjú að nóttu að staðar- tíma, eða klukkan átta að íslensk- um tíma. Eyðilögðust 70% húsa í borginni Charcoa, en þar stóðu flest húsin á stiklum úti í vatni. Fyrir þremur vikum fórust í Kólumbíu 44 og yfir 500 slösuðust í skjálfta er mældist níu stig á Richter-kvarða. I STUTTU MALI Hækkar Nígeria olíuna? Ncw York, 12. desember. AP. SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum í dag skýrðu stjórnvöld í Nígeríu helztu olíukaupendum frá því að hugsanlega hækkaði hráolía í verði um áramótin og fatið af olíu af beztu gerð yrði selt á 30 dollara. Það yrði 30% hækkun á núverandi markaðsverði OPEC, en Nígería er einn stærsti framleiðandinn innan bandalagsins. Kunnugir segja að búast megi við álíka hækk- un á fundi OPEC í næstu viku. Eldur í olíustöð S»n Ju»n, 12. desember. AP. SPRENGING varð í hinni risastóru Corco-olíuhreinsun- arsamstæðu í nótt og var mikið eldhaf á svæðinu í dag. Tíu manns slösuðust í spreng- ingunni, sumir alvarlega. Eyðilagðist ein hreinsunar- stöð og tvær skemmdust mik- ið. Ekki er vitað af hvaða völdum sprengingin varð en grunur leikur á að þjóðernis- sinnaðir öfgahópar hafi átt hlut að máli. Skemmdirnar hafa verið áætlaðar a.m.k. 40 milljónir dollara eða 16 millj- arðar króna. Kínverjar taka þátt Gení, 12. descmber. Reuter. KÍNVERJAR tilkynntu Sam- einuðu þjóðunum að þeir ætl- uðu að taka sæti sitt á afvopn- unarráðstefnu Sþ á næsta fundi ráðstefnunnar í febrúar. Sæti þeirra hefur staðið autt frá því að þeim var boðin aðild í fyrra vegna stjórnmála- ágreinings við Sovétríkin. Ruperez heimtur úr helju Madrid. Burgos. 12. desember. AP. HRYÐJUVERKAMENN baska létu Javier Rupirez, þingmann Miðflokksins, laus- an í morgun eftir að hafa haldið honum í gíslingu í 31 sólarhring. Var Rupirez við góða heilsu og aðeins fjórum klukkustundum eftir að hann var látinn laus á vegarspotta nálægt Burgos átti hann fund með Adolfo Suarez forsætis- ráðherra og leiðtoga Mið- flokksins. KARAMELLU SAMKEPPMiH F O o 0 Snilldarkarlarnir HATTUR og FATTUR bjóöa öllum skemmtilegum krökkum á aldrinum 6-12 ára að taka þátt í sérstakri KARAMELLUSAMKEPPNI Hattur og Fattur hafa lofað að verðlauna tuttugu bestu karamelluuppskriftirnar með nýju hljómplötunni sinni HATTUR OG FATTUR KOMNIR Á KREIKen þaraðauki fá verðlaunahöfundar bestu uppskriftanna risapoka með alvöru karamellum frá NÓA. Reglurnar í Stóru karamellusamkeppninnl eru þessar: 1. Skrifaðu góða karamelluuppskrift á blað. (Pabbi og mamma mega hjálpa þér). 2. Skrifaðu nafnið þitt, heimilisfang og símanúmer á blaðið. Litaðu mynd af vagninum þeirra Hatts og Fatts og sendu hana til okkar. 4. Klipptu auglýsinguna út úr blaðinu, og sendu hana til okkar fyrir þann 20. desember næstkomandi. 5. Heimilisfangið er: Stóra Karamellusamkeppnin Hattur og Fattur Pósthólf: 5266 Reykjavík Þeir, sem velja svo bestu uppskriftirnar eru þeir Hattur, Fattur, Haraldur Skrípla- pabbi og karamellusérfræðingur frá Síríus og Nóa. Athugiöl Þessi samkeppni er stranglega bönnuð fullorðnu fólki! slsincir hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.