Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 7 r Þegar mikiö lá viö Alþýðuflokkurinn rauf vinstri stjórn í þann mund þing kom saman í haust, sem leiddi til þing- rofs og nýrra kosninga. Þá lá mikið á, að sögn forystumanna flokksins, að stððva þrátefli og stefnuleysi stjórnarflokk- anna, stokka upp spílin og takast tafarlaust á við hin brýnu og aðkallandi þjóðfálagsverkefni, ekki sízt á sviði dýrtíöarmála. Nú er vinstra þráteflið hafið á ný. Það er hægt farið af stað, segja flokksbroddar, og langt til lands nýrrar vinstri stjórnar. Þjóðin spyr: liggur ekki lengur á að ákveöa tafarlausar að- gerðir og hefjast handa? Hefur ekki verðbólgu- vandinn tútnað enn út? Er þðrf aögerða ekki enn brýnni en á haustdðgum? Fiskvinnslan í landinu er rekin með 4—5% tapi í dag, sem svarar til 5 til 6 milljarða halla á heilu ári, að sðgn Árna Benedikts- sonar í Mbl. í gær. Staða þessa undirstöðuat- vinnuvegar, sem er dæmigerð fyrir rekstrar- grundvöll framleiðsluat- vinnuvega, þjóðar- og gjaldeyristekjur hvíla þyngst á; þá verðmæta- sköpun er sníður okkur lífskjararamma, bæði sem þjóð og einstakling- um. Verðbólgan vex meö undrahraða og veikir sífellt rekstrarstöðu at- vinnuveganna, þ.e. at- vinnu- og afkomuöryggi almennings. En flokkarn- ir, sem slitu samvistum fyrir fáum vikum, fara sór hægt í vinahótum. Langt er til lands, segja þeir. Ekki er nóg með að samkomulag sá fjarri í mikilvægum málaflokk- um, sem þjóðarhag varða, heldur í málum eins og forsetakjöri á Alþingi. Mennirnir, sem vildu hafa hraðan á í haust, eru á hægagangi. Þeir lesa — hver fyrir annan — kosn- ingastefnuskrár á samn- ingafundum og hreykja sár af í fjölmiðlum. Eng- inn þeirra trúir í raun á samkomulagl Bíða þeir máske færis að flýja af hólmi; einhverrar mála- mynda afsökunar í jóla- gjöf frá forsjóninni? Það væri eftir öðrum hetju- skap þeirra. Uppvakningur vinstri stjórnar? Steingrímur Her- mannsson virðist taka vinstri-stjórnarverkefni sitt vettlingatökum. Sær- ingar hans — til að vekja upp þá vinstri stjórn, sem kratarnir gáfu dánarvott- orð á haustdögum — eru máttlitlar. Ekki að undra þegar höfð er í huga lýsing leiðara Alþýðu- blaðsins í gær á upp- vakningnum: „Það er óneitanlega nöturleg staðreynd, aö óstjórn þessarar sömu ríkisstjórnar, sem for- ystumenn Verkamanna- sambandsins töldu svo miklu skipta að fá yfir sig, skuli hafa leitt til stjórn- lausrar óðaverðbólgu, sem nú bitnar af mestum þunga á meöiimum Verkamannasambands- ins, og mun, ef ekkert verður að gert, jafnvel leiöa til atvinnubrests. — Það er einnig óneitanlega nöturleg staðreynd, að forystumenn Alþýðu- bandalagsins innan Al- þýðusambandsins skuli nú vera harðastir tals- menn óbreytts vísitölu- kerfis — og þar meö vaxandi launaójöfnuöar í landinu.“ Alþingi var sett í gær í skugga óvissunnar. Steingrímur Hermanns- son hrærir nú í óvissu- pottinum. Ekki er verklag hans traustvekjandi. Jafnvel forsetakjör á Al- þingi virðist utan hans sáttahæfni — a.m.k. enn sem komið er. Ekki glæsilegt ástand á kær- leiksheimili vinstri flokk- anna — meðan vanda- málin bíða. Þjóðin setti traust sitt á þetta þing, sem hún hefur nýkosið. Hversu lengi fá vinstri flokkarnir að leika sár — meðan verðbólgulogar svíða innviði þjóðfélags- byggingarinnar? Likt Gerö 301. Hátalari, sem hentar í bókahillu en fyllir stofuna meö tónlist. Lítill en hljómmikill. Eins og allir aörir Bose hátalarar notar gerð 301 endurkast frá veggjum til aö framkalla opiö, víöáttumikiö hljóö. Endurkastsstillir aölagar hljóm- buröinn þinni tónlist og þinni stofu. Þú færð mikið, eölilegt hljóö, sem þú býst ekki viö frá hátalara í þessum veröflokki. Þaö er engin tilviljun aö þessi hátalari er sá mest seldi í heimi. Líkara Ef þú vilt hljóö, sem er enn líkara lifandi tónlist, reyndu gerð 501. Hátalarinn stendur á gólfi og framleiöir bassa, sem fær veggina til aö nötra. Hátalararnir eru ekki eins en hannaöir þannig, að þeir vinna saman viö aö skapa frábæra stereotónlist meö mikilli fyllingu. Og þú getur notað endurkastsstilli til aö aölaga hljóminn aö stofunni þinni. Lifandi Líkast lifandi tónlist er gerö 601. Sex hátalarar í hvorum kassa eru nákvæmlega staösettir til aö fylla herbergiö meö hreinni, nákvæmri tónlist. Þessi staösetning veldur því, aö gerö 601 gefur einstaklega raunverulega tónlist. Víddarstillir gerir mögulegt aö aölaga hljóm- eiginleikana aö stofunni þinni. Gerö 601 skilar lifandi tónlist betur en nokkur annar hátalari. Nema einn. Toppurinn. Bose gerö 901 Hannaöur ... miðaö viö hátalara í venjulegum til að skila öllum víddum lifandi k.______ kössum. Sérsmíöaöir hátalarar með tónlistar og veita mestu hugsanleyu hárri nylm. Iramleiöa stórkostlegt hlustunaránægju Níu samhæföir hljóð án þess aö þörf sé fyrir stóra hátalarar i hvorum kassa skila tærum & dýra magnara. Hlustiö á Bose 901, hátónum og kraftmiklum bassatónum. eÍSMMHR|| þá er auövelt aö gleyma því aó þú Hljóöiö endurkastast eftir ákveönu ""■» sért aö hlusta á hátalara. Tónlistin kerfi, er skapar meiri tilfinningu fyrlr I W verður aðalatriðlð. Eins og þú værir rými en nokkur annar hátalari. I I aö hlusta á hana í fyrsta skipti. Lifandi. Kassinn er hannaöur á sérstakan I I Allar nánari upplýsingar um þessa hátt, er gerir Bose 901 mögulegt að 1 frábæru hétalara fáið þið í framleiöa bassa, sem er sérstakur verslunum okkar: ® heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Verslunarhúsnæði til sölu Til sölu er 243 ferm. verslunarhúsnæöi á besta stað við Síðumúla. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Davíð Sigurðsson h/f Síðumúla 35. Sími85855. Hagbeit Fáksfélagar: Hagbeitarlönd okkar verða smöluð sem hér segir: Ragnheiöarstöðum 15. des. veröa hestar í rétt kl. 10—11. Það er áríöandi að þeir, sem ætla aö hafa hesta sína þar í vetur komi svo þeir geti fariö inn á óbitið land, og það verður farið aö gefa þeim. Sunnudaginn 16. des. veröa þessi lönd smöluð: Saltvík, verða hestar í rétt kl. 11 —12. Dalsmynni, verða hestar í rétt kl. 13—14. Arnarholti, verða hestar í rétt kl. 15—16. Bílar verða á staönum til aö flytja þá. Æskilegt er að greiöa hagbeit og flutning á skrifstofu félagsins föstudaginn 14. des. kl. 13—18 og í allra síðasta lagi á smölunarstaö. Aö gefnu tilefni er óheimilt aö taka hesta úr hagbeitarlöndum okkar, nema aö starfsmaöur fé- lagsins sé viöstaddur. Síðasta smölun fyrir jók Tamningastöð veröur rekin á vegum félagsins í vetur og opnar hún 2. janúar. Tamningamaöur: Hafliöi Helgason. Hestamannafélagið Fákur. ^ - Það borgar sig að \ verzla tímanlega fyrir jolin Svínakjöt Læri í heilu .................. kr.2.390 kg. Bógar hringskornir m/ negulnöglum og lárviöarlaufum í heilu...... kr. 2.300 kg. Reyktir bógar í heilu m/ beini .. kr. 2.980 kg. Lundir ......................... kr. 4.800 kg. Hnakkar úrb. reyktir ........... kr. 4.390 kg. Kótilettur ..................... kr. 4.600 kg. Hamborgarhryggir ............... kr. 5.300 kg. Hamborgarhryggir úrbeinaöir .. kr. 6.500 kg. Viö minnum líka á kjúklingana, unghænurnar, nauta- kjötið, folaldakjötið og jólahangikjötiö. Grænmeti og ávextir, mikiö úrval og allt í jólabaksturinn Opið föstudag til kl. 20 laugardag til kl. 22 VDMURBL ^ Þverbrekku 8 Kópavogi. Símar 42040 og 44140. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.