Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 39 Kaupfélag Héraðsbúa gaf Eiðaskóla tölvu STJÓRN Kaupfélags Héraðsbúa ákvað á fundi sínum nýlega að úthluta kr. 500 þúsund úr menn- ingarsjóði sínum til Eiðaskóla vegna kaupa á tölvu til kennslu. í Eiðaskóla er kennsla á við- skiptabraut í tvo vetur og segir í Stofnað Líffræði- félag Islands Á ráðstefnu, sem haldin var á vegum Líffræðistofnunar Háskól- ans 9.—10. desember sl. var stofnað Líffræðifélag íslands. Markmið félagsins er að efla þekkingu í líffræði og auðvelda samskipti milli íslenskra líffræð- inga innbyrðis og milli þeirra og erlendra starfsfélaga. Félagið mun m.a. gangast fyrir mánaðar- legum fundum. þar sem líffræð- ingar skýra frá niðurstöðum rann sókna sinna, og verða fund- irnir öllum opnir. Félagar geta allir þeir orðið sem áhuga hafa á líffræði og vilja stuðla að framgangi hennar. Ráðstefnudagana skráðu sig í félagið um 100 manns, en íslenskir líffræðingar munu nú vera eitt- hvað á þriðja hundrað talsins. Stjórn félagsins skipa: Formað- ur: Agnar Ingólfsson, Líffræði- stofnun Háskólans, Ritari: Sig- ríður Guðmundsdóttir, Rann- sóknastofnun Háskólans í veiru- fræði, gjaldkeri: Stefán Aðal- steinsson, Rannsóknastofnun Landbúnaðarins. Nem staðar heitir hljómplata Æskulýðskórs KFUM og K, sem er nýkomin út. „Nem staðar“ hljómplata Æskulýðskórs KFUM og K KOMIN er á markaðinn hljóm- plata með söng Æskulýðskórs KFUM og K og nefnist hún „Nem staðar“. Hefur platan að geyma létta kristilega söngva er kórinn hefur sungið á undanförnum ár- um. Platan var tekin upp hjá Hljóðrita hf. á liðnu hausti og pressuð hjá Teldek í Þýskalandi. Stjórnandi kórsins er Sigurður Pálsson og upptökunni stjórnaði einn kórfélaga, Þröstur Eiríksson, en hann hafði einnig umsjón með útsetningum. Leikið er undir á píanó, bassa, slagverk, fiðlur, selló og flautu. í Æskulýðskór KFUM og K eru nú um 40 unglingar og hefur kórinn komið fram á ýmsum fundum og samkomum í Reykja- vík og nágrenni. Útgefandi plöt- unnar er KFUM og KFUK í Reykjavík. fréttabréfi KHB að mikill áhugi sé hjá kennurum og nemendum skól- ans að eignast slíkt tæki, sem sé orðinn svo snar þáttur í viðskipta- lífi. „Tölva er hins vegar ekki viðurkennd af yfirvöldum menntamála sem kennslutæki og hafa því þessir aðilar ákveðið að komast yfir þetta tæki sjálfir og hafa nemendur lagt úr nemend- asjóði fé frá fyrri árum til þessara kaupa. Stjórn kaupfélagsins ákvað að styrkja þetta framtak með áðurnefndri upphæð, ef það mætti verða til þess að greiða fyrir kaupunum og aðrir aðilar á við- skiptasviði færu að dæmi þess,“ segir einnig í fréttabréfinu. Kærkomnar jólagjafir Vinsælu sænsku barna skíöin og skautarnir aft- ur fáanleg VE RZLUNIN GEísiPé HASKOLABOLIR Tilvalin jolagjöf Ósvikin amerísk gæöavara á góöu veröi: kr. 5.500- Laugavegi 37 Sími 12861 • Laugavegi 89 Sími 10353 PER HANSSON: TEFLTÁ TVÆR HÆTTUR Þetta er ekki skáldsaga, þetta er skjalfest og sönn frá- sögn um Norðmanninn Gunvaid Tomstad, sem axlaði þá þungu byrði aö gerast nazistaforingi og trúnaðarvinur Gestapo, — samkvæmt skipunum frá London, — og til þess að þjóna föðurlandi sínu varð hann að leika hið sví- virðilega hlutverk svikarans, gerast foringi í einkaher Quislings. En loks komust Þjóðverjar að hinu sanna um líf og störf Gunvalds Tomstad og þá varð hann að hverfa. Og þá hófst leitin aö honum og öðrum norskum föður- landsvinum. Sú leit, framkvæmd af þýzkri nákvæmni, varð æsilega spennandi og óhugnanleg. K. SÖRHUS OG R. OTTESEN: BARÁTTA MILORG D 13 Þetta er æsileg og spennandi frásögn af norskum föður- landsvinum, harðsoðnum hetjum, sem væntu þess ekki að frelsið félli þeim í skaut eins og gjöf frá guðunum. Þeir stóðu augliti til auglitis við dauðann, lifðu í sifelld- um ugg og ótta um að upp um þá kæmist, að þeiryrðu handteknir og skotnir eða hnepptir í fangabúðir og pyndaðir. — Þessir menn börðust af hugrekki og kænsku, kaldrifjaðri ófyrirleitni og ósvífni, en einnig skipulagi og aga, fyrirhyggju og snilli. — Þessi bók er skjalfest og sönn, ógnvekjandi og æsilega spennandi, —■ sannkölluð háspennusaga. BARÁTTA MIL0RGD13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.