Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 47 Sigurmarkið 16 sek- úndum fyrir leikslok! • Haukur Ottesen skoraði sigur- markið. Þegar 16 sekúndur voru til loka leiks Hauka og KR í Haínarfirði i gærkvöldi, var staðan 24 — 24 og KR-ingar með knöttinn. Sókn þeirra var búin að standa í um 40 sekúndur og allt benti til þess að leiktíminn myndi renna út vegna þess að hver einasti KR-ingur ætlaði að brjótast í gegnum vörn Hauka, aukaköstin hrönnuðust upp og sekúndurnar tifuðu. En þá reif Haukur Ottesen sig upp, hann hafði haft frekar hljótt um sig í leiknum, en hann sýndi að aldrei má líta af honum, snaraði sér fram hjá þremur Haukum og skoraði sigurmarkið, 25—24, fyrir KR, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14—14. Tölurnar í fyrri hálfleik segja margt um leikinn. Fátt var um varnir og markvarslan fremur slök. Hún var þó þokkaleg hjá Haukum í fyrri hálfleik, en hlut- verkaskipti urðu í síðari hálfleik, þegar markverðir KR vörðu þokkalega. Allan leikinn skiptust liðin á um að skora, oftast höfðu Haukarnir 1—2 mörk yfir, en í fáeinum tilvikum skutust KR-ingar einu marki yfir. Eins og t.d. í lokin þegar mest á reið. Það má kannski segja að vendi- punkturinn í leiknum hafi verið á 53. mínútu. Þá voru Haukarnir einu marki yfir og fengu víti. Gísli Bjarnason varði hins vegar af snilld og aftur er einn Haukanna sveif inn af línunni eftir að hafa gripið frákastið. í staðinn fyrir að Haukar næðu tveggja marka for- Valur vann IS án erfiðleika VALUR vann léttan sigur yfir stúdentum i úrvaldseildinni í gærkvöldi. Leikið var í Hagaskól- anum og sigraði Valur 96:81 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 45:39 Val í hag. Þar með heldur Valur sér í hópi toppliðanna en ÍS vermir botnsætið sem fyrr. Stúdentarnir komu nokkuð á óvart til að byrja með og höfðu þeir forystu fyrstu 14 mínútur leiksins, mest 8 stiga forystu. En Valsmenn náðu góðum leikkafla í lok fyrri hálfleiksins og náðu forystu, sem þeir héldu til leiks- loka. Sigur Vals var aldrei í hættu, það var aðeins spurning um það hve stór sigur Vals yrði. Valsmenn léku ekki með neinum tilþrifum í gærkvöldi, miklu frek- ar traustan og öruggan körfu- bolta. Tim Dwyer var sem fyrr potturinn og pannan í leik liðsins, skoraði mikið og lék mjög góðan varnarleik. Hann fékk sína fyrstu Valur—IS 96:81 og einu villu rétt fyrir leikslok, sem er óvenjulegt þegar hann á í hlut. Þá átti Kristján Ágústsson góðan leik og sömuleiðis Ríkharð- ur Hrafnkelsson og Jón Stein- grímsson, sem er mjög vaxandi leikmaður. Torfi Magnússon var langt frá sínu bezta. Hjá ÍS var Trent Smock allt í öllu. Aðrir leikmenn stóðu honum langt að baki. Stig Vals: Tim Dwyer 34, Kristján Ágústs- son 20, RíkharAur Hrainkelsson 16. Jón Steingrimsson 10, Þórir Magnússon 8, Torfi Magnússon 6, Jóhannes Magnússon 2. Stig fS: Trent Smock 42, Gísli Glslason 12, Gunnar Thors 10, Bjarni Gunnar 8, Jón Hóftinsson 5, Ingi Stefánsson 4. Jón Otti og Sigurður Valur dæmdu leikinn vcl- — SS. Getrauna- spá M.B.L. 2 «5 Cfl S c 3 ac u 3 5 Sundav Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sundav Telegraph SAWTALS Bolton — iD.swich 2 X X X 2 X 0 1 2 Brinhton — Stokc 1 X X 2 i 1 3 2 1 Coventrv — Man. Utd. 2 2 2 X X X 0 3 3 Leods — Wolves 1 1 2 X X X 2 3 1 Livcrpool — Cr. Palacc 1 1 1 1 i 1 6 0 0 Man. ('ity — Ilcrhy X 1 X X i 1 3 3 0 Norwich — Bristol City 2 1 1 1 i 1 5 0 1 Nott. Forcst — Middlcsbr. X 1 1 1 i 1 5 1 0 Southamton — Evcrton 1 X 1 X i 2 3 2 1 Tottenham — Aston Villa 1 1 X 1 i 1 5 1 0 WBA — Arscnal 1 2 X X X X 1 4 1 Ncwcastlc — QI’R 1 2 1 X 1 1 1 1 1 ystu þegar svo skammt var til leiksloka, náðu KR-ingar knettin- um og Haukur Ottesen jafnaði, þannig að sjá má að þáttur Hauks var stór. Haukar—KR 24—25 Það var allan tímann mikill hraði í leiknum og oft brá fyrir stórskemmtilegum sóknarfléttum. Voru varnir liðanna eins og minkagreni þ.e.a.s. það voru fleiri inngangar/útgangar heldur en einn. Og allir voru í notkun. Þetta breyttist nokkuð í síðari hálfleik, en ætli það hafi ekki frekar verið vegna þess að hraðinn í leiknum var farinn að segja til sín í leikmönnunum, frekar en að varn- arleikurinn hefði batnað. Það er fáum hrósandi fyrir varnarleikinn að þessu sinni, en margir áttu sín augnablik í sókn- arleiknum, eins og Andrés, Árn- arnir báðir hjá Haukum og ekki síst Stefán Jónsson. Hjá KR bar Konráð Jónsson af og átti sinn langbesta leik með KR. Friðrik og Björn voru drjúgir og áður er minnst á þátt Hauks Ottesen. Markverðirnir voru hvorki góðir né slakir, Ólafur hjá Haukum var mjög sterkur í fyrri hálfleik, en varði lítið í þeim síðari, hann varði alls 8 skot í leiknum, en þeir Gisíi og Pétur hjá KR vörðu 6 skot hvor. SB- Þýsku liðin öll áfram LIÐ Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, tapaði 3—2 i síðari leik sínum í UEFA-keppn- inni í gærkvöldi, en þá mætti liðið Zbrojovka Brno í Tékkóslóv- akiu. Staðan í hálfleik var 1 — 1. Brno vann því samanlagt 5—3 og heldur áfram í átta liða úrslitum keppninnar. Mörk Brno skoruðu Jarusek, Kroupa og Janecka. Fyrir Standard skoruðu Edstrom og Matos. Brno sló lið ÍBK út úr keppninni fyrr í haust eins og mönnum er í fersku minni. 100 þúsund áhorfendur sáu leik Rauðu stjörnunnar frá Belgrad og Bayern Múnchen sem fram fór í Belgrad. Júgóslavneska liðið hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og staðan var 3—0 þeim í vil í hálfleik. En Þjóðverjarnir sýndu hvers þeir eru megnugir og áttu síðari hálfleikinn og skoraði Hö- ness þá tvívegis fyrir Bayern. Það nægði liðinu til áframhalds í UEFA-keppninni því fyrri leikn- um lauk 2—0 fyrir Bayern. Sigur þeirra var því 4—3 samanlagt. Þá sigraði Dinamo Kiev Loko- motiv Sofia 2—1 í Kiev í gær, en það dugði ekki til. Búlgaríumenn- irnir komast áfram á marki skor- uðu á útivelli, þar varð jafntefli 2—2 samanlagt. FC Kaiserslaut- ern sigraði ungverska liðið Diosg- yoer 6—1 á heimavelli sínum í gær. Kaiserslautern sigraði 8—1 samanlagt. Lið Péturs Péturssonar Feye- noord sigraði Eintracht Frankfurt 1—0 á heimavelli sínum í gær- kveldi en það dugði skammt því fyrri leik liðanna lauk með sigri Þjóðverja 4—1. Þeir komast því áfram. Það var Jan Peters sem skoraði mark Feyenoord, en 65.000 áhorfendur horfðu á leikinn í Rotterdam. Þá má geta þess, að Dundee Utd. og Aberdeen léku til úrslita um skoska deildarbikarinn á Hampden í gærkvöldi, Dundee vann 3—0. M Leeds ætti að koma til Eyjafjaróar“ SAMÚEL Jóhannsson, fyrrum markvörður Þórs og ÍBA á Akureyri er spámaður Mbl. þessa viku, en fréttamenn Mbl. ræddu við kappann í fyrrakvöld. Samúel er kannski ekki á vörum allra landsmanna, en hann er heimsfrægur á Akureyri, þannig að þetta er þáttur í byggðastefnu íþróttasíðu blaösins. Samúel er mikill áhugamaður um enska knattspyrnu. Hann heldur meö Leeds, þannig að þaö hafa skipst á skin og skúrir í vetur. „Ég er óhress með frammistööu minna manna í vetur, en hef þó engar áhyggjur, þetta kemur þara næst. Ég er líka ekki sáttur við hvernig haldið hefur veriö á málunum hjá félaginu, þannig var ég mjög óhress þegar liðiö seldi þá Joe Jordan og Gordon McQueen til Manchester Utd, McQueen var eftirlætisleikmaður minn hjá Leeds, nú eru þarna tómir nýliðar og strákar. Ef félaginu vantar leikmenn mæli ég með því að það sendi njósnara sína til Eyjafjaröar" sagði Sammi. „Það er varla hægt að eiga eftirlætisleikmenn í ensku knatt- spyrnunni, því að það eru alltaf sömu liöin í ensku knattspyrnunni hjá Bjarna Fel. Þó hef ég alltaf gaman að því aö sjá þá Billy Bremmer, Archie Gemmel og Ken Hibbitt". Þar sem Samúel er markvörður, var hann spurður um eftirlætismarkverði sína í ensku knattspyrnunni. „Þaö er auð- vitaö Gordon Banks. Clemmence er örugglega góður líka, en hann hefur alltaf svo lítiö að gera þegar maður sér til hans, að ég veit varla annað um hann en að hann er örvfættur og sparkar vel út“. Eftir þetta gáfulega svar, var samtalinu slitið, en aö lokum skulum viö líta á og læra utanbókar spá Samúels markvarðar. Bolton — Stokc 2 Brighton — Stoke 2 Coventry — Man. Utd x Leeds — Wolves 1 Liverpool — Cr. Palace 1 Man. City — Derby 1 Norwich — Bristol City x Nott. Forest — Middlesb 1 Southampton — Everton x Tottenham — Aston Villa x WBA — Arsenal 2 Newcastle — QPR x Samúel Tómas sigraði 80 ÁRA afmælismót KR I borðtennis fór fram í Laug- ardalshöllinni i fyrrakvöld. Allir bestu borðtennismenn landsins tóku þátt i mótinu. Sigurvegari varð Tómas Guðjónsson KR en hann sigraði Stefán Konráðsson Víking 3—2. Enduðu loturn- ar 21-14, 22-20, 14-21, 10—21 og 21—19. í þriðja sæsti varð Hjálmtýr Haf- steinsson KR og Ragnar Ragnarsson Erninum. ________-l>r. Borussia komst áfram BORUSSIA Mönchenglad- bach sló rúmenska liðið Craiova i UEFA-keppninni i knattspyrnu. Vestur-Þjóð- verjarnir töpuðu að vísu 1—0, í gærkvöidi í Búkarest en þcir sigruðu 2—0 í fyrri leik liðanna og komast þvi áfram á samanlagðri marka- tölu 2—1. Dómararnir sjá sjálfir um málið Deildarliðin islensku i körfuknattleik héldu með sér fund í fyrrakvöld og voru dómaramálin þar á dagskrá. KKÍ stjórnaði fundinum og var hann vel heppnaður og gagnlegur að sögn manna sem hann sátu. Þar var m.a. ákveðið að fela dómarancfnd framkvæmd kjarna málsins, en sú tillaga hafði komið fram að fá dómara erlendis frá til þess að halda hér námskeið. Dóm- ararnir sjálfir voru manna áhugasamastir og bíða menn nú átekta hvað gerist. Frakkarnir sigruöu FRANSKA liðið ST Etienne tryggði sig í átta liða úrslit UEFA-keppninnar i gær- kvöldi er liðið gerði jafntefli við Aris frá Grikklandi 3-3. Fyrri leik liðanna sem fram fór í Frakklandi lyktaði með sigri ST Etienne 4-1, þannig að samanlagt sigraði liðið 7-4. Arsenal tapaði AUKALEIKIRNIR í 8-liða úrslitum enska deildarbik- arsins fóru fram í gærkvöldi og í fyrrakvöld. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: Not. For. — West Ham 3—0 Swindon — Arsenal 4—3 Wolves — Grimsby 1 — 1 t öllum leikjunum þurfti að framlengja. Athygli vek- ur tap Arsenal gegn Swind- on, en fyrir 10 árum vann Swindon Arsenal 1 úrslita- leik þessarar keppni. Var Swindon þá einnig í 3. deild og Arsenal sem fyrr 1. deildar-risi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.