Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Óbætanlegt tjón á tengslum ríkjanna — ef gislunum verður ekki sleppt bráðlega Teheran, Brílssel, París, Washington, Suva, Manila, 12. desember. AP-Reuter. EMBÆTTISMENN í bandaríska utanríkisráðu- neytinu sögðu í dag, að ef gíslarnir í bandaríska sendiráðinu yrðu ekki leystir úr haldi mjög bráð- lega væri hætt við að „óbætanlegt og varanlegt“ Karpov sigr- aði Hannes Moskvu. 10. desember. AP. ANATOLY Karpov heimsmeist- ari í skák bar sigurorð af 16 erlendum diplómötum í hrað- skákmóti í utanríkisráðuneyti Sovétríkjanna í gær. Meðal þeirra sem Karpov sigraði voru Hannes Jónsson sendiherra íslands, Juan A. Ona sendifull- trúi Filipseyja og Khurshid Ham- id sendifulltrúi Bangladesh. „Það kom mér á óvart hversu lengi ég hélt í við Karpov," sagði Hannes Jónsson í viðtali við Tass-fréttastofuna. Hann lék svörtu mönnunum og sagðist hafa haldið út í 22 leiki, „eða fimm fleiri en ég átti von á“. Að mótinu loknu hélt Karpov fyrirlestur um skák fyrir viðstadda gesti. tjón yrði á tengslum Bandaríkjanna og Irans. Sögðu embættismennirnir, að ef gíslunum yrði sleppt innan viku til 10 daga væri hægt að komast hjá meiri háttar áfalli fyrir samskipti ríkjanna. Námsmennirnir, sem halda sendiráðinu, sögðu í dag, að þeim væri ókunnugt um að Sadegh Ghotbzadeh utanríkisráðherra írans hefði lofað erlendum sendi- mönnum að þeir fengju að tala við gíslana. „Og ef eitthvað í þeim dúr kæmi til greina þá yrði það okkar að að skýra frá því. Enginn utanaðkomandi getur verið tals- maður okkar," sögðu námsmenn- irnir. Dómstóll í París neitaði í dag að verða við kröfum seðlabanka írans að útibúi City Bank í París verði skipað að afhenda 50 millj- ónir dollara, sem íranir eiga í útibúinu. Ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) lýstu í dag yfir stuðningi, án skuldbindingar, við efnahags- aðgerðir Bandaríkjanna gegn Irönum vegna deilu þjóðanna um gíslana sem eru í haldi í Teheran. Útlendingaeftirlit Filipseyja neitaði í dag 20 írönskum náms- mönnum og einum íraka um landvistarleyfi og sendi þá með flugvél til Bangkok fjórum Þetta gerðist 1978 — íranski herinn bælir niður óeirðir þar sem a.m.k. 40 biðu bana og 600 særðust. 1970 — Oldrich Cernik fv. for- sætisráðherra rekinn úr tékk- neska kommúnistaflokknum. 1969 — Bretar samþykkja að flytja herlið sitt frá Líbýu. 1967 — Gagnbylting bæld niður í Grikklandi og Konstantín kon- ungur flýr til Rómar. 1950 — Marshall-aðstoð við Breta hætt. 1945 — Frakkar og Bretar lofa að flytja herlið sitt frá Sýr- landi. 1944 — Japönsk sjálfsmorðs- flugvél brotlendir á bandaríska tundurspillinum „Nashville" og 133 bíða bana. 1939 — Orrustan á Rio de la Plata hefst með þátttöku þýzka vasaorrustuskipsins „Graf Spee“. 1937 — Japanir taka Nanking. 1935 — Benes verður forseti Tékka í stað Masaryks. 1921 — Washington-sáttmáli Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Japana. 1918 — Bandaríkjamenn sækja yfir Rín við Koblenz. 1916 — Þjóðverjar senda Bandamönnum friðarorðsend- ingu — Bretar hefja nýja sókn í Mesópótamíu — Um 9,000 aust- urrískir hermenn fórust í snjó- flóði í Ölpunum. 1897 — Rússar taka Port Arth- ur við Gulahaf. 1862 — Orrustan við Fred- ericksburg. 1808 — Madrid gefst upp fyrir Napoleon Bonaparte. 1789 — Austurrísku Niðurlönd lýsa yfir sjálfstæði Belgíu. 1577 — Sir Francis Drake fer í hnattsiglingu sína frá Plymouth. 1570 — Danir viðurkenna sjálf- stæði Svía með Stettin-friðnum. klukkustundum eftir að þeir komu með áætlunarflugvél frá Tókýó. Þrír íranskir námsmenn, er teknir voru fastir í San Francisco í síðasta mánuði og gefið að sök að hafa brotið reglur útlendingaeft- irlitsins, lögðu í dag fram stefnu og kröfðust rúmra hundrað þús- und dollara í skaðabætur. Sögðust námsmennirnir hafa orðið fyrir líkamsmeiðingum af hendi lög- reglunnar þegar hún réðst inn í íbúð þeirra um nótt og tók þá fasta, en þeir voru í fangelsi í fáeina daga. Ratu Sir Kamises forsætisráð- herra Fiji bauð Iranskeisara í dag að kaupa eina af Fiji-eyjum þar sem hann gæti átt athvarf. Um 300 íranskir s lugvellinum í Teheran hótuðu fall ef ekki yrði orðið við krö til Líbanon og berjast þar fyrir skæruliðasamtök Palestínumanna, PLO. Á myndinni sem tekin var á flugvellinum er verið að kenna sjálfboðaliðunum meðferð vopna. Sprenging í stöðvum fulltrúa Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum New York, Moskvu, 12. desember, AP-Reuter. AÐ MINNSTA kosti sex manns slösuðust er öflug sprengja sprakk í bygg- ingu sendinefndar Sov- étríkjanna hjá Sameinuðu 1545 — Trent-ráðstefna þýzkra mótmælendaprinsa gegn Karli V. Afmæli. Heinrich Heine, þýzkt skáld (1797-1856) - Ernst Werner von Seimens, þýzkur verkfræðingur (1816—1892). Andlát. Donatello, myndhöggv- ari, 1466 — Jan Vermeer, list- málari, 1675 — Dr. Samuel Johnson, rithöfundur & orða- bókahöfundur, 1784. Innlent. Útför Jóns Sigurðsson- ar frá Garnison-kirkju 1879 — d. Hannes Hafstein 1922 — f. Jón Þorláksson á Bægisá 1744 — d. Jón bp Sigurðarson 1343 — Haraldur Níelsson prófessor 1928. Orð dagsins. Það er eins erfitt að semja slæma bók og góða — Aldous Huxley (1894—1963) þjóðunum í New York í nótt. Yfirvöld í Moskvu veittust harð- lega að stjórnendum New York borgar í dag og sökuðu þau um að vera ófær um að verja diplómata aðgerðum „afturhaldssamra hryðjuverkahópa". Fylking er andsnúin er Castró Kúbuforseta, Omega Seven, lýsti ábyrgð sinni á sprengingunni, en sömu aðilar lýstu ábyrgð sinni á sprengingu í byggingu sendinefnd- ar Kúbu hjá SÞ í síðustu viku. Einnig hefur hópur þjóðernis- sinna frá Úkraínu lýst ábyrgð sinni á sprengingunni í nótt. Larsen sigraði Buenos Aires, 12. desember. Reuter. DANSKI stórmeistarinn Bent Lar- sen hefur tryggt sér sigur á Clarin- mótinu þegar tvær umferðir eru ótefldar. Hefur hann tveggja og hálfs vinnings forskot á næstu menn. I gærkvöldi gerði Larsen jafntefli við Gheorghiu í 48 leikjum. Migeul Najdorf sigraði landa sinn Tempone og er í öðru sæti með sjö vinninga, en Tony Miles, sem tapaði fyrir Quinteros, er í þriðja sæti með 6Vfe vinning. Veður víða um heim Akureyri 1 hólfskýjað Amsterdam 8 skýjaó Aþena 17 skýjaó Barcelona 16 lóttskýjaó Berlín 2 skýjaó BrUssel 9 heiðskírt Chicago 14 skýjaó Frankturl 11 rigning Ganf 8 skýjaó Helainki +13 heióskírt Jerúaalem 11 heióskírt Jóhanneaarborg 24 rigning Kaupmannahöfn 0 heiöakírt Laa Paimaa 20 skýjaö Liaaabon 17 rigning London 8 skýjaó Loa Angelea 19 heióskírt Madríd 14 skýjaó Malaga 21 skýjað Mallorca 18 hólfskýjaó Miami 24 heióskírt Moskva +1 skýjaó New York 18 heiðskírt Óaló +5 heióskírt Paría 11 skýjaó Reykjavík 1 frostrigning Rio de Janeiro vantar Rómaborg 18 skýjaó Stokkhólmur +3 skýjaö Tel Aviv 18 heió8kírt Tókýó 10 heiÓ8kírt Vancouver 8 skýjaó Vínarborg 15 skýjaó Vígbúnaður Varsjárbandalags- ins langt umfram varnarþörf Frá fréttaritara Morgunblaðsins í BrUssel, Birni Bjarnasyni. HAROLD Brown varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna hvatti samaðila sina að Atlantshafs- bandalaginu til þess að sýna i verki stuðning sinn við Banda- ríkjamenn í baráttu þeirra fyrir þvi að fá gíslana í íran leysta úr haldi. I ræðu á fundi varnarmálaráðherra bandalags- ins hér í morgun setti Brown fram þessa ósk, og er hún liður í almennri viðieitni Bandaríkja- stjórnar til að fá sem flest ríki tii að láta i ljós andúð sina á framferði írana. Að sögn tals- manns Atlantshafsbandalagsins hlaut beiðni Brown jákvæðar undirtektir. Hefur verið rætt um viðskiptabann á íran eða aðrar efnahagslegar aðgerðir í þessu sambandi. I lokayfirlýsingu, sem birt var eftir fund varnarmálaráðherr- anna, lýsa þeir yfir áhyggjum sínum vegna sífellt meiri vígbún- aði Varsjárbandalagslandanna, sem sé miklu öflugri en nauðsyn beri til með hliðsjón af varnar- þörf landanna. Ráðherrarnir leggja áherzlu á að samhliða því sem öryggi Atlantshafsbanda- lagslandanna sé tryggt með varnarviðbúnaðar sé nauðsynlegt að finna leiðir til afvopnunar. ítreka ráðherrarnir stuðning sinn við SALT-2 samkomulagið og hvetja til staðfestingar á því, en það er nú til umræðu á Bandaríkjaþingi. Jafnframt telja ráðherrarnir æskilegt að sem fyrst komist skriður á viðræð- urnar í Vínarborg um jafnan og gagnkvæman samdrátt herafla. Ráðherrarnir vekja athygli á því að hernaðarútgjöld Sov- étríkjanna aukist um 4—5% að raunverulegu verðmæti árlega, og nú verji Sovétmenn 11—13% af þjóðarframleiðslu sinni til hermála. Er það niðurstaða ráð- herranna að hernaðarmáttur Varsjárbandalagsins ásamt við- leitni Sovétríkjanna til að auka áhrif sín og ítök um heim allan sé mikil ógnun fyrir Atlantshafs- bandalagið, og hún aukist stöð- ugt. Varnarmálaráðherrarnir ræddu þann árangur, sem náðst hefur við framkvæmd á langtíma áætl- un Atlantshafsbandalagsins um eflingu varna aðildarríkjanna og telja þeir að almennt geti menn vel við hann unað. í yfirlýsingu sinni ítreka þeir þá heitstreng- ingu, sem fyrst var fram sett 1977, að bandalagsríkin skuli árlega auka fjárveitingar sínar um 3% að raunverulegu verð- mæti. En á blaðamannafundi eftir varnarmálaráðherrafund- inn kom fram að ekki hefðu öll bandalagsríkin staðið við þessa skuldbindingu. I síðasta kafla yfirlýsingar sinnar leggja ráðherrarnir áherzlu á nauðsyn þess að Atl- antshafsbandalagslöndin sýni pólitíska samstöðu og samheldni andspænis endurteknum tilraun- um Sovétríkjanna til að veikja staðfestu þeirra, og í því skyni að koma í veg fyrir að aðildarríkin grípi til réttmætra og viðunandi varnarráðstafana. Fundi varnarmálaráðherr- anna, sem hófst í gær, lauk fyrir hádegi í dag, en síðdegis var haldinn sameiginlegur fundur varnar- og utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins um Evrópu-kjarnorkuvopnin og endurnýjun á eldflaugavarna- kerfi bandalagsins, en niðurstöðu þess fundar er lýst á öðrum stað í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.