Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 11 Hvers virði er menning? sköpum fyrir ríkisbúskapinn að klípa af slíkri rausnartölu. En hana má lesa úr frumvarpi því til fjárlaga, sem lagt var fyrir alþingi í haust, en trúlega er til endur- skoðunar um þessar mundir. Heildartala útgjalda í þeim fjár- lögum, nemur drjúgum 330 millj- örðum og það er sem sagt ekki hálft prósent af þeirri tölu, sem rennur til samanlagðrar skapandi mennigarstarfsemi. Af þessari heildartölu er rúmlega 46% millj- arður afgreiddur um menntamála- ráðuneytið. Aðeins 3.2% af þeirri upphæð fer í áðurgreinda menn- ingarstarfsemi, en 96.8% til ann- arra menntamála og þar náttúr- lega drýgst í skólakerfið. En í þessum 3.2% af fé menntamála- ráðuneytisins eru framlög til Listasafns íslands, Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Þjóðleikhúss- ins, Listasfns Einars Jónssonar, Listasafns Asgríms Jónssonar, til Leikfélags Reykjavíkur og Leikfé- lags Akureyrar, til annarrar leik- listarstarfsemi, til Bandalags ísl. leikfélaga, heiðurlaun listamanna, til allra listamannalauna annarra, rithöfundasjóðs, starfslaun lista- manna, kvikmyndasjóður, menn- ingarsjóður, fé til norræns menn- ingarsamstarfs o.s.frv. o.s.frv. Auðvitað eru mörg mál önnur sem flokka má undir menningu, amk., siðmenningu, en mönnum ætti samt af ofangreindri upptalningu að vera ljóst, við hvers konar menningarmál er átt, nefnilega einmitt það sem verið er að telja almenningi trú um að se að setja ríkisbyttuna á hausinn. En það var þá verið að ræða um 0.46%! Við þessar upplýsingar fer það að verða skiljanlegt, hvers vegna Leikfélag Reykjavíkur og Leikfé- Nokkrar spurningar til stjórn- málamanna lag Akureyrar afla ríkissjóði með söluskatti svipaða fjárhæð og styrkur þeirra nemur, þannig að styrkurinn er ekkert annað en bókhaldslegt gabb; sama máli gegndi meira áð segja þar til nú a ðustu dögum um stuðninginn við áhugaleikfélögin. Þá fer einnig að verða skiljanlegra, svo ég haldi áfram að tíunda staðreyndir um þær listgreinar, sem ég er hand- gengnastur, hvers vegna frjálsir leikhópar eru í því fjársvelti, að framtíð þeirra hangir á bláþræði. Þá er og skiljanlegt, hvers vegna óperustarfsemi er ekki öflugri hér á landi en raun ber vitni, þrátt fyrir ótvíræð fyrirmæli í lögum, vegna þess að í umræddu fjárlaga- frumvarpi er gert ráð fyrir 0.00 krónum til þeirrar starfsemi. Sama, hvers vegna dansarar í íslenska dansflokknum eru all- mörgum launaflokkum undir byrj- endum í leikarastétt og er ekki ætlaður. einn einasti eyrir til að koma fram fyrir fólk. Og þá skýrist einnig, hvers vegna Þjóð- leikhúsið neyðist til að draga saman seglin, þrátt fyrir að það hefur eitt sambærilegra leikhúsa á Norðurlöndum aflað um 34— 36% rekstrarfjár síns með eigin tekjum, í stað 10—15%, sem annars staðar er algengast; und- anfarin 7 ár hefur áhorfendafjöldi leikhússins verið sem næst 120.000 á hverju ári og eru sambærilegar tölur óþekktar annars staðar í heiminum, og þetta hefur verið að gerast samtimis því, að íslensk leikritun hefur risið upp til átaka og orðið almenningseign, en íslenskt leikhús í fyrsta skipti vakið eftirtekt erlendis í hópi hins besta. Er þafsú viljayfirlýsing almennings, sem í þessum aðsókn- artölum felst, einskis virði? Ég hygg stjórnmálamenn þurfi að staldra við og hugsa dæmið upp á nýtt áður en í óefni er komið. Ef menn fara að velta fyrir sér menningarmálastefnu, mætti hafa eftirfarandi atriði til hliðsjónar: 1. Hvernig má skapa forsendur fyrir menningarlegri og listrænni nýsköpun? 2. Hvernig má standa vörð um menningu fyrri tíma og vinna að því, að arfurinn verði þáttur i endursköðun hvers tíma? 3. Hvernig má stuðla að auðg- andi menningarskiptum við aðrar þjóðir? 4. Hvernig má að því vinna, að menningarverðmæti verði sem jafnast aðgengileg öllum þegnum þjóðfélagsins? 5. Hvernig á að standa vörð um áerkenni íslenskrar tungu og um tjáningarfrelsi einstaklingsins? Hvers virði er menning, var spurt hér í upphafi. Auðvitað verður menning aldrei metin til fjár. En er ekki hætta samt, að menningin sé metin of lítils viðri. Lítilsvirt menning, er það sá hornsteinn, sem er stöðugri sjálf- stæðisbaráttu þessarar þjóðar nóg? Jólablað Æskunnar ÚT ER komið Jólablað Æskunn- ar, 100 síður. Meðal efnis má nefna: Fyrsta jólagjöfin, eftir Vera Pewtress, Fyrsti jólasöngur- inn, Jólin koma, eftir Skúla Þor- steinsson, Æskan, hugleiðing á jólum, eftir Skúla Þorsteinss, Úr bókinni Móðir og barn, eftir Ta- gore, Gunnar Dal þýddi, Sannkall- aðar perlur úr djúpi barnhreinnar skáldsálar, ritverk H.C. Andersen, Louvre safnið, stærsta safn í heimi, Varðeldar, ljóð eftir Jón Oddgeir Jónsson, Jól í Andabæ, eftir Walt Disney, Jólin hans bangsa, Jólaprédikun, eftir Sigurð H. Þorsteinsson, Jól á bernsku- heimili mínu, eftir Önnu Borg Reumert, Ævi ævintýraskáldsins H.C. Andersens, Litla njósnasag- an, Jólaköttur frá Ainsworth, Ket- ill Larsen segir frá jólasveinunum vinum sínum, Bernskuminningar, eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Heit- asta ósk mín, börnin skrifa á barnaári, Ballett eftir Katrínu Guðjónsdóttir, Afrískir skóla- drengir segja frá, Guðrún Guð- jónsdóttir þýddi, Leikrit Æskunn- ar, Gleraugun hennar ömmu, Líf- fræðileg furðuverk, Hvíta lambið, skoskt ævintýri, Hring á þeirra fingur, saga hringsins, Gjöf barnsins, eftir Kristján Jónsson, Undrabarnið Aljosha, Vitringarn- ir og Jesúbarnið, eftir Felix Timmermann, Sigurður H. Þor steinsson þýddi, Hvað gera rauðu og hvítu blóðkornin?, Hvers vegna hnerrum við?, Hvers vegna er sumt fólk dvergar?, í leit að leiksystkini, Pop-hljómsveit, Kveðjur til Æskunnar 80 ára, Útsölumenn Æskunnar kynntir, Vögguljóð, eftir Sig. Júl. Jóh., Hvers virði er Biblían?, Flugþátt- ur, Ferðist um landið, Hvað viltu verða, Þáttur um frímerki, eftir Pál Gunnlaugsson, Dómkirkjan í Reykjavík, Afmælisbörn Æskunn- ar, Varist slysin, Barnahjal, Gagn og gaman, Diana Ross, Hans og Gréta, Spakmæli, Þekkirðu land- ið?, Búið til gestaþrautir, Loft- speglarnir, Góð ráð, Hver litar bestu myndina?, Myndagáta, Krossgáta, Heilabrot, Skrýtlur, Tívolí-spilið og m.fl. Ristjóri er Grímur Engilberts. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Aöalstræti 6 simi 25810 Opiö föstudag til kl. 7 og iaugardag til kl. 10. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Laugavegi 66 sími frá skiptiboröi 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.