Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 22 Predikun í dómkirkju við þingsetningu í gær „Fram í hugann kemur örstutt frásögn, sem mig langar ti! að hefja mál mitt á í dag. Hún greinir frá atburði, sem gerðist fyrir nærfellt 350 árum í nóvembermánuði árið 1630. Þá hafði hinn grimmilega trúar- bragðastyrjöld, sem venjulega er nefnd þrjátíu ára stríðið, geisað um 12 ára skeið. En aðalvettvang- ur þess hildarleiks var Þýzkaland, svo sem kunnugt er. — Fjöldi hraustra drengja var þá þegar fallinn í valinn, akrar komnir í órækt, blómlegar byggðir eyddar. Öll þjóðin stundi undir sársauka stríðsins. Hvar sem herlið fór um var allt lagt í eyði. Þetta umrædda kvöld sat rosk- in kona heima hjá sér á litlum bóndabæ utarlega í saxnesku smáþorpi. Sonur hennar sem var um tvítugt var nýkominn heim með þær fréttir, að sveit spænskra hermanna, sem alkunn- ir voru fyrir grimmd, væri á ferð þar nálægt og myndi að líkindum koma í þorpið um nóttina. Fólkið var allt miður sín af hræðslu og kvíða. Ungi maðurinn lagði fast að móður sinni að flýja með sér upp í fjöllin, þar sem þau væru óhult fyrir hinum grimmu fjendum. En hún var ófáanleg til þess. Hún sagði, að þau væru undir vernd Guðs og að hann hefði bæði vilja og mátt til að varðveita þau frá hvers konar voða og grandi, ef þau aðeins bæru gæfu til að fela honum vegu sína — og setja allt sitt traust á hann einan. — Hún hvatti son sinn til þess að leita styrks í bæninni — í bæn til hans, sem aldrei bregzt bróður eða systur, er til hans leitar á neyðarstundu. Hún minnti hann á_ hið heilaga fyrirheit Drottins: „Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig“. Sjálf kveikti hún á lampa, — tók sálmabókina sína — og fór að syngja sálm, sem byrjaði á þess- um orðum: „Gjör, Drottinn, garð í kringum oss“. Sonurinn bað hana að vera ekki að þessari vitleysu. Hann sagði, að söngurinn og lampaljósið hlytu að draga að sér athygli óvinanna — og þannig væri hún — að óþörfu — að stofna þeim í enn meiri hættu. En móðirin sat við sinn keip — og hélt stöðugt áfram að syngja: „Gjör, Drottinn, garð í kringum oss“. „Hvernig heldurðu, að Drottinn geti gjört garð í kringum okkur?“ spurði sonurinn, með talsverðri þykkju. — „Þú veizt þó vel, að tímar kraftaverkanna eru löngu liðnir." „Drottinn getur það, ef honum þóknast," svaraði móðirin stillilega, hélt áfram að syngja — og biðjast fyrir alla nóttina. Þegar birti af degi herti sonur- inn upp hugann og bjóst til að fara út og skyggnast um. En þegar hann ætlaði að opna dyrnar þá stóð hurðin föst. Hann komst alls ekki út. Hvað hafði gerzt? Stór snjóskafl hafði hlaðizt upp með húsveggnum — og hulið húsið fyrir óvinunum, sem höfðu komið um nóttina, farið um þorp- ið með ránum og manndrápum — og gert einhvern óskunda á nær- fellt hverju heimili. Ekki er það ætlun mín virðu- legu áheyrendur, að gera styrjald- ir að umræðuefni hér í dag, þótt ég hafi rifjað upp þessa sögu, sem gerðist á hörmulegum styrjald- artíma. — En hitt vildi ég, að hún Séra Björn Jónsson: mætti minna okkur á, að alltaf, — og ekki sízt þegar erfiðleikar sækja að og vanda ber að höndum, þá eigum við kost á þeim varn- armúr sem ekki bregzt, þegar þangað er leítað í öruggu og einlægu trúnaðartrausti. Sá varn- armúr er ekki af manna höndum reistur, heldur af Guði gjörður. Því það er eilíflega satt, sem segir í orðunum, er ég valdi mér að texta, að „Guð er oss hæli og styrkur — og örugg hjálp í nauðum". Og það er áreiðanlega hin fyllsta þörf fyrir okkur, sem hér erum saman komin í dag, og fyrir íslenzku þjóðina alla, að biðja á sama hátt og saxneska móðirin forðum: „Gjör, Drottinn, garð í kringum oss“. En það eitt ér þó ekki nóg, að nota orðin hennar. Hugarfarið, sem á bak við bjó, verður einnig að fylgja með. Bænin verður að vera fram borin í þeirri innri fullvissu, að við séum að tala við lifandi og ástríkan föður, sem hefir bæði viljann og máttinn til þess að gera okkar veiku og ófullkomnu bænir að dásamlegum veruleika. Þá sannreynum við sjálf fyrirheit Frelsarans, Jesú Krists, er hann segir: „Biðjið og yður mun gefast“. En það bezta og blessunarrík- asta við bænina er þó ekki það, að við beinlínis fáum það, sem við biðjum um hverju sinni, heldur hitt, að hún er farvegur guðlegra lífsstrauma inn í þær sálir, sem opna sig fyrir krafti hennar og sá, sem biður, færist nær Guði og öðlast nánara samfélag við skap- ara sinn og föður. í því er hin æðsta blessun bænarinnar fólgin. Mjög margir mestu og beztu menn veraldarinnar hafa verið bænarinnar menn. Það er stað- reynd, sem erfitt er að mæla á móti. Ég bendi í því sambandi á Abraham Licholn, forseta Banda- ríkjanna, sem tók sínar stóru ákvarðanir á hnjánum í bæn — fyrir augliti Guðs. Og ef við horfum til okkar eigin þjóðar, þá kemur Jón Sigurðsson forseti fyrst fram í hugann. Það hefur mikið og að verðleik- um verið um hann rætt opinber- lega nú á næstliðnum dögum í sambandi við nýafstaðna 100 ára ártíð hans. En ég hef þó hvergi séð eða heyrt þess getið, sem þó var staðreynd, að hans mikla köllunarhlutverk — og sú óbilandi forysta, sem hann veitti íslenzkri þjóð á örlagatímum, átti sinn trausta grundvöll í kristinni trú, — og í bæninni öðlaðist hann þolgæði, þrek og styrk til þess að vera og vinna þjóð sinni það, sem raun bar vitni um. „Minn Guð, lítið afrekaði ég, en ávöxt þess legg ég á fótskör þinnar líknar og blessunar". Þessi auðmjúku bæn- arorð eru eftir honum höfð undir leiðarlokin. Og sá vígði þáttur, sem trú og bænrækni voru í lífsvef Jóns Sigurðssonar, má ekki gleymast. Mundi ekki einmitt þar vera að finna lykil þeirrar bless- unar og giftu, sem hann varð aðnjótandi, er hann leiddi þjóðina fyrstu og erfiðustu skrefin frá aldalangri áþján — og markaði henni þá frelsisbraut, sem að lokum leiddi tii stofnunar lýðveld- isins á afmælisdegi hans árið 1944. Sú er a.m.k. sannfæring mín. Og þannig varð Jón Sigurðsson og ævistarf hans dýrlegt svar við samstilltri bæn íslenzku þjóðar- innar: „Gjör, Drottinn, garð í kringum oss“, óhrekjandi stað- festing þess fyrirheits, sem okkur er í heilögu orði gefið, að „Guð er oss hæli og styrkur — og örugg hjálp í nauðum". Við erum hér saman komin til guðsþjónustu í upphafi alþingis- setningar á næsta óvenjulegum árstíma, — því nú eru senn komin jól. Um orsök þess skal ekki fjölyrt hér, enda öllum í fersku minni. En hitt er víst að sjaldan hafa meiri, stærri og erfiðari vandamál beðið úrlausnar nýkjör- ins alþingis en nú í dag. Ég veitti því eftirtekt, þegar fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka, sem nú eiga sæti á Alþingi, komu fram í sjónvarpi, og létu í ljós álit sitt á framtíðarhorfum, að afloknum kosningum þá voru þeir allir sammála um eitt atriði, — þó svo að ágreiningur væri um, hvaða leiðir fara skyldi, til þess að ná því marki: „Það þarf að reisa varnargarð gegn verðbólgunni", sögðu þeir. Og einn komst svo að orði: „Það verður að byggja girð- ingu, þar sem enginn staur má bresta". Það var á meðan ég hlýddi á þessar umræður, sem hún kom fram í huga minn saxneska móð- irin — og bænin hennar: „Gjör, Drottinn, garð í kringum oss“. Miklir örlagatímar eru upprunnir yfir íslenzka þjóð. Senn kveður kaldasta ár þessarar aldar. Af- koman úti á landsbyggðinni var víða langt neðan við meðallag á þessu liðna sumri. Ofveiði vofir yfir mörgum nytjamestu fisk- stofnum á miðum landsins. Og ofan á allt þetta — og ótal margt fleira, sem höllum fæti stendur í hinum ytri, tímalegu efnum þjóð- félagsins, bætist sá margumræddi ógnvaldur, sem verðbólga nefnist — og virðist stefna að því, hröð- um skrefum, að leggja íslenzkt efnahagslíf í rúst. — Og í réttu hlutfalli við ytri aðstæður hriktir einnig í innviðum þjóðlífsins. Við verðum í sívaxandi mæli vitni að hnignandi siðgæðisvitund, ábyrgðarleysi, svalli, nautnasýki og ofbeldishneigð, svo fátt eitt af mörgu sé upp talið. Þeim sviðum, sem heilög eru í vitund einstaklinga og þjóðar virðist alltaf fara fækkandi. Af- helgun á sér víða stað — og lotning dvínar. — Hvað veldur? I hinu gegndarlausa kapphlaupi um efnisleg gæði hefur Guð ekki verið tekinn með í reikninginn, jafnvel talinn óþarfur. Við verð- um að játa, hvort sem við gerum það með stolti, kæruleysi — eða blygðun, að við höfum gleymt Guði, — snúið baki við honum. — En þannig er því ekki farið frá hans hálfu. Hann elskar okkur — og bíður þess, að við stígum fyrsta skrefið til móts við sig. — Hann vill vera okkur hæli og styrkur — og örugg hjálp í nauðum. Það var einu sinni sagt á þessum stað — við sama tækifæri og nú: „Kristindómurinn er allur fólginn í einu orði: Iljálp, — að láta hjálpast, verða hólpinn, þiggja Guðs örlátu hjálp vakandi huga, — og verja það, sem þú þiggur af Guði öðrum til hjálpar, — að hjálpast af Guði og hjálpast að — það er vilji Guðs; ríki Guðs. Enginn hefur lagt ríkari áherzlu á þetta en Lúther: Að þjóna guði er að þjóna mönnunum, sem húsfað- ir, yfirboðari eða undirgefinn, löggjafi eða þegn, eftir þeirri stöðu, sem hver einn skipar. Aðra þjónustu kærir Guð sig ekki um, þarf hennar ekki, vill hana ekki“. Við þurfum svo sannarlega að leita þeirrar hjálpar, sem krist- indómurinn býður fram, sem kristindómurinn er. Því það er líka sannleikur, sem Lúther sagði, að „Af eigin kröftum enginn verst", eða — eins og Hallgrímur orðar það: „Án Guðs náðar er allt vort traust, óstöðugt veikt og hjálparlaust". Við þurfum að gera bæn sax- nesku móðurinnar að okkar hjart- ans bæn: „Gjör, Drottinn, garð í kringum oss/ — og ekki aðeins til varnar gegn verðbólgunni, svo voðaleg sem hún er, — heldur einnig í kringum landið okkar, menningu okkar, störf okkar, heimili okkar, — líf og sál hvers einasta Islendings. Vilt þú ekki, kristni bróðir, kristna systir, — þú, sem kjörin hefur verið til setu og starfa á Alþingi Islendinga þessu sinni, leggja þitt lóð heils hugar fram sem bænheyrslu þeirrar bænar? Snúðu þér til Guðs þíns. Hann er þín hjálp. Leggðu allt í hendur hans — leyf honum að varða og vísa veginn. Fylgdu honum — og heillir munu af hljótast. Og sjálf- ur muntu reyna það í æ ríkara mæli, sem kristnir menn hafa þreifað á, kynslóð eftir kynslóð, að: „Guð er oss hæli og styrkur og örugg hjálp í nauðum". Við höfum gengið fram fyrir auglit Guðs í helgidómi hans í upphafi þings. Af heilu hjarta biðjum við um blessun Guðs og hjálp. Hans heilög hönd styrki ykkur, alþingismenn, til samhug- ar og samstöðu við úrlausn þeirra mörgu og miklu vandamála, sem ykkar bíða. Heilög náð hans stýri hugsunum ykkar og gjörðum, — og beini þróun allra okkar mála á blessunarvegu. — — Heilög, alvöld miskunn vaki yfir Islandi og hverju barni þess. Guð gefi ykkur, heimilum ykkar og ástvinum, gleðilega og blessaða jólahátíð. Allra síðast bið ég þess, ykkur til handa, virðulegu alþingis- menn, að þið mættuð hafa að ykkar leiðarljósi — og gætuð af fyllstu heilindum tekið undir' þessi ódauðlegu orð eins þjóð- málaskörungs okkar á síðustu öld — náins samstarfsmanns Jóns Sigurðssonar: „Sérhver hafi það jafnan hugfast, að hann er verka- maður guðs og föðurlandsins — og hræðist að vinna sviksamleg verk Guðs og föðurlandsins". Með þeirri hugarstefnu er sleg- ið traustum varnargarði um- hverfis íslenzkt þjóðlíf, þjóð- menningu og þjóðarhag." „ Gjör, Drottinn, gard í kringum oss“ Flestir halda til Flórída og Kanaríeyja um jól og áramót NOKKUR samdráttur virðist vera á hópferðum íslendinga til útlanda um jól og áramót samkvæmt þeim upplýsingum sem MorgunblaðiÖ hefur aflað sér, hins vegar eru mun fleiri sem huga að ferðum á eigin vegum að þessu sinni. Steinn Lárusson framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals sagði í samtali við Mbl. að nú væru allir aðilarnir þ.e. Flugleiðir, Úrval, Útsýn og Samvinnuferðir sameiginlega með eina flugvél til Kanaríeyja, en á sama tíma í fyrra voru vélarnar tvær, en véíin væri nú fullbókuð. „Mjög margir ætla sér til Flór- ída um þessi jól og áramót, en það gera þeir á eigin vegum, þ.e. flogið er með áætlunarflugi og menn verða að sjá sér fyrir gistingu sjálfir. Þá eru einhverjir smáhóp- ar á staði eins og London," sagði Steinn. Aðspurður um almennan sam- drátt í ferðum til Kanaríeyja sagði Steinn að verðið spilaði þar eitthvað inn í, en það hefði hækkað nokkuð á síðustu mánuð- um, en einnig bæri á það að lita að þar væri orðin níu ára gömul áætlun, þannig að líklegt væri að fólk vildi breyta til. Margir hefðu farið til Kanaríeyja ár eftir ár. — Samkvæmt frétt sænska dag- blaðsins Dagens Nyheter hefur almennur samdráttur átt sér stað á ferðum til Kanaríeyja sem nemur um 30% milli ára. Um verðsamanburð á Kanarí- eyjaferðum annars vegar og Flór- ídaferðum hins vegar sagði Steinn að verðið væri mjög svipað, verðið væri á bilinu 400—450 þúsund á báða staðina væri reiknað með þriggja vikna ferð með gistingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.