Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 29 Ámundi Loftsson: Spilum hina hlið vinstri stjórnar plötunnar Nú hefur kallinu til þjóöarinn- ar verið svarað og þjóðin sagði: „Við viljum vinstri stjórn." Ekki get ég leyft mér að halda því fram að svar þetta hafi verið í ógáti gefið, þó að óneitanlega ég hafi orðið var við óánægju í röðum vinstri manna, sem gengu að því vísu að nú fengju þeir að berja á íhaldinu fyrir alvöru. Nú hefur þjóðin snúist gegn þeim og segir: „Þið eruð bestir, þið eigið að stjórna landinu." Og nú er bara að vinstri öflin hafi náð þeim þroska að geta komið sér saman um hlutina. Það færi betur. Með bætt kjör að vígorði Við verðum að gá að því að staðan hjá okkur smælingjunum hefur sjaldan verið betri. Guð- mundur J. er kominn á þing, og bíður þess nú eins að bera á okkur auðvaldsgróðann. Það væri bæði synd og skömm ef þetta tækifæri yrði frá honum tekið, eftir alla hans baráttu í þágu hins stritandi lýðs. Já, þeim er sko ekki fisjað saman G.J. Guðmundssyni og Co, nú hafa þeir frestað kjaramála- ráðstefnunni hjá A.S.Í. fram yfir áramót (þ.e. fram yfir stjórn- armyndun) til þess eins að geta sett vinveittri vinstristjórn (ef af verður) með bætt kjör að vígorði hærri og strangari kröfur „um mikið kaup og minni vinnu“, ekki sláum við hendinni á móti því. Veitir ekki aí leiítursókn Framsóknarmenn ætla að ná niður verðbólgunni í áföngum, skrefum eða einhvern veginn allavega. En mér segir svo hugur um, að ef þetta verður eins og venjulega með vinstri stjórnir, að meðalaldur þeirra fari lækk- andi eftir því sem þeim sjálfum fer fjölgandi, að vegna tíma- skorts mun ekki veita af „leiftur- sókn“ ef þeir vilja geta slegið sér á brjóst yfir einhverjum árangri í þeim efnum. Nú verðið þið framsóknar- menn og kommúnistar að fyrir- gefa krötum brotthlaupið og kippa þeim innbyrðis, enda hafa þeir vonandi lært af rassskell- ingunni. Og lofið þeim nú að hafa svolítið af dótinu í næsta „sand- kassaleik" eins og Lúðvík kallaði síðasta ríkisstjórnarsamstarf. (Eitt ættuð þið svo að gera, og það er að samþykkja fjárveitingu til byggingar á stórum róluvelli handa ykkur svo að stjórnarráðið þurfi ekki að verða ykkar sand- kassi um alla framtíð.) Kannski svolítið hallærislegt Jæja, en allt um það, nú hefur íhaldinu verið hafnað endanlega (eða í bili allavega) og veitir nú ekki af að láta hendur standa fram úr ermum, því að reynslan sýnir að tíminn er naumur og vél má á málum halda ef vegur ykkar á að aukast og traust þjóðarinnar að haldast. Við krata segi ég, að ef þið ekki getið starfað með framsóknarmönnum og kommúnistum, þá stendur flokkur ykkar ekki undir merki sem sósíaldemókratískur flokk- ur. Þó það sé kannski svolítið hallærislegt að hafa hlaupið í burtu, komið svo aftur, eða verið sóttir eða hvernig sem þið viljið hafa það, þá hafið þið kannski náð þeim árangri sem þið þurft- uð „að kommar, þessi óbilgjörnu hrekkjusvin og frekjudallar, taki nú meira tillit til ykkar." Ámundi Loftsson. Það þurfið þið að fá reynt á. Ég persónulega trúi því að þið hafið nú aðeins hægt á þeim. Kannski er þetta upphafið á einum öflug- um vinstri flokki. Hvers getið þið óskað ykkur frekar? Bjargráðastjórn með góðan ásetning Ég vil líka beina þeim tilmæl- um mínum til ykkar framsókn- armanna og kommúnista að þið svíkið ekki stærsta kosningalof- orðið og komið nú með vinstri- bjargráðastjórn með góðan ásetning. Þið hafið fengið umboð, eða öllu heldur kröfu um að standa við það. Til hinna sem eru fúlir yfir að fá ekki að berja á sjálfstæðis- mönnum í ríkisstjórn, er það að segja að eina raunhæfa leiðin til þess er sú að gefa þeim umboð til ríkisstjórnar með atkvæði í Al- þingiskosningum. („Þið kannski gerið það næst.“) Reykjadal,_10. des. 1979, Ámundi Loftsson. Ensk jóla- messa á sunnudaginn ENSK jólaguðsþjónusta verður haldin í Hall- grímskirkju kl. 16 næst- komandi sunnudag kl. 16, eins og venja hefur verið undanfarin ár. Prestur verður sr. Jakob Jónsson og eru allir velkomnir. Ný íslenzk ástarsaga ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni Skjaldborg á Akureyri önnur bók Guðbjargar Hermannsdóttur húsmóður þar nyrðra, og nefnist hún Krókaleiðir ástarinnar. Fyrri bók Guðbjargar, Allir þrá að elska. kom út á síðasta ári. Þessi nýja bók Guðbjargar fjall- ar um ástir og örlög fólks á hernámsárunum á íslandi, og ger- ist bæði í borg og sveit. rj-*-.-'-',V Oddný Guömundsdóttir: SÍÐASTA BAÐSTOFAN I þessari raunsönnu sveitalífsfrá- sögn fylgist lesandinn af brennandi áhuga meö þeim Dísu og Eyvindi, söguhetjunum, meö ástum þeirra og tilhugalífi, með fátækt þeirra og bú- hokri á afdalakoti, frá kreppuárum til allsnægta velferöarþjóöfélags eftir- stríðsáranna. Hér kynnumst viö heilu héraði og íbúum þess um hálfrar aldar skeið - og okkur fer að þykja vænt um þetta fólk, sem við þekkjum svo vel aö sögulokum. Við gleymum því ekki. Verð kr. 9.760. Frank G. Slaughter: DYRDAUÐANS Nýjasta læknaskáldsagan eftir hinn vinsæla skáldsagnahöfund Frank G. Slaughter. Þessi nýja bók er þrungin dulrænni spennu og blossar af heit- um ástríðum. Skáldsögur Slaughters hafa komið út í meira en 50 milljónum eintaka Verð kr. 9.760. Jónas Jónasson frá Hofdölum: HOFDALA-JÓNAS Þessi glæsilega bók skiptist í þrjá meginþætti: Sjálfsævisögu Jónasar, frásöguþætti og bundið mál. Sjálfs- ævisagan og frásöguþættirnir eru með því bezta sem ritað hefur verið ( þeirri grein. Sýnishornið af Ijóðagerð Jónasar er staðfesting á þeim vitnis- burði, að hann væri einn snjallasti Ijóðasmiður í Skagafiröi um sína daga. Hannes Pétursson skáld og Krist- mundur Bjarnason fræöimaður á Sjávarborg hafa búiö bókina undir prentun. Verðkr. 16.960. Friðrik Hallgrímsson: MARGSLUNGIÐ MAMNLIF Sjálfsævisaga skagfirzka bóndans Friðriks Hallgrímssonar á Sunnu- hvoli sýnir glögglega að enn er í Skagafirði margslungið mannlíf. Verð kr. 9.760. Ken Follett: NÁLARAUGA Æsispennandi njósnasaga úr síð- ustu heimsstyrjöld. Margföld met- sölubók bæði austan hafs og vestan. Sagan hefur þegar verið kvikmynd- uö. Verð kr. 9.760. Sidney Sheldon: BLÓÐBÖND Þetta er nýjasta skáldsagan eftir höfund metsölubókanna ,,Fram yfir miðnætti" og „Andlit í speglinum". Hér er allt í senn: Ástarsaga, saka- málasaga og leynilögreglusaga. Ein skemmtilegasta og mest spennandi skáldsaga Sheidons. Sagan hefur verið kvikmynduð. Verð kr. 9.760. Ingibjörg Sigurðardóttir: SUMAR VIÐ SÆINN Ný hugljúf ástarsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Sögur Ingibjargar njóta hylli almennings á (slandi. Verð kr. 8.540. Björn Haraldsson: LÍFSFLETIR Ævisaga Ama BJörnaaonar tónakálda Hér er saga glæsileika og gáfna, mótlætis og hryggðar, baráttu og sigra. Þessi bók færir oss enn einu sinni heim sanninn um það, að hvergi verður manneskjan stærri og sannari en einmitt í veikleika og mótlæti. Verð kr. 9.760. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.