Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 5 Hafnarfjörður: Afhentu 12 leigu- íbúðir fyrir ör- yrkja og aldraða HAFNARFJARÐARBÆR hefur látið byggja 30 ein- staklings- og hjónaíbúðir fyrir aldraða og öryrkja á Sólvangssvæðinu við Álfaskeið. Átján íbúðanna voru teknar í notkun í maí 1978 og er nú lokið byggingu tveggja seinustu húsanna, þ.e. 4 hjónaíbúða og 8 einstaklingsíbúða. Húsnæðisnefnd aldraðra af- henti við athöfn í síðustu viku bæjarstjórn Hafnarfjarðar íbúð- irnar og hafa leigjendur þegar tekið við þeim og eru um þessar mundir að flytja inn. I frétt frá bæjarstjórninni segir að áætlaður byggingarkostnaður seinni áfanga verði 15,3 m. kr. á hjónaíbúð og 11,5 m. kr. á einstaklingsíbúð og er þá miðað við fullnaðarfrágang úti sem inni. Bæjarsjóður Hafnar- fjarðar hefur fjármagnað fram- kvæmdirnar, ýmist með eigin framlögum eða lánsfé frá Hús- næðismálastofnun og eftirlauna- sjóði Hafnarfjarðarkaupstaðar. Einnig lögðu margir leigjenda fram lánsfé. Alls eru því þarna komnar í notkun 30 íbúðir í 5 tveggja hæða húsum. Hjónaíbúðir eru 10,50 fermetra hver og 20 einstaklingsíbúðir 35 fermetrar. í ræðu sem formaður Húsnæðis- nefndarinnar, Eggert ísaksson, flutti við afhendingu ibúðanna kom fram að arkitektarnir Manfred Vilhjálmsson og Þorvald- ur S. Þorvaldsson teiknuðu húsin og sömdu útboðs- og verklýsingu ásamt Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Vald- imarssonar, er hönnuðu burðar- þol. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns teiknaði loftræsti- búnað og lagnir, en Sigurður Halldórsson rafmagnsverkfræð- ingur sá um rafteikningar og Reynir Vilhjálmsson garðarkitekt annaðist skipulag á lóð húsanna. Verktakar við þennan seinni áfanga voru Halldór Guðmunds- son h.f., sem annaðist smíðavinnu, Kristján Jónsson múrari sá um múrverk, Kristján og Sverrir s.f. sáu um pípulagnir, Blikksmiðja Hafnarfjarðar um blikksmíði, Jón Páll Guðmundsson rafvirki ann- aðist raflagnir, Gísli Sveinbergs- son málarameistari sá um máln- ingu og Jón Hinriksson um dúk- lagningu. Ýtutækni h.f. annaðist Aldnir haf a oröið Ný bók frá Skjaldborg jarðvinnu og Steinþór Einarsson garðyrkjumaður bæjarins sá um lóðarfrágang. Ljósm.: Kristján. Húsin við Álfaskeið í Hafnarfirði þar sem eru leiguíbúðir aldraðra og öryrkja í Hafnarfirði. Plötukynning bornpir Ástvaldsson hofnr um / um Þorgeir Astvaldsson hefur valiö lögin og kynnir þau jafnframt i Falkanum Til aö auövelda viöskipta- vinum okkar aö velja úr hinu geysimikla úrvali af hljómplötum sem nú streyma á markaöinn höfum viö tekiö upp þá nýbreyttni aö spila daglega eftir kl. 3 e.h. af kassettum lög af helstu plötum sem út hafa komiö undanfariö, auk vinsælustu jólaplatnanna og léttrar tónlistar. Magnús Þór — Alfar Álfaplatan hefur vakiö mikla athygli enda er þaö ekki á hverjum degi sem bestu söngvarar og hljóöfæraleikarar landsins koma saman, en á þessari plötu sjá Þursar um undirleik og Magnús, Jóhann og Ellen um söng. Stevie Wonder — The Secret Life of the Plants Dr. Hook — Sometimes you vin... Lagið Better love next time af þessari plötu er nú þegar orðiö mjög vinsælt enda er þaö frábært eins og öll hin lögin á henni og þaö er ekki af ástæöu- lausu sem menn álíta hana þaö albesta sem Dr. Hook hafa gert til þessa. Donna Summer — Greatest Hits Shadows — String of Hits Shadows koma aftur og á ný uröu þeir einhver vinsælasta hljómsveit hérlendis. Allir gamlir Shadowsaödáendur hafa lifnaö viö á ný 6nda Sha- ^ dows hér á frábæran hátt mörgaf I » ustu lögum þessa árs svo sem titil- lagiö úr kvikmynd- ^ iFfWMtWU inni Deer Hunter. String of Hits er plata sem höföar til allra aidurshópa. Waylon Jennings — Greatest Hits ÚT ER komin hjá bókaútgáf- unni Skjaldborg á Akureyri bók í bókaflokknum ALDNIR HAFA ORÐIÐ í skráningu Erlings Davíðssonar. í bóka- fiokki þessum hafa aldnir fslendingar sagt frá atburð- um löngu liðinna ára, frá horfnum siðvenjum, þjóð- lífsmyndum, örum breyting- um og stórstígum framförum. Á kápusíðu bókarinnar segir svo: „Fólk það, sem segir frá í þessari bók og fyrri bókum í þessum bókaflokki, er úr ólík- um jarðvegi sprottið og starfs- vettvangur þess fjölbreyttur, svo og lífsreynsla þess. Frá- sagnirnar spegla þá liðnu tíma, sem á öld hraðans og breytinganna virðast nú þegar orðnir fjarlægir. En allar hafa þær sögulegt gildi, þótt þær eigi fyrst og fremst að þjóna hlutverki góðs sögumanns, sem á fyrri tíð voru aufúsug- estir." Stevie Wonder, sem oft er talinn og ekkl af ástæöulausu undrabarn og snillingurinn í popptónlist síöustu 10 ára hefur gefiö út nýja plötu eftir 3ja ára hló. Secret Life of the Plants nefnist platan, sem aö okkar dómi er Eitt vinsælasta diskólagiö þessa dagana er No More Tears meö þeim Donnu Summer og Barböru Streisand. Þetta lag er aö finna á nýju plötunni með Donnu Summer sem er tvöföld „Great- est Hits“ plata. Á henni flytur Donna öll sín vin- sælustu lög sem óþarft er að kynna. Seiömögnuö og kyntöfrandi er Donna Summer hvort sem um er aö ræða magnað stuö og fjör eöa á hinum rómantísku augnablikum lífsins. , Waylon Jennings er hægt aö telja toppinn í bandarískri nútíma country-tónlist. Greatest Hits plata Waylons er nokkurs konar þver- skuröur af ■■■■hhmhmh tónlist- U^W arstetnu hans síðustu 1 árin. Þegar | talað er I um konung WUBlmi W^: contry-tón- I listarinnar í 1 Banda- I rík|unum er I nafn Waylon I Jennings I jafnan viö haft. FALKIN N Suöurlandsbraut 8 — Sími 84670 Laugavegi 24 — Sími 18670 Vesturveri — Sfmi 12110 Austurveri viö Hóaleitísbraut — Sfmi 33360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.