Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Gömul tafla, sem ætti að vera aflögð fyrir iöngu sagði Jónas, en hún er sennilega ein sú elsta sem er enn í notkun og verður líka brátt endurnýjuð. Hér er Jónas í stjórnstöð aðveitustöðvarinnar. og húsin tengd inn á kerfið smátt og srnátt og í árslok var búið að tengja flest húsin við það. Raforkuþörfin fór sífellt váxandi þessi ár og menn voru nú farnir að nota rafmagnið til að knýja vélar, til eldunar og húshitunar o.s.frv. og árið 1945 er svo komið að bærinn sam- þykkir að láta kanna gufuafls- virkjun í Krísuvík. Næstu árin eru framkvæmdar boranir og kemur í ljós, að hægt hefði verið að koma upp 5.500 kw gufu- aflsstöð í Krísuvík, en ekkert varð úr framkvæmdum þar sem yfirvöld raforkumála synjuðu leyfis um allar framkvæmdir. En þarna fékkst dýrmæt reynsla af virkjun gufuaflsins og þótt menn hefðu vænst góðs af þess- um undirbúningi náði sú von ekki fram að ganga, en hver veit nema við hefðum gert meira af því að reisa slíkar virkjanir ef þessi hefði hafið starfsemi. Næsta stórátak Rafveitu Hafnarfjarðar sagði Jónas hafa verið 1964 er reist var ný að- veitustöð og hefði hún þjónað með ágætum allar götur síðan, en nú væri svo komið að innan 75 ár síðan rafmagn var leitt í hús í Hafnarfirði í gær voru liðin 75 ár frá því að fyrsta almennings- rafveita í landinu tók til starfa, en það var hinn 12. desember 1904 í Hafnar- firði. Voru þá 16 hús tengd við rafstöð sem Jó- hannes Reykdal trésmíða- meistari hafði sett upp og var knúin vatni úr Hamarskotslæk. Jónas Guðlaugsson er núverandi rafveitustjóri. Ræddi blm. Mbl. við hann í gær og rakti hann fyrst nokkuð sögu rafmagns- mála í Hafnarfirði: —Jóhannes Reykdal hafði ný- lega flust til bæjarins er hann keypti rafal frá Noregi og kom honum upp, en hann rak trésmíðaverkstæði og hafði áður fengið sér túrbínur til að knýja vélar verkstæðisins. Valgarð Thoroddsen , fyrsti rafveitu- stjóri í Hafnarfirði, tók saman í ársriti Sambands ísl. rafveitna nokkrar upplýsingar um stofnun rafveitu Jóhannesar og segir þar m.a.: „En Reykdal var ekki full- komlega ánægður þótt hann hefði reist verksmiðjuna og látið vatn snúa vélunum. Hann þurfti einnig ljós, betra Ijós en áður til þess að lýsa á þá hluti, sem verið var að smíða. Svo vildi hann einnig hafa betra ljós heima við til þess að lesa við og starfa og það stóð ekki lengi á fram- kvæmdum. Rafmagnsljós úr fossunum hafði hann séð í Nor- egi og þegar næsta ár hafði hann útvegað rafmagnsvélina, rafal- inn, frá Noregi og tengt hann við ás sama hverfils sem hann hafði notað fyrir trésmíðavélarnar. Hann fékk Halldór Guðmunds- son raffræðing, þá nýkominn frá Þýzkalandi, til þess að leggja á ráðin um rafmagnslínu til húsa næsta nágrennis og Árna Sig- urðsson, þá trésmið, en síðar fyrsta rafvirkja landsins, til þess að leggja raflagnir í þau hús“. Jónas sagði að raforkusalan hefði verið með þeim hætti til að byrja með, að Jóhannes Reykdal hefði annast sjálfur söluna og selt gegn ákveðnu gjaldi fyrir hverja ljósaperu er menn höfðu. Gaf 16 kerta pera eins og þær voru fyrst sama ljósmagn og 20 kerta pera myndi gefa nú að sögn Jónasar, en fyrstu perurnar voru kolþráðarperur. Verð fyrir notkun hverrar peru var 6 krón- ur á ári, og var algengt að menn flyttu þær milli herbergja til notkunar. Þessi fyrsta stöð Jóhannesar var 9 kílówött og er talið að kostnaður við að koma henni upp og lögnum í nærliggjandi hús hafi verið um 5.000 krónur. Stöðin reyndist fljótt of lítil og þá fékk hann stærri rafal frá Noregi, 37 kw., og var hann settur niður um 550 metrum ofar við lækinn og var hún nefnd Hörðuvallastöð. Árið 1909 seldi Jóhannes Hafnarfjarðarbæ stöð- ina og annaði hún raforkuþörf- inni allt til ársins 1926, en þá var orðin brýn þörf fyrir aukið rafmagn. Nathan og Olsen höfðu þá fyrir skömmu flutt til Hafn- arfjarðar mótorstöð er þeir höfðu rekið í Reykjavík og var ekki lengur þörf fyrir þar. Ann- aði stöð þeirra raforkuþörf næstu árin, en Jóhannes keypti aftur sína stöð og flutti hana um set. Jónas Guðlaugsson sagði, að Utvegsbankinn hefði skömmu síðar tekið við stöð Nathan og Olsens og hefði hún séð bænum fyrir rafmagni til ársins 1938, en þá var búið að virkja Sogið. Rafmagnsveita Reykjavíkur lagði þá háspennustreng til Hafnarfjarðar og kaupir þá bær- inn kerfið sem til var af Útvegs- bankanum og stofnuð er Raf- veita Hafnarfjarðar árið 1938. Síðan eru reistar dreifistöðvar og lagt háspennudreifikerfi og lágspennuloftlína og allt dreifi- kerfið gamla aukið og endur- bætt. —Rafmagni frá Sogi var hleypt á kerfið hinn 5. júní 1938 fárra ára þyrfti hún stækkunar við. Þegar hitaveita var lögð í Hafnarfjörð var tækifærið notað sagði Jónas og endurnýjaðar leiðslur, gamla loftlínukerfið lagt niður og lagðir jarðstrengir í þess stað og hefði flutningsgeta aðveitustöðvarinnar verið tvö- földuð. Síðan hefur verið unnið mikið við stækkun veitukerfis- ins, lagt í ný hverfi í Norðurbæ Hafnarfjarðar, Garðaholt og Bessastaðahrepp. —Fjárhagurinn hefur ekki leyft annað en nauðsynlegustu viðbót og endurnýjun, en þegar við fórum út í endurnýjunina þegar hitaveitan var lögð hljóp bæjarsjóður undir bagga þar sem tekjur af raforkusölu nægðu ekki fyrir slíku stórverkefni. Raforkuverð hjá okkur er nánast það sama og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og þyrfti það að hækka nokkuð, a.m.k. þarf það jafnan að halda í við verðbólg- una ef það á að gera okkur kleift að standa við okkar verkefni. En Rafveita Hafnarfjarðar hefur ekki aðeins starfað að raforkumálum, heldur annaðist í allmörg ár sjúkraflutninga fyrir Hafnfirðinga. —Þetta verkefni féll mjög illa að rafmagnsvinnunni og varð með tímanum æ erilsamara eftir því sem bærinn stækkaði og þar kom að við urðum að hætta að annast það, enda ekki hægt að kalla menn upp úr skurðunum, ef svo má segja til að kasta yfir sig hvíta sloppnum og sinna sj úkraflutningum! Starfsmenn Rafveitu Hafnar- fjarðar eru nú 33 og sagði Jónas að þeim hefði ekkert fjölgað síðustu 15 árin. —Þrátt fyrir að verkefnum hafi sífellt farið fjölgandi hjá okkur hefur starfsmannafjöld- inn verið sá sami í 15 ár og má segja að það hafi tekist vegna þess að við höfum tekið upp breytta starfshætti og endurnýj- að vélakost bæði í úti- og innivinnu og tekið upp þær vinnuaðferðir sem þurfti til að geta annað öllum þessum verk- efnum. Jónas Guðlaugsson hefur verið rafveitustjóri frá árinu 1969, en á undan honum var Gísli Jóns- son og fyrsti rafveitustjórinn var Valgarð Thoroddsen og gegndi hann starfinu frá 1938 til 1961. Starfsmenn Rafveitu Hafnarfjarðar komu saman til hádegisverðarboðs í gær og með þeim ýmsir ráðamenn bæjarins og aðrir gestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.