Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 • Við ætlum að leika á veilinum en ekki i fjölmiðlum, sagði Jón H. Karlsson leikreyndasti maður Vals, sem sést á miðri myndinni reyna markskot á móti Viking i íslandsmótinu á dögunum. Nú er spurningin tekst Val betur upp en Viking? Fredricia tókst það sem Vftdngi mistokst DANSKA liðið Fredricia KFUM tókst það sem íslensku Víkingun- um tókst ekki, að snúa tapi í sigur. Fredricia tapaði fyrri leik sinum gegn búlgarska liðinu CSKA Sofia með sex marka mun, en er CSKA sótti Fredricia heim, mátti liðið þoia 10 marka tap, 29-19. Það sýnir það og sannar, að möguleik- inn er alltaf fyrir hendi og vissu- lega þurfti danska liðið að vinna upp stærri mun heldur en Víking- ur. Fredricia tók þegar öll völd á vellinum og leiddi í hálfleik með tíu mörkum, 15-5. Margir landsliðsm- enn skipa lið Fredricia, en tiltölu- lega óþekktur leikmaður að nafni Thorbjörn Hendriksen var þó maður leiksins, en hann skoraði 10 mörk í leiknum. „Víkingur gik amok“ — sögöu iila upplýstir danskir fjölmiðlar SVO sem frá var greint í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn, var norska handknattleiksliðið Fjell- hamer slegið út úr Evrópukeppn- inni og var það þýski risinn Gummersbah sem veitti náðar- höggið. Gummersbach vann ör- ugglega á útivelli og enn stærra á heimavelli sinum. Vonbrigði norðmannanna voru mikil, þeir hafa líklega sett mark- ið hátt. Nema hvað að þeir gengu berserksgang að síðari leiknum loknum. Unnu þeir spjöll á inn- anstokksmunum íþróttahallarinn- ar og víðar, auk þess sem þeir vörpuðu grjóti og tómum flöskum að vegfarendum. Framkoma norsku leikmannanna vakti að vonum mikla athygli og nokkur dagblöð á Norðurlöndum voru fljót að fletta því upp að áður hafi norrænt lið verið dæmt frá Evrópukeppni fyrir sams konar atburði. Hér er auðvitað um Víking að ræða og þarf ekkert að minna á það mál hérlendis. En fjölmiðlar ýmsir ytra tala um þegar íslenskt lið ..........gik amok....“ (Dagens Nyheter) eftir að hafa sigrað Ystad í fyrra. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvað dönsku blöðin myndu kalla það þegar virkilegar óeirðir eiga sér stað, ef þeir kalla það að Víkingarnir hafi gengið berserksgang. Hvað myndu alvöru óeirðir vera kallaðar? Ragnarök? • Með slíka „vini" sér við hlið er engin þörf fyrir óvini. Mynd þessi var tekin á myndatökudegi hjá Chelsea eigi alls fyrir löngu. Þegar verst stóð á. svipti einn brókunum niður um annan og festi allt myndatökuliðið atburð- inn á filmu. Veslings leikmaður- inn á nú yfir höfði sér að birt verði mynd af honum fáklæddum í næstum hvaða blaði sem er í Englandi, en mörg blöð veigra sér ekki við að birta slíkar myndir. • Fyrrum fyrirliði hcimsmeist- ara Englands i knattspyrnu Bobby Moore er nú orðin fram- kvæmdarstjóri Oxford City, knattspyrnuliðs sem er utan deilda í Englandi og fær ekki nema 300 áhorfendur á leik hjá sér þykir mörgum litið leggjast fyrir kappann. Og niður fóru buxurnar, en ekki var það jafn skemmtilegt fyrir alla aðila. Evrópukeppnin í handknattleik Valsmenn fengu Drott Svíþjóð í GÆR var dregið í Evrópumeist- arakeppninni i handknattleik. íslandsmeistarar Vals drógust á móti Svíþjóðarmeisturunum HK Drott frá Halmstad. Fyrri leikur liðanna á að fara fram i Sviþjóð. Eins og kunnugt er slógu Vals- menn ensku meistarana út í 16 liða úrslitunum og takist þeim að sigra Drott verða þeir fyrstir islenskra liða til að komast i fjögurra liða úrslit. Róðurinn verður þó erfiður. Sænska Iiðið Heim er lék hér á dögunum við Víking sýndi góðan handknatt- leik og ætla má að Drott sé ekki siðra lið. Eftirtalin lið drógust saman. Dukla Prag-Tatabanya Ungverjalandi Fredricia KFUM— Alteletioo Madrid Partizan Bjelovar Júgoslavíu— Grosswallstadt Vestur-Þýskalandi. Mbl. hafði samband við einn leikreyndasta mann Vals í gær Jón H. Karlsson og sagðist hann vera nokkuð ánægður með að dragast á móti Svíum. — Fjárhagslega er þetta gott, en þeir eru hættulegir andstæðingar og verðugir mótherj- ar. Við í Val munum hinsvegar Ieika þennan leik^g, vellinum en ekki í fjölmiðlum, eins og dæmi eru til um. Vonandi verðum við fyrstir ísienskra liða til að komast í fjögurra liða úrslit í Evrópumeist- arakeppninni sagði Jón að lokum. -þr. Laugdælir eru efstir í blakinu TVEIR leikir fóru fram í 1. deild karla í blaki um heigina. UMSE kom þá suður og var það ekki frægðarför. Fyrst lék liðið við UMFL að Laugarvatni og tapaði 1—3. UMSE vann fyrstu hrinuna 15—12. en síðan ekki söguna meir, hvort heldur i þeim leik eða þeim næsta gegn ÍS. UMFL vann næstu þrjár hrinurnar og ÍS vann UMSE síðan 3—0 á sunnu- daginn. Voru norðanmennirnir þó einkum slakir gegn ÍS. sem vann hrinurnar 15—1, 15—4 og 15-12. Staðan í 1. deild karla er nú þessi: UMFL 7 6 1 20:6 12 Þróttur 5 4 1 12:7 8 Víkingur 3 3 0 9:4 6 Víkingur 5 23 9:11 4 IMA 3 2 1 7:5 4 ÍS 6 2 4 10:13 4 ÍS 3 2 1 8:6 4 UMSE 7 1 6 7:20 2 UBK 3 1 2 7:6 2 UMFL 3 0 3 2:9 0 Kvennalið IMA kom einnig suð- Þróttur 1 0 1 0:3 0 ur og lék tvo leiki í 1. deild kvenna og gekk á ýmsu. Fyrst sigraði liðið UMFL 3—2. Fóru hrinurnar þann- ig (UMFL getið á undan) 17—15, 13-15, 3-15, 15-9 og loks 7-15. IMA gekk ekki eins vel gegn ÍS, sem vann allar hrinurnar nema eina og vann því 3—1. Fyrst vann ÍS 15—10, IMA jafnaði 15—11, en ÍS vann næstu tvær hrinurnar 15—1 og 15—9. Staðan í 1. deild kvenna er nú sem hér segir: Næstu leikir fara fram á fimmtudagskvöldið í Hagaskólan- um, en þá eigast við Þróttur og ÍS í 1. deild kvenna, hefst sá leikur klukkan 18.30. Síðan, eða um klukkan 20.00, leika Þróttur og UMFL í 1. deild karla og loks leika Víkingur og ÍS í 1. deild karla, hefst sá leikur líklega um klukkan 21.30. Það verður því stórt og mikið blakkvöld í Hagaskólanum á fimmtudaginn. Halldór komst áfram Heimsmeistara- mótið í judo Tveir islensku keppendanna komust í 2. umferð á Heimsmeist- aramótinu í judo sem háð var i París í síðustu viku. Það voru þeir Sigurður Hauksson í +86 kg. þyngdarflokki og Halldór Guð- björnsson í +78 kg. þyngdar- flokki. Þriðji islenski keppand- inn, Bjarni Friðriksson, féll úr í 1. umferð. Keppnin er með út- sláttarfyrirkomulagi, þannig að helmingur keppenda fellur úr i 1. umferð. Þetta heimsmeistaramót var það stærsta og fjölmennasta í sögunni, og aldrei hefur keppni einstaklinga verið jafnari. 60 þjóð- ir tóku þátt í keppninni. íslenskir judomenn tóku nú þátt í heims- meistaramótinu í fyrsta sinn og verður frammistaða þeirra að teljast góð. Aðeins tveir aðrir keppendur frá Norðurlöndum komust jafnlangt og þeir Sigurður og Halldór. Japanir höfðu lagt mikla áherslu á að endurheimta fyrra veldi sitt í íþróttinni. Þeir fengu þó ekki nema helming heimsmeistaranna nú og þurftu mikið fyrir því að hafa, en fengu þá alla á næstsíðasta heimsmeist- aramóti. Stærsta tromp þeirra er þungavigtarmaðurinn Yamashita. Á þingi Alþjóða-judosambands- ins í París í fyrri viku var Japaninn Matsumae kosinn for- seti sambandsins, en fyrri forseti þess, Charles Palmer frá Bretl- andi, náði ekki kosningu. Heimsmeistarar urðu þessir: + 95 kg. Yamashita (Japan) + 95 kg. Khubuluri (Sovétr.) + 86 kg. Ultsch (A-Þýskal.) + 78 kg. Fujii (Japan) + 71 kg. Katzuki (Japan) + 65 kg. Soloduschin (Sovétr.) + 60 kg. Rey (Frakkl.) Opinn fl. Endo (Japan) Einn með 12 rétta I 16. leikviku Getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og nam vinningurinn kr. 2.425.500,- en þar sem þetta var kerfisseðill hlaut hann einnig 11 rétta í 6 röðum og heildarvinningsupp- hæð kr. 2.558.100.- fyrir seðilinn. Eigandinn er úr Reykjavík. Með 11 rétta voru 47 raðir og vinning- ur fyrir hverja röð kr. 22.100,- Framliðið óstöðvandi VEGNA mikilla þrengsla á íþróttasíðum blaðsins tókst okk- ur ekki að koma inn úrslitum í tveimur leikjum í meistaraflokki kvenna sem fram fóru um síðustu helgi. Valur sigraði Hauka með 16 mörkum gegn 15 eftir hörku- spennandi leik og Fram vann öruggan sigur á KR 16—9. í þeim Ieik bar það einna helst til tiðinda að þjálfara KR Hauk Ottesen var vikið af bekknum. Víkingur AÐALFUNDUR Knattspyrnu- deildar Vikings verður haldinn í félagsheimili Vikings við Hæð- argarð fimmtudaginn 15. des- ember og hefst klukkan 20. Fund- arefni venjuleg aðalfundarstörf. m'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.