Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1971 . . 47 . . Woodsprings, þar sem hann var beðinn að koma við fyrsta tæki færi. Og hann náði strax í bil- inn sinn og ók mér heim aftur. Svo talaði hann lengi við hr. Glapthorne og um leið og hann fór, fékk hann mér fimm hundr uð pund og sagði mér að vera ekki neitt að ónáða hr. Glap- thorne ef ég þyrfti að fá meira. Hann sagðist þurfa að vera að heiman i nokkra daga, en kæmi aftur snemma í næstu viku, og þá skyldi ég segja sér, hvernig gengi. Jimmy kinkaði kolli. — Vitið þér til þess, að þeir hafi kom izt að einhverjum samningum þennan morgun? — Um móann? Já, hr. Glap- thorne sagði mér frá þvi. Hann sagðist hræddur um, að Wood- spring mundi þurfa að bíða býsna lengi áður en samningur inn tæki gildi. Hr. Glapthorne sýndist harðánægður með kaup in, sem hann hafði gert. — Og hvað finnst yður sjálf um, Horning? Ég veit ekki, hvað ég á að halda. Fimm hundruð pund ná ekki langt, þegar allt er komið í eindaga og meir en það. En hr. Glapthorne segir, að allit komizt í lag undir eins og hr. Benja- mín komi heim. — Og ég get glatt yður með því að það verður á sunnudag- inn eða mánudaginn kemur. — Jæja, Horning, ég vona, að hr. Glapthorne verði að þessari bjartsýni sinni. Verið þér nú sælir. Næst fóru þeir í leigubóka safn Woodsprings, þar sem þeir hittu Joyce Blackbrook. Hún var viðlátin og brosti er hún sá þá. — Þér munið sjálfsagt eftir mér, sagði Jimmy. — Hafið þér frétt nokkuð af Benjamin Glap thorne síðan ég hitti yður síð- ast? Hún roðnaði við þessa spurn- ingu og Jimmy fannst hún enn- þá laglegri en áður. — Já, hann sendi mér skeyti frá Gravesend í gær. Ég veit ekki hvort hann hefur sent það eftir að homam barst bi'éfið frá mér, þar sem ég skýrði honum frá dauða Calebs. Hann sagðist bara koma um helgina. — Hann sendi skeytið áður en hann fékk bréfið. Ég hitti hann i gær og tök það að mér að tilkynna honum lát bróður hans. — Þér hittuð hann? sagði hún steinhissa. — Og hvar? Um borð i skipinu hans í Alberts-skipakvínni. Við töluð- um lengi saman. Hr. Benjamín tefst eitthvað við skipið vegna einhverra viðgerða í véiarrúm- inu. En hann vonar, að því verði lokið á laugardagsmorgun og að hann geti náð í lest hing að á sunnudag. — Ég skil ekkert í því, að þér skýlduð gera yður það ömak að fara að leita Ben uppi, sagði stúlkan. Hr. Woodspring lofaði að tala við hann, snemma í morgun, og hann hefði getað sagt honum frá þessu. — Já, en það vissi ég bara ekki, sagði Jimmy afsakandi. —- Fór hr. Woodspring til London beiniínis til þess að hitta Benja mín? — Nei, nei. Hann ætlaði á uppboð hjá Sotheby í dag og tvö önnur á morgun og mánu- dag. Hann var búinn að ákveða fyrir löngu að verða burtu þessa daga. En þegar ég sagði honum, áður en hann fór, að ég hefði frétt frá Ben, sagði hann, að hann mundi geta haft tíma til að segja honum lát Calebs. — Og þá sjálifsagt líka samn- inginn, sem hann gerði við föð- ur hans? Nú, svo þér vitið þá lika um hann? Mér þætti annars gam an að vita, eftir hverju þér er- uð að grennslast, fuliltrúi ? Arth ur bróðir minn skrifaði mér í vikunni og sagði, að þér hefð- um komið til sín, með alls kon- ar spurningar. — Ég er að reyna að komast eftir því, hver á sök á dauða Calebs Glapthorne, sagði Jimmy róiega. — Og ég þykist viss um, að ef þér getið eitthvað hjálpað mér, munuð þér gera það. Hvað vitið þér um böggul, Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eöa T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Sœlkerinn HAFNARSTRÆTI 19 SlMI: 12388 Lausar stöður Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar hjá flugmálastjórn: a. Flugumferðarstjóri I. í flugturninum á Vestmannaeyjaflug- velli. b. Tvær stöður aðstoðarmanna í flugumferðarstjórn á Reykja- víkurflugvelli. c. Ritari við upplýsingaþjónustu flugmála. Laun eru samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Um- sóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu flugmálastjórnar Reykjavíkurflugvelli. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1971. Reykjavík, 25. marz, 1971 Flugmálastjórinn Agnar Kofoed Hansen. ODHNER ODHNER 12/8 SAMLAGNING, FRÁ- DRÁTTUR, SJÁLFVIRK MARGFÖLDUN OG PRÓSENTUREIKNINGUR. 12 TÖLUR 1 INNSLÆTTI. 13 TÖL.UR 1 ÚTKOMU. HRAÐGENG, HLJÓÐLÁT, MJÚK I ASLÆTTI ÞR.ÁTT FYRIR ALLA ÞESSA OG FLEIRI KOSTI ER VERÐIÐ AÐEINS KRÓNUR 27.474.oo EINNIG HÖFUM VIÐ Á BOÐSTÓLUM AÐRAR GERÐIR AF SAMLAGNINGARVÉLUM, SVO OG BÓKHALDSVÉLAR, KALKÚLATORA, RITVÉLAR, FJÖLRITARA, BÚÐAR- KASSA OG ELECTRONISKAR REIKNIVÉLAR FRÁ ODHNER OG FACIT. Sisli c7. cSofinsen l( VESTURCÖTU 45 SÍMAR: 12747 - 16647 NÝTT FRÁ — Ef ée aðeins vissi hvaða búninjri ég klæftist þegar ég fer á grímuballið! sem var sendur til Calebs, þann 6. ágúst síðastliðinn með Mow- bray bílstjóra? — Hvað ætti ég að vita um böggul til Calebs? Aldrei hef ég sent honum neinn, ef þér eigið við það. Hef aldrei sent honum svo mikið sem jólakort á æv- inni. Svo hrifinn var ég ekki af honum. — Þér hafið þá ekki sett bögg ul til hans inn í bílinn hjá Mow- bray? — Nei, sannarlega ekki, svar aði hún móðguð. Ef ég hefði ætl að að senda honum eitthvað, hefði ég farið með það sjálf í Klaustrið, því að þangað fer ég oft. — Ég skil. En meðal annarra orða: Vissuð þér, hvers konar skothylki faðir yðar notaði hér áður fyrr? — Nei, það veit ég ekki, enda kemur það mér litið við. En hann Newsham byssusmiður, kynni að vita það. — Þakka yður fyrir upplýs- ingarnar. En nú gætuð þér kannski sagt mér, hvar ég get keypt píkríngrisju? — Það get ég ekki, þar sem ég hef aldrei heyrt hana nefnda á nafn, svaraði hún hvasst. En sé það eitthvað, sem lyfsalar selja, þá fæst það sjálfsagt hjá honum Roberts, hér skammt frá. Og nú verð ég að minna yður á, að ég þarf að snúa mér að verki mínu. Verið þér sælir. Appleyard skríkti, þegar dyrnar að bókasafninu lökuðust á eftir þeim. — Þessi telpa læt ur ekki vaða ofan í sig, sagðd hann. — Svo að Woodspring gamli fór að hitta Benjamín í morgun? Mér þætti gaman að vita, hvað hann hafði að segja honum. Hann hefur varla getað sagt honum mikið, sem hann vissi ekki fyrir, sagði Jimmy. — Benjamin hlýtur að vera búinn að fá bréfið frá ungfrú Blaek- brook, og í sambandi við það, sem ég var búinn að segja hon- um, verður hann fljótur að leggja saman tvo og tvo. — Já, það er einmitt það, sem ég kviði dálitið, sagði Appley- ard og varð al.lt í einu alvar- GRAVLAX Ái GLÓÐARSTEIKT LAMB Hrúturínn, 21. niarz — 19. apríl. Þú hchfur sýnt fádæma tómlæti í einkamálum, og hefur ekki betra af hví. Natitið, 20. apríl — 20. maí. Ef þú ekki spjarar þig fljótlega færðu ekki svar sem þú ert að leita eftir. Tvíburarnlr, 21. inaí — 20. júní. I*ú skalt sýna ýtrustu gætni í umgengni við aðra, ef þú vilt sjálfur vera ánægður. Krabbinn, 21. júní — 22. Júlí. Sumir gera þér oftar gramt í geði en góðu hófi gegnir og gegn þeim ættirðu að taka afstöðu. JLjónið, 23. júlí — 22. ágúst. Fæst er til að kæta þig núna, en þú ert úrræðagóður að vanda. Meyjan, 23. ág:úst — 22. september. Margt er að vefjast fyrir þér í afkomuleiðum. Farðu gætilega í vali. Vogin, 23. september — 22. október. Sýndarmennska er þér leiður förunautur, og því ráðlegt að losna við hana sem fyrst. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ef þú ert kvíðinn, skaltu leita ráða félaga þinna. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú hefur reynt að standa þig vel, og það meta alLir mikils. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þér er margt til lista lagt og þér nýtist það vel Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þér leiðist að geta ekki rétt úr kútnum, en það verður einhver Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. bið á því. Þú ert sínkur á upplýsingar þessa stundina, enda hagkvæmast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.