Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1971 5 SILD&MSKUR sviptust Nýr liður í starfsemi eldri borgara í Tónabæ Og síðpils in sviptust. MtÖNGT máttn sáttir sitja í Tónabæ á miðvikudaginn, val- Inn maður í hverjn rúmi, sögðu sumir. Glatt var á lijalla, og full ástæða til: Þarna átti að byrja á nýrri starfsemi fyrir aldraða, nefnilega dansi. Fólk sat sumt við að spila vist og bridge, en það hefur ver- ið gert á miðvikudögum, en aði'- ir stigu dans af miklum fjál'g- leik á gólfi úti við undirleik Jóns Möller á flygilinn. Þarna voru dansaðir polkar, rælar og valsar, og fjörið vart ma.'lt á venjulegum mælikvarða. Maður er manns gaman, og á það ekkert síður við okkur, er fram í sækir á Mfsleiðinni. Þarna var maður úr Klepps- holtinu, sem sagðist koma, eins oft og hann gæti. Hann hefði gaman af að dansa, en væri dá- litið slæmur í fótunum af gigt í bili. Annar herra sagðist ekiki koma í hvert einasta skipti, sem opið væri, en þó eins oft og auð- ið væri. Hann heitir Jón Árna- son. Kona nokkur, Elinborg Sig- fúsdóttir, sagðist vera ákaflega ánægð með starfsemina í Tóna- bæ. Þama væri kemnd handa- vinna ókeypis, og það væri vel þess vert, að þakka það og nefna. Þessi kennsla fer fram á þriðjudögum. Starfsemin í Tónabæ veröur tveggja ára 30. apríl næstkom- andi. Hefur hún staðið yfir frá 1. september til 1. júlí i Tóna- bæ, en sumarmánuðina hefur ekki verið unnið þar í húsinu, heldur verið farið í ýmsar smá- ferðir og ferðalög, náttúruskoð- un og fleira, og eins hafa verið heimsóttar sýningar og söfn. Fullorðna fólkið er ánægt með þennan árangur, þó að sjálfsagl sé ekki auðvelt að gera ölhim til hæfis í einu. Skemmtikraftar hafa oft kom ið í heimsókn, og gera þeir það endurgjaldslaust, bæði tilkvadd- ir og af sjálfsdáðum. Fólkið, sem skemmtunarinnar nýtur hefur ekki sízt verið ánægt með hópa unga fólksins, skójaæsku og fleiri, sem komið hafa við til að skemma, og hef- ur unga fólkin.u sjálfu þótt svo gaman, að það vill yfirleitt fá að koma aftur. Miðvikudagarnir hafa verið spila dagar, og þá hefur annan hvorn þeirra verið sýnd kvikmynd, en hinn verið hafðir skemmtikraft- ar, og gefizt veL Það eru 10 safnaðarfélög og kvennadeild R.K.I., sem sjá um þessa starfsemi í félagi við Reykjavíkurborg. Fólk kemur alls staðar að úr borginni á skemmtanirnar, jafnvel ofan úr Árbæjarhverfi. Fólkið er farið að kynnast mikið og þarna hitt- ast líka margir, sem kannski hafa ekki sézt í 30—40 ár. Ekkert hefur frétzt um hjú- skapartilfelli þarna, enda segj- ast forráðamenn ekki reka þarna hjúskaparmiðlun, þótt gott væri auðvitað, að fólk gæti hitt þarna einhvern, sem það gæti fellt sig við. Þessa daga, sem Opið hús er, er einnig bókaútlán. Fólkið get- ur endurgjaldslaust fengið bæk ur að láni, allt að mánuð í senn, og er þetta vinsæll liður í dag- skránni. Dagblöðin, tímarit og dönsku blöðin liggja einnig frammi, og láta gestirnir feikna vel af þessari þjónustu. Það er ekki á allra færi að kaupa dag- blöðin, a.m.k. ekki öltl, og því þægilegt að geta gluggað í þau, segir fól'kið. El'dri borgaramir gera tals- vert af því að lesa upp sjálfir, og sömuleiðis berast ósköpin öll af vísum og kvæðum, sem þulin eru fyrir fólkið, og vek- (Ljósm. Kr. Ben.) ur það mikla ánægju áheyrenda. Hljómsveitin Jeremías, sem er unglingahljómsveit, kom og lék fyrir fóikið eitt lag, til að sýna þvi, hvað unga fólkið skemmti sér við, og þótti ýmsum nóg um hávaðann. Starfsemin eflist með hverju árinu, sem líður, og ef jafn vel verður sótt í framtíðinni og á miðvikudaginn var, má spá góðu um hana. Bókaiítlánin eru snar ]> áttur í starfseminni. Kldri ÍKirgarar njó ta skeninitiinarinnar. Og síðpilsin IJllJilJLljlXOXO: Við fljúgum með yður til London Já, British European Airways er komið. Við erum fullvissir um að fá þær hlýjustu móttökur, sem nokkurt flugfélag getur vænzt. Sem sagt, frá 7. apríl geta hinar nýju Trident Two þotur okkar flogið með yður frá Keflavík beint til London* Einu sinni í viku fyrst um sinn. Tvisvar í viku frá byrjun júní. Og frá London geturn við veitt yður hina víðtækustu fyrirgreiðslu til nítíu staða í Evrópu. Sannleikurinn er, við fljúgum með fleira fólk til fleiri staða í Evrópu en nokkurt annað flugfélag. Því ekki að reyna flugferð á brezkan máta? ♦ I samvinnu við Flugfélag Islands. > uuiuu—imu 11 m mmm — mnm OJXIXIX 0-:í8* S0 AEB 60-AB£ Trldent GÖ~8AE ‘ JJSSS?' ' jijF *** m m,...............ár Jm Gu-BEA Trident No. 1 í Evrópu m r €

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.