Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAR2 1971 Laugardagu* -7. marz. Leiksýning i Kópavogsbíó kl. 21.00. SYNDiR ANNARRA eftir Einar H. Kvaran. Gestaleikur Ungmennaféiagsins Dagsbrúnar. Leikstjóri Eyvindur Eriendsson. Frá SCANBRIT Sumarnámskeið í úrvalsskóla í Boumemouth, Suður-Englandi. Bekkjardeildir blandaðar ýmsum þjóðernum. Nemendur dvelja hjá vandlega völdum fjölskyldum. Heildarverð innifeiur flug- ferðir báðar leiðir með fylgdarmanni og kynnisferðir skipu- lagðar af stofnuninni. Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík, sími 14029. Framholdsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 29. marz 1971 kl. 8,30 e.h. í Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu. Dagskrá: 1. Ólokin aðalfundarstörf. 2. Reglugerðir styrktarsjóða. 3. Önnur mál. • Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Útgerðarmenn - Skipstjórar Veiðarfœri fyrirliggjandi Til línuveiða: Uppsett lína, trevíra Abót Færi: trevíra, marlín og pev Belgir (Polyform) Línubalar (galv.) Radar-speglar Baujuljósker (Autronica) Til netaveiða: Þorskanet — Crystal, (Morishita), möskastærð: 7" — 7i" — 7J" — 8", garn nr. 9. 12 og 15, dýpt: 32 möskvar Þorskanet — Normal, (Morishita) mökvastærð: 7i" — 7)" og 8", gam nr. 12 og 15, dýpt: 32 möskvar Teina-, færa- og skertatóg Flothríngir (Panco) Kúlupokar, kúlu- og steinahankar Belgir (Polyform) 40" — 50" — 60" og 75" Baujubelgir (Polyform) 40" — 50" og 60" Grásleppunet, möskvastærð: 10ý" og 11", gam nr. 12, dýpt: 9 og 10 möskvar Flotholt (Nesseplast) Teinaefni, sísal og trevíra, litað og ólitað. Reynið viðskiptin — Sími 17080. Slávarafurdadeild * Björn Olafsson loftskeytamaöu r: Aðstaða gamla fólks- ins í þjóðfélaginu Fæðast, gráta, reifast, ruggast, ræktast, berast, standa, gá, tala, leika, hirtast, huggasf:, herðast vaxa, þanka fá, elska, biðla, giftast greitt, girnast an.nað, hata eitt, meeðast, eldast, andast, jarðast, ævi mannsins svo ákivarðast. H.P. Þannig er í stuttu máli lífs- gangan frá vöggu til grafar. Hvert lífsstig eða þrep er sann arlega athugunar vert og merk- ur áfangi meðan þar er dvalið, en síðari Muta vísunnar, eða ævimyndarinnar vildi ég hér gera að umtalsefni. AUir eldast með árunum, og engan lætur EUi kerling afskipt an, margir bíða heilsulegan ósig ur í lífinu, eða glata lífsþreki eða lífsgetu á ýmsan hátt, svo árin segja ekki alltaf alla s&gu um aldurs slit og ásigkomulag einstaklingsins. Altlt. M lifnar, vex, blómgast, visnar og hrömar til skiptis, framrás timans verður aldrei stöðivuð. Lífið rennur hjá í ör- fleygu andartaki augnabliksins, og liðin ár verða aldrei kölluð til baka, þannig er lögmál allr- ar skepnu. Elllin er oft þung í skauti, og aldrað fólk afskipt, þrátt fyrir ellilaun og ellilífeyri og annan fjárhag. Það kippist út úr at- hafnalífinu, dagleguim störfuan, og einangrast oft af því, að starfssvið vantar, eða dund við hæfi. Þetta á þó frekar við um karlmenn en konur, þvi þær geta lengi unnið að húsverkum og heimilisstörfum, og þannig notið sin við störf, og þeirra kraftar nýtast þannig lengur, en menn standa þarna ver að vígi, og það því ver sem starfs- svið þeirra í lifinu hefur verið faglegra, tæknilegra og tak- markaðra við einhliða þekk- irigu, störf og menntun. Breyttir lifnaðarhættir, stytt- ur vinnudagur, léttari störf, vegna aukinnar tækmi, og betra heilsufar almennt, gerir meðai aldurinn hærri, en hann var. Meðal aldur kvenna i dag er talinn 76 ár hér á landi, karl- menn verða eitthvað lægri í meðaialdri vegna slysa og lífs- hættulegri starfa. Opinberir starfsmenn þó fullhraustir séu eru settir úr starfi á vinnumark aði þjóðféiagsins við 65 ára mörkin, og menn heltast úr mörg um starfsgreinum innan þeirra aldursmarka. Þetta eru atriði sem vert er að gefa gaum. Enginn lifir sjálfum sér, án þess einnig að lifa öðrum. Að- alatriðið er því að allir geti haft nóg að hugsa um, starfa að, og lifa fyrir, á öMum timum asvinn- ar. Mannlegt erfiði allra ævi- stiga, er mikilfengleg og merki- leg sanngagnieg samvinna fyrir alia þjóðarheildina. Vinnan er burðarás þjóðfélagsins, auður þess og Líf. Sú kynslóð, sem nú er að ljúka ævidegi sinum, hefur sann arlega ekki verið sérhlífin eða singjörn, og haft langan vinnu- dag. Hún hefur gert landið á einum mannsaidri óþekkjanlegt, gert hið ómög-ulega mögulegt, þó enn sé margt ógert. Byggðar hafa verið upp hafnir, bæir og borgir, blómlegt og margþætt at vinnulíf til sjávar og sveita. Komið upp tryggingakerfum, sjúkrasamiögum, lifeyrissjóðum, atvinnutryggingarsjóðum, og uppbyggingarsjóðum margskon- ar. Fæðingardeildir, barnaspítal- ar, sjúkrahús mörg, þótt enn sé skortur, elliheimili þó að enn séu of fá og ófulinægjandi, Hrafn- ista og Grund eru merkar stofri anir, þó þær séu hvergi nærri fulinægjandi eins og málin standa í dag. Heilsuhæli hafa verið reist af margri gerð, fyrir fatlaða og lamaða af stórihug, og hæli fyrir mállausa, heyrnar- daufa, blinda, og vangefna, og fl. og fl. og leyst hafa verið vandamál berklaveikra til fram búðar af myndarskap miklutm og unnið er að hjartavemd, og krabbameinsvörnum og hvers konar heilsuvernd, af stórhug og rnerkir áfangar hafa náðst. Byggðar hafa verið upp sam- göngur á sjó, lofti og láði, þar með talið allt vegakerfi lands ins, flugvellir, flugþjónusta og flugvélafloti, farskip ÖM og 'fflu'ttiinigafloti, fiskiskipaflötinn, síldarverksmiðjur, sements, áburðar og kiísilgúrs, áls og fl. Félagsheimili í hverri sveit, ásamt útvarps- og sjónvarps- stöðvum fyrir allt landið og fleira og fleira. Þessi kynslóð hefur afrekað mei.r á einum mannsaldri, en allir gengnir ættliðir á íslandi frá landnáms- tíð. Bf þetta fólk á ek’ki skilið að hlynningu á ellidögum sinum, hjúkrun þeir sem hennar þurfa, hinir aðstöðu til að nýta enn krafta sína, er þá enn hafa og athaínaviljann, þak yfir höfuð- ið við hæfi, fyrir þá er það enn vantar, eða vildu breyta til af breyttum heimilisástæðum eða störfum. Þá vildi ég mega spyrja. „Hverjár eiga það þá síkilið?" Vonandi skortir okkur ekiki það siðgæði skyldurækninnar, þakklætisins og sjálfsvirðingar innar, að okkur sé það ekki öll- um Ijósf mótmælalaust, að of lít ið er gert fyrir aldrað fólk, og það á sannarlega betra af okik- ur skilið, en að þvi sonýr. Ég vil hvorki gleyma né ganga framhjá í þessu máli, að minnast á raunir, lífshraknLng og ömurlag kjör öldurmenna og niðursetninga hinna gengnu kynslóða. Þeirra miklu þrek- raunir og erfið lífskjör, er menn þá urðu að ganga í gegn um, móðulharðindi, eldigos, svartadauða, og aðra óáran svo oft lá við landauðn. Því megum við aldrei gleyma. Aukin tækni, vélvæðing og gjörbreytt ar lífsaðstæðu-r, hafa gjört þess ari kynslóð sem nú er að kveðja, fært að afreka meir í framfaraátt, en hinar gátu vegna hins þrönga stakks er lif- ið skar þeim við óbliíð kjör i harðbýlu landi. Aldrei hefur bilið á milli kyn slóðanna verið eins breiitt og á okkar dögum, æska og elli virð ast of oft og of víða eiga litla samleið. Ungt fóik skortir oft sakir æsiku og reynsluleysis, yfirsýn, samúð og hæversku -gagnvart hinum eldri, það er að gangshart og yfirganigsmeira, tilMtis- og taktlausara í uimgengni sinni, en siðvenja hefur verið. Hverju sem um má kenna. Lifs- hraðinn og breytt vinnutækni og menntunarkröfur, eiga sitt í því að samkeppnin vex, og eldri menn verða að ví'kja fyrr af at- 'hafnasviðinu en áður var. Þetta eru atriði sem ekki verður geng ið framhjá. Aukin menning, er aMt það, sem bætir, og það eru mörg þjóðfélagsmeinin, sem athuga þarf, og úr að bæta og enn standa þjóðfélagsþegnurium fyr ir þrifum, á þessari öld fram- fara og tækni, og finna þarf lausnir á. Það er ekki nóg að tala um framfarir án skilgrein- ingar, heldur þyrfti að til- greina í hverju þær ættu að fel- ast og finna leiðir til úrbóta. Bæta það sem fyrir er og bætt verður, og nýta nýtt. Taka af skynsemi og stillingu því, er ekki verður breytt eða bætt, og þekkja þetta hvort frá öðru, leita þanniig sannieikans í hJwt- unum og vandamálum daglegs lífs af einiægni, það eitt er lóik- legt til að lækka óánægjuöldur támans. Nú eru tímar leitar og lausn- ar. Timar verklegra fram- kvæmda og framifara. Timar véia eims og straums og stolt tímans, kjarnorkan, öld atóms- ins. Tímar frjáisrar huigsunar, heilbrigðra hugmynda og al- mennrar menntunar. Alheims hugmyndir og tækni hrópar á vinnufúsar hendur til nýtingar orku landsins og auðæfa. Ungir menn vaxa af afrekum sínum og dáðum eins og aðrir. Njóti þeir þar heilir handa, von andi eyða þeir ekki gáÆum sin- um, tímum menntun og kröftium í fánýti, geira gný og mótmæli, eða sem reköld vinda og sjóa á úthafi eiíiurlyfjanna. Valdamál framitiðarinnar eru þeirra verk efni og vettvartgur, þar sem mannlífið fæir innihald og tiJ- gang í athöfn og framkvaamd aukinnar alþjóða samvinnu. Við skulum halda vel vöku okkar, og kasta ekki kröftum okkar á dreif. Nú virðist vera töluverður áhugi hjá mörgu góðu fólki, á því að gera eitt- hvað raunhæft í málefnum og vanda aldraðs fóliks. Framsýnir og dugmiklir ein- staklingar hafa oftast barizt fyr ir og borið framfara og umbóta mál þjóðfélagsins fram til sig- urs, með samskotum og framlög um fólksins, þó forysta í þess- •um máJum ætti að sjálfsögðu, að koma frá A'lþingi og þeim mörrn um er við höfum valið til þess að sjá ráð fyrir oss, og eru þar til forystu í þjóðmálum og lög- gjöf. Væri óskandi að sem flest ir er áhuga ha,fa á málum þess- um létu frá sér heyra og kæmu fram með tillögur og skoðanir, með framtíðariausn þessa mála fyrir augum. Nú eru hinir ýmsu lífeyris- sjóðir og tryggingasjóðir orðnir sterkar stofnanir fjárhagslega, og eiga enn fyrir höndum að vaxa í komandi framtíð. Virkja þarf þetta fjármagn viturlega, með alþjóðarheill fyrir augum. Mér heifur dobtið i hug, að koma mætti á samvinnu miili allra láif- eyrissjóðanna, atvinnuitryigginiga sjóðanna, tryggingarstofnana ríkisins, sjúkrasamlaga, bæjar- féiaga og ríkis, þannig að föst og ákveðin prósentutala af tekj- um eða veltu stofnananna yrði varið til uippbygginigar „Al- nienns ellisjóðs", er síðan yrði notaður til að skapa öldnum iífs öryggi, atvinnu- og afkomiu- möguleika, og til lausnar öðr- um vandamálum þeirra í fram- tíðinni. Hvaða leiðir verða valdar, eða hvað fyrst bæri að snúa sér að i þesisum máilum er enn ekiki gott að segja um, en verkefnin eru mörg og margt sem kaMar að, t.d. er algjör skortur á hæl isplássi fyrir gamalt fólk viðast hvar á landinu, litlar og þægi- legar íbúðir er þénað gætu öldr- uðum og vanheilum vantar alveg, einnig er of lítið hugsað fyrir störfum og starfsaðstöðu till nýtingar starfskrafta og starfsþrá aldraðra, þvi það er dugur í mörgu gömlu fólki, og það kann margit vel til verka, þó að ýmsir séu að sjálfsögðu orðnir slitnir og þreyttir eftir langan og erfiðan ævidag. Krafta þessa fólks, bæfileitka, athafnaþrá og vinnugetu á ýms um sviðum þarf að samihasfa og nýta, við tómstundastörf á heim ilum, vinnuhælum, eða dagbeim ilum, er byggð væru í íbúða- hverfum hinna öidruðu. Gætu þessi störf verið í mörgu formi, og útfærð á margan hátt, og hæli þessi einnig, með hressing- ar og hvildaraðstöðu, lasknis- hjáip, hjúkrunaraðstöðu, aðstoð við heimilishald, og fí. og fl. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.