Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1971 J ar ðsk j álf tahrina í Hveragerði í gær f HVERAGERÐI 26. roarz. Jarðskjálftar hafa verið hér í Hveragerði í allan dag. Um kvöldmatarleytið höfðum við tal- ið 21 kipp, sem voru misharðir. Hörðustu kippimir voru kl. 3—4 síðdegis. Dansaði þá dót í búðar- hillum og í skápum hjá fóiki. — Georg. Jaröakjálftaikippinniir í Hvera- gerði byrjuðu urn kl. 9.40 í gær- morgum. og mæ'ldu®t vægiir, um 2 stiig á Richter - kvarða, sam- kvæmlt maalintgum jairðsikjálfta- deilldar Veðurstofuinoar. Reynd- ust þeiir vena í 40 km fja/n'Iægð frá Reykjavík, í nánd við Hvera- gerði. Sterkasiti kippurintn mæld- ist uim kl. 3 og var 3 s'tiig. Átt'i barun upptök siin í Henigli. 1,5 millj. kr. í bætur í BORGARDÓMI hefur verið kveðinn upp dómur í skaðabóta- máli, sem ekkja Jóhanns Gásla- sonar höfðaði á hendur Gunn- ari Frederiksen, en Gunnar skaut Jóhann til bana á heim- ili hans í Reykjavík fyrir tæpum þremur árum. Var Gunnar dæmdur til að greiða ekkjunni og börnum hennar fjórum tæplega 1.6 milljón krón- ur í bætur — auk 7% vaxta frá 9. maí 1968. Málflutnings- > laun greiðist úr ríkissjóði. Stefndi áfrýjaði dómi til Hæstaréttar. Drukknaði HÉR birtist mynd af Bjama Halldórssyni, sem drukknaði í Reykjavíkurhöfn á sunnudags- morgun. Bjarni var 32 ára, bú- settur á Bolungarvík og lætur eftir sig konu og fjögur böm. Rlaðaskákin TA — TR SVART. Taflfélag Reykjavíkur, Jón Kristinsson og Stefán Þormar Guðmundsson á H wá 1 wz J ii® “ ® wi. % 1É %■ m m abcdefgh HVÍTT: Skákfélag Akureyrar, Guðmundur Búason og Hreinn Hrafnsson 33. leikur: Hvítur gefur. Skákin í heild 1. e4, g6; 2. d4, d6; 3. Rc3, Bg7; 4. f4, c6; 5. Rf3, Bg4; 6. Be2, Db6!; 7. e5, Rh6; 8. Re4, 0-0; 9. c3, c5; 10. a4, cxd4; 11. Rxd4, dxe5; 12. fxe5, Bd7; 13. a5, Dc7; 14. Rf6t, Kh8; 15. Rxd7, Rxd7; 16. e6, Rc5; 17. 0-0, Rxe6; 18. Rxe6, fxe6; 19. Bf3, Ha-d8; 20. Del, Rf5; 21. Be3, Be5; 22. g3, Bxg3; 23. hxg3, Rxe3; 24. Dxe3, Dxg3f; 25. Khl, Hd5; 26. De2, Hxf3; 27. Dxf3, Dh4f; 28. Kgl, Hg5t; 29. Dg2, Hxg2f; 30. Kxg2, Dg4f; 31. Khl, Kg7; 32. a6, b5. Hvítur gafst upp. Mbl. hafði sambaind við Soi- foss í gæ-r, en þar höfðu menn ekki orðið vairir við j arðskj álft- ama. Bifreiðaeigendur búa sig undir að innsigla útvörp sín FÉLAG íslenzkra hifreiðaeig- enda er nú að kanna undirtektir félagsmanna við því hvort þeir séu reiðubúnir til að láta inn- sigla útvörpin í bifreiðum sínum, ef ekki fæst leiðrétting á þvi að borgað sé fyrir þau aukalega, þótt menn hafi útvarp heima hjá sér. Fékk Mbl. þær upplýs- ingar í skrifstofunni, að undir- tektir séu mjög góðar og hafi menn staðfest það hundmð- um saman með undirskriftum sínum að þeir séu reiðubúnir til að láta jnnsigla útvörpin í bif- reiðum sínum, verði ekki breyt- ingar á afnotagjöldum. FÍB hefur berat bitfrediðaeiig- ernduim á að atfiniotegjaildið fiaili ekki í gjalddaga fyrr en 1. aipríl og þurfi þeir, sem ðláta skoða bittainia fyrr, ekki að greiða það. En etftiir þanin tíma verðuir 'hægt iað krefjaisit þess aið meiran borgi atfmobagjaldið. Er verið að undir- búa það í skrifstotfuinmd að memin taflci siig þá samam um að láta iminisigflia útvörpim, ef eklci hetfur verdð geragið að kröfum félagsiiras, siern lagðar haifia verið fram við Ríkisútvarpið. Kópavogsvakan: Syndir annarra — eftir Einar H. Kvaran A DAGSKRA Kópavogsvökunn- ar í kvöld er leiksýning. Það er Tirntna kmnur wpp om »$íu Brezktir sjómaÖur seis unglíngs stóran skammt __ J mwm . m n g§ m m m mm Forsíðufrétt Tímans 13. marz sl,: „Tíminn kemur upp um sölu eiturlyfs“. Leikfélag Kópavogs, sem annast þessa dagskrá en sýndur verður gestaleikur Ungmennafélagsins Dagsbrúnar í A-Landeyjum, Syndir annarra, eftir Einar H. Kvaran. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Leikendur eru: Ragnar Böðvarsson, Jóhanna Axelsdóttir, Stefán Jón Jónsson, Gerður S. Elímars, Ingibjörg Marmundsdóttir, Margrét H. Högnadóttir, Jóna K. Guðmunds dóttir, Sigmar Ólafsson, Hall- grímur Sigurðsson, Lilja Sig- urðardóttir, Auður Sigurðardótt- ir og Jón Einarsson. Sýningin hefst kl. 21.00 í kvöld í Kópa- vogsbíói. Aðalfundur Iðnaðarbankans í dag AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka Is lands h.f. verður í dag í Sig- túní og hefst kl. 2 e.h. Gefið verður yfirlit um rekst- ur og hag bankans á síðastliðnu ári. Dýrt magnyl RANNSÓKN á efni því, sem tveir blaðamenn Tímans keyptu um borð í brezkum togara að kvöldi 12. marz sl., og afhentu svo fíknilyfja- deild lögreglunnar, leiddi í ljós, að efni þetta er að sam- setningu samsvarandi efni því sem notað er í venjuleg- ar magnyltöflur. Blaðamenn Tímans höfðu heyrt ávæning af því, að í brezka togaranum mætti fá eiturlyf keypt og fóru þeir á srtúfana. Hugðust þeir koma upp um sölumanninn og af- henda lögreglunni sönnunar- gögn um framferði hans. Fór svo, að þeir keyptu með milligöngumönnum „fjögur grömm af heróíni" fyrir 1500 krónur, sem reyndust svo vera 16 grömm af allt öðru efni svo sem niðurstöður rannsókna hjá Rannsókna- stofu Háskólans leiddu í ljós. „Söiumaðurinn“ var svo handtekinn og yfirheyrður en ekki leiddi rannsókn í ljós, að fleiri hefðu átt við- skipti við hann en Tíma- mennirnir. Hafa liistaT tál að kaniraa við- brögðin legiið fnaimmi í bemisím- stöðvum og hjá umbo ðsmör.inium FÍB og orðið mikiliair og jákvæð- ar uindirtektiir við þessa má!a- leitan. Peysufatadagurinn var hjá I Verzlunarskólanum í gær. Gengu nemendur að venju [ um bæinn syngjandi, stúlkurn- ) ar í íslenzkum búningum og | piltarnir í kjólfötnm og með I pípuhatta. Þarna em nokkr- ir nemenda, er hópurinn ) stöðvaðist við styttu Jóns Sig- | urðssonar. Gagnfræðaskólar hef jast 10 dögum fyrr GAGNFRÆÐASKÓLAR í Rvík murau hetfja«st 20. september næsta haust í sltað 1. Október, eiins og venja hefuir verið. Hetfur borgainráð faflllizt á tillögu fræðsluiráðs um þetta. Verða nemeinduir því 10 dögum lemiguir áir hvert í gagntfræðaslkó'luimim an himigað til hetfuir verið. Stand- uir þetta í sambandi við kjaira- saimn'iinga kenmara, en keminslu- tími þeirra hefur lengzt. Þá betfur fræðáluráð feragið samlþykkt í borganráði, að kennsla sex ára banraa í Rieykja- vífk verði með sarraa hætti á raaesta ári sem mú. Voru undir- LEIÐRETTING PRENTVILLA varð í bæjar- nafni í frétt um ferð yfir há- lendið og niður í Skagafjörð á fimmtudag. Heitir bærinn Þor- ljótsstaðir. Það var björgunar- sveitin á Sauðárkróki, ekki flug- björgunarsveitin, sem stikaði leiðina úr Skagafirði í Lauga- fell. tektir borgarbúa mjög góðar og aðsókm að sex ára deiildum milkitl. Kópavogs- vakan fjölsótt Lýkur á sunnudag KÓPAVOGSVÖKUNNI lýkur uim helgina. Hefur húm verið vefl sótit og þykir prýðiflega hepprauð. Hefur málverkasýningin till dæmis vakið miikla athyigli. Lokadagskráim verður á sunnu dagsikvöld og mum Ævar Kvar- am flytja þar erind'i um Goetihe og Faustf og Elísaibetf Erlimgsdótt- ir syngur lög eftir þeflckt tón- skáld við ljóð efitir Goetfhe. — A-Pakistan Framhald af bls. 1 að Mujibur Rahman hefði lýst yfir sjálfstæði landshlutans. Hafði indverska fréttastofan United News of India þær eftir leynilegri útvarpsstöð í Austur- Pakistan, sem útvarpaði undir nafninu „Swadhin Bangla Betar Kendra“, eða Frjáls útvarpsstöð Bengals. Sagði í tilkynningu út- varpsstöðvarinnar meðal annars: „Furstinn (Mujibur Rahman) hefur lýst því yfir að 75 milljón- ir íbúa Austur-Pakistans séu framvegis borgarar sjálfstæðs og óháðs Bangla Desh,“ Sagði út- varpið að öryggissveitir Austur- Pakistans hefðu fylkt liði um fursta sinn og umkringt her- sveitir stjórnarhersins i Chitta- gong, Comilla, Sylhet, Jessore, Barisal og Khulna, það er í öll- um borgum landshlutans nema Dacca. Skoraði útvarpið á Sam- einuðu þjóðimar og þjóðir Asiu og Afríku að styðja baráttu furstans fyrir sjálfstæði lands- hlutans. „Frelsisstríðið, sem nú er háð í Bangla Desh er liður i baráttu Asíu- og Afríkuþjóða gegn nýlendukúgun," sagði út- varpsþulurinn. Erfitt er að henda reiður á hvað er að gerast i Austur-Pak- istan, þvi fréttum ber alls ekki saman. Þannig segir til dæmis í tiikynningu stjórnarinnar i Karachi að stjórnarherinn hafi öll völd i Austur-Pakistan i sín- um höndum, og að tekiztf hafi að koma á ró I landinu. Frá indverskum bæjum og borgum við landamæri Austur-Pakistans berast allt aðrar fregnir. Er þar haft eftir flóttamönnum, sem streyma yfir landamærin, að harðir bardagar geisi viða urn landið, og landsmenn standi ó- skiptir með Mujibur Rahman fursta. ★ Efnt var til þingkosninga í Pakistan í desember í fyrra, og hlaut Awami-bandalagið þá hrein an meirihluta þingsæta undir for ustu Mujiburs Rahmans. Nú hef- ur Yahya Khan forseti bannað starfsemi Awami-bandalagsins og lýst Mujibur landaráðamann. Engu að síður sagði forsetinn í dag að hann vildi standa við fyrirheit sín um að fela löglega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar að fara með völdin í landinu. Ekki tók hann fram á hvern hátt það gæti gerzt eftir að starfsemi stærsta stjórnmála- flokksins hefur verið bönnuð. MR ER EITTHURfl FVRIR RLLR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.