Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 10
 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1971 EFTIR GflSLA SIGURÐSSON Blýhólkur Svövu Jakobsdóttur hlaut góðar viðtökur hjá leikfélaginu Grímu, en þetta litla leikfélag hefur verið um of utangátta í menningarlífinu og margir halda að þar sé einungis hóp- ur áhugasamra nýliða að leika fram- úrstefnuverk. Það er engan veginn svo; Gríma hefur getað teflt fram ágætum leikurum en leikritavalið er að sjálf- sögðu smekksatriði. Fátt eða ekkert af því sem Gríma, hefur sýnt, hefur þó gengið öllu betur en leikrit Svövu Jakobsdóttur, sem nú hefur verið sýnt í sjónvarpi. Skýringin á því er líklega nokkuð augljós: hér er á ferðinni dag- skrármál, sem kemur hverjum einasta manni við; vel gerð þjóðfélagsádeila og nýtázkiuieg án þess að vera fram- úrstefnuverk. Svava hittir marga nagla réttilega á höfuðið og kemst prýðilega frá þeim vanda að prédika án þess að verða leiðinleg. Baráttan fyrir kven- réttindum eða öllu heldur jafnrétti kynjanna er tæplega meðal þess efnis, sem fólk mundi almennt halda, að væri freistandi viðfangsefni fyrir sjónvarps- leikrit. En veldur hver á heldur. Þó væri rangt að telja þetta verk Svövu listrænt stórátak. Hinn þjóðfélagslegi boðskapur skiptir þarna tvímælalaust mestu máli. Efnið er öllum kunnugt, þótt getu eða vilja hafi skort til að ráða bót á ýmiskonar óréttlæti og misrétti. Það er staðreynd að stuðlað er að hlutverka- skiptingunni þegar á barnsaldri með því að beina áhuga stúlkubarna að barnauppeldi og heimilisstörfum. Aft- ur á móti eru strákar ekki strákar, nema þeir leiki sér að jarðýtum og bílum. Eins og málum hefur verið hátt- að, ræður það úrslitum í lífi konunn- ar, hvort hún giftist, hverjum hún gift- ist, eða hvort hún verður ein af þess- um tíu af hundraði, sem pipra. Líf karlmannsins stendur aftur á móti sjaldan eða fellur með hjónabandinu. Hann hefur sína menntun, heldur því starfi, sem hann hefur kjörið sér og munurinn felst einkum í því, að hann eignast ánægjulegra heimilislíf, þegar hann kvænist. Rauðsokkur hafa málað með sterkum litum það gífurlega órétt- læti, sem í þessu felst og má ráða af ræðum þeirra sumra, að það sé kon- unni hreinlega ósamboðið að vera hús- móðir, bundin heima yfir búi og börn- um. Engar slíkar ýkjur áttu sér stað í leikriti Svövu; þvert á móti sýndi hún einnig fram á, að afgreiðslustarí í banka getur lika verið næsta innan- tómt og kannski lítið skárra en upp- vaskið. Framan af minntu uppbygging og meðferð verksins nokkuð á sænska leikþætti um vandamál fjölskyldu og og heimilis, en þegar frá leið reis verk- ið ánægjulega og telst að mínum dómi sigur fyrir Svövu Jakobsdóttur og aðra sem að verkinu stóðu. Um framkvæmd sjónvarpsins er gott eitt að segja: Um- gjörð leiksins var smekklega af hendi leyst hjá Ivan Török og um leikarana má það segja, að allir skiluðu sínum hlut óaðfinnanlega án þess þó að það vekti sérstaka hrifningu. Fyrir utan höfundinn, ætla ég að leikstjórinn, María Kristjánsdóttir, eigi mestan þátt í, hve giftusamlega tókst. ★ Tii þessa hefur sjónvarpið full lítið gert til að vekja áhuga á trimm-herferð inni, sem margir óttast að gufi upp, þegar frá líður. Það fóik á förnum vegi, sem Ómar Ragnarsson ræddi við, var yfirleitt hlynnt því að annað fólk hreyfði sig. En greinilegt var, að flestir höfðu látið trimmið sem vind um eyru þjóta, þegar þeir sjálfir áttu í hlut. Umræður þeirra Eysteins Jónssonar, Ástbjargar Gunnarsdóttur og Hjalta Þórarinssonar voru mjög gagnlegar og átti Ómar Ragnarsson sinn þátt í þvi með glöggskyggni sinni og prýðilegri stj órn. Mér er tjáð eftir læknum, að mönn- um hafi mjög hætt til að ofreyna sig með því að byrja of geyst. Hjalti Þór- arinsson lagði einmitt áherzlu á lækn- isskoðun og rafrit af hjarta áður en óvanir menn hefja skokk eða aðra þrekþjálfun og vísaði hann til Coopers læknis hins ameríska, sem gerzt hefur mikill trimmfrömuður í heimalandi sínu. Skal hér bent á, að á morgun birtist í Lesbók grein um æfingakerfi og kenningar Coopers. ★ Margt bendir til að ljóðlist eigi mikið biómaskeið í vændum og marka ég það ekki sízt af því, hve algengt er að ungt fólk sendi Lesbókinni ljóð til umsagn- ar eða birtingar. Það hefur verið sagt, að íslendingar væru hættir að yrkja ferskeytlur líkt og annar hver maður gerði hér áður fyrr. Líklega er það ekki allskostar rétt; hitt kynni þó að koma meira á óvart, að margfalt fleiri yrkja ljóð en menn hafa almennt hug- mynd um. Þeirri spurningu hefur stundum verið hreyft, hvort ekki væri unnt að sameina ljóðlist og tónlist, sem án efa virðist standa stórum fjölda miklu nær en allar aðrar listgreinar. Það er alveg tvímælalaust, að mörg nútímaljóð gætu fallið vel að „beat“- tónlist nútímans. Auk þess hefur færzt í vöxt og er til fyrirmyndar, að söngv- arar, sem syngja með slíkum hljóm- sveitum, leggja sig oft sérstaklega fram að fara skýrt með texta. Nú hefur þetta verið reynt; ástar- Ijóð Hrafns Gunnlaugssonar til litlu reiðu sólarinnar skilaði sér vel í flutn- ingi hljómsveitarinnar Náttúru við tón- list eftir Atla Heimi. Ég hygg, að þarna hafi verið fundinn merkilegur vett- vangur fyrir nútímaljóðlist; vettvang- ur sem færir hana nær almenningi og ekki sízt unga fólkinu, sem virðist öðr- um betur kunna að meta nýja ljóðlist. Gagnstætt því, sem ef til vill hefur verið ætlazt til, var hápunktur verks- ins fólginn í myndatökunni og framúr- skarandi skemmtilegri notkun á lýs- ingu og oplistarbrögðum. Út af fyrir sig var það mjög skemmtilegt, en þeg- ar svo mikið er gert fyrir augað, gæti farið svo, að eyrað sofnaði á verðinum og skáldskapurinn færi fyrir ofan garð. ★ Af Markaðstorgi hégómans eru nú komnir nokkrir þættir og hér er ein- mitt á ferðinni efni, sem þeir hjá BBC kunna að meðhöndla á listrænan og sannfærandi hátt. í tveim síðustu þátt- um hefur runnið rækilega upp fyrir manni sú hugarfarsbreyting, sem orðið hefur á þessari öld gagnvart styrjöld- um. Um aldamótin 1800, og raunar í byrjun fyrri heimsstyrjaldar, virðist það hafa verið álitið fremur róman- tiskt fyrirbrigði að fara í stríð. Ungu mennirnir, sem Thackeray segir okkur frá í Vanity Fair, eru búnir eins og skrautlegir páfuglar og það að berjast við her Napoleons er líkt og að fara í skemmtiferð til Frakklands. Kvenfólk- ið verður að fá að koma með til að vera nálægt skemmtuninni og róman- tíkinni, en ískaldur veruleikinn rennur ekki upp fyrr en hin ungu glæsimenni liggja í valkestinum. Nútíma hertækni ásamt nákvæmum fréttaflutningi í fjöl- miðlum hefur gengið af allri stríða- rómantík dauðri. Sem betur fer hef- ur margt ungt fólk slíka viðurstyggð á hernaði, að það kýs fangelsi fremur en herkvaðningu. Þegar allir vopnfær- ir menn kjósa dýflissuna fremur en að verða fallbyssufóður í tafli stjórn- málamanna, verður fyrst von um betri heim. ★ Ég- hef fyrir löngu fengiö illan bifur á og slæma reynslu af svokölluöum land- kynningarmyndum, þar sem erlendir, ókunnir menn reyna að bregða upp þjóðlífslýsingum. Við íslendingar höf- um meðal annarra orðið fyrir barðinu á þessu. Ég hef ekki verið í Færeyjum og get ekki dæmt um danska Færeyja- mynd öðruvísi en af líkum. En mér sýnist þær benda til, að hér sé brugðið upp mjög takmarkaðri mynd í þjóð- lífi í Færeyjum og að sumu leyti kynni hún einnig að vera brengluð. Gæfi iandleguball í Vestmannaeyjum eða venjulegt réttaball, trúverðuga og sanngjarna mynd af íslenzku skemmt- analífi? Varla mundu margir íslending- ar vera á þeirri skoðun. Og hvernig í veröldinni er hægt að gera kvikmynd um Færeyjar og Færeyinga án þess að sjósókn komi þar við sögu og önnur sérkenni í lífsbjargarviðleitni, svo sem bjargsig og eggjatekja. Aftur á móti: Hvern varðar um kirkjusókn í ein- hverri kiikju á Austurey? Og hver er sú mynd, sem við fengum af Þórs- höfn? Hún er nánast engin. Hinsvegar var púðri eytt á langvarandi kjaftæði tveggja menningarvita. Og satt að segja man ég ekkert af því, sem þeir sögðu. Holl lexia var það ungum höf- undum, hér og annarsstaðar, að Stein- björn Jakobsen, skáld, kvaðst einungis hafa áhuga á að skrifa og yrkja um færeyskt mannlíf og færeySkan veru- leika. Fyrir bragðið verður hann for- vitnilegur og sérstæður höfundur. Gaman var að sjá myndskreytingar Heinesens í skólanum. I texta var minnzt á, að Heinesen væri jafnvel kunnari sem myndlistarmaður í Fær- eyjum en skáld. íslenzkur bókmennta- maður, sem vel er kunnugur í Færeyj- um, segir að þetta sé hreint út í blá- inn. Heinesen er vitaskuld fyrst og fremst skáld. Þrátt fyrir stórfenglegar takmarkanir og galla þessarar myndar, var hún á vissan hátt skemmtileg án þess að vera fróðleg, og kannski var athglisverðast af öllu að sjá hvað Fær- eyingar eru nauðalíkir íslendingum. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Ljósheimum 20, þingl. eign Andrésar Walderhaug, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 30. marz 1971, kl. 15 00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Sjúkraliðafélog íslands heldur aðalfund sinn í Tjarnarbúð upp fimmtudaginn 29. apríl kl. 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hraunbæ 132, þingl. eign Astvaldar Gunnlaugssonar, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 30. marz 1971, kl. 11,30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Sölumaður óskast Ákveðinn. röskur og hugsandi yngri maður, óskast til sölu- starfa hjá heildverzlun, til að selja fatnað, vefnaðarvöru o fl. Umráð yfir bifreið æskileg. Tilboð sendist Mbl. merkt; „Sölustarf — 7151" fyrir mánu- dagskvöld. #má 3HovijunX»Iníiiíi margfaldar markoð yöar SÖLDSÝNING í DAG KL. 2-6 KOMIÐ SKOÐIÐ OC REYNSLUAKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.