Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 4
. f 4 MORdíNBLAOIÖ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1971 * RAUÐARÁRSTÍG 31 l - _____/ HVERFISGÖTU103 YW SendiferðsbifreiiJ-VW 5 manna-V W srefn/agn VW 9manna>Landrem 7manna IITTA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bilaleigan AKBJIA VT car rcntal scrvice /* 8-23-47 fi sendum BÍLALEIGAN Bliki hf. Lækjargata 32, Hafnarfirði. Sími 5-18-70 KVÖLO- OG HELGAR- SÍMAR 52549 — 50649 NÝIR BÍLAR Bílaleigan UMFERD Sími 42104 SENDUM LOFTUR HF. LJÓSMYNDASTOFA IngólfsstrBd S. Pantið tíma < eíma 14772. TIL ALLRA ATTA 0 Nokkur orð við Jón Úlfarsson Benedikt Gislason frá II of- teig-i setur bréfi sínu ofan- greinda fsn-irsögn og skrifar síðan: Kæri frændi! Ég þakka þér fyrir bréfið og allt þakklætið, sem þér finnst ég eiga skilið. Þú ert af þeirri ætt, sem ekki er leyft að gleypa flugur, en samt ertu búinn að gleypa margar flugur. >ú virðist hafa gleypt þá flugu frá Hvanneyri, að 30 Iítra af olíu þurfi til að þurrka einn heyhest, og þá ályktar þú, að ég sé með aðferð, sem „tröllríður" bændastéttinni efnahagslega í heyþurrkun, og ályktar: „Fáiránleg uppfinn- ing“! f>að er naumast, að þú reiðir hátt til kjafts, eins og karlinn sagði. Þetta ályktar þú af því, að þú verkar hey með maura- sýru hráblautt af túninu og gerir samanburð á þvi og þurrka hey með aðferð sem ég hef fundið upp. Þú getur þó lítinn samanburð gert í þessu efni, því þú þekkir mína aðferð í engu og hefur gleypt flugu. Verkfræðingar reikna að með minni aðferð kosti það 8-12 krónur að þurrka heyhest, en þú gleym- ir að geta um hvað maurasýr- an kostar á heyhest. Ég skal upplýsa þig um það eftir beztu heimildum. Þú þarft 3 lítra af ma-urasýru í 1 tonn af blautu heyi, (uppl. Bf. Islands) og í þessu 1 tonni af blautu heyi segir sama upplýsing, að sé 190 kg af þurrheyi. Nú kostar maurasýran 25 kr. lítrinn, (uppl. SÍS) og þá eru 75 kr., sem koma á 180 kg af þurru heyi eða um 41,70 kr. á hey- hest. Meðal annarra „kosta" við súrheyið, vissi ég að farið var að kosta þessu ti! betri nýtingar á því og þótti ekki um batna. Svo segir þú: 0 „Litum á fóðurgildið“ Þú gleymir alveg að geta um fóðurrannsóknir á þínu maura sýruheyi. Ég veit — hins veg- ar, að þú kemst ekki af með minna, vetur allan, en 15-20% efni- og úrgangs rýrnun á þínu heyi. Vísindarannsóknir hafa sýnt, að hey, þurrkað með minni aðferð, tapar ekki neinu og rýrnar ekkert vetur allan og sumar á eftir og síðan lengri tíð. Ég nenni ekki að eltast við fleiri af þessum flugum, og eins og þú veizt, að í okkar ætt er ekki leyft að gleypa flug- ur, því er enn síður leyft að éta folald. Þú ættir að vita það, að allar þjóðir vilja losna af súrheysstiginu og vilja Kcflavík - Suðurnes % *» Stórkostlegt kirkjuveldi í uppsiglingu nefnist erindi, sem Steinþór Þórðar- son flytur í safnaðarheimilinu Blika- braut 2 Keflavik sunnudaginn 28. marz kl. 5. Fjallað verður um afdrifa- ríka viðburði sem Biblían segir, að m muoi gerast innan skamms. M I' Njótið tónlistar i umsjá Áma Hólm. AMir velkomnir. Æskulýðssamkoma I dag kl. 4 verður æskulýðs- samkoma í Aðventkirkjunni Reykjavík. Sr. Bernharður Guðmundsson, æskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar flytur ræðu. Margt ungt fólk kemur fram. SAMKOMA FYRIR ALMENN- ING verður sunnudaginn 28. marz kl. 5. Raeðumaður Sig- urður Bjarnason. Blandaður kvartett syngur. AMir velkomnir á þessar sam- komur. 5-6 herb. íbúð, Hóuleitisbraul Til söiu 5—6 herb. íbúð, 120 fm. á 3. hæð við Háaleitisbraut. íbúðin er 2 stofur, skáli, 3 svefnherb., eldhús og bað, teppalagt stiga- hús, suðursvalir, falleg íbúð. ÍBÚÐA- SALAN GÍSLI ÓLAFSS. ARNAR SIGURBSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓl SÍ.MI 12180. HEIMAStMAR 83974. 36849. maxgs annars leita, og það hlýtur að verða skamma stund að neytendur láti bjóða sér framleiðslu af maurasýru og sprenigiefnaÆóðri búfénaðar. Mér þykir fyrir því, að þú skulir hafa notað sitjand- ann til tilraunar um maursýru- þef, og ég tek ekkert mark á þessu, því ég veit, að þú ert s-vo geðfelldur maður, að óvíða mundi fussað við þér í þvi prúða Búðakauptúni. Ég frétti af þér vörpulegt viðkvæmnis- leysi undir Búnaðarmessunni og við bögufræðum landeyðing armanna. Þangað skaltu snúa geiri þínum, en ekki hafa uppi sleggjuna yfir þvl, sem eitt get- ur bjargað íslenzkri þjóð, þ.e. fært hana út i ríkidæmi bú- skapar i graslandinu göða, og án búskapar í löndum sínum er þjóð ekki til í viðkom- andi landi. Svo kveð ég þig kæri frændi, og fyrirgef þér, að þú hefur lagt jjetta mál þannig fyr ir, að ekki er hægt að ræða það, þar sem þú gerir enga grein á þessari „aðferð" þinni. —- reiðir bara upp sleggjuna, en stendur við fá orð höllum fæti. Benedikt Gíslason. frá Hofteigi." £ Hættum að þurrka hey Ólafur Þórðarson skrifar: „Eitt af elztu og jafn- vel mestu vandamálum land- búnaðarins er heyþurrkun. Margir ágætir þjóðkunnir menn hafa af einlægum vilja sett fram ennþá fleiri þaul hugsaðar tillögur um að- ferðir til að sigra vanda þenn- an, en þær eru allar of dýrar, einfaldlega vegna þess að þær eru þegar úreltar og þjóna engum tilgangi. Öruggasta leiðin til sigurs er um leið sú ódýrasta. Hún er sú að hætta að þurrka hey, (nema þegar bezt og blíðast er; það kostar ekki neitt). 26. marz 1970 flutti Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, er- indi í búnaðarþætti Ríkis- útvarpsins um Hvanneyrar- veiki svonefnda, eðli hennar, afleiðingu og orsök. 1 ljós kom, sem allir vissu, að höfuð-orsök var skeimmt hey. Bæði drepið og fúlit þurrhey og þó einkum misheppnað voithey. Bkki er sú handvömim þó votheyimu að kenna, heldur þeim mönnum, sem trúa aðstöðuleysi feðra sinna, halda áfram að basla við að þurrka gras. Afleiðingin er sú, að gras er ekki hirt til votheysgerðar nema í rigningu eða súld, en sjaldan þeg- ar þurrt er á. Vatnsmagn heys- ins er því oftast of mikið. Komi W*bilqsqlq guðmundar Bergþóruqötu 3 Símar: 19032 — 20070 Farið til Danmerkur á VORDINGBORG Husholdningsskole 4760 Vordingborg. Tlf. (03) 770275, um IV2 tíma ferð frá Kaupmannahöfn. Alhliiða og hag- kvæm tilsögn. Nýtízku matar- gerð. Ríkisviðurkenndur skóti. 5 mán. námskeið f. nóv. og maí. Skólaskrá sendist. Ellen Myrdahl nú sólarglæta 1 einn eða tvo daga, er þegar hætt við því, að mygluskán myndist á því, sem komið er, og mestar líkur fyrir því, að eftir þennan vongtaða þurrk komi steindautt, renn- blautt og hrakið „þurrhey“ of- an á mygluna. Þetta hefur svo verið kallað að verka í vothey og þótt neyðarúrræOi. Er það furða? Q íslenzkt veðurfar og votheysgerð Fátt veðurfar er betur fall- ið til votheysgerðar en það, sem mest einkennir íslenzk sumur um þessar mundir; lang- ir dagar með þurrum kulda- blæstri, rétt svo að tekur af grasi. Vothey skal verka þanrs ig, að gras er slegið fullsprott- ið og hirt samstundis; halda skal áfram, eins ört og hægt ec, frá því að byrjað er að láta í heygeymsluna og þar til hún hefur verið fyllt. Þetta vita allir, sem fengizt hafa við hey- skap, vegna þess að víðast hvar er seinni sláttur (háin) hirtur í vothey samkvæmt þess- ari aðferð og reynist jafnan hið bezta fóður, þar eð þá er um að ræða verulegt magn, sem fær hina réttu meðhöndl- un. Ekki virðist þetta þó eiga sér stað vegna skilnings á gildi hlutarins, heldur vegna ör- þreytu þeirra manna, sem sum- arlangt hafa barizt við vinda himinsins og bráðum komnar réttir. Ég legg til að fyrst og fremst verði lögð áherzla á votheys- gerð með hana fyrir aug- um sem aðaluppistöðu heyfengs ins, og rannsaka má með til- raunum, hvort söxun full- sprottins grass sé til bóta eða ekki, eins hvort íblöndun efna sé nauðsynleg eða æsklleg. £ Grundvallarbreyting á viðtekinni hugsanavenju Með því að skipa votheys- gerðinni í þann sess, sem henni ber, fáum við ekki aðeins hið bezta fóður, heldur einniig hið ódýrasta. Þá komumst við hjá dýrum hugmyndum velvilj- aðra manna um heyþurrkunar- aðferðir, slæmu þurrheyi (eða engu), óhæfu votheyi, Hvann- eyrarveiki, og óþarfri baráttu við veðurfarsnáttúru larxisins. Engu skulu þó þurrheysunn endur kvíða, því að sem betur fer koma flest sumur þeir dag- ar, að hey þornar svo ört, að tæpast verður við ráðið, og þannig tilkomið þurrhey er hið eina, sem á rétt á sér. Stærsti gallinn og jafnvel hinn eini á tillögu þessari er, að hún kostar ekkert í fram- kvæmd, það er að segja enginn græðir öðrum meir. Hér er um að ræða grundvall- arbreytingu á víðtekinni hugs- anavenju, og á slíkt alltaf örð- ugt uppdráttar, þótt það sé jafnan til bóta og í rauninni eina leiðin, þegar við ímynd- aða örðugleika er að etja. Þeir, sem helzt kynnu að leggjast gegn viðhorfsbreyt- ingu þessari, væru þá væntan- legir innflytjendur heyþurrk- unartækni. Og einnig myndi fóðurbætisinn.fkntningur ekki verða eins umfangsmikill og nú er. Ekki teldi ég þá land- búnaðinn og þjóðina I heild ófærari um að brauðfæða þá menn, með umræddum hætti, en nú er. Ólafur Þórðarson, Hjallavegi 16, Reykjavík.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.