Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1971, Blaðsíða 15
MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1971 15 Grein sú, sem hér fer á eftir er þýdd úr blaðinu „Scandinavian Times“. Þessar myndir sýna aukin umsvif sovézka flotans á N-Atlantshafi sl. áratug. Á að þröngva hinum N or ðurlöndunum í aðstöðu Finnlands? ÞOKAN lá yfir Harðangurs- firði í morgunskímunni en Lars Hauge, skipstjóri, á ferjunni Tysnes, sem var 50 mílur inni á firðinum, sá kafbátinn greinilega á yfir- borðinu. Skipstjórinn sendi norska flotanum tilkynn- ingu um þetta og þremur stundum síðar höfðu freigát ur, flugvélar og þyrlur hafið rnikla leit á firðinum. Norsk ur kafbátur var í kafi í fjarðarmynninu og gætti út- siglingaleiða. En dularfulli kafbáturinn, sem menn höfðu einnig orðið varir við úr landi, hafði horfið. Hann kynni að hafa sokkið til botns í rúmlega 800 metra djúpum firðinum. Kækilega var gengið úr skugga um það, að hann var hvorki norskur né úr flota nokkurs annars aðildarríkis Norður- Atlantshafsbandalagsins. Um þessar sömiu mundir gerðist það hmum megin á Skandinavíusikaganium, í Stokk- hdlrni, að maður að nafni Andrei Gxedhiko, sem er varnar xniálaráðherra Sovétrikjanna og æðsti hertforingi þeirra, átti í útistöðum við utn það bil 100 Svia, sem minntust þess, að samlandi hans, rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn hafði ekki Lagt í að gera sér ferð til að sækja Nóbelsverðlaun sin. „Við buðum Sölzhenitsyn," stóð á einu spjaldi mótmælendanna, „Moskva sendi Grechko." Birg- er Nerman, prófessor, og aðrir ræðumenn fordæmdu Greohko marskáik og sögðu hann vera manninn, sem bældi niður upp- reisnina i Austur-BerMn 1953 og stjómaði innrás Varsjárbanda- laigsins í Tékkóslóvakíu 1968. Þeir töldu, að sænska rikis- stjórnin gerði opinbera hlut- Xeysisstefrau sína að skrípaleik með því að gerast gestgjafi þessa manns. En eins og búast mátti við, lét Grechko þetta lít- ið á sig fá. Atihyigli hans og undrun beindist fremur að síð- hærðu unigu Svíunum, sem kvaddir höfðu verið til herþjón ustu og hann sá við æfingar. Og hann virtist ekki tiaka það mjög trúanllegt, þegar Sven Anderson, sænski varnarmála- ráðlherrann, fullvissaði hann um, að „þeir væru þrátt fyrir alllt góðir hermenn.“ Annar þessara atburða gerð Lst við Atlantshaf, en hinn við Eystrasalt. En þeír eru þó ná- tengdir: Á því leikur varla nokkur vafi, að kafbáturinn á Harðangursfirði var sovézk ur og sigling hans þar varð enn til að auka hræðslu Skand inava við að verða umluktir og innilokaðir af ógnvekjandi her afla Greöhkos marskálks. Margt bendir til þess, að valda jafnvægið sem skapaðist I Evrópu eftir 1945, sé að rask- ast Sovétimönnum í hag. Þess- arar röskunar hefur einkum orðið vart á Skandinavíuskaga. Áhyggjur manna eru mestar í Noregi og vamarmálaráðherr ann, Gunnar Hellesen segir, að hernaðarleg staða landsins fari versnandi. „Við þörfnumst hjálpar til að efla varnir nyrztu héraða okkar,“ sagði hann á ráðherrafundi Nato i Brússel í desember. Um þetta komst Oslóarblaðið Aftienpost- en svo að orði: „Hér er fast að orði kiveðið af norsikum varnarmáiaráðherra, en hon- um var rétt og skylt að gera öllum ljóst, hvernig Norðmenn líta röskun hernaðarlega jafn- vægisins." Á öðrum Norðurlöndum eru menn einnig áhyggjufullir, þótt í misjafnlega rikum mæli sé. Þetta á vissulega einnig við um Svía og Finna, vegna þess, að það hefur alltaf verið forsenda fyrir hlutleysi þeirra og ör- yggi, að jafnvægið sé tryggt milli bandalaganna tveggja í austri og vestri. Staða Finr.a er sérstaklega viðkvæm. Þeir gerðu þau mistök að ganga í lið með Þjóðverjum gegn Rúss- um í síðari heimsstyrjöldinni. Það gerðist að vísu eftir að Rússar höfðu ráðizt á þá. En með friðarsamningum skuid- bundu Finnar sig til að fylgja ströngu hlutleysi. Það hefur verið Finnum til trausts og halds, að Sviiþjóð skuli vera vel varin og í raun sjálfstætt hlutlaust riki og Svíum og Finnum ihefur orðið styrkur af þvlí, að Danmörk og Noregur, næstu nágrannar þar fyrir vest an, eru bæði í Natio. Þarna' hef ur verið fullkomið norrænt jafnvægi fram til þessa. En nýlega hafa menn látið í ljós ótta um, að allri Skandinavíu bíði sömu örlög og Finna. Þ.e.a.s. á timum, þegar yfir- burðir á sviði hernaðar ráða enn úrslitum, ikynnu löndin fjögur að verða látin sjá um sig sjáif í óvissu um fyrirætl- anir risaveldisins í austri. Frásögnin af kafbátnum hér að framan sýnir, ’hvers vegna kvíðinn er mestur í Noregi. Hér koma einföld hernaðarleg rök til greina: Engin höfuð borg á Norðurlöndum er eins fjarlæg yfirráðasvæði Sovét- ríkjanna og Oslo. Þaðan eru 400 mílur til Austur-Þýzka- lands, en frá Kaupmannahöfn og austur eru aðeins 75 milur. En hinu má ekki gleyma, að strandlengja Noregs er 1000 xnilna löng og nyrzti hluti henn ar liggur að landamærum Sov- étríkjanna og eru það einu landamæri í Evrópu, sem eru sameiginleg Sovétrikjunum og Nató-Iandi. Rétt handan þess- ara landamœra er talin vera stærsta flotastiöð í heiimi, og nær hún yfir strandhéruðin mil'li Murmansk og Pechenga en siðarnefndá höfnin var köll uð Petsamó af Finnum, áður en Rússar tóku hana af þeim eftir síðari heimsstyrjöldina og sviptu þá þannig yfirráðum yf ir landi að Ishafinu. Hinn nýi savézki floti breið- ir úr sér frá Munmansk-Peoh- engasvæðinu suður með strand lengju Noregs og allt vestur á hafsvæðin í kringum foland. 1 skýrslu varnarmálasérfræð- inga norsku utanríkisinála- stofnunarinnar segir, að flota- veldi Rússa hafi breytt Nor- egshafi og nyrðri svæðum At- lantshafsins í „mare sovetic- um". 1 skýrslunni er spurt: gæti herafli Atlantshafsbanda- lagsins komizt í gegnum þenn- an hring kafbáta og kjam- orkuvopna og náð til Noregs á stríðstímum? Eru nökkrar lik ur á, að unnt sé að verja Nor eg, þegar hann er þannig um- luktur sovézkum flota? Kynni þessi nýja aðstaða ekki að leiða til þess, að Norðmenn yrðu að endurskoða þá stefnu sína, sem bannar erlendar her stöðvar Nató í Noregi, stefnu sem var mótuð til að Rússar yrðu ékki ertir til reiði ? Rússar kunna að lýsa því yf ir, að flotanum verði aðeins beitt til varna, segir í skýrsl- unni. Það gerir miálið enn al- varlegra, því að „það er erfið ara að hafna varnarhagsmun- um, heldur en þeirn sem stefna að útþenslu." Þetta kynni raun ar að hafa þær ógnvekjandi af leiðingar, að á hættustundu kynnu Rússar að krefjast flug stöðva í Norður-Noregi, vegna þess, að þá skortir flugvélamóð urskip, en þarfnast hins vegar yfirburða í lofti, til þess að tryggja yfirráð sín á Noregs- hafi. Höfundar skýrslunnar um ýmis öryggisvandaxnál Noregs á 8. áratngnum leggja sig fram um að lýsa því yfir, að þeir séu efcki að ásaka Sovétríkín um árásarfyrirætlanir. Ætlun þeirra er aðeins að skapa í hug um manna árveteni og fá þá tii íhugunar um algjörlega nýja hernaðariega stöðu Noregs og Norðurlanda vegna aukdnna umsvifa og útþenslu sovézka flotaras, sem efcki verður aðeins vart á Norðurhöfum. Aukið vald Sovétríkjanna á Eystra- salti hefur í raun og veru i för með sér að Skandinavía er umlukin: 1 austri og suðri hafa Sovétrikin yfirburði á landi og í lofti, en í norðri og vestri og á miðju svæðinu hafa þeir yfir burði á sjó. Sir Walter Walker, brezki hershöfðinginn, sem stjórnar norðurherafla Nató, frá höfuð- stöðvum í Koslás í Nor-egi, teú- ur, að yfirburðir Sovétríkj- anna yfir Nató á Eystrasaltinu séu 3:1 hvað varðar herlið og 6:1 varðandi skip og flugvélar. Skiljanlegt var að hann, ásamt Norðmönnum, yrði orðlaus af skelíingu i vetur, þegar sósial demókratar, sem eru í stjórnar andstöðu í Danmörku og stærsti flokkur landsins, lögðu til, að fækkað yrði í her lands ins um helming, þ.e. niður í 7000 manns og flugvélum flug- hersins yrði fækkað úr 105 í 72. Hver urðu viðbrögðin? Voru þeir að bregðast, sem áttu að verja og gæta útgöngu leiðanna úr Eystrasaltinu? 1 augum Norðmanna var hug myndin ein eins konar svik, þvi að varnir Dana á siglinga- leiðunum inn í og sérstaklega út úr Eystrasalti, hafa löngum verið nauðsynlegar, til að Norð mönnum sé fært að einbeita sér að vörnum í norðri. Og enn mimn'ast Norðmenn hernáms stríðsáranna með svo miklum ðhugnaði, að þeir vilja síður, að Vestur-Þjóðverjar taki við vörnunum af Dönum. Tillaga dönsku sósíaldemó- kratanna rifjaði upp hjá Norð- mönnum gamla spurningu: Til hvers í ósköpunum? Þetta voru sjónarmið Dana 1940, þeg ar þeir gáfust upp fyrir innrás nasista, enda þótt viðnám þeirra kynni að hafa tafið fram rás Þjóðverja nægilega lengi til að unnt hefði orðið að bjarga Noregi. En þótt nokkur ótti igripi um sig meðal Norð- manna á nýjan leik, geta þeir huggað sig við síðustu Gallup- skoðanakönnun, sem fram fór í Danmörku, þar sem 52% lýstu sig fylgjandi aðild að At lantshafsbandalaginu en aðeins 15% voru andvígir henni. Hitt er þó annað mál að fórna einhverju fyrir málstað inn. Á fjáriögum Dana 1970 var aðeins 7% varið til varnar- mála. Norðmenn greiddu 15% Svíar vörðu hlutfallslega jafn- miklu og Norðmenn tii vel var ins hlutleysis síns, en Finnar létu sér nægja aðeins 6% til að raska ekki ró Rússa. Von- leysis verður jafnvel vart hjá Stig Synnergren, hershöfð- ingja, sem er nýr yfirmaður herafla Svia og þar með stjórn andi stærstu striðsvélar Norð- urlanda, en hann segir: „Geta Ofckar og árvekni minnkar í samanburði við þróunina um- hverfis okkur.“ En á Norðurlöndunum eins og annars staðar í Vesturálfu, eru stjórnmálamenn efcki mik- ið fyrir að hvetja til aukinna umsvifa á sviði varna. Finna má háværa hópa vinstrisinna, sem eru andvígir vörnum fyrst og fremst vegna þess, að þær, sérstaklega í Danmörku og Nor egi, tengja löndin við hin höt- uðu Bandaríki, eða vegna þess, að Rússar vilja ekki láta neina aðra skipta sér af þeim. En nor rænir sérfræðingar og yfir- menn á sviði varna telja mun miikilvægari vaxandi vanmáittar kenrad gagnvart yfirburðum Sovétríkjanna og þeirri stað- reynd, að herafli þeirra er al'lt umhverfis löndin. En sovézku ráðamennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af pólitiískri stöðu sinni heima fyrir. Og á Norðurlöndunum verður þess æ meira vart að menn spyrji: Til hvers í ósköpunum? Bein afleiðing alls þessa er sá ótti, sem jafnvel hefur kom ið fram hjá sænskum her- foringjum við það, hvaða ástand myndi rikja, þó að ekki væri fluttur heim nema lít ill hluti þeirra 285.000 banda- rísku hermanna, sem nú dvelj ast í Evrópu í tengslum við Nato. „Heimflutningurinn má ekki vera einhliða aðgerð,“ seg ir Gunnar Hellesen, vamar- málaráðherra Norðmanna. „Hann rná aðeins framkvæma, ef Rússar gera eitthvað svip- að.“ Vegna þessá voru látin í ljós vonbrigði, þegar Kanada — sem að dómi norrænna stjórnmálamanna, heíur sér stöku hlutverki að gegna í Nato, því að landið er í Norður Ameríku, án þess að vera bandarískt — fækkaði fámenn um herafla sinum í Evrópu. Ef Atlantshafið á raunveru- lega að skipta Atlantshafs- bandalaginu, kunna Norður löndin, fremur en önnur ríki Vestur-Evrópu, að freistast til þess að ganga án nobkurra skilyrða til öryggismálaráð stefnu Evrópu ásamt kommún- istaríkjunum. Finnar 'hafa boð ið, að ráðstefnan verði haldin í Helsinki, líklega eftir tillögu leiðtoganna i Kreml. Danir og Norðmenn leggja á það áherzlu að gengið verði til samninga á þann hátt, að Vest urlönd séu sterkari samnings- aðilinn. En ef jafnvægið rask- ast, kunna Norðurlöndin að einangrast og varnarmáttur þeirra að veikjast. Yfirburðir annarra gætu leitt til þess, að Norðurlöndin taakj u þá af- stöðu, að þau ættu ekki ann- arra kosta völ en höggva á landfestarnar og láta reka á reiðanum í von um hið bezta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.