Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FSstudagur 18. dea. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykj avík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsíngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Askriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. ÚTHLUTUN LISTA- MANNALAUNA TTinn 27. apríl s.I. samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktunartillögu um undirbúning löggjafar um listamannalaun. „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta und- irbúa fyrir næsta reglulegt Aiþingi löggjöf um úthlutun ' listamannálauna. Skal við það starf haft samráð við Bandalag íslenzkra lista- manna.“ Flutningsmenn tillögu þess arar voru þeir Sigurður Bjarnason, Benedikt Gröndal, Þórarinn Þórarinsson og Einar Olgeirsson. í greinargerð er fylgdi til— lögunni var á það bent að all- mörg undanfarin ár hefði þingkjörin nefnd skipt því fé, sem Alþingi hefði á hverj- um tíma veitt til listamanna- launa. Nefnd þessi hefði ver- ið kjörin til eins árs í senn. Á það hefði verið bent með rökum að slíkt skipulag þess- ara mála væri ekki til fram- búðar. Síðan sagði í greinar- gerðinni: „Æskilegt væri, að sér- stakri stofnun væri fengið það verkefni að úthluta listamannalaunum. Ólíklegt er að nokkurn tíma verði fundin aðferð, sem allir verði ánægðir með og tryggi fyllsta réttlæti í þessum efnum, svo mikið álitamál er það, hvað sé styrks eða verðlaunavert á sviði listsköpunar og túlk- unar. Er það skoðun flutn- ingsmanna þessarar tiliögu að nauðsynlegt sé að freista nýrra leiða, þegar um er að ræða verðlaunaveitingu tii íslenzkra listamanna. Þess vegna er þessi tillaga fiut7t.*, Því miður var þeirri end- nrskoðun, sem tillagan gerði ráð fyrir ekki lokið áður en þing kom saman í haust. Menntamálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir á Al- þingi að undiröúningur sé nú hafinn að undirbúningi lög- gjafar um úthlutun lista- mannalauna. Er ástæða til að fagna því. En auðvitað skipt- ir mestu máli að skynsam- legu og sanngjörnu skipulagi .verði komið á. Það verður áreiðanlega farsælast að sér- stakri og sjálfstæðri stofnun verði fengið það verkefni að úthluta listamannalaunum. Áframhaldandi kosning póli- tískrar nefndar til þess að vinna þetta verk er ekki lík- leg til þess að leysa vand- ann. Eins og áður var sagt er það miður farið að frumvarp um þessi efni skyldi ekki ná afgreiðslu í svipaðan mund og fjárlög voru samþykkt. Af því leiðir að úthlutun lista- mannalauna á næsta ári get- ur ekki xarið fram fyrr en einhvern tíma í vor eða sum- ar. En undanfarin ár hefur hún verið framkvæmd í janú- ar. En um það er þó ekki að sakast, ef nýtt og skynsam- legt skipulag kemst á í þess- um málum. FJÁRLÖG AFGREIDD rjárlög fyrir árið 1967 voru afgreidd frá Sameinuðu Alþingi að loknum þremur umræðum í gær. Það sem sérstaka athygli vekur við þessa fjárlagaaf- greiðslu er, að tekizt hefur að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög án þess að leggja á nokkra nýja skatta og að vegna góðrar afkomu ríkis- sjóðs hefur að sama skapi tek izt að tryggja fé til þeirra ráð stafana, sem nauðsynlegar eru vegna verðstöðvunar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Innan ramma fjárlaganna eru möguleikar tii þess að standa undir þeim kostnaði, sem faila mun á ríkissjóð vegna þeirra sérstöku niður- greiðslna, sem ákveðnar hafa verið meðan fyrirhugað verð Stöðvunartímabil stendur, ■ en ástæða er tii þess að undir- strika orð Magnúsar Jónsson- aat, fjármálaráðherra, við þriðju urnræðu fjárlaga, að verði niðurstaðan sú, þegar því verðstöðvunartímabili lýkur, að æskilegt sé að halda ,þeim niðurgreiðslum áfram ■til áramóta 1967, verður fé lagt ti’l hliðar af greiðsluaf- gangi þessa árs til þess að standa undir þeirn kostnaði, en hann mun nema um 50 millj. kr. Það er því Ijóst, að fj'ár- lög ársins 1967 eru afgreidd á þann hátt, að nægilegt fé verður fyrir hendi til þess að standa undir öllum kostnaði vegna verðstöðvunarstefnu ríkisstjórnarinnar, án þess að nokkrir nýir skattar verði lagðir á. Hér er um mjög mik ilsverða áfanga að ræða og bera þess glöggt vi'tni, að fjármál ríkisins hafa verið tékin föstum og sterkum tök- um. Los Angeles 16. des. — NTB. WALT Disney, kon-ungur teiknimyndanna lézt í Dur- banctk í Kaliíorniu í dag. Hann varð 65 ára gamall. í byrjiun ménaðarins var hann lagður inn á sjú'kraihús þar sem gera átti á honum smá- skurðaðgerð. Við rannsókn fundu læknar sj.úikralhússins æxli í vinstra lunga hans og reyndist nauðisynlegt að skera burt hluta af lunganu. Upp- Skurðurinn tókist vel og sögðu læknar að Disney rnyndi geta hafið stönf af fullum krafti eftir einn mánuð. Eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu tók hann þegar til starfa, en fór aftur á sjúkrahúsið 6. þessa mánaðar í venjulega rannsókn en átti ekki afturkvæmt þáðan. Walt Disney með heiðursskjal, er samtök bandariskra kvikmyndahúsaeigenda sæmdu hann sem stórkostlegasta kvikmyndamann heimsins. K vi kmyn d ajöfurinn Walt Disney lézt í gœr Mikki mús í Fantasíu. D i s n e y ákapaði flestar frægustu teiknimyndapersón- ur Hollywood borgar, meðal þeirra Mi.kka mús sem hann fyrst kyrrnti í talmynd árið æðsta heiðursmerki Banda- ríkjanna veitt borgara á frið- artímum. Disney var óhemju stoltur yfir að lýkilorðið á innrásar- degi Bandamanna í heims- styrjöldinni síðari var „Mikki mús“. Diseny fór aldrei dult með, að í kvikmyndasköpun sinni reyndi hann að full- nægja smekk allra manna og tók Mtið tillit til hátíðlegra og háfleygra kvikmyndagagn- rýnenda. Hann viðurkenndi fúslega að hann væri bæði viðkrvæmur, verzilunarsinnað- ur og sagði oft að honum hefði ekki alltaf gengið allt í haginn. Ðýralífsmyndir Disneyis eru heimskunnar og hann fram- leiddi myndina frægu, Mary Poppins, sem sýnd var í Gamla bíó við metaðsókn fyrir skömmu. Á seinni árum beitti Disney starfskröftum sínum einikum að hinum risa- stóra og fræga skemmtigarði Disneylandi, sem hann hugs- aði. 1(9(2®. Þá kom Andrés önd, Jóakim frændi og öll sú fræga fjöliskylda, íkornarnir litlu, indíánastrákurinn og fL og fl. Fyrsta langa teikni- mynd hans var Mjallhvít og dvergarnir sjö, síðan komu m. a. Gosi, Þyrnirós, Fantasía, Bamibi, ÖSkubuska. Auk teiknimyndanna fram- leiddi Disney fjöidann allan af venjulegum kvikmyndum og sjónvarpskvikmyndum. — Alls mun hann hafa gert um 600 kvikmyndir yfir ævina og voru honum veitt öll hugsan- leg kvikmyndaverðlaun. Einn- ig var hann nefndur sem hugsanlegur friðarverðlauna- hafi Nóbels. 1064 var hann sæmdur friðarorðunni, sem er Andrés önd og félagar. AEmanak til ágóða fyrir skíðalyftu á ísafirði ÍSAFIRÐI, 15. des. — Fyrir nokkru kaus íþróttabandalag ísafjarðar nefnd til þess að und- irbúa smíði skíðalyftu á Selja- landsdal við ísafjörð. Franskur sérfræðingur kom hingað í sum ar og mældi fyrir lyftunni, en fyrirhugað er að endastöðvar hennar verði rétt fyrir ofan skíða skálann og víð GulihóL Er áætlað að skíðalyfta þessi muni kosta um 1,4 millj. kr. Undirbúningsnefndin hefur þegar hafið fjársöfnun og hefur hún látið gera mjðg smekklegt veggaknanak með myndum frá ísafirði og auglýsingum frá ísi. fyrirtækjum, sem hafa á þann hátt viljað styrkja þetta mann- virki. Almanak þetta er nú til sölu í bókabúðum á ísafirði og á sunnudaginn verður gengið með það um í bænum og gera ísfirzk- ir skíðamenn sér vonir um að sem flestir láta þetta almanala fylgja með í jólapökkunum. — H.T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.