Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. des. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 Eigendur gróðurhússins, Stefán Ámason og Arnaldur Þór. Gróöurhúsið í Sigtúni opnað í GÆR tók nýja gróðurhúsið við Sigtún til starfa. Eigendur þess er Stefán Árnason garð- yrkjubóndi að Syðri-Reykjum í Biskupstungum og Arnaldur Þór, garðyrkjubóndi að Blómvangi í Mosfellssveit. Á fundi með fréttamönnum í gær sögðu þeir félagar, að bygg- ingarframkvæmdir við gróður- húsið hefðu hafizt um mitt s.l. sumar og hefði verið unnið að byggingunni allt fram á þann dag sem það opnaði, og enn væri ýmsu ólokið, einkum frágangi á umhverfi og geymsluhúsnæði. Sögðu þeir að grunnur hússins hefði verið nokkuð erfiður þar sem það hefði verið óhjákvæmi- legt að skipta um jarðveg. Gróðurhúsið við Sigtún mun í fyrstu annast sölu á pottaplönt- Séð inn í nýja gróðurhúsið v ið Sigtún. Dúx — Valhúsgögn Eins og tveggja manna SVEFNSÓFAR — SVEFN- SÓFASETT — SVEFNBEKKIR — STAKIR STÓLAR. — SÓFASETT með 2ja, 3ja og 4ra sæta sófum. VERÐ FRÁ KR. 12.900.— VANDLÁTU VELJA DÚX SÓFASETTIN. DÚX SÓFASETTIN fást aðeins í VALHÚSGÖGN. Hagstætt verð. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. um, afskornum blómum, ýmsum skreytingum og auk þess hefiu: gróðurhúsið gott úrval af jóla- trjám frá Jótlandi, bæði minni og stærri og er hægt að velja á milli rauðgreni og eðalgreni. Stefán hefur sjálfur flutt inn þessi jólatré og valdi hann þau á ferð sinni í Danmörku s.l. haust. Auk gróðurhúsavarnings verður þarna á boðstólum gott úrval af leirvarningi, bæði blóma ker og skrautmunir og er það frá Listvinahúsinu. Ekki er enn sem komið er komin hitaveita í hið nýja gróð- urhús en sögðu þeir Stefán og Arnaldur að það mundi ske á næstu dögum. Húsið er nú hitað upp með þeirri varakyndingu sem á að vera í því í framtíðinni. Leikritið Islandsklukkan, eftir Halldór Laxness fæst nú á fjórum hljómplötum í falleg- um kassa og fylgir mynd- skreyttur bæklingur um höf- und, leikrit og leikara. Þetta er fyrsta íslenzka leikritið, sem kemur út á hljómplötum. Með plötum þessum getið þér. flutt listviðburð þennan inn á heimili yðar. Verið með söfnun íslenzkra leikrita á hljómplötum frá upphafi. FÁLKINN HF. hljómplötudeild. Sögðu þeir að ekki þyrfti svo ýkja mikinn hita nú, því visst hlutfall yrði að vera á milli birtu og hita og hætti fólkl mikið til þess að hafa of heitt á blómum sínum. í framtíðinni er ætlunin hjá þeim Stefáni og Arnaldi að hafa fyrir hendi í húsinu ýmiskonar gróðrarstöðvarrekstur, þar sem megináherzluna á að leggja á framleiðslu og sölu garðplantna. Einnig hugsa þeir sér að selja pottablóm svo og einnig afskor- in blóm. Fæst nú þegar hjá þeim gott úrval pottaplantna. Einnig er ætlunin að hafa grænmeti eft ir því sem hægt verður, á boðstól um í húsinu . Nú sögðust þeir félagar leggja aðaláherzluna á þjónustu í sam- bandi við jólahátíðina og eru þar nú til sölu auk jólatrjánna, grenigreinar og margvíslegar skreytingar. Húsið sjálft er um 700 fermetr ar, en öll lóðin sem rækta á er um 6 — 7 þús. ferm. 4CH LO R 798 Di LUXE FRANSKA RAFRAKVÉLIN LOKSINS FÁANLEG Ý Fjórar stillanlegar kambaraðir úr demantslípuðu sænsku stáli. 110 og 220 volta straumstillir. Ý Sjálfvirkur rofi, sem stöðvar vélina þegar þér leggið hana frá yður. t Kaupið CALOR gefið CALOR STYRMIR HF, PðSTHÚLF 335 * CALOR rtAKVEilN ER GJÖF FYRIR KARLMENNI KOSTAR AÐEINS KR.1118

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.