Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 25
Föstudagur J6. des. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 25 VETTVANGUR Framhald af bls. 17 um, sem mannsandinn hefur fengizt við að rannsaka og hafa í því efni gengið jöfnum hönd- um að vetrki hið opinbera og einkaframtakið. Þetta á ekki eingöngu við xun raunvísindi og tækoi heldur einnig hagvís- indi, lögfræði, stjórnun, sölu- tækni, sálfræði og raunar allar greinar hugvísinda. Allsstaðar er leitað nýrrar þekkingar og nýrra aðferða við að færa sér þá þekkinigu í nyt. Hinn óvenju Öra hagvöxt þetta tiímabil má ekoða öðru fremur sem ávöxt þessarrar þekkingarleitar og árangur hennar. >ó er það til- itölulega nýtt, að lögð sé áherzla á þekkinguma sem mikilvæg- ustu orsök hagvaxtar. Sam- kvæmt þeim hagvaxtarkenn- ingum sem ríkjandi voru til *njög skamms tíma var hag- Vöxtur talinn ákvarðast ein- göngu af f j ármag nsmyndun- inni og framleiðni fjármagns- ins. En til rannsóknarstarfsem- innar og til þess að nýta hina nýjiu þekkingu þarí kunnáttu og aftur kunnáttu. Aukin menntun almennings er því óhjákvæmi- leg forsenda fyrir áframhaldi |>essgrar þróunar. >að er ekki eingöngu sérhæfing og tækni- kunnátta sem þar skiptir máli, Iheldur ekki síður það sem fellst í hireu e.t.v. nokkuð óákveðna hugtaki „almenn *nenntun“. Þungamiðja og afl- vaki efnahagslegra framfara hefur færzt frá fjánmagninu og oýtingu þess til þekkingarinn- ar eða hinrna mannlegu hæfi- leika og nýtingar þeirra. Drucker telur það meginskil- yrði slíkra framfara, að hver þjóðfélagstoorgari verði aðnjót andi þeirra fræðslu, sem hæfi- leifcar hans framast leyfa. Ef því skilyrði er ekki fullnægt, er framleiðslugetan ekki fullnýtt ifremur en á sér augljóslega stað ef atvinnuleysi ríkir eða nýting framleiðslutækja er ófullnægjandL Það sem skeð liefur, er því að ýmsu leyti hlið stætt þeirri þróun eir hófst með iðnbyltingunni, þegar þuinga- tniðja ef nah agslíf sins fluttist frá landinu til fjármagnsins. Bá munur er þó m.a. á, að þró- unin hefur nú verið til rnuna hraðari en þá var, samanber tölur þær er birtar voru hér að framan um hina geysilegu öru fjölgun háskólagenginna manna í Bandarikjunum. Afleiðingar þekkingarbylting- grinnar, Öllum er nú kunn sú ger- breyting allra þjóðfélagshátta, tem sigldi í kjölfar iðnbylting- erinnar. Stöndum við þá gagn vart einhverju slíku nú, og hvers eðlk emu þau nýju við- horf sem skapazt hafa og hvaða tökum á að taka hin nýju viðfangsefm? Vara ber þó við þeirrl skoð- tm að breytingin sé svo gagn- ger, að hin gömlu vandamál eéu endanlega úr sögunni eða Jausn þeirra skiptd engu málL JSnbyltingin olli því á sínum tíma að ræktun landsins var ekki framvegis jaifn mikilvæg- ur þáttur efnahagsstarfsem- inni sem áður var, en auðvitað héiit hún áfram að skipta máli, og til er nokkuð sem heitir landbúnaðarvandamál enn þann dag í dag, jafnvel í hin- um háþróuðu löndium, Á sama hátt mun sköpun og nýting fjár magnsins vissulega halda áfram ®ð skipta máli því að jafnvel hin auðugustu lönd hafa ekki yfir ótakmörkuðu fjármagni að ráða. En það má heldur ekki vanmeta þau nýju viðhorrf sem ékapazt hafa. Samkvæmt spádómum Karls Mairx átok* þjóðfélagaátökin í framtíðinni að vara háð milli •nnars vegar fámennrar stétt- •r auðkýfinga er hefði ríkis- valdiS að bakhjarii og ihins vegar óuppiýstrar Óreigastétt- ar er aðeins hafði fyrir hrýn- ustu nauðþurftum og færi sí- fjölgandi bæði hlutfallslega og að höfðatölu. Miðstéttirnar hlutu hinsvégar smám saman að hverfa. Þróunin hefur ekki sízt þann skamma tíma sem áhrifa þekk- ingarbyltingarinnar hefir gætt, orðið þveröfug við þetta. Þau straumhvörf, sem orðið hafa virðast einmitt vera á góðum vegi með að soga bæði öreig- ann og kapitalistann niður í djúp gleymdrar fortíðar. Drucker upplýsir, að síðan 1925 hafi hlutfallstala iðn- verkamanna í Bandaríkjunum farið lækikandi, þrátt fyrir ör- an vöxt iðnvæðingar og síðan 1945 hafi þeim beinlínis fækk- að að höfðatölu. Svipuð mun þróunin í flestum hinna iðn- væddu landa, jafnvel hér á landi. Öreigastétt Karls Marx, ófaglært verkafólk, er hverf- andi stétt og meðfram vegna fækkunar í stéttinni og batn- andi lífskjara ábnennt, hefur verið unnt að bæta svo kjör þeirra sem eftir eru í stéttinni, að hún ber ekki öreiganafnið með sömu rentu og áður. En kapitalistinn, eða sá, sem hættir fjármagni sírnu í atvinnu- rekstri, er ekki jafn mikilvæg- ur og áður. Einkafjármagnið og hlutverk þess í þeirn lönd- um sem á einkarekstri byggja er vissulega ekki úr sögunni, en meira og meira hefir færzt 1 það horf, að það er fyTst og íremst hlutverk stjórnenda banka og annarra lánastofn- ana að ákveða ráðstöfun þess fjármagns, sem þjóðfélagið hef ur yfir að ráða. Hin ört vaxandi stétt í hin- um iðnvæddu löndum er eiu- mitt millistéttin, sem svo heíur verið nefnd. Til hennar má telja skrifstofu- og verzlunarmenn og svo sérfræðinga af öllu tagL tæknimenntaða menn og sér- fræðinga á sviði skipulagning- ar heiltorigði- og öryggisþjón- ustu, hinna ýmsu þátta félags- mála o.s.firv. í Bandarikjunum hefir stétt skrifstofu- og verzl- unarfólks farið hægt vaxandi frá stríðslokum en þeirn mun örari hefur verið vöxtur hinna hásikólamenntuðu sérfræðinga- stéttar, en samkværrit því sem sagt hefur verið hér á framan, enu líkur á því að innan 2-3 áratuga verði sú stétt helming- ur toandarísku þjóðarinnar. (Þeir, sem leysa af hólmi kapr- talistann sem á og rekur fyrir- tæki sitt fyrir eigið áhættufé, verða stjórnendur (managers) sem hafa það hlutverk að sam- hæfa störf hinna ýmsu sér- fræðinga á sviði tækni, skipu- lagningar, sölumennsku o.s.frv. En þó að einkaf jármagnið eigi þannig ekki jafn mikil- vægu hlutverki að gegna og áð ur, má ekki draga af þvi þá ályktun, að gildi einkaframtaks ins hafi rýrnað. Verkefni þau er einkaframtakið stendur gagnvart, hafa að vísu breytzt, vegna hinna nýju viðhorfa, en þau hafa ekki minnkað heldur þvert á mótL En það er akki einvörðungu einkaframtakið sem stendur gagnvart nýrri aðstöðu og nýj- um viðfangsefnum, heldur á það ekki síður við um rikis- valdið og önnur opinber stjórn völd. Dnueker talar um „the end of the liberal state“ eða hvern- ig grundvellinum hefur verið kippt undan því að hið borgara- lega ríkisvald yrði starfhæft, þannig að það gæti komið fram markmiðum sínum. En sam- kvæmt hugmyndum frjálshyggj unnar (liberalismans) átti hlut verk ríkisvaldsins að vera það að halda uppi lögum og réttL eikum að vernda eignaréttinn og setja borgururwuim almennar leikreglur er fylgt skildi í við- skiptum og annarri efnahags- starfsemL En innan þeirra tak- marka er setrt voru með slíkum reglum skyldi athafnafrelsi vera sem mest. Sú þróun sem leitt hefir til endalykta ríkisvalds frjáls- hyggjunnar er raunar af eldri toga spunnin, en þekkingar- byltingin og ’í stórum dráttum óháð henni. En grundvöllur þess, að hugmyndin um ríkis- vald frjálshyggjunar væri fram- kvæmanleg, var sá að ríkis- valdið hefði einkarétt á vald- beitingu og væri þannig óháð öðru en vilja kjósendanna eins og hann kemur fram við kjör- borðið, um framkvæmd þéirrar stefnu í efnahagsmálum og á öðrum sviðum, sem hverju sinni markaðist af leikreglum stjórnmálanna. En þessu hefir verið kollvarpað með vexti og eflingu hagsmunasamtakanna, bæði launþega og atvinnurek- endasamtaka, sem viðast hafa öðlazt rétt til valdbeitingar til þess að koma fram sinni stefnu í efnahagsmálum, hvort sem hún samrýmist stefnu ríkis- stjórnarinnar éða ekki. í komm únistaríkjunum hefir lausnin orðið sú, ef lausn skyldi kalla, að kúga stéttasamtökin til hlýðni við ríkisvaldið með öfl- ugu hervaldi en í hinum borg- aralegu ríkjum bíður þessi vandi enn úrlausnar. Drucker bendir ennfremur á það, hvernig útþensla stór- borganna hafi að meira eða minna leyti gert eldri skipan bæja- og sveitastjórnarmál- efna óstarfhæfa. Reynt hafi þó verið að fara þá leið til lausnar vandanum að skjóta fleiri og fleiri verkefnum yfir á rikis- valdið, en það telur hann mjög óheppilega lausn, því að þá verði eigi lengur notið þeirr ar staðþekkingar, sem nauðsyn leg sé, ef stjórna á málefnum bæjar- og sveitarrfélaga á skyn- samlegan hátt, Hvernig rerður hinum nýju viðhorfum mætt? f þýddi grein eftir hinn gáf- aða bandaríska blaðamann Walter Lippmanns, er birt var í Tímanum nýlega er m.a. kom- ist svo að orði, að tæknifram- farirnar hafi gert bæði kapitai- isma og sósíalisma úrelta. Að mínu áliti er það að visu rang- ur skilningur, að það séu fyrst og fremst tækniframfarirnar sem skapað hafi hin nýju þjóð- félagslegu viðhorf, Þekkingar- býltingin er miklu víðtækari en svo að hún sé eingöngu á tæknisviðinu. Árangur hennar er vissulega m.a. örari tækni- framfarir á skömmum tíma en dæmi munu um áður, en hún er þar orsökin, hitt afleiðing. Sannleikskjarni er hinsvegar vissulega í þeirri fullyrðingu Lippmanns að ný viðhorf hafi gert ríkjandi hugmyndakerfi hæði í efnahags- og stjórnmál- um að ýmsu leyti úrelt Það er slíkur eðlismunur á fjárfest- ingu í mannlegum hæfileikum og fjárfestingu í mannvirkjum og vélum, að þær reglur og það skipulag sem var gott og gilt þegar lun hina siðarnefndu fjárfestingu var að ræða, eiga ekki við um hina fyrrnefndu. Það verður að verulegu leyti að byggja þar upp alveg nýtt, ekki sízt að því er varðar fjáröflun vegna menntunarkostnaðar. Á allra síðustu árum, en heldur ekki fyrr, svo mér sé kunnugt, hefir risið upp í Bandaríkjurv um ný grein hagvísinda, er nefna mætti menntamálahag- fræði (economics of education). Vænta má góðs af því að nýjar rannsóknir og ný þekking er fram kemur á þeim vettvangi geti stuðlað að jákvæðri lausn vandamálanna. Það er óhjákvæmilegt fyrir hverja þá þjóð er eklki vill drag ast aftur úr í efnahagslegum framförum, að verja mun stærri Muta þjóðartekna sinna til fræðsiumála en áður. Vai-a ber þó við þeirri hugsun að það nægi í þessu efni að kosta meiru til þessarra mála en áð- ur. Það sem máli skiptir er það, hvernig fræðslukerrfið er upp- byggt, eða það, að áheizla sé lögð á þá fræðslu, sem mestu máli skiptir fyrir lausn tækni- legra, efnahagslegra og félags- lega vandamála. Auðvitað ber einnig að hafa hugfast, að ekki er víst, að sá hraði sem verið hefir á þessari þróun í Banda- ríkjunum henti smærri og fá- tækari þjóðum. Það er mikið vandamál hvernig skipta á verkum varð- andi lausn hinna nýju viðfangs efna milli einkaframtaks og opinberra aðila. Drucker lætur í ljósi áhyggjur um það að vegna þeirrar lykilaðstöðu, sem ríkisvaldið hefir á sviði fram- leiðslumála, sé hætta á því að hin nýju viðhorf auki áhrif ríkisvaldsins á framvindu efna hagsmála meira en frelsi og framförum sé hollt. Á þetta þó vafalaust í ríkaira mæli við um Evrópulöndin, þar sem nær öll fræðslustarfsemi er á vegum þess opinbera, en um Bandaríkin. Ef til vill er mesta vandamál framtíðarinnar það, hversu koma megi á því valdajafn- vægi ríkisvaldsins og hags- munasamtakanna að forðast megi hið alráða ríkisvaid kommúnistairíkjanna annars- vegar og efnalhagslega upp- lausn hinsvegar, eins og hætta er á, ef voldug hagmunasam- tók annarsVegar en rikisvaldið hinsvegar leitast við að knýja fram mismunandi stefnur með valdbeitingu. Reyna þarf að finna leikreglur um samskipti þessarra aðila á grundvelli lagareglunnar (The Bule of Law), er í senn tryggi hags- munasamtökunum viðunandi áhrif á kjör meðlima sinna en brjóti þó eigi í bága við lýð- ræðislegt stjórnarfar. Þetta verkefni er ekki eingöngu af efnahagsleguim toga spunnið, heldur kemur þar ekki síður v til kasta lögvísi og félagsfræði. Hvað sem öðru líður má i kjölfar þekkingarbyltingarinn- aa- eygja meiri möguleika til velmegunar og efnahagslegra framfara en nokkru sinni fyrr. Ef vel er á haldið getur svo ifarið að efnahagsvandamálin verði í framtíðinni ekki svo mikilvægur þáttur mannlífsins sem nú er. En þar sem þróunin verður með þeim mun meiri hraða, sem hún er fyrr komin á hærra srtig, verður bilið milli há- þróuðu landanna og þróunar- landanna breiðara en nokkru sinni fyrr. Það verður því meira aðkallandi en áður að draga úr misskiptingu auðsins milli þjóða með stærra átaki í aðstoð við þróunarlöndin. Þetta eru skórnir fyrir fótinn. Einkaumboð: HEILDVEBZLUN ANDRÉSAR GUÐNASONAR Simar 20540 og 10230 (Seljum aðeins tU verzlana) Merkið tryggir gæðiu ALLTMEÐ A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Skógafoss 22. des. Seeadler 3. janúar Mánafoss 10. janúar** Skógafoss 20. janúar Seeadler 30. janúar HAMBORG: Seeadler 16. des. Skógafoss 28. des. Gullfoss 6. jan. Goðafoss 12. janúar Bakkafoss 16. janúar** Skógafoss 23. janúar Askja 31. janúar ROTTERDAM: Askja 16. des.** Skógafoss 23. des. Seeadler 2. janúar Goðafoss 9. janúar Bakkafoss 18. janúar** Skógafoss 19. janúar Askja 27. janúar LEITH Gullfoss 16. des. Gulfoss 9. jan. Marjetje Böhmer 28. jan. LONDON: Mánafoss 16. des.** Marjetje Böhmer 28. des. Seeadler 6. janúar Mánafoss 13. janúar** Marjetje Böhmer 23. jan. Seeadler 1. febrúar HULL: Askj a 19. des.** Marjetne Böhmer 30. des. Seeadler 9. janúar Bakkafoss 18; janúar** Marjetje Böhmer 26. jan. Seeadler 3. febr. GAUTABORG: Lagarfoss 5. janúar Tungufoss 18. janúar** Lagarfoss 30. janúar KAUPMANNAHÖFN: Bakkafoss 16. des.** Lagarfoss 3. janúar Tungufoss 16. janúar** Lagarfoss 28. janúar NEW YORK: Brúarrfoss 23. des. Selfoss 6. jan. Reykjafoss 20. janúar* Brúarfioss 3. febr. KRISTIANSAND: Bakkafoss 17. des.*« Lagafoss 6. janúar Tungufoss 19. janúar** Lagarfoss 31. janúar KOTKA: Dettifoss 11. janúar VENTSPILS: Dettifoss 3. janúar GDYNIA: Dettifoss 8. janúar GDYNIA: Dettifoss ð. janúar Fjallfoss 9. janúar Skip um 25. janúar • Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavik, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. ** Skipið losar á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavík, Seyðisfirði og NorðfirðL Skip, sem »kki eru merkt með stjönw, losa í Reykja- 1 Árbæ j arbverfL H£ Eimskipafélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.