Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. des. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 Á L.AUGARDAGINN kemur í bókaverzlanir sannkölluff jólabók barnanna er nefnist „Barnatimi Helgu og HulduM og gefin er út af þeim systr- um, Helgu og Huldu Valtýs- dætrum. Baltasar hefur myndskreytt flesta kafla bók- arinnar og klætt liinar frægu persónur, lífi á sama hátt og þær systur hafa gert með orðum og tali í Barnatíma Ríkisútvarpsins síðastliðin 13 ár. Á fundi með blaðamönnum dagblaðanna í Reykijavík, svo og fréttamanni frá útvarpinu sögðu þær systur, að hér væri um fyrsta hefti Barnatámans Valtýsdætur, Helga (t.v.) og Hulda skoða bókina ásamt Baltasar. (L,jósm. Ól. K. M.) Valtýsdætur gefa út hékz „Barnatími Helgu og Huldu“ hann heitir „Hús byggt fyrir Asnann á bangsatorgi" og er það fyrsti kafli annars heftis um bangsann skemmtilega, sem jafnan ratar í ævintýri hvert sem hann fer. Kafli þessi hefur eigi áður birzt á prenti og mun börnum þykja fengur að því að fá nú tæki- færi til að kynnast þessum skemmtilega náunga nokkru nánar. Bangsimon er upp- runalega enskur eftir A. A. Milne. í bókinni eru og þrjú leik- rit. Leikritið „Vala vekjara- Ein teikninga Baltasars: Litlifingur að ræða, en þær ætla að gefa út einu sinni á ári bók fyrir börn, úrdrátt úr barnatimum, sem þær hafa annazt fyrir Ríkisútvarþið. 1 formála að bókinni segja Valtýsdætur: „Efni þessarar bókar er sótt í mikinn handritastafla, sem safnazt hefur að okkur þau 12-13 ár, sem við höfum átt aðild að barnatímum Rík- isútvarpsins. Stafli þessi átti það fyrir höndum að safna ryki um ókomin ár en lenda í ruslakörfunni ella. Þriðji möguleikinn kom af tilviljun tii umræðu, ekki alls fyrir löngu, nefnilega sá, að koma einhverjum af þessum hand- ritum í bók, og birtist hér ár- angurinn af fyrstu atlögunni í starfinu. Efnisvalið er nokkuð handa hófskennt, ekki vísindalega miðað við sérátaka aldurs- flokka, og þykir einhverjum það ef til vill miður. Enda þótt bókin sé fyrst og fremst ætluð ungum lesendum, er tilgangurinn með útgáfu hennar einnig sá, að gefa for- eldrum efni til upplestrar heima og kennurum í skólum val á leikritum til flutnings meðal nemenda". Valtýsdætur sögðu, að efni bókarinnar væri að mestu er- lent, en að auki er ein íslenzk þjóðsaga um Fóu og Fóu feykirófu og Fuglinn sigur- sæli, ljóð eftir Jónas Árna- son. Ráðgera þær systur að hafa jafnan eitthvað af ís- lenzku efni í bókum sínum. Frœgasta sögupersóna bók- arinnar er tvímælalaust Bangsimon en kaflinn um BARI HELG höfundar barnasagna fáir á íslandi. Þær systur hafa því, eins og áður er komið fram, sótt nær allt efnið til útlanda, einkum til Nbregs, en norsk- ar barnabókmenntir, segja þær henta hvað bezt íslenzk- um börnum, enda hefur t.d. norski barnasöguhöfundurinn Thorbjörn Egner hlotið allt að heimsfrægð á síðustu ár- um. í bókinni eru þrjár norskar sögur. Valtýsdætur rómuðu mjög samvinnuna við Baltasar, og kváðust þær mjög ánægðar með teikningar hans og koma þær ágætlega heim við lýs- ingar þeirra á persónunum, en Baltsar sagði hins vegar, að mjög gott hefði verið að vinna fyrir þær systur, og hefði hann haft mjög öbundnar hendur í túlkim sinni í persónunum. Aðspurður sagði Baltasar, að mjög ólíkt væri að mynd- skreyta bækur, sem ætlaðar væru islenzkum börnum, en börnum af suðrænu þjóðerni. Tröllin og skessurnar mættu t.d. ekki vera eins ófrýni- leg í íslenzkum barnabókum. >au yrðu að vera sœt og aðl- aðandi, þótt ófríð væru. Hulda Valtýsdóttir hefur þýtt allar sögur bókarinnar, nema þrjár. Tvær herfur Jök- ull Jakobsson þýtt og Bríet Héðinsdóttir þýddi leikrit Mac Anna. „Barnatími Helgu og Huldu" Valtýsdætra er 160 blaðsið- ur að stærð. Setningu annað- ist G. Benediktsson, og prent- un Hilmir h.f. Er bókin sér- lega vel fallin til jólagjafa handa börnum. Káputeikning bókarinnar klukka“, er fjallar um klukku hjá úrsmiðnum Tikmundi Tiktaksyni, „Undarlegur skóladagur“ og „Sagan af Litlafingri“ eftir írska leik- stjórann Thomas Mac Anna. Öll leikritin eru um 20 mín- útna leikrit og hafa verið flutt í útvarpinu í barnatim- um Helgu og Huldu, svo sem annað, er birtist í bókinni. Eru þau þó einkum samin fyrir útvarp, en þær systur segja að mjög mikill hörgull hafi verið hér á landi á hæfi- lega stuttum leikritum fyrir börn, svo að þau missi ekki áhuga. Leikrit Mac Anna, samdi hann sérstaklega fyrir Val- týsdætur, er hann var hér- lendis og æfði „Gísl“ fyrir Þjóðleikhúsið. Allt efni bók- arinnar er valið þannig, að fullorðnir hafi einnig áhuga á efninu, því að að sögn systr- anna er ekki unnt að halda atihygli barna, nema fullorðn- ir hafi einnig gaman af Ek-ki er mikið til af góðum, stuttum íslenzkum barnasög- um, er hæfa upplestri, enda JÓLAFÖTIN ERU KOMIN STAKSTEINAR Austurstræti 14 — Sími 12345. Laugavegi 95 — Sími 23862. Framleiðnisj óður landbúnaðarins Frumvai-p ríkisstjórnarinnar um Framleiðnisjóð landbúnaðar- ins mun vafalaust, þegar fram líða stundir, verða landbúnaðin- um veruleg lyftistöng. Gert er ráð fyrir, að stofnframlag sjóðs- ins verði 50 milljónir kr. en af þeirri upphæð greiðist 20 millj. á þessu ári og verði því fé varið til vinnslustöðva laúdbúnaðar- ins. Um þetta sagði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra við fyrstu umræðu málsins í neðri deild Alþingis fyrir nokkrum dögum: „Þótt 50 millj. kr. stofn- lánframlag sé myndarleg upp- hæð, má eigi að síður reikna með, að þörf verði á tekjum fyrir sjóðinn eftirleiðis, þegar reynsla er kominn á starfsemina og sýnt er komin á starfsemina og sýnt bezt til þess að tryggja framtíð íslenzks landbúnaðar. .. Af stofn framlagi sjóðsins greiðast 20 milljónir króna á árinu 1906 og skal stjórn Framleiðnisjáos ráð- stafa því fé að fengnum tillög- um Framleiðsluráðs landbúnað- arins til vinnslustöðva landbún- aðarins vegna endurbóta, sem gerðar hafa verið á árinu 1960. Eftirstöðvamar 30. millj. kr. skulu greiðast með jöfnum ár- legum greiðslum á árniu 1967— 1969“. Markmið sjóðsins Um markmið Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sagði landbúnað- arráðherra: „Sjóðnum er ætlað að veita styrki og lán til fram- leiðniaukningar í landbúnaði og atvinnurekstri í sambandi við bú- vöru. Heimilt er að styrkja rann- sóknir og framkvæmdir er miða að lækkun framleiðslu- og dreif- ingarkostnaðar, svo og fram- kvæmdir er stefna að því að samræma landbúnaðarframleiðsl una þörfum þjóðfélagsins miðað við markaðsaðstæöur innanlands og utan á hverjum tíma. Lán og styrki úr sjóðnum má m.a. veita til einstakra bænda, vinnslu- stöðva, ræktunarsambanda og vísindastofnana. Við styrkveit- ingar til einstakra bænda skal að öðru jöfnu taka tillit tU efna- hags þeirra .... Allir munu sammála um, að nauðsyn beri til að haga framleiðslu búvara eftir því sem þarfir þjóðarinnar krefj- ast og að sá hluti framleiðslunn- ar, sem út kann að vera fluttur sé í sem beztu samræmi við markaðsaðstæðurnar hverju sinnL Minnkandi mjólkurframleiðsla f lok ræðu sinnar vék land- búnaðarráðherra, Ingólfur Jóns- son, að þróun landbúnaðarfram- leiðslunnar og sagði: „Á undan- förnum árum hefur landbúnaðar- framleiðslan aukist mikið, sér- staklega mjólkurframleiðslan. Hefur mjólkurframleiðslan vaxið undanfarin ár um 5—7% Og voru margir áhyggjufullir út af því, að erfitt væri að koma mjólkur- vörum í fullt verð í sinni tíð. Á þessu ári verður mjólkurfram- leiðslan nokkru minni en s.l. ác. Má gera ráð fyrir 3—4% minni framleiðslu en var á s.l. árL Framleiðnisjóður getur vissu- lega haft það hlutverk, ásamt öðru að stuðla að því, að mjólk- urframleiðsla dragist ekki sam- an, þar sem markaður er fyrir hendi. Sala sauðfjárafurða á erlend- um markaði er miklu nær því að vera samkeppnisfær, heldur en mjólkurvörurnar. Eðlilegt er að miða mjólkurframleiðsluna sem næst því sem þörf er fyrir á innlenda markaðinum. Þá er óhjákvæmilegt að nokkur um- framframleiðsla verði í góðu ár- ferði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.