Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. des. 1966 Hf&gnús Jónsson íjármálaráðhe rra á Alþinga: FJÁRLÖGIN ERU I SAMRÆME VIÐ VERÐSTÖÐVUNARSTEFNUNA Rækileg rannsókn á byggingar kostnaði skóla þarf að fara fram VIÐ ÞRIÐJU umræöu fjárlaga sl. miðvikudag flutti fjármálaráðherra Magnús Jónsson, ræðu, þar sem hann fjallaði um ýmis atriði, sem fram höfðu komið í málflutn ingi stjórnarandstæðinga. Fjármálaráðherra sagði, að fjárlagafrv. væri í full- komnu samræmi við verð- stöðvunarstefnu ríkisstjórn- arinnar. Margar af þeim hækkunum, sem fram komu í fjárlögum 1967 hefðu kom- ið til á þessu ári, þannig að villandi væri að gera sam- anburð á fjárlagafrv. yfir- standandi árs og næsta árs. Þá drap Magnús Jónsson á skólahyggingar og sagði að fram þyrfti að fara rækileg rannsókn á því hvemig hægt væri að draga úr kostnaði við skólabyggingar. Varpaði hann fram þeirri hugmynd, að byggja skóla, sem staðlað húsnæði eða jafnvel kaupa tilbúin skóiahús. Hér fara á eftir helztu at- riði úr ræðu Magnúsar Jóns sonar í Sameinuðu þingi sl. miðvikudag. Ég vék að því mjög ræki- lega í fjárlagaræðunni í haust, að það væri nauðsynlegt að gera sérstög átök í skólamáluxn. Ekki aðeins það að £á auknar fjár- veitingar til skólabygginga, heldur ekki síður að láta fara fram rækilegar rannsóknir á þvi, hvernig auðið væri að leysa þessi skóla/byggingamál með édýrari hætti. Það sjá auðvitað allir, að þegar 2-3 sveitarfélög eru að reisa skóla, sem kosta 30-50 millj. kr., er það slík geysi leg byrði, að það auðvitað er hin brýnasta nauðsyn að reyna að kanna það mál ofan í kjöl- inn og leitast við að finna úr- ræði, sem geti orðið þar til lausnar 'þeim vanda. Að fþessu hefur verið unnið nú um all- lengt skeið, og kemur auðvitað 1 ljós, að við margvíslega örð- Ugleika er að stríða, en engu að síður verður að ljúka þeim athugunum og þess er mjög að vænta, að á því finnist einhver lausn, sem geti stuðlað að ódýr- ari skólabyggingum og tel ég, að það þurfi þá sérstaklega að taka til athugunar að byggja skóla meira sem standard hús- Bæði og jafnvel að kaupa tii- búin hús, sem gætu lagt grund- völl að því, að hægt væri að ná niður þessum mikla kostn- aði. >að var einnig að því vik- ið, sem er rétt, að undirbúning- ur skólabygginga hefur verið mjög ófulkominn. Það var sagt hér, að það hefðu safnazt fyrir háar skuldbindingar, sem mundi vera vísað til framtíðarinnar, eins og það er orðað. Þetta er rétt að vissu leyti, en það held ég, að sé óhætt að segja, að það hefur ekki stafað af því, að ekki hefur verið fylgt fram ákvæðum 1. um þetta efni, held- ur er orsökin fyrst og frenast sú, hversu áætlanir hafa verið illa undirbúnar og svo hins veg ar, að verðhækanir hafa orðið miklar á byggingartímabilinu. Þetta hefur verið greit-t eftir föstum reglum og frá þeim regl- um hefur ekkert verið horfið, en vandinn auðvitað fer vaxandi ár frá ári eftir því, sern þeim skóla- byggingum fjölgar, sem ekki er búið að ljúka greiðslu kostnað- ar vfð. Þó að hér sé nú um meiri uphæð að ræða heldur en áður, sem þannig bíður, brýtur það ekkert í bág við þær regl- ur, sem * fylgt hefur verið og ég efast um, að bagginn af þeim fjárhæðum sé nokkuð þyngri hlutfallslega heldur en hann hefur áður verið. En ég skal fúslega taka undir það, að þetta þanf allt athugunar við frá miörg- um Ihliðum og fyrst og fremst að ég tel frá þeirri hlið, að kann- að verði, hvort ekki sé auðið að koma niður þessum mikla kostnaði við skólabyggingar. Sjúkrahúsin. Hér var vikið að þvi, að það væri við mikinn vanda að glímá hjá sjúkrahúsunum og það er vissulega rétt. Vaxandi tilkostn aður hefur lent með miklum þunga á þeim. Það var í haust samþ. daggjaldahækkun, 50 kr. og þá hafði verið ákveðið, að daggjaldahækkun, 100 kr., taki gildi að um næstu áramót. Og þetta var talið óumflýjanlegt til þess að leysa vandamál héraðs- sjúkrahúsanna. Svo sem ég gat um í fjárlagaræðunni, eykur þetta vanda ríkissjúkrahúsanna eða ríkisins í heild vegna þess, að tilkostnaðurinn við slíka dag gjaldahækkun er, þegar allt kemur til alls miklu meiri fyr- ir ríkið heldur en svarar tekju- auka rikisspítalanna, en hér er vitanleg um höfuð vandamál að ræða fyrir sjúkrahús héraðanna. Það var á það bent hér áðan, að þessi hækkun bryti í bága við þá verðstöðvun, sem nú hef- ur verið ákveðin, en það er að sjálfsögðu mál, sem verður að taka til sérstakrar athugunar. Þessa áætlun um hækkun var íbúið að gera fyrir löngu, og það er gert ráð fyrir í frv., sem leiða af hækkuninni af rík- isins hálfu og eins og minnzt var á hér áðan, hlýtur það auð- vitað að auka mjög stórlega vanda sjúkrahúsanna, ef það ætti nú að stöðva þessa hækk- un til þeirra. Þetta er hins veg- ar mál, sem verður að taka til sérstakrar athugunar, en hefur eins og ég sagði áðan, ekki áhrif á fjárL sem slík, þar sem það er gert ráð fyrir því í áætiun þeirra, að þessi hækkun verði framkvæmd. Það hefur jafnframt verið gert ráð fyrir því í áætlunum um vísitöluhækkanir, hvaða áhrif þessi hækkun daggjalda hefði í því sambandi, þannig að ;það hefur að öllu leyti verið gengið út frá þessu atriði, að það kæmi til framkvaemda. Fjárlög og verðstöðvun. Það var á það lögð nokkur áherzla af frsm. 1. minni hl., að þessi fjárlög sýndiu það, að ekki yrði um neina verðstöðvun að vegna þess, að þau bygg’öu á áframhaldandi verðbólgu. Þetta er misskilningur. Fjárl. hækka vitanlega mjög mikið frá fjárl. þessa árs, enda þótt útgjöld ríkis- ins raunveruleg hækki ekki eins mikið og munurinn er á fjárl. og fjárlagafrv., eins og það lítur nú út, vegna þess að síðar hafa komið til á þessu ári, sem nú er að líða, margar af þeim hækk- unum, sem við stöndum and- spænis fyrir í fjárl. ársins 1967. Það hefur hins vegar gerzt, að þróunin þetta ár .og hin stóraukna viðskipta- velta í landinu, sem leitt hef ur af mjög batnandi hag al- mennings á þessu ári, hefur leitt af sér stórauknar tekjur fyrir ríkissjóð, vegna þess að tekjuaukinn er fyrst og fremst af aðflutningsgjöldum af hreinum sköttum og af söluskatti, þannig að það hefur ekki komið til og er heldur ekki gert ráð fyrir neinum nýjum sköttum, þann ig að þessi tekjuöflun, sem hér er um að ræða, hefur byggzt algerlega á hinni auknu veltu. Það hefur svo auðvitað komið á móti þessu stórfelldur útgjaldaauki, sem stafar frá árinu í ár. Það verða menn að gera sér grein fyrir, en er ekki til kominn vegna þeirrar þróun- ar, sem menn gera ráð fyrir á næsta ári. Það er gengið út frá, að þá komi ekki til frekari útgjaldaauka, sem m.a. kemur fram í því, að það er lagt til að fella nið- ur þær 108 millj., sem áætl- aðar voru á 19. gr. fjárlaga- frv. til þess að mæta launa- hækkunum, þar eð gengið er út frá því, að væntanlegar stöðvunaraðgerðir leiði til iþess, að um kauphækkanir verði ekki að ræða eða hækk- anir á öðrum tilkostnaði. Þetta hefur tekizt að gera án þess að byggja upp á nýrri verðbólguþróun. Hv. frsm. 1. minni hl. sagði, að það væri sýnilegt, að gert væri ráð fyrir, að veltan eða tekjur ríkissjóðs á næsta ári yxu um allt að 500 miilj. kr. og það gæti auðvitað ekki orð- ið nema það væri gengið hrein- lega út frá stórvaxandi verð- bólgu eða fjárl. væru algerlega röng. Ég er honum algerlega sammála um það, að ef þetta væri svo, gæti það ekki komið til nema áframhald yrði á haekk unum eins og á þessu ári, en þetta er hins vegar misskiln- ingur. Það er gert ráð fyrir því í þeim áætlunum, sem fyrir liggja, að hækkunin frá árinu 1966-67 varðandi tekjirr ríkis- irur verði ekki nema um 200 millj. kr. samkv. þeim áætlun- um, sem gerðar hafa verið af Efnahagsstofnunin og Seðla- banka wú fyrir mánuðL *— Hvort þetta stenst getum við auðvitað ekki nákvæmlega lun sagt, og það getur munað tölu- verðum fjárhæðum til eða frá og vissulega er það svo, að það er teflt hér á yztu nöf. Það er gengið út frá því, að sú þró- un, sem er nú á þessu ári, haldi áfram næsta ár, en það er mið- að við þær tekjur, sem menn hafa nú. Það er ekki miðað við, að viðskiptavelta vaxi neitt að ráði. Það er gert ráð fyrir sama innflutningi eins og á árinu í ár, og þar af ieiðandi er ekki byggt á því, að áfram haldi aukin velta a'ð þessu leyti, held- ur að sama ástand ríki. Það getur hins vegar vel verið, að það sé bartsýni að gera ráð fyrir, að sami innflutningur gæti orðið og mismunandi sam- setning innflutningsins getur auðvitað valdið því, að það ver*ði minni tekjur, sem fram koma en ella. Þetta er auð- vitað vandi, sem við stöndum alltaf andspænis, þegar um á- ætlun tekna ríkissjóðs er að ræða og þar sem við verðum að gæta okkur að, þegar við afgreiðum fjárlög er, að áætla ekki vísvitandi rangt. Þar er ég hv. talsmönnum sinni hl.n. al- gerlega sammála um. En þessar tekjuáætlanir eru sem sagt byggðar á sama ástandi eins og nú er. Menn mega ekki miða við það, sem gert er ráð fyrir í fjárl. ársins í ár, vegna þess að þau eru ekki raunhæf, þar eð hin raunverulega þróun hef- ur orðið með allt öðrum hættL Niðurgreiðslur. Hv. frm. 1. minni hl. sagði, að í rauninni væru viss atriði fjárL eða viss útgjöld falin, þannig að það væri ekki gert ráð fyrir þeim, og benti^á, að ekki væri ætlað fyrir niðurgreiðslum nema 10 mánuði ársins. í þeim orðum hans gætti misskilnings að því leyti, að hann gekk út frá því, að því er mér skildist, að það væri ekki til fé til að greiða nið- urgreiðslur nema 10 mánuði mið að við alla niðurgreiðslufjárhæð ina. Þetta er misskilningur. Það er ætlað allt árið fé til þess að greiða allar þær niðurgreiðslxxr, sem voru í gildi þar til nú í haust. Það eru aðeins þær auknu 1 niðurgreiðslur, sem voru ákveðn Magnús Jónsson ar í samræmi við verðstöðvunar ákvarðanirnar, sem eru áætlaðar í fjárlögum til þess tíma sem verðstöðvunarlögin eiga að gilda, Það er í rauninni ekkert eðlilegt við það að gera ráð fyrir tekju- öflun lengur heldur en lög eiga að gilda hverju sinni. Það má hins vegar segja og spyrja: Ja, hvernig á þá að fara að þvi, á að láta vísitöluna þá hækka? Það skal ég ekkert um segja heldur. Það auðvitað verður að miðast við það ástand, sem ríkijandl verður næsta haust og það er einnig misskilningur hjá hv. þm. að ef hætt yrði þessum niður- greiðslum, sem nú hafa verið ákveðnar, hækkaði það vísitöl- una um 25 stig. Það eru allar niðurgreiðslurnar, þær niður- greiðslur, sem hafa verið ákveðn ar á þessu hausti, munu nema 10—11 stigum. Hvað kann að vera gert, þegar þessi lög falla úr gildi næsta haust, skai ég ekkert um segja. Það er hins vegar al- veg ljóst, að þá peninga, sem vantar á þá tvo mánuði ársins, ef það yrði niðurstaðan hjá þeim, sem þá fara með völdin, hverjir sem það verða, að halda áfram óbreyttri stefnu í þessu efni og samkomulag næst um það næsta haust við alla aðila, sem geti lagt grundvöll að því, að hægt verði að halda þeirri viðleitni áfram, er það vissulega engum vanda bundið að brúa það biþ sem þessir tveir mánuðir ársina gera kröfu til eða mynda. Það mun vera samtals tæpar 50 millj. kr., sem þar er um að ræða og er ekki nema 1% af útgjöldum fjárlaga. Nú getum við auðvitað ekkert um það sagt í dag, hvort tekjurnar kunni að leyfa það, að standa undir þessum 50 millj. kr. niðurgreiðslum til áramóta þá eða ekki, hvort þær kunni aS fara fram úr áætlun, þær geta eins orðið undir áætlun. Það vit um við ekkert um. En miðað við fjárlög, eins og þau eru í dag og það er raunar það eina sem við höfum við að miða, vantar um 50 millj. kr. og það mun verða séð til þess, að miða við óbreyttar aðstæður, sem nú eru og horfur, verði geymt það fé af greiðsluaf gangi ríkissjóðs á þessu ári, að ef fé muni skorta næsta haust til þess að greiða þessar niður- greiðslur til ársloka verði hægt að gera það, þannig að það er fullkomlega raunhæft að gera ráð fyrir, að þetta sé hægt a3 gera og það mun ekki skorta £é til þess. Karlmanna-leður KULDASKÓR SKÓSALAN LAUGAVEGI 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.