Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. des. 1966 MQRGUNBLAÐIÐ 11 \ 130 milljónir til skóla- bygginga á fjárlögum sagði Jón Arnason formaður Fjárveitinganefndar VIÐ þriðju umræðu fjárlaga í Sameinuðu Alþingi sl. mið- vikudag flutti Jón Árnason, formaður f járveitinganefnd- ar Alþingis, framsöguræðu fyrir áliti meirihluta nefnd- ar'nnar. í ræðu sinni fjallaði hann m.a. um skiptingu á fé til skóla, sem eru í smíðum og til nýrra skóla. tJm þetta sagði Jón Árnason m.a.: „Á undanförnum árum hefur mjög skort á, að fullnægt hafi verið nauðsynlegum und irbúningi, hvað teikningar og raunhæfar kostnaðaráætlan- ir snertir.... Fjárvn. telur að með þeim hætti, að taka nokkra fjárupphæð í fjárlög, þótt ekki sé stór og verja til þess að vinna að hvers konar undirbúningi framkvæmda muni fást raunhæfur grund- völlur til þess að byggja á.“ Jón Árnason gat þess að á fjárlögum væru áætlaðar tæpar 130 milljónir til skóla- bygginga. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr ræðu Jóns Árna- sonar: Á 13. gr. er lagt til, að tekinn verði upp nýr liður til hafnar- rannsókna og mælinga 400 þús. kr. Þessu fé skal verja til marg- víslegra grundvallarrannsókna varðandi hafnargerðir. f þessum efnum liggja fyrir mjög mikil verkefni. Má þar nefna rannsókn ir á hafnarstæðum á Su'ðurlandi, en þar er talið, að gera þurfi umfangsmiklar öldumælingar, sem kosti mikið fé. Sama er að segja um ýmsa aðra staði á land- inu. Þá er ætlunin að gera mæl- ingar á endingu stálþils. Sú rann sókn hefur þýðingu fyrir fjöl- margar hafnir víðs vegar um landið. Loks er það ætlun vita- og hafnamálaskrifstofunnar að gera alls konar aðrar athuganir og rannsóknir, sem hafa fræði- legt gildi og almennt, svo sem eteinsteypu- og steypuefnarann- eóknir, könnun á nýjum gerðum é mannvirkjum og öðru þess háttar. Hér er að sjálfsögðu um þýðingarmikið hagsmunaatriði að ræða, og þegar tiUit; er tekið til þeirra miklu fjármuna, sem ís- lendingar verja áriega tii hafn- ermannvirkja má það vera ijóst, eð slíkar grundvallarrannsóknir, eem hér um ræðir, geta haft hina tnestu þýðingu fyrir hagsmuni þjóðarinnar á þessu sviði. Bér er þvi um fjárveitingu að ræða, eem ætla má, að í framtíðinni verði fastur liður' í fjárlögum. Þá kóma till. n. um skiptingu á fé til skóla, sem eru í smiðum og enn fremur til nýrra skóla, sem ýmist eru teknir inn á fram- kvæmdaáætlun eða hafa byrjun- arfjárveitingar til undirbúnings- framkvæmda. Á undanförnum árum hefur mjög skort á, að full- nægt hafi verið nauðsynlegum undirbúningi, hváð teikningar og raunhæfar kostr.aðaráætlanir snertir. Hefur í sumum tilfellum munað svo miklu frá upphaf- Jón Árnason. legri áætlun og því, sem síðar reyndist, að skipt hefur allt að tug millj. kr. Hér er ekki því til að svara, að um sé að kenna þeirri hækkunaröldu, sem í gangi hefur verið á undanförn- um árum varðandi byggingar- kostnaðinn. Hér skiptir lang- mestu máli sú vanáætlun, sem átt hefur sér stað, bæði hvað snertir stærð bygginganna og einnig á hinum raunverulega byggingarkostnaði, sem gilt hef- ur. Fjvn. telur, að með þeim hætti að taka nokkra fjárupp- hæ'ð í fjárlög þótt ekki sé stór og verja til þess að vinna að hvers konar undirþúningi fram- kvæmdanna ,bæði það sem lýtur að teikningum og öðrum kostn- aði, muni fást raunhæfari grund- vöilur til þess að byggja á, hvort heldur er fyrir sveitarféiögin sjáif, sem standa að meira eða minna leyti undir framkvæmd- unum eða ríkissjóður. Frá síð- ustu fjárlögum er hækkun til skólabygginga, verði till. n. sam- þykktar, samtals að upphæð 18 millj. 411 þús. kr. og verður þá alls varið til skólabygginga 129 millj. 140 þús. kr. VarBandi þess- ar fjárveitingar til skólanna er fylgt þeirri reglu, að ríkissjóður greiði sinn hluta af áætluðu kostnaðarverði á 5 árum. Síðan er sú verðhækkun, sem átt hefur sér stað á byggingartímabilinu, tekin til endurskoðunar að iþeim tLma liðnum og upphæðinni, sem þá liggur fyrir skipt síðan á 3 ár. Lagt er til, að heiðurslaun tiltek- inna listamanna hækki úr 75 þús. kr. í 100 þús. Upphæð þessi hefur staðið óbreytt um þriggja ára skeið, enda þótt heildarupp- hæðin í fjárlögum hafi á sama 'tíma hækkað.um rúml. 1 millj. Til styrktar tónlistarstarfsemi er lagt til að hækka fjárveitingu um 200 þús. kr. Með þeirri upp- hæð er ætlað að koma til móts við óskir allmargra tónlistar- manna, sem nú hafa í undirbún- ingi flutning á óperum og þátt- um úr óperum með einfaldara sniði en venjulegt er. Er ætlun þeirra að gera þessa starfsemi að föstum lið í ■ 'tónlis tarlífi höfuð- borgarinnar, en jafnframt takast á hendur flutning þeirra verka, sem þeir æfa í félagsheimilum úti um Land. Hér er vissulega um athygiisverða nýjung að ræða, sem nefndin varð sammála um a'ð veita umræddan stuðning Þá er Lagt til, að upp verði tekinn nýr liður til norrænnar tónlistar- hátíðar á íslandi, 200 þús. kr. Gert er ráð fyrir, að umrædd tónlistarhátið verði haldin hér á landi árið 1968. Hliðstæð tónlist- arhátíð var haldin hér 1954 og naut þá einnig styrks úr ríkis- sjóði. Við 19. gr. eru hrtt. frá meiri hluta nefndarinnar. Er þar lagt til, að liðurinn til niðurgreiðslu á vöruverði hækki um 230 millj. kr. og jafnframt, að liðurinn hækk- un útgjalda vegna launa- hækkana, 108 millj. kr., falli niður. Báðar þessar till. eru tengdar þeim stöðvunarráð- stöfunum sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir og skýrt var frá í nál. meiri hluta fjvn. við 2. umr. málsins, að till. mundu liggja fyrir um við endanlega afgreiðslu frv. Sú upphæð, sem hér er lagt til að verja til niðurgreiðslna á vöruverði, samtals 708 millj. kr., er miðuð við það, að nægi til þess að mæta út- gjöldum ríkissjóðs að fullu það tímabil, sem verðstöðv- unarlögin ná til og niður- greiðslan nái til alls þess, sem nú á sér stað. Nýjar vörur frá Hollandi VETRARKÁPUR, FRAKKAR, LOÐKÁPUR, LOÐJAKKAR, ÚLPUR MEÐ LOÐFÓÐRI, LOÐHÚFUR, HATTAR, SKINNHANZKAR OG PILS. — MIKIÐ ÚRVAL. — HAGSTÆTT VERÐ. Bernarð Laxdat KJÖRGARÐI. Magnor kristall S K Á L A R V A S A R VÍNFLÖSKUR Norsk framleiðsla — Nútímaleg form. Vínglös Allar stærðir. Tékknesk framleiðsla, sem við höfum lengi flutt inn. Nýjar sendingar. Það bezta er aldrei of gott JÓLAEPLI delicius kr. 190.— kassinn, ca. 21.50 kílóið. JÓN MATHIESEN, Sími 50101, 50102. MATARSTELL 12 manna aðeins kr. 1000.— KAFFISTELL 12 manna aðeins kr. 798.— JÓN MATHIESEN, Sími 50101, 50102. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Halldórs Kr. Þorsteinssonar. ÁGÚST FJELDSTED, BENEDIKT BLÖNDAL, hæstaréttarlögmenn. Ibúð Óska eftir að kaupa hús eða íbúð tilbúna til íbúðar eða langt komna í byggingu. íbúðin þarf að vera 4 svefnherbergi, 1—2 stofur og eldhús. Upplýsingar í síma 23344. Snyrtivörur GOTT ÚRVAL N Ý K O M I Ð . Lyfjabúðin IÐUNN LAUGAVEGI 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.